Morgunblaðið - 18.10.2014, Side 1

Morgunblaðið - 18.10.2014, Side 1
                                                               "           #$            ! "#     % &     L A U G A R D A G U R 1 8. O K T Ó B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  244. tölublað  102. árgangur  SNÝST UM GOTT HJARTALAG, ÁST OG UMHYGGJU DRAUMA- HLUTVERK FYRIR BASSA DON CARLO 46DÝRASPÍTALINN 22  Nítján Íslend- ingar 95 ára og eldri eru með ökuskírteini í gildi, þar af 17 karlar og tvær konur, að sögn Jónasar Ragn- arssonar, um- sjónarmanns síð- unnar Langlífis á Facebook. Eftir 80 ára aldurinn gildir skírteinið að- eins ár í senn. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Guðjón Daníelsson á Fáskrúðsfirði sem er næstelsti öku- maður landsins, 101 árs. Hann er við góða heilsu og fer stundum á rúntinn í bæinn. »6 19 Íslendingar eldri en 95 með bílpróf Eldri ökumönnum fer fjölgandi. 29 af 163 mánuðum » Síðan verðbólgumarkmið Seðlabankans, sem er 2,5%, var tekið upp í mars 2001 hef- ur verðbólgan verið yfir mark- miðinu í 134 mánuði. » Verðbólgan hefur verið und- ir markmiðinu í 29 mánuði á þessu tímabili. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heimsmarkaðsverð á hrávörum er að lækka og gæti það skapað skilyrði til verðlækkana á ýmsum vörum á Íslandi á næstu vikum. Gangi það eftir mun það auka líkur á að verð- bólga verði áfram lítil á Íslandi. Verð á ýmsum hrávörum hefur ekki verið jafn lágt síðan 2009, eða 2010, og á evrukreppan þátt í því. Alþjóðabankinn telur góðar líkur á að hrávöruverðið verði lágt lung- ann af næsta ári. Það er líklegt til að framlengja eitt lengsta tímabil verð- stöðugleika á Íslandi á þessari öld. Það annað lengsta á öldinni Verðbólgan hefur nú verið undir 2,5% markmiði Seðlabankans sam- fleytt í 8 mánuði og er þetta skeið orðið það annað lengsta á öldinni. Markmiðið náðist í 13 mánuði frá nóvember 2002 til 2003 og má ætla að verðlækkanir á hrávöru auki lík- urnar á að því meti verði ógnað. Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, bendir t.d. á að bensínverð í framvirkum samning- um í New York hafi lækkað um 16% sl. þrjár vikur og um nærri 30% frá í sumar. Það feli í sér vísbendingu um að innistæða verði fyrir frekari lækkun eldsneytisverðs hér. Þá hafi hveiti lækkað um tæp 30% frá í sumar, bómull um rúm 30%, sykur um tæp 10% og maís um rúm 30%. M.a. vegna þessa geti verð- bólga jafnvel nálgast 1% um áramót. MVerð á hrávörum »16 Svigrúm til verðlækkana  Bensín, maís og hveiti hefur lækkað um 30% á heimsmörkuðum frá því í sumar  Hagfræðingur telur að verðbólga geti jafnvel nálgast 1% um næstu áramót Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Félag íslenskra heimilislækna (FÍH) skorar á stjórnvöld að bjarga því sem bjargað verður í heilbrigðiskerfinu og semja við lækna landsins um kjör. Í greinargerð frá FÍH kemur fram að 330 læknar með lækningaleyfi hafa flutt af landi brott á síðustu fimm árum og tæplega 140 læknar hafa flutt aftur til landsins. Sam- kvæmt tölum frá Læknafélagi Ís- lands voru rúmlega 110 færri læknar starfandi hér á landi í ársbyrjun 2014 en árið 2009. Þórarinn Ingólfsson, formaður FÍH, segir að samkvæmt útreikn- ingum félagsins séu a.m.k. 30 þúsund einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu án heimilislæknis. Þeir gætu verið allt að 50 þúsund. „Við teljum að það séu mannréttindi að fólk hafi sinn heimilislækni, lækni sem þekkir þess sögu og það treystir,“ segir Þórarinn í samtali við Morgunblaðið. Þórarinn telur að Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra sé fyrsti heilbrigð- isráðherrann sem viðurkennir og gerir sér grein fyrir alvarleika læknaskorts hér á landi. Oddur Steinarsson, framkvæmda- stjóri lækninga hjá Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins, segir að það vanti þónokkra tugi heimilislækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu. „Við hefðum auðvitað viljað sjá fleiri í sér- náminu, heimilislækningum,“ segir Oddur. Þeim hafi þó fjölgað síðustu ár. MHætta á frekari fækkun »4 Liðlega 110 færri læknar en 2009  Félag íslenskra heimilislækna telur a.m.k. 30 þúsund manns án heimilislæknis Læknaflótti » Fólk sem hættir hjá heim- ilislækni sínum vegna flutninga fær ekki nýjan heimilislækni. » Skortur á heimilislæknum er margra ára uppsafnað vanda- mál. Heimilislæknar horfa til þess hvernig málum er háttað í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þeir Sigurður Helgason og Gylfi Guðmundsson, starfsmenn Meitils, lokuðu fyrir Hvalfjarðar- göngin sunnanmegin stundvíslega kl. 20 í gær- kvöldi, og hófst fræsing þá um leið. Gylfi segir að lokunin hafi gengið betur en menn hafi þorað að vona og ökumenn hafi sýnt framkvæmdunum mikinn skilning. Á morgun verður svo lagt nýtt malbik og er stefnt að því að göngin verði opnuð að nýju kl. 6 á mánudagsmorgun. sgs@mbl.is Hafist handa við malbikun ganganna Morgunblaðið/Árni Sæberg  „Getið þið stoppað þessi símtöl frá olíufélögunum, þetta er stór- hættulegt,“ er meðal erinda sem borist hafa Samgöngustofu frá al- menningi en landsmenn eru dug- legir að láta í sér heyra með ábend- ingar og kvartanir til opinberra stofnana og fyrirtækja sem gera út á símsvörun. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins eru skoðuð algeng erindi sem berast í gegnum tölvupóst og síma- ver en ekki síður þau óvenjulegu og skrautlegu. Erindin snúa að öllu mögulegu; hrotum, hvítlaukslykt nágrannans, málfari og skorti á dúfum í borginni. Hefðbundin og líka skrautleg erindi  Mörg stéttarfélög á almennum vinnumarkaði hafa lokið frágangi sérkrafna vegna endurnýjunar kjarasamninga og eru viðræður einstakra félaga komnar í gang um sérmál við SA. Á fundum sem stóðu í þrjá daga í vikunni gengu 16 af 19 aðildar- félögum Starfsgreinasambandsins frá kröfugerð. »28 Skriður kemst á við- ræður um sérmálin  Notkun á beisl- ismélum með tunguboga og vogarafli er bönnuð á stór- mótum, hvers kyns keppnum og sýningum, samkvæmt reglugerð um velferð hrossa sem landbún- aðarráðherra hefur sett og birt var í gær í b-deild Stjórnartíðinda. Sigurborg Daðadóttir yfirdýra- læknir greindi frá ákvörðun ráð- herra þegar hún ávarpaði aðalfundi Landssambands hestamannafélaga í gær. Stjórn LH bannaði fyrr á þessu ári notkun umrædds búnaðar í keppni og lagði til við aðalfundinn að bannið yrði varanlegt. Bann ráðuneytisins nær einnig til kyn- bótasýninga. helgi@mbl.is Notkun méla með tunguboga bönnuð Reglur Stuðlað að velferð hrossa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.