Morgunblaðið - 18.10.2014, Side 25

Morgunblaðið - 18.10.2014, Side 25
BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is „Markmiðið er ekki endilega að losna við kostnaðaráætlanir, heldur að skapa sveigjanlegri og mann- eskjulegri fyrirtæki. Það er nauð- synlegt til að skara fram úr í núver- andi viðskiptaumhverfi,“ segir Bjarte Bogsnes, aðstoðarfram- kvæmdastjóri mannauðssviðs Stato- il, stærsta og veltumesta fyrirtækis á Norðurlöndum. Bjarte hélt erindi á Mannauðsdegi Flóru, félags mann- auðsstjóra, en hann hefur í áratug unnið að innleiðingu á hugmynda- fræði sem kallast „Handan áætlun- ar“ (e. Beyond Budgeting). Hugmyndafræðin gengur út á að endurhugsa stjórnunaraðferðir fyr- irtækja og að stýra kostnaði á nýjan hátt. Felur hún meðal annars í sér að áhersla á kostnaðaráætlanir er minnkuð og starfsmönnum er veitt meira sjálfstæði og traust. Umferðarljós eða hringtorg? Bjarte líkir hefðbundnum stjórn- unaraðferðum við umferðarljós. Þar séu reglurnar einfaldar og engin þörf á samskiptum eða samvinnu á milli þeirra sem nota ljósin. Aftur á móti megi líkja nýstárlegri stjórnun- araðferðum við hringtorg. „Þar stýra notendurnir umferðinni sjálfir. Þeir þurfa að eiga samskipti sín á milli og taka tillit hver til annars.“ Hann segir umferðarljós byggjast á reglum en hringtorg á gildum. Þó að erfiðara sé að keyra í hringtorgi en að gegna umferðarljósi sé hringtorg- ið skilvirkara. „Auðveldasta leiðin er ekki alltaf leiðin til árangurs.“ Að sögn Bjarte eru markmið hug- myndafræðinnar skýr. „Markmiðið er að skapa sveigjanleg og dýnamísk fyrirtæki, sem eru jafnframt mann- eskjuleg,“ segir hann. „Þetta er nauðsynlegt til þess að þau geti skar- að fram úr. Þá þurfa stjórnendur að bregða frá hefðbundnum stjórnun- arháttum.“ Hefðbundnar stjórnunaraðferðir séu nátengdar hefðbundnum bók- haldsreglum og því þurfi þeir einnig að bregða frá þeim reglum. „Mað- urinn þarf á endanum að eldast en fyrirtæki hafa val um það,“ bendir Bjarte á. „Þau geta verið síung og sveigjanleg. Þau geta verið stór en haft alla kosti þess að vera lítil.“ Í aðferðafræðinni felst að starfs- menn fá frekara sjálfstæði til að stýra sér sjálfir. Það þýði þó ekki að þeir leiki lausum hala. „Gegnsæi er stjórntæki. Ef öll útgjöld eiga sér stað fyrir opnum tjöldum eyðir fólk ekki peningum í vitleysu. Betri fjár- málastjórn fæst með gegnsæi.“ Aðspurður hvaða skilaboð hann hafi til íslenskra fyrirtækja, svarar Bjarte: „Íslensk fyrirtæki glíma við sömu áskoranir og fyrirtæki annars staðar í heiminum. Gerðar eru sífellt meiri kröfur um sveigjanleika og fyrirtæki verða að haga sér í sam- ræmi við það. Það hefur auðvitað áhrif á hvernig stjórnunarháttum fyrirtækja er háttað. Á sama tíma erum við að verða sífellt meira þekk- ingarsamfélag og starfsfólk hefur þar af leiðandi aðrar væntingar til vinnustaðarins en það hafði fyrir 15- 20 árum.“ Hann bendir á að að minnsta kosti eitt íslenskt fyrirtæki, Össur, hafi fylgt hugmyndafræðinni um árabil. Erum hugrakkari en áður Statoil hefur unnið eftir hugmynd- inni allt frá 2005 og það hefur gengið mjög vel. „Stærsta breytingin er sú að núna höfum við stjórnunarmódel sem gerir okkur fimari og sveigjan- legri en áður. Þetta gerir okkur sam- keppnishæfari,“ segir Bjarte. „Þetta er þó langtímaferðalag og engin skyndilausn. Við finnum að við erum orðin hugrakkari. Það sