Morgunblaðið - 18.10.2014, Page 14

Morgunblaðið - 18.10.2014, Page 14
VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það var mjög tæpt að síðasti leikur, hjá U21-liðinu gegn Dönum, hefði getað farið fram. Það var frost að morgni og hefði ekki komið sól í hálf- tíma um tvöleytið hefði leikurinn ekki getað farið fram. Lánið hefur oft leik- ið við okkur í þessum leikjum á haustin,“ segir Jóhann G. Krist- insson, vallarstjóri Laugardalsvallar til fjölda ára, en í landsleikjum Ís- lands í vikunni var hann mjög stress- aður yfir því að þeir gætu yfirhöfuð farið fram vegna kulda. Treysta á veðurguðina Laugardalsvöllur er óupphitaður og þegar komið er fram í október og nóvember þarf að treysta á að veður- guðirnir séu hliðhollir. Jóhann og fé- lagar hafa notið aðstoðar sérfræð- inga við að halda vellinum góðum, m.a. frá Bjarna Hannessyni, vall- arstjóra hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. „Vandamálið í þessu er að við höf- um aldrei getað verið öruggir með að hlutirnir lukkist og völlurinn sé í standi þegar leikdagur rennur upp,“ segir Jóhann og bendir á að hefði leikurinn gegn Dönum sl. þriðjudag verið settur á um kvöldið, á sama tíma og Hollandsleikurinn á mánu- deginum, þá hefði hann ekki getað farið fram vegna frosts í grassverð- inum. Leiktíminn, kl. 16.15, var löngu ákveðinn af UEFA til að honum yrði lokið áður en landsleikir hæfust um kvöldið hjá A-landsliðunum í und- ankeppni EM. „Þessi leikur hefði í raun ekki mátt fara fram miklu seinna því í seinni hálfleik voru strák- arnir farnir að renna til á vellinum,“ segir Jóhann. Það þarf ekki landsleiki til að veð- urskilyrði séu tæp. Rifjar Jóhann upp að eitt sinn hafi snjóað á bikarúr- slitaleik og þá stóð tæpt að íslenska kvennalandsliðið næði að leika í um- spili gegn Írum í lok október 2008, þegar stelpurnar tryggðu sæti sitt á lokakeppni EM. Í nóvember í fyrra, þegar leikið var gegn Króatíu í umspili fyrir HM, var sömuleiðis orðið ansi kuldalegt um að litast á landinu. Til að halda vellinum heitum var leigður dúkur erlendis frá til að breiða yfir dagana fyrir leik sem fram fór 15. nóvember. Þetta kostaði KSÍ um 15 milljónir króna sem samsvarar tekjum af miðasöl- unni á leiknum. „Þarna vorum við líka heppnir með veðrið. Það byrjaði að snjóa hálftíma eftir leik og ekki hægt að leika hér fótbolta í marga mánuði á eftir. Veð- urspáin fyrir leikinn var hins vegar eins og pöntuð og enn lék lánið við okkur. En það getur ekki gert það endalaust.“ Lag næsta haust Jóhann telur afar brýnt að Laug- ardalsvöllur verði upphitaður. Nauð- synlegt sé að gera hann frostfrían og skapa þannig meira öryggi fyrir leik- menn, upp á meiðsli og annað. KSÍ hefur vilyrði frá UEFA um styrk til þess að skipta um gras og hita völlinn upp. Jóhann segir lag til fram- kvæmda strax eftir næstu undan- keppni, þannig að völlurinn verði þá orðinn klár á nýjan leik sumarið 2016. Að morgni Svona leit Laugardalsvöllur út að morgni mánu- dags, áður en leikið var gegn Hollendingum, grasið frosið. Eftir hádegi Sólin lét sjá sig og hægt var að snyrta grasið á vellinum. Daginn eftir skein sólin aðeins í hálftíma. Ljósmyndir/KSÍ Landsleikur Leikur Íslands og Hollendinga hófst á slaginu kl. 18.45 og vallarstarfsmenn búnir að gera allt klárt. Ekkert leikið hefði sólin ekki komið  Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir litlu hafa mátt muna að U21 leikurinn gegn Dönum yrði blásinn af vegna kulda  Lánið leikur við okkur  Brýn þörf fyrir upphitaðan völl Morgunblaðið/Brynjar Gauti Snjór Jóhann G. Kristinsson á vell- inum fyrir leik Íra í október 2008. