Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 ið í heilbrigðisráðherra hefur breyst, því þegar hann tók við sem ráðherra fannst okkur hann jafnvel vera að saka okkur lækna um að mála skrattann á vegginn. Ég fullyrði að við höfum alltaf ver- ið málefnaleg í málflutningi okkar þegar við höfum varað við ógninni af læknaskorti. Við erum hóflega bjart- sýn, því við teljum að stjórn- málamenn geri sér grein fyrir því hversu mikilvægt heilbrigðiskerfið er. Enginn vill búa í landi án lækna. Við trúum því, nú þegar komið er á níunda mánuð sem samningar hafa verið lausir, að menn sjái að það verður að semja. Bjartsýni okkar er aðallega vegna þess skilnings og stuðnings sem við höfum orðið áskynja frá heilbrigðisráðherra, en nú þurfa bara forsætisráðherra og fjármálaráðherra að sjá ljósið. Við vitum að það eru ekki miklir peningar aflögu hjá ríkinu. Við vit- um að við erum að borga 82 millj- arða í vexti á ári, en við vitum líka að það er lífsnauðsynlegt að ríkið og læknar semji og við teljum að stjórn- völd eigi að setja slíka samninga í al- gjöran forgang,“ sagði Þórarinn Ingólfsson. Því miður ekkert einsdæmi Í Morgunblaðinu í gær var frá- sögn af eldri borgara í Reykjavík sem gagnrýnir þjónustu heilsugæsl- unnar í Árbæjarhverfi. Hann hafi haft samband við stöðina og óskað eftir tíma hjá heimilislækni sínum en fengið þau svör að biðin væri einn mánuður. Þó væri hægt að komast að hjá öðrum lækni eftir tíu daga. Þriðji möguleikinn væri skynditími hjá lækni sem byðist samdægurs ef hringt væri við opnun stöðvarinnar næsta dag „Ég tók þessu og rétt fyrir klukk- an átta næsta dag settist ég við sím- ann og byrjaði að hringja. Alls 35 sinnum hringdi ég stanslaust og allt- af á tali nema hvað símsvarinn greip hringinguna og 31 sinni hlustaði ég á ýmsar almennar upplýsingar um stöðina og þjónustu hennar,“ sagði maðurinn í Morgunblaðinu í gær. Þegar hann loks hafi fengið sam- band hafi verið fullbókað í skyndi- tímana þann daginn. Vantar þónokkra tugi lækna Oddur Steinarsson, framkvæmda- stjóri lækninga hjá Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ofan- greind lýsing væri því miður ekkert einsdæmi. „Það er því miður þannig að þessi lýsing á við víðar í heilsugæslu á höf- uðborgarsvæðinu. Það er kannski mismunandi hvernig símsvörun er háttað á heilsugæslustöðvunum en flestar búa þær við skort á heim- ilislæknum. Þetta er uppsafnað vandamál til mjög langs tíma – fleiri ára,“ sagði Oddur. Hann segist ekki hafa nákvæmar tölur um það hversu marga heim- ilislækna vanti til starfa á höfuð- borgarsvæðinu. „Það eru þónokkrir tugir og svo hefðum við auðvitað vilj- að sjá enn fleiri í sérnáminu, heim- ilislækningum. Að vísu er það já- kvæða þar að þeim hefur fjölgað síðustu árin sem valið hafa heim- ilislækningar en betur má ef duga skal,“ sagði Oddur. Oddur sagðist nýkominn heim frá Svíþjóð, en hann hóf störf hjá HH 1. september sl. Hann segir að í Sví- þjóð hafi menn hægt og bítandi verið að breyta ófremdarástandi í heim- ilislækningum frá 2008 til hins betra. „Svíum er að takast að snúa þessu við, sem skiptir miklu máli, því heilsugæslan er hornsteinn í velferð- arkerfinu.“ Oddur segist ekki sjá neinar vís- bendingar um að ástandið fari batn- andi hér á landi um sinn. „En það fer fram vinna í heilbrigðisráðuneytinu núna sem gæti snúið þessari þróun við, að við munum ná viðspyrnu. Mér er kunnugt um að þeir í ráðuneytinu horfa töluvert til Svíþjóðar í þeirri vinnu,“ sagði Oddur. Hann bendir á að heimilislæknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborg- arsvæðinu taki á móti allt að 20 til 30 sjúklingum á dag á dagvinnutíma. „Þeir eru svo sannarlega að vinna vinnuna sína og ríflega það,“ segir Oddur. Hætta á frekari fækkun lækna  Ekki bjart framundan með mönnun heimilislækna á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og úti á landi  FÍH skorar á ríkisstjórn Íslands og fjármálaráðuneyti að bjarga því sem bjargað verður Morgunblaðið/Júlíus Efra-Breiðholt Þórarinn Ingólfsson, formaður FÍH, er heimilislæknir í Heilsugæslunni Efra-Breiðholti. Félagið hef- ur miklar áhyggjur af frekari fækkun heimilislækna sem annarra sérfræðilækna hér á landi. Þórarinn Ingólfsson Oddur Steinarsson Fram kemur í greinargerð FÍH að um 330 læknar með lækn- ingaleyfi hafa flutt af landi brott á síðustu fimm árum og tæplega 140 flutt aftur til landsins. Á síðustu fimm árum hafa því að meðaltali um 66 læknar flutt í burtu á ári hverju og um 28 komið til baka. Frá febrúar 2013 til mars 2014 fór 81 læknir af landi brott og 49 læknar komu til baka. Um 230 læknar með almennt lækninga- leyfi bættust við á þessum 5 ár- um og um 90 þeirra hafa flutt af landi brott. Þetta þýðir að það eru rúmlega 110 færri starfandi læknar hér á landi í byrjun árs 2014 en árið 2009. Fækkað um 110 frá 2009 LÆKNAFLÓTTI FRÁ ÍSLANDI „Þetta er ein birtingarmynd af vanda heilbrigð- iskerfisins. Venjulegur biðtími eftir lækni er 4-6 vikur. Næsti lausi tími hjá mér er til dæmis í des- ember,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heim- ilislæknir á Heilsugæslustöðinni í Árbæ. Gunnlaugur bendir á að sjúklingum heilsugæsl- unnar í Árbæ hafi fjölgað síðustu ár því hverfið er vaxandi. Tvö ný hverfi, Grafarholt og Norð- lingaholt, hafi bæst í hópinn. Stöðugildum lækna hafi ekki fjölgað samfara því. Í þessu samhengi reiknaði hann lauslega út; miðað við fjölda lækna sem voru á vakt í gær og sjúklingafjölda, að rúmlega 2.600 sjúklingar væru á hvern lækni. Venjulega er miðað við að 1.200 til 1.500 sjúklingar séu á hvern lækni. Fimm fastir heimilislæknar, auk tveggja til þriggja sérfræði- og kandídatslækna, starfa alla jafna á stöðinni. Sá fjöldi getur þó verið breytilegur, m.a. vegna veikinda og fría. „Læknarnir þyrftu að vera 11 talsins ef vel ætti að vera. Það er ekki þar með sagt að hægt sé að fjölga læknum þó stöðugildum yrði fjölgað því það er erfitt að fá lækna til starfa,“ segir Gunnlaugur og bætir við að honum reiknist svo til að um tíu ár séu liðin frá því að hann byrjaði að benda á vanda heilsugæslustöðvanna í greinum í blöðunum. Gunnlaugur er staðgengill yfirlæknis á Heilsugæslustöðinni í Árbæ í fjarveru Gunnars Inga Gunnarssonar sem er í leyfi fram í miðjan nóvembermánuð. thorunn@mbl.is Biðtíminn er 4-6 vikur RÚMLEGA 2.600 SJÚKLINGAR Á LÆKNI BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Félag íslenskra heimilislækna (FÍH) segir að heimilislæknar hafi verið fyrstu ríkisstarfsmennirnir „sem sæta máttu 20% launaskerðingu í febrúar 2009 eða verða reknir ella úr starfi. Skerðing sem nú fimm árum síðar hefur ekki enn verið leiðrétt!“ eins og komist er að orði í grein- argerð FÍH. Aðalfundur Félags íslenskra heimilislækna samþykkti svohljóð- andi ályktun á aðalfundi sínum hinn 4. október sl.: Bjarga því sem bjargað verður „Aðalfundur Félags íslenskra heimilislækna, haldinn á Egils- stöðum hinn 4. október 2014, skorar á ríkisstjórn Íslands og fjármála- ráðuneytið að bjarga því sem bjarg- að verður í íslensku heilbrigðiskerfi og semja tafarlaust við lækna lands- ins um kjör. Fundurinn telur óábyrgt af stjórnvöldum að rýra kjör lækna, valda þannig frekari fækkun þeirra og brjóta niður íslenskt heil- brigðiskerfi.