Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 ✝ Sigurður Valdi-mar Frið- þjófsson fæddist 13. október 1925 á Bakka í Fnjóskadal. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 5. október 2014. Foreldrar Sig- urðar voru Frið- þjófur Guðlaugsson, bóndi á Bakka og síðar iðnverkamað- ur á Akureyri, f. 13.6. 1896, d. 15.11. 1981, og kona hans Sigríð- ur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29.10. 1884, d. 4.11. 1957. Bróðir Sigurðar var Guðlaugur Frið- þjófsson tæknifræðingur, f. 1.5. 1920, d. 2.8. 2000. Fóstursystir þeirra var Margrét Jónsdóttir, iðnverkakona á Akureyri, f. 2.3. 1916, d. 12.2. 2013. Sigurður kvæntist 29.12. 1962 eftirlifandi konu sinni, Jennýju Sólveigu Ólafsdóttur húsmóður, f. 6.12. 1929 í Hvammi í Þist- ilfirði. Jenný var dóttir hjónanna Ólafs Einarssonar vélstjóra í verði, f. 19.9. 1961. Börn þeirra eru a) Jenný Birta nemi, f. 17.8. 1997, og b) Sigrún Harpa nemi, f. 6.9. 2000. Barn Þóris er Eva Kar- en, f. 12.8. 1988. Dóttir Jennýjar er Sigrún Jóns, f. 29.10. 1947. Hún er gift Stefáni Jakobssyni, f. 18.10. 1954. Barn Sigrúnar er Þórhallur Aðalsteinsson, f. 22.5. 1964. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA árið 1949 og cand. mag.- prófi í íslenskum fræðum frá HÍ árið 1957. Hann var blaðamaður á Þjóðviljanum frá 1957-63 og fréttastjóri sama blaðs frá 1963- 71. Sigurður var deildarfulltrúi verkfræði- og raunvís- indadeildar HÍ frá 1971-85 og skrifstofustjóri sameiginlegrar skrifstofu verkfræðideildar og raunvísindadeildar frá 1985 og þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Sigurður var virkur í fé- lagsstörfum, hann var formaður Mímis, félags stúdenta í íslensk- um fræðum 1952-3, ritari Félags róttækra stúdenta 1954-5 og sat í stúdentaráði HÍ 1953-4. Hann var formaður launamálanefndar BÍ 1967-9, sat í stjórn Félags há- skólakennara 1975-77 og 1989-91 og í stjórn Orlofssjóðs BHM. Útför Sigurðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 15. októ- ber 2014, kl. 13. Hvammi, f. 8.9. 1896, d. 23.5. 1932, og Sigrúnar Að- alsteinsdóttur hús- freyju, f. 6.3. 1906, d. 29.6. 1942. Dætur Sigurðar og Jennýj- ar eru: 1) Sigríður, f. 8.10. 1964, mats- fræðingur, gift Jóni Hörðdal Jónassyni framkvæmdastjóra, f. 5.3. 1971. Börn Sigríðar af fyrra hjónabandi eru a) Fannar Freyr Ívarsson lög- maður, f. 15.2. 1987, sambýlis- kona hans er Íris Cochran Lár- usdóttir, f. 10.5. 1986, og b) Erna Valdís Ívarsdóttir tölfræðingur, f. 27.4. 1990, sambýlismaður hennar er Egill Örn Gunnarsson, f. 24.9. 1988. Börn Sigríðar og Jóns eru c) Orri Guðlaugur nemi, f. 28.7. 1996, og d) Sindri Sig- urður nemi, f. 28.7. 1996. 2) Ólöf Sigfríður hjúkrunarfræðingur, f. 23.11. 1966. 3) Sigurbjörg stuðn- ingsfulltrúi, f. 10.3. 1970. Sigur- björg er gift Þóri Jónssyni toll- Nú kveð ég kæran tengdaföður minn, Sigurð V. Friðþjófsson. Ég kynntist honum á efri árum hans, þ.e. um og eftir að hann lét að mestu af störfum en hefði svo sannarlega viljað hafa þekkt hann lengur. Sigurður var rólegheita- maður, fór sér að engu óðslega en með fasi sínu og framkomu öðl- aðist hann strax virðingu allra í kringum sig, enda bæði fróður, til- litssamur, rétt- og víðsýnn. Þrátt fyrir að nærri hálfrar aldrar mun- ur væri á okkur í aldri þá áttum við það sameiginlegt að hafa alist upp í sveit og báðir gengið í Menntaskólann á Akureyri og var alltaf gaman að ræða við hann