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Verslun H. Júlíussonar á Sauðárkróki 95 ára! Höfum þjónað Skagfirðingum og ferðafólki í nærri heila öld! Matvara, fatnaður, hreinlætisvörur og olíuvörur í miklu úrvali! Alltaf rétta verðið! Þökkum öll gömlu árin! Verslun H. Júlíussonar, Aðalgötu 22, Sauðárkróki sími 453 5124, fax 453 5136 Umboð frá 1930 Enginn fer tómhentur frá Bjarna Har! „Hugmyndir forystumanna KSÍ um stækkaðan Laugardalsvöll eru spennandi og það eru færð ágæt rök fyrir mikilvægi þess að bæta aðstöðuna þannig að völlurinn nýt- ist betur yfir árið. En staða ríkis- fjármála er þannig á næstu árum að það gæti reynst erfitt að ríkis- sjóður verji umtalsverðum fjár- munum til slíkra framkvæmda,“ segir Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um hugmyndir KS að stærri Laugar- dalsvelli, sem greint var frá í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Illugi segir málið hafa verið skoðað og hann fengið kynningu á þessum hugmyndum, einnig varð- andi þjóðarleikvang fyrir frjálsar íþróttir. „Áður en hlaupabraut verður tekin af Laugardalsvelli þarf að huga að aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Það er ekki hlaup- ið að því að finna fjármagn til þess,“ segir Illugi. Formaður KSÍ hefur nefnt möguleika á að fá áhugasama fjárfesta að verk- efninu og ráð- herra segir sjálf- sagt að skoða það. „En það yrði óábyrgt af minni hálfu að gefa ein- hverjar vonir eða væntingar annað en að við vonum að hagur ríkissjóðs fari batnandi. Mér líst alls ekkert illa á einka- framkvæmd en það skiptir máli hvernig sú aðkoma er hugsuð.“ Illugi segist skilja vel sjónar- miðin sem liggi að baki kröfu um stækkun Laugardalsvallar. Glæsi- leg frammistaða karlalandsliðsins að undanförnu hafi vakið athygli en önnur landslið hafi einnig stað- ið sig mjög vel og knattspyrnu- húsin hafi án efa haft þar mikið að segja. Stjórnvöld hafi metnað til að halda þeirri uppbyggingu áfram. bjb@mbl.is Ólíklegt að fé komi úr ríkissjóði RÁÐHERRA SEGIR HUGMYNDIR KSÍ SPENNANDI Illugi Gunnarsson Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Menningarhátíðin Norðurljósin er haldin um helgina í Stykkishólmi. Hátíðin er haldin annað hvert ár og fer nú fram nú í þriðja sinn. Fjölbreytt dagskrá er frá fimmtu- degi og stendur til sunnudags. Það verður sungið og spilað á mörgum stöðum í bænum, félagasamtök eru með skemmtidagskrá, söfn verða opin, myndasýningar og fyr- irlestrar. Dagskráin hófst á fimmtudags- kvöld með tónleikum í Stykk- ishólmskirkju sem tónlistarfólk í Hólminum flutti að mestu leyti. Það hefur skapast sú venja á Norðurljósum að heiðra val- inkunna Hólmara sem hafa sett svip sinn á menningarlífið í bæn- um og þakka þeim fyrir óeig- ingjarnt starf. Á þessu ári er þess minnst að Lúðrasveit Stykk- ishólms hefur starfað í 70 ár og Tónlistarskólinn á 40 ára starfs- afmæli. Því þótti bæjarstjórn Stykk- ishólms viðeigandi að heiðra þá bræður Jón Svan og Lárus Péturs- syni fyrir starf þeirra á svo mörg- um sviðum menningar og lista. Jón Svanur hefur frá unga aldri leikið á hljóðfæri, stjórnað leiksýn- ingum hjá leikfélaginu Grímni og séð um leiksviðsgerð. Lárus hefur einnig leikið á hljóðfæri frá unga aldri. Hann hefur starfað sem kennari í Tónlistarskólanum í yfir 30 ár. Þá eru þeir bræður lagnir í höndunum og hafa víða komið við að endurbyggja gömul hús í Stykkishólmi. Á tónleikunum tóku þeir við viðurkenningunni frá bæj- arstjórn og tónlistargestir sýndu hug sinn með miklu lófaklappi. Undirbúningsnefnd hátíðarinnar hvetur bæjarbúa og gesti til að vera með og taka þátt í dag- skránni, því maður er manns gam- an. Músíkalskir bræður heiðraðir  Það verður sungið og spilað á mörgum stöðum í Stykkis- hólmi um helgina Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þakklæti Bæjarstjórnin heiðraði þá bræður Jón Svan og Lárus Péturssyni fyrir starf þeirra á mörgum sviðum menningar og lista.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.