Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 8

Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Karl Garðarsson flutti athygl-isverða þingræðu um daginn. Þar sagði hann: „Það hefur merki- lega lítil umræða farið fram hér í þingsölum um þá staðreynd að Rík- isútvarpið, sameign okkar allra, er í raun gjaldþrota. Félagið getur ekki staðið í skilum með afborg- anir lána en lántök- ur nema allt að 11⁄2 milljarði króna á undanförnum tveim- ur árum. RÚV hefur velt vandanum á undan sér, lán hafa verið tekin til að brúa fjárþörf og bankar hafa verið viljugir til að lána í þeirri trú að ríkið muni alltaf koma til hjálpar.“ Og hann bætti við að ríkið væri ekki aflögu- fært með meira fjármagn.    Karl benti einnig á að það gætiþurft að fara í róttækar breyt- ingar innan húss sem gætu falið í sér styttri dagskrá, breyttar áherslur í efnisvali og hugsanlega fækkun rása.    Hann lauk ræðunni á þessum orð-um: „Við þurfum að svara áleitnum spurningum. Erum við tilbúin að setja tæpar 900 milljónir króna á ári í fréttaþjónustu RÚV, 300 milljónir í Rás 1, 200 milljónir í Rás 2 og 1,3 milljarða í annað sjón- varpsefni en fréttir? Og gera menn sér grein fyrir því að uppsöfnuð fjárfestingarþörf RÚV nemur 11⁄2 milljarði króna á næstu fjórum árum?“    Stjórnendur RÚV hafa ekki tekiðá vandanum og skýla sér að bak við að þeir þurfi nánari leiðsögn Al- þingis. En hún liggur fyrir og má lesa út úr þjónustusamningi og fjár- lagaheimildum. Innan þess ramma ber þeim að starfa. Karl Garðarsson Ramminn fyrir RÚV liggur fyrir STAKSTEINAR Magnús Geir Þórðarson Veður víða um heim 17.10., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 5 alskýjað Nuuk 2 snjókoma Þórshöfn 10 skýjað Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 0 heiðskírt Lúxemborg 15 skýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 17 léttskýjað París 17 léttskýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 15 léttskýjað Berlín 15 léttskýjað Vín 14 skýjað Moskva -1 snjókoma Algarve 22 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 26 heiðskírt Róm 22 léttskýjað Aþena 26 skýjað Winnipeg 5 alskýjað Montreal 15 alskýjað New York 19 heiðskírt Chicago 16 skýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:28 17:59 ÍSAFJÖRÐUR 8:40 17:57 SIGLUFJÖRÐUR 8:23 17:39 DJÚPIVOGUR 7:59 17:27 Formanni skóla- og frístundaráðs og sviðsstjóra skóla- og frístunda- sviðs Reykjavíkurborgar hefur verið falið að semja við ríkið um að nemendum í efstu bekkjum grunn- skóla verði gert kleift að stunda áfanga í framhaldsskóla í fjarnámi meðfram grunnskólanáminu sér að kostnaðarlausu. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins þess efnis var sam- þykkt á fundi ráðsins í vikunni. Að sögn Mörtu Guðjónsdóttur, borg- arfulltrúa flokksins, er markmiðið með tillögunni að gefa nemend- unum frekara val, skapa meiri samfellu á milli skólastiga og samstarf á milli kennara og stjórnenda á grunn- og fram- haldsskólastig- inu. Slíkur samn- ingur var í gildi frá árinu 2007 en hann var aflagð- ur á kjörtímabili síðustu ríkis- stjórnar. Skv. tölum frá skóla- og frístundasviði stunduðu mest 462 nemendur í 9. og 10. bekk nám í framhaldsskóla samhliða grunn- skólanáminu á vorönn 2008. Þeir voru 238 nú í vor. Þess ber þó að geta að ekki skila allir skólar upp- lýsingum um þessa nemendur á hverju ári. Ekki dýrara fyrir ríkið Marta segir að hugmyndin sé að ríkið greiði fyrir nám grunnskóla- nemanna á framhaldsstiginu. Það ætti ekki að leiða til kostnaðar- auka fyrir ríkið. „Það má alveg ætla að langflestir af þessum nem- endum muni hvort sem er stunda þessa áfanga síðar meir. Þeir eru í raun að taka þá fyrr þannig að þetta er bara spurning um að ríkið greiði aðeins fyrr fyrir þessa áfanga,“ segir hún. Þessi valkostur nýtist ekki að- eins fyrir bestu nemendurna því að framhaldsskólarnir bjóði upp á fjölbreytta áfanga, lífsleikni, verk- mennt og annað. „Það er fyrst og fremst verið að auka fjölbreytni og sveigjanleika með þessari tillögu,“ segir Marta. kjartan@mbl.is Semji um áfanga fyrir elstu nemana Marta Guðjónsdóttir Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com T il bo ði n gi ld a 16 .- 20 .o kt ób er 20 14 eð a m eð an bi rg ði r en d as t. ir gð ir e Shea Butter budda Budda með líkamskremi 100 ml, handáburði 30 ml og varasalva 12 ml. Þrjár ilmtegundir : Lime, Vanilla og Rose. 4.930,- ANDVIRÐI 6.290,- Hvað er nýtt í haust? Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Aðventa 3 30. nóvember - 7. desember Aðventuprýði í Prag Aðventan er heillandi tími.Töfrandi jólaskreytingar, ilmur frá brenndum möndlum og heitu jólaglöggi kemur okkur í jólastemningu í þessari þriggja borga ferð. Farið verður til gömlu rómversku borgarinnar Regensburg, Prag í Tékklandi og til München, höfuðborgar Bæjaralands. Verð: 186.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Örfá sæti laus! Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.