Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 10
Spurningaspil hafa í fjölda ára verið ótrúlega vinsæl. Það ætti því að vera unnendum slíkra spila mikið ánægju- efni að gríðarvinsælt spil, Bezzerwizz- er, er komið út á íslensku. Það hefur notið mikilla vinsælda víða í Skandin- avíu. Í Bezzerwizzer reynir svo um munar á klókindi leikmanna sem mega gera í því að notfæra sér veikleika and- stæðingsins, enda er hægt að græða á þeim. Rétt eins og leikmaður fær stig fyrir rétt svör er dregið frá fyrir röng svör. Í spilinu eru hvorki fleiri né færri en 3.000 spurningar og eru flokkarnir 20. Flokkarnir eru eftirfarandi: At- vinnulíf, bókmenntir, byggingarlist, hönnun, íþróttir og leikir, kvikmyndir, landafræði, listir, manneskjan, matur og drykkir, náttúra, náttúruvísindi, saga, samfélag, sjónvarp og útvarp, stjórnmál, tónlist, trú og hefðir, tungu- mál og síðast en ekki síst tækni. Daninn Jesper Bülow er höfundur spilsins Bezzerwizzer og gaf það út í Danmörku árið 2006. Spilið náði strax miklum vinsældum og hefur í dag selst í meira en einni milljón eintaka. Aldur: 15 + Fjöldi leikmanna: Tveir eða fleiri. Sölustaðir: Hagkaup, Spilavinir og flestar bókabúðir. Verð: 9.900 kr. Spil vikunnar BEZZERWIZZER Nú kemur í ljós hvað hver og einn raunverulega veit! 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olísog er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Láttu Rekstrarland létta þér lífið Gerðu ítrustu kröfur um hreinlæti PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 0 61 9 Við bjóðum fallegar servíettur, kerti og dúka ásamt miklu úrvali af einnota vörum. Einnig úrval hreinsiefna og hreinlætisvara fyrir stofnanir, hótel og veitingahús. Sérsniðnar lausnir sem mæta þörfum hvers og eins. Allt þetta og miklu meira í Rekstrarlandi. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða hjá útibúum Olís um land allt. Morgunblaðið/Golli Safnstjóri Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, fagnar 130 ára afmæli safnsins. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þ„Það verður mikið um aðvera í tilefni afmælisins, al-veg fram á næsta ár,“ segirHalldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands. Safnið er elsta listastofnun landsins og fagn- ar 130 ára afmæli sínu. Um helgina verður frítt inn á safnið og boðið upp á leiðsögn, innlit í málverkageymslu safnsins, boðið upp á tertur prýddar listaverkum og margt fleira. „Þetta er afmæli okkar allra og bjóðum við alla velkomna,“ segir Halldór Björn. Í tilefni afmælisins verður opnuð sýning í nóvember á völdum verkum úr safneign. Á afmælisárinu verða opnaðar nýjar sýningar í nóvember, efnt verður til málþings um framtíð safnsins og gefin út bók með völdum verkum úr safneigninni ásamt því að ný heimasíða verður opnuð. Þetta er á meðal viðburða Listasafnsins. Dag- skrá safnsins er þéttskipuð á afmæl- isári sem endranær. Ferðamönnum fjölgar „Við finnum fyrir vaxandi þunga ferðamanna til okkar. Þeir eru orðnir fjölmennur aðdáendahópur og byrj- aðir að banka eldsnemma á morgn- ana á hurðina hjá okkur,“ segir Hall- dór Björn. Helsta nýjung Listasafnsins er sú að Vasulka-stofa var opnuð form- lega á fimmtudaginn síðastliðinn. Þar verður vistað gagnasafn hjónanna Steinu og Woody Vasulka. Ætlunin er að Vasulka-stofa verði miðstöð raf- miðlalista á Íslandi. „Vasulka-stofa á eftir að breyta ásýnd safnsins og rífa okkur upp,“ segir Halldór Björn um stofuna. Í til- efni opnunar Vasulka-stofu var gefin út bók um hjónin en þau voru braut- ryðjendur í vídeólist á sjöunda áratug síðustu aldar. Ennfremur eru þau á meðal virtustu listamanna á því sviði á heimsvísu. Listform framtíðarinnar „Þetta er listform framtíð- arinnar, en tekið skal fram að þetta er sagt með fullri virðingu fyrir allri annarri list,“ segir Halldór Björn. Hann bendir á að mikil gróska sé í rafmiðlalist hér á landi og Vasulka- stofa á eftir að hafa enn meiri áhrif á hana. „Þetta hefur áhrif á stöðu okkar í heiminum og með þessu erum við komin á sama stall og aðrar þjóðir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Rafmiðlalist sækir fram í framtíðinni Vasulka-stofa í Listasafni Íslands var formlega opnuð í vikunni í tilefni þess að elsta listastofnun landsins fagnar 130 ára afmæli sínu um þessar mundir. Þessi nýja stofa er tileinkuð hjónunum Steinu og Woody Vasulka sem eru meðal helstu frumkvöðla vídeólistar og heimsþekkt fyrir verk sín. Vegleg afmælisdagskrá er um helgina í boði, leiðsögn verður um safnið, hægt að taka þátt í videógjörningi og smakka afmælisköku með listaverki eftir íslenska listamenn svo fátt eitt sé nefnt. Ekki eru allar hugmyndir til þess fallnar að gera heiminn að betri stað til að búa á. Sumar eru jafnvel til þess fallnar að gera okkur að let- ingjum og virðist áhuginn og eft- irspurnin eftir slíkum uppfinningum óþrjótandi. Á vefsíðunni veryviral.- com er meðal annars að finna bráð- skemmtilegan lista yfir slíkar upp- finningar. Gaffall með rafhlöðum er til dæmis gerður til að snúa spagettí- inu sjálfkrafa fyrir þá sem nenna því ekki. Tæki til að koma fólki í sokkana, sjálfklippandi skæri, klósettrúllugormur til að fólk þurfi ekki að teygja sig eftir pappírnum og moppuskór eru á meðal fjöl- margra hugmynda sem komist hafa á markað. Allar eru þær hugsaðar til þess að létta okkur lífið. En eru slíkar uppfinningar í raun bjarn- argreiði? Sitt sýnist hverjum um það. Vefsíðan www.veryviral.com Nauðsyn? Ekki er hægt að sjá skyn- semina í öllum uppfinningum heimsins. Uppfinningar fyrir þá lötu Það ætti ekki að koma á óvart að fjölmargt sé um að vera á Borg- arbókasafni Reykjavík á næstu dög- um, því iðulega er dagskrá safnsin ljómandi góð og fjölbreytt. Dagarnir 17. - 21. október eru sérstaklega ætlaðir grunnskólabörnum og fjöl- skyldum þeirra. Eitthvað verður um að vera í öllum söfnum, s.s. bingó, föndur og upplestur en svo er alltaf hægt að koma á bókasafnið og setjast niður og eiga notalega stund með bók í hönd. Ekki má gleyma að í aðalsafni er sýning tileinkuð Guðrúnu Helga- dóttur í tilefni 40 ára rithöfund- arafmæli hennar. Endilega ... ... bregðið á leik! Morgunblaðið/Ómar Gaman Á safninu er margt um að vera. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.