Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 sér völl erlendis,“ skrifar Guðmun- dur. Gjaldið greitt fyrirfram Ólafur segir að með úrvinnslu- gjaldi við innflutning eða fram- leiðslu sé gjald greitt fyrirfram vegna endurvinnslu eða förgunar. Gjaldið verði hvati inn í kerfið þar sem stöðugt auknar kröfur eru gerðar um innsöfnun og endurnýt- ingu á úrgangi. Núna er miðað við að skilahlutfall á raftækjum sé 20- 25% af tækjum sem sett séu á markað, en 2016 á þetta hlutfall að verða 45% og hækkar enn frekar síðar. Eftir sem áður verður gjald- frjálst fyrir almenning að skila tækjum á endurvinnslustöðvar. Núna greiða innflytjendur og framleiðendur raftækja til skila- kerfa á þeirra vegum. Aðild þeirra að skilakerfi er lögbundin. Gjaldið á að standa undir söfnun, flutningi og endurvinnslu raftækjaúrgangs. Tollyfirvöld hafi getað fylgst með innflutningi eftir tollanúmerum og hvort innflytjendur séu aðilar að slíkum kerfum, að sögn Ólafs, en einhver misbrestur hafi verið á því. Hann segir að í fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir að fyrirtæki greiði 100-120 milljónir vegna úrvinnslugjaldsins við innflutning eða framleiðslu á raftækjum. Úrvinnslusjóður vinnur að endurskoðun á upphæð gjald- anna og hefur m.a. kallað eftir nýj- um upplýsingum um vinnslukostn- að frá verktökum, skilakerfum og fleiri aðilum. Niðurstaðan, sem kynnt verður fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, mun liggja fyrir fljótlega. Ólafur segir að það sé ekki leng- ur í boði að henda ónýtum tækjum eða öðrum úrgangi á víðavangi og það kosti að endurnýta eða farga úrgangi. Með úrvinnslugjaldi verði greitt fyrir það í upphafi að geta skilað tækjum gjaldfrjálst á til- teknar stöðvar og haft tryggingu fyrir því að tækið verði meðhöndlað á þann hátt sem kröfur nútímans gera. Óæskileg efni í túbusjón- vörpum og gömlum ísskápum Ólafur segir að það sé mismun- andi eftir raftækjum hversu mikið þau séu unnin hér á landi. Þessi ár- in berist mikið af gömlum túbu- sjónvörpum á söfnunarstöðvar. Þau kalli á mikla vinnslu því ná þurfi óæskilegum efnum úr tækjunum auk þess sem hátt blýinnihald er í glerinu. Þau eru því kostnaðarsöm í vinnslu. Svipaða sögu sé að segja af gömlum ísskápum því oft séu efni í kælimiðlum og frauði sem ekki mega sleppa út í andrúmsloftið. Um þvottavélar og mörg ámóta tæki gegni allt öðru máli því þau megi nánast meðhöndla eins og brotajárn. Þyngd ræður gjaldi á raftækjum  Úrvinnslugjald við innflutning og framleiðslu lagt á raf- og rafeindatæki  Unnið að gerð samninga fyrir verktaka sem starfa á vegum Úrvinnslusjóðs  Velta úrvinnsluiðnaðar um 10-12 milljarðar á ári Morgunblaðið/Eggert Kröfur um aukin skil Raftæki í gámi í endurvinnslustöð Sorpu við Sævarhöfða. Frá áramótum verður úrvinnslu- gjald greitt við innflutning eða framleiðslu vegna endurvinnslu eða förgunar þegar tæki hafa lokið hlutverki sínu. Vöruhringrás Heimild: Úrvinnslusjóður Hráefni Hráefni Dreifing/SalaEndurvinnsla Orkuvinnsla Förgun Framleiðsla Notkun Orka Á síðasta ári fóru alls um 967 tonn af veiðarfærum úr gerviefnum til endurvinnslu hér á landi eða erlendis. Langmest barst af veiðar- færaúrgangi til PM Endur- vinnslu ehf. í Gufunesi. Mik- ill meirihluti veiðarfæra úr gerviefnum fer í endur- vinnslu eða um 86% af söfnuðum veiðarfæraúr- gangi. Úrvinnslusjóður gerði árið 2005 samkomulag við LÍÚ um meðhöndlun á úrgangi frá veiðarfærum úr gervi- efnum á grundvelli laga um úrvinnslugjald. Í ársskýrslu sjóðsins segir að jöfn aukn- ing hafi verið á skilum á veiðarfærum úr gerviefnum frá árinu 2006 vegna bættr- ar meðhöndlunar á veiðar- færaúrgangi hjá útgerðum alls staðar á landinu. Þó varð minnkun á magni veið- arfæra til úrvinnslu á milli áranna 2012 og 2013, að því er fram kemur í ársskýrslu Úrvinnslusjóðs. 967 tonn af veiðar- færum ENDURVINNSLA HÉR- LENDIS OG ERLENDIS BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Frá og með næstu áramótum verð- ur úrvinnslugjald lagt á raf- og raf- eindatæki við innflutning og inn- lenda framleiðslu slíkra tækja. Frumvarp er til meðferðar á Al- þingi um upphæð úrvinnslugjalds, en það verður misjafnt eftir flokk- um raftækja. Úr- vinnslugjaldið verður miðað við þyngd tækjanna. Ekki er ólík- legt að gjaldið leiði til ein- hverrar hækk- unar á út- söluverði raftækja. Ólafur Kjartansson, framkvæmda- stjóri Úrvinnslusjóðs, segir að í þeim efnum sé þó um allt aðra stærðargráðu og lægri upphæðir að ræða en felist í fyrirhuguðu afnámi vörugjalda á raftæki. Lagabreyting með ákvæði um úrvinnslugjald á raftæki var sam- þykkt á Alþingi í vor og var með henni breytt fyrirkomulagi við framkvæmd tilskipunar Evrópu- sambandsins um raf- og raf- eindatæki. Markmið laga um úr- vinnslugjald frá 2002 er að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim til- gangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna. Umsýsla úrvinnslugjalds Úrvinnslusjóður er skrifstofa með fimm starfsmenn og sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráð- stöfun þess. Þar er þessa dagana unnið að því að útbúa samninga eða skilmála fyrir verktaka sem starfa að raftækjaverkefninu á vegum sjóðsins. Þeir sjá síðan um sam- skipti við endurvinnsluaðila. Allt þetta skipulag þarf að vera klappað og klárt í byrjun næsta árs þegar ný lög um úrvinnslugjald á raftæki taka gildi. Frá 2011 hefur stjórn Úrvinnslusjóðs jafnframt gegnt hlutverki stýrinefndar raf- og raf- eindatækjaúrgangs en hún hættir störfum um áramótin. Í ársskýrslu sjóðsins fyrir síðasta ár kemur fram í aðfararorðum Guðmundar G. Þórarinssonar stjórnarformanns að tekjur af úr- vinnslugjaldi námu á síðasta ári 1.008,5 millj. kr. „Giska má á að velta úrvinnsluiðnaðar sé nú um 10- 12 milljarðar á ári, fjöldi samninga við þjónustuaðila er 60-70, ráðstöf- unaraðilar um 30-40 og öflug fyr- irtæki hafa risið og jafnvel haslað Ólafur Kjartansson Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 Mikið úrval áklæða og leðurs Syrusson - alltaf með lausnina! GLÆSILEIKI OG ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI VERÐ FRÁ 79.500,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.