“ Þórarinn Ingólfsson, formaður FÍH, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að samkvæmt útreikn- ingum félagsins væru a.m.k. 30 þús- und manns án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu. Þeir gætu ver- ið mun fleiri, jafnvel allt að 50 þús- und. „Við heimilislæknar á Íslandi höfum horft talsvert til Noregs og Danmerkur um hvernig heilsu- gæslumálum er þar fyrirkomið. Við teljum að það séu hreinlega mann- réttindi að fólk hafi sinn heimilis- lækni, lækni sem þekkir sögu þess og það treystir. Þetta er réttur sem nú er brotinn á fólki,“ segir Þór- arinn. Hann segir að vegna þess hversu mikil vöntun er á heimilislæknum, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, fái fólk ekki nýjan heim- ilislækni ef það hættir hjá sínum lækni, t.d. vegna flutninga. „Ég er t.d. heilsugæslulæknir í Efra- Breiðholti, í Fella- og Hólahverfi. Ef einhver sjúklingur minn flytur, t.d. til Hafnarfjarðar, þá heldur hann áfram að koma til mín úr Hafnar- firði, því hann færi ekki nýjan heim- ilislækni. Ég er með sjúklinga út um allt land, meira að segja á Kópa- skeri!“ segir Þórarinn. Enginn vill búa í landi án lækna Þórarinn telur að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sé fyrsti heilbrigðisráðherrann sem við- urkennir og gerir sér grein fyrir al- varleika læknaskorts hér á landi. Þórarinn var spurður hvort heim- ilislæknar hefðu einhverja ástæðu til bjartsýni. „Það er ekki mikil bjart- sýni sem kemur fram í greinargerð okkar. En við höfum fengið óvæntan stuðning frá heilbrigðisráðherra, sem við að sjálfsögðu fögnum. Hljóð- Gunnlaugur Sigurjónsson Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Landssamband smábátaeigenda hef- ur snúið sér til atvinnuveganefndar Alþingis til að reyna að fá línuívilnun í ýsu og steinbít hækkaða á ný. Nefndin hefur boðað forystu LS á fund næst- komandi þriðjudag. „Við viljum að at- vinnuveganefnd sjái til þess að staðið verði við það sem sagt var og þessum tonnum verði skilað,“ segir Örn Páls- son, framkvæmdastjóri LS. Sjávarútvegsráðherra ákvað að minnka línuívilnun þannig að viðbót í ýsu er 1.100 tonn í stað 2.100 tonna áð- ur og viðbót í steinbít 700 tonn í stað 900 tonna. Málið var til umræðu á að- alfundi LS sem lauk í gær. Í ályktun var skorað á ráðherra að endurskoða ákvörðun um skerðingu. „Fundurinn furðar sig á þeirri skammsýni sem birtist í þessari ákvörðun. Nær væri að stórauka línuívilnun og láta hana ná til allra dagróðrabáta.“ Reynt að auka um 170 tonn Örn segir að í nefndaráliti atvinnu- veganefndar vegna breytinga á fisk- veiðistjórnarlöggjöfinni hafi komið fram að engar meiriháttar breytingar yrðu gerðar á reglunum. Blekið hafi varla verið þornað þegar ráðherra hafi skert línuívilnun. Það segir Örn að komi sér illa þar sem smábátasjó- menn þurfi að leigja kvóta dýrum dómum til að geta veitt þorsk. Þeir hafa litlar undirtektir fengið hjá ráð- herra um breytingar. Sjávarútvegsráðherra sagði þó í ávarpi við upphaf fundar LS að reynt væri að finna lausn til þess að auka línuívilnun á ýsu um 170 tonn. Örn segir að það sé engin leiðrétting. Treystir hann á að atvinnuveganefnd geri eitthvað sem hjálpi körlunum sem eru í vandræðum vegna ýsunnar. helgi@mbl.is Alþingismenn taki í taumana  Smábátasjómenn krefjast leiðréttingar á línuívilnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.