Morgunblaðið - 18.10.2014, Qupperneq 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
2014
Á FERÐ UM
ÍSLAND
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
gjörólíkt því sem er á heimaslóð-
um þeirra. Þá er einnig algengt að
fuglar sem þessir þjáist af streitu
og einmanaleika, þrói með sér þrá-
hyggju og plokki af sér fjaðrirnar.
Fiskar koma sjaldan á dýra-
spítalann, en skjaldbaka nokkur er
þar reglulegur gestur vegna melt-
ingarvandamála. Þá hefur komum
hæna fjölgað mikið með aukinni
hænsnaeign fólks í heimahúsum.
Spurð um hvort uppskurðir á
Morgunblaðið/Þórður
Dýralæknirinn Hanna með Bensa, sem er átta ára gamall af yorkshire ter-
rier-tegund og er einn af skjólstæðingum Dýraspítalans í Garðabæ.
Snýst um hjartalag-
ið, ást og umhyggju
Skera upp stökkmýs og lækna stressaða páfagauka
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Dimmrödduð gelt, glaðleg tíst,
blíðleg mjálm og öll hin hljóðin
sem gæludýr eiga til að gefa frá
sér berast frá hvítu húsi við
Kirkjulund í Garðabæ. Þar er
Dýraspítalinn í Garðabæ til húsa
þar sem dýralæknar og annað
starfsfólk hlúa að og lækna bestu
vini mannsins.
Hanna M. Arnórsdóttir og
Jakobína Sigvaldadóttir tóku við
stofunni árið 1997. Síðan þá hefur
hún vaxið og dafnað og nú starfa
þar átta dýralæknar, þrír dýra-
hjúkrunarfræðingar auk annars
starfsfólks, alls um 18 manns. Að
sögn Hönnu er að öllu jöfnu tekið
á móti 60-75 dýrum á degi hverj-
um. Erindin eru misjafns eðlis,
sum eru að koma í reglubundið
eftirlit, önnur eru veik, sum þurfa
að fara í aðgerðir og enn önnur
stríða við atferlisvanda.
Spurð um hvort það sé mis-
munandi eftir dýrategundum hvort
fólk ákveði að leita lækninga fyrir
gæludýrið sitt segir Hanna svo
ekki vera. „Það var kannski meira
um það áður fyrr, reyndar var þá
minna um að fólk kæmi með dýrin
sín til dýralækna. En flestir hugsa
þannig að ef þeir ákveða á annað
borð að fá sér dýr, þá bindast þeir
því vináttuböndum, burtséð frá því
hver tegundin er.“
Naggrísir með tannvanda
Flestir sjúklingarnir eru
hundar eða kettir, en kanínur eru
líka nokkuð algengir gestir, einnig
naggrísir, mýs, hamstrar og fugl-
ar. „Naggrísir og mýs koma iðu-
lega vegna tannvandamála. Þau
geta líka fengið sýkingar undir
fætur og það sama gildir um kan-
ínur,“ segir Hanna sem segir tals-
vert algengt að komið sé með
gælukanínur í ófrjósemisaðgerðir.
Algeng ástæða fyrir komu fugla,
eins og stórra páfagauka, er önd-
unarfærasjúkdómar sem eru að-
allega tilkomnir vegna þess að
þeir dvelja inni á upphituðum
heimilum þar sem þurrt loftið er
Eitt efnilegasta nýsköpunarfyrir-
tæki landsins er ReMake Electric í
Hlíðasmára í Kópavogi. Það fram-
leiðir mælibúnað og hugbúnað sem
fyrirtæki og stofnanir geta notað til
að greina í þaula og þannig minnka
verulega orkunotkun sína. Fyrirtækið
var stofnað árið 2009 og er nú þegar
með um 25 starfsmenn á Íslandi og
endursöluaðila í fjórum löndum til
viðbótar. Frumkvöðull ReMake Elect-
ric er Hilmir Ingi Jónsson. Hann upp-
götvaði í starfi sínu sem rafvirki fyrir
rúmum áratug að skortur var á upp-
lýsingum til bilanaleitar og kviknaði
hugmyndin að búnaðinum í fram-
haldinu. ReMake Electric vann Gull-
eggið árið 2010 og í kjölfarið komu
fjárfestar að fyrirtækinu. Markaðs-
setning vörunnar hófst af fullum
krafti árið 2013 bæði hérlendis og er-
lendis og meðal viðskiptavina á Ís-
landi eru Bláa lónið, Ikea og Arion
banki. gudmundur@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Frumkvöðullinn Hilmir Ingi Jónsson átti hugmyndina að mælibúnaðinum.
Mælibúnaður sem minnkað
getur orkunotkun umtalsvert
Pakistanska stúlkan og friðar-
verðlaunahafi Nóbels, Malala You-
safzai, hefur orðið krökkum í 7. bekk
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði inn-
blástur þar sem þeir hafa lært um
jafnrétti og kynjafræði.
Anna Lára Pálsdóttir, annar kenn-
ara barnanna, segir að þau hafi lesið
um sögu Malölu, horft á heimildar-
mynd og gert myndasögu um hana
sem hluta af náminu. Sumir hafi
þekkt til hennar áður en öllum fannst
þeim saga hennar stórmerkileg.
„Hún var jafngömul þeim þegar
hún byrjaði að blogga um hve mikið
hana langaði í skóla. Þau tengdu
rosalega við hana og fannst hún stór-
kostleg hetja,“ segir Anna Lára.
Því var við hæfi að síðasta daginn
sem nemendurnir kláruðu verkefnið
var tilkynnt að Malala hefði hlotið
friðarverðlaunin. kjartan@mbl.is
Myndasaga Ein myndanna sem krakkarnir í Öldutúnsskóla teiknuðu af Malölu.
Börnin dáðust að sögu Malölu
Vinna gegn áhrifum
öldrunar á húðina
Húðvörur Sif Cosmetics vinsælar
Ræktun Í gróðurhúsi ORF Líftækni í Grindavík eru ræktuð sérvirk prótein sem notuð eru í húðvörurnar.
Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk kemur með gæludýrin sín á Dýraspít-
alann í Garðabæ. Nokkuð algengt er að það sé vegna þess að dýrið hafi
gleypt eitthvað sem að öllu jöfnu telst ekki til matar og er þá aðallega um
hunda og ketti að ræða. „Við fjarlægjum ótrúlegustu hluti úr kviðarholinu
á hundum og köttum,“ segir Hanna. „T.d. eyrnapinna, steina, LEGO-
kubba, eyrnatappa, skartgripi eins og hringi og hálsmen, smokka, dömu-
bindi og hundaólar. Eitt sinn sóttum við leðurbelti í maga stórs hunds.
Hann hafði gleypt það upprúllað og þannig var það ennþá.“
Gleypti upprúllað belti
MARGT GETUR ENDAÐ Í KVIÐARHOLI HVUTTA OG KISU
Greint var frá því fyrir skömmu
að rannsókn þekkts þýsks húð-
læknis, dr. Martinu Kerscher,
hefði leitt í ljós að húð-
dropar frá íslenska húð-
vöruframleiðandanum og
nýsköpunarfyrirtækinu
Sif Cosmetics ynnu gegn
sýnilegum áhrifum öldr-
unar á húðina. Kerscher
gerði tilraunir á sjálfboðaliðum
við háskólann í Hamborg, sem
hún starfar við, og eftir tveggja
mánaða notkun sást sýnilegur
munur. Jókst þykkt húðarinnar
um 60% og þéttni hennar um
meira en 30%. Líklegt er að
þessi niðurstaða verði byr
í segl fyrirtækisins, sem
reyndar hefur átt mikilli
velgengni að fagna und-
anfarin ár. Eru vörur þess,
krem, dropar og gel, á boð-
stólum í fjölda verslana í 25 lönd-
um víðs vegar um heim. Þá er
mikil sala í þeim eins og fleiri