um þann tíma. Sigurður var einkar barnelskur maður og þess nutu börnin okkar vel. Í návist hans fundu þau ástúð, fróðleik og mikla skemmtun ásamt örlítilli stríðni enda var allt- af stutt í skemmtilega og lúmska kímnigáfu hans sem var til staðar alveg fram á síðasta dag. Dætur hans segja hann alltaf hafa gefið sér mikinn tíma til þess að leika við þær, lesa og syngja og því hélt hann svo sannarlega áfram með öllum barnabörnum sínum og munu þau njóta þess alla ævi enda hafði hann mikil áhrif á þau. Minningin um Sigurð mun lifa í huga mínum svo lengi sem ég lifi, menn eins og hann gera heiminn og tilveru okkar betri. Hvíl í friði. Jón Hörðdal Jónasson. Elsku afi okkar, við trúum því ekki að þú sért farinn en við vitum að þú ert kominn á betri stað. Þú varst besti afi sem hægt var að eiga. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og ömmu í Laufvanginn. Þú labbaðir oft með okkur út í búð og keyptir smá dót fyrir okkur og svo lastu fyrir okk- ur margar sögur. Alltaf varstu í góðu skapi, bara yndislegur og frábær afi. Við söknum þín. Þínar afastelpur, Jenný Birta og Sigrún Harpa. Í dag kveðjum við systkinin afa okkar, hann afa Sigga eins og við kölluðum hann alltaf. Við söknum hans mikið enda var hann okkur öllum ávallt afskaplega góður og yndislegur afi. Við vorum alltaf velkomin í heimsókn til afa Sigga og ömmu Jennýjar í Lyngbrekkuna, og seinna á Laufvanginn og í Skipa- lónið. Flest okkar, og þá sérstak- lega við sem eldri erum, vorum oft í pössun hjá þeim. Þar var alltaf gaman að vera og mikið brallað; farið í göngutúra, blaðað í bókum eða horft á sjónvarp. Afi spilaði mikið við okkur og tókumst við öll á við hann í spilum eins og löngu- vitleysu, veiðimanni og samstæðu- spili. Alltaf stóðst það þegar kom- ið var í heimsókn að gera mátti ráð fyrir því að fá að spila við afa. Afi Siggi var hlédrægur og óframfærinn, og notaði ekki fleiri orð en þörf var á. Þau sem hann notaði voru hins vegar alltaf vel valin og rétt var að leggja vel við hlustir þegar hann talaði. Áhugi afa á íslenskri tungu, bókmennt- um og bóklestri fór ekki fram hjá neinum og smitaðist hann yfir á sum okkar. Alltaf mátti læra eitt- hvað af afa og ekki brást það held- ur að mjög stutt var í hláturinn í samræðum við hann. Afi hafði ein- staka kímnigáfu og henni fengum við öll að kynnast. Átti hann til að vera nokkuð stríðinn og glettinn við okkur á sinn góðlátlega og sér- staka hátt. Fyrst og fremst var afi okkar góðmennskan uppmáluð og alltaf til staðar, hvort sem okkur langaði einungis að líta í heimsókn okkur til dægrastyttingar eða veita þurfti alvarlegri málefnum at- hygli. Til hans gátum við alltaf leitað og aldrei var þar komið að tómum kofunum. Það er við hæfi að afa Sigga sé minnst með línum skáldsins Stephans G. Stephanssonar, en á honum hafði afi mikið dálæti. Hvíldu í friði, elsku afi. Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um sumarkvöld og máninn hengir hátt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld, er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð, af frið mín sál. Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð sé alheims mál, að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig, við nætur gæskuhjartað jörð og himinn að hvíli sig. En þegar hinst er allur dagur úti og uppgerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag og rétta heimi að síðstu sáttarhendi um sólarlag. (Stephan G. Stephansson) Fannar, Erna, Orri og Sindri. Mér þótti eðlilegt að það vant- aði hjálparkokk á skrifstofu verk- fræði- og raunvísindadeilda þegar ég kom þangað í atvinnuviðtal fyr- ir næstum 30 árum og hitti fyrir skrifstofustjórann, Sigurð V. Friðþjófsson. Mér fannst hann roskinn en tók þó eftir að hann var kvikur í hreyfingum og glettnis- glampi í augunum. Aldursfordómarnir hurfu þeg- ar samstarf okkar hófst. Sigurður var hinn besti félagi og lærdóms- ríkt og skemmtilegt að starfa með honum. Hann var sívakandi, atorkusamur og skipulagður, reglufastur með viðeigandi hóf- semd, braut málin til mergjar en gat alltaf séð spaugilegar hliðar á þeim og ef svo bar undir fæddist lítil vísa eða bragur sem stundum var hengdur upp frammi í kaffi- stofu deildanna. Sigurður og Lilja Þorleifsdóttir voru einu starfs- mennirnir á skrifstofu v&r þegar ég hóf þar störf og höfðu skapað sérstaklega létt og gott andrúms- loft og viðmót við nemendur og kennara sem þangað leituðu og voru oft kvaddir með spaugsyrð- um. Þó er ekki svo að skilja að allir hafi gengið brosandi af fundi sín- um með Sigurði. Einstaka sinnum komu til hans stúdentar sem hafði gengið illa í prófum og ætluðu með kröfugerð og heimtufrekju að bæta úr fyrir sér, þvert á reglur. Í ein tvö skipti heyrði ég hvernig Sigurður svar- aði ofstopamönnum, sem héldu að þeir ættu alls kostar við hann, há- vaðalaust en svo skýrt og skil- merkilega að þeir glúpnuðu. Ein tölva var á skrifstofunni þegar ég hóf þar störf en von bráðar fjölgaði þeim. Sigurður var furðulega fljótur að setja upp töfl- ur og skýrslur af öllu tagi með blýanti eða ritvél: Um fjölda stúd- enta eða kandídata, kennara, námsframboð eða húsnæðisþörf og nú lærði hann fyrirhafnarlítið að nota Excel, Word og nýjan heimasmíðaðan gagnagrunn deild- arinnar til að afla sér upplýsinga og setja þær fram. Ég kveð minn gamla starfs- bróður og vin með miklu þakklæti fyrir mannkosti hans og gott og gefandi samstarf í níu ár. Pálmi Jóhannesson. Það mun hafa verið um haustið 1946 sem fundum okkar Sigurðar V. Friðþjófssonar bar fyrst saman, svo munað verði. Þann vetur vor- um við nemendur í þriðja bekk MA og gagnfræðingar um vorið. Áfram hélt starfið við námið gegn- um fjórða og fimmta bekk og svo þann sjötta, þar til hlé var gert á því í ársbyrjun 1949 er mænuveik- in stakk sér niður á Akureyri og nærsveitum, með miklum truflun- um á skólastarfi, m.a. vegna veik- inda nemenda og urðu allmargir úr heimavist MA illa úti í þeirri baráttu. Það voru því nokkur for- réttindi að búa utan heimavistar og vorum við Siggi þar á meðal, hann í heimahúsi en ég í nágrenni hans úti í bæ. Var samgangur ná- inn á þeim tíma en námið lítið stundað. Þess í stað hófum við fjór- ir bekkjarbræður að æfa bridge og stofnuðum þá bridgeklúbbinn „Fjarkann“, sem enn starfar, þó með nýjum þátttakendum sem að líkum lætur. Þrátt fyrir þessa slæmu uppákomu í skólastarfinu hófst námið að nýju og um vorið útskrifuðust 55 nemendur sem stúdentar frá MA. Þá var að huga að framhaldinu en hópurinn tvístr- aðist og fóru menn hver í sína átt- ina við áframhaldandi nám. Ég hafði ekki gætt þess að útvega mér húsnæði á Garði og kom því í Há- skólann vegalaus, en úr því rættist farsællega þegar ég fékk inni hjá Sigga vetrarlangt í kjallaranum á Nýja Garði. Áfram hélt samvera okkar og samstarf, er við hausið 1953 vorum báðir kosnir í Stúdentaráð. Var það ný og krefjandi lífsreynsla að standa að samstarfi fjögurra flokka á vinstri væng stjórnmál- anna gegn öflugri andstöðu Vöku- manna. En samstarfið entist kjör- tímabilið á enda þó oft stæði tæpt. Sigurður var hógvær maður og óá- reitinn. Hann kom sér alla tíð vel meðal skólafélaga sinna, var meðal annars skáld gott, enda fékk hann þá auknefnið skáld „poeta“. Loddi það við hann ævilangt og var oftast auðkenndur frá öðrum með því sæmdarheiti. Af hópnum frá árinu 1949 eru nú er þetta er ritað 33 látnir og 22 á lífi. Veit ég að ég mæli fyrir munn þeirra er enn standa ofar fjörs á línu, óskir um fararheill á vegum hins óræða. Björn Hermannsson. Sigurður V. Friðþjófsson ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR (Stella), frá Felli í Breiðdal, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 8. október. Útför verður frá Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn 18. október kl. 14.00. Árni Einarsson, Guðleif Sigurjóna Einarsdóttir, Þórdís Sigríður Einarsdóttir, Þorleifur Ingi Einarsson og fjölskyldur. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSTÞÓR JÓN TRYGGVASON bóndi, Rauðafelli 1, Austur-Eyjafjöllum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 13. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bergþóra Ástþórsdóttir, Ólafur Steinar Björnsson, Kristín Ástþórsdóttir, Gísli Valdimarsson, Eiríkur Tryggvi Ástþórsson, Ragnheiður Högnadóttir, Sigurþór Ástþórsson og fjölskyldur. ✝ Við þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, HREFNU LÁRUSDÓTTUR KVARAN. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar G. Kvaran, Anna Ragnhildur Kvaran. ✝ Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, EINAR JÓNSSON, Nestúni 2, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga laugardaginn 11. október. Útför hans fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 17. október kl. 15.00. Jón Rúnar Einarsson, Kristín Valborg Sævarsdóttir, Anna Einarsdóttir, Herdís Einarsdóttir, Indriði Karlsson, Aðalheiður Sv. Einarsdóttir, Jón Ingi Björgvinsson, Hlynur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför elsku föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður og afa, HALLDÓRS GUNNARS ÓLAFSSONAR. Ólafur Á. Sigurðsson, Kristín Guðjónsdóttir, Ásgeir Halldórsson, Ragnhildur Dóra Elíasdóttir, Arndís Halldórsdóttir, Bergþóra Gná Hannesdóttir, Sigurður Halldórsson, Kristrún Björg Nikulásdóttir, Karítas Alda Ásgeirsdóttir, Björg og Þröstur, Sigurður Ásgeir, Óli og Anna. ✝ Þökkum sýndan vinarhug vegna andláts systur okkar og mágkonu, SIGRÍÐAR JÓNASDÓTTUR, Dalalandi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Múlabæjar og Grundar. Haraldur Jónasson, Marta María Jónasdóttir, Böðvar Jónasson, Erna Aradóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ALBERTSSON Heggsstöðum, Kolbeinsstaðahreppi, sem lést fimmtudaginn 9. október, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð dvalarheimilisins Brákarhlíðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, ÓLÖF EMMA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Ísafirði, lést laugardaginn 11. október. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. október kl. 13.00. Ingvar Grétar Ingvarsson, Helgi Pálmason, Margrét Jóhanna Pálmadóttir og Kristján Pétur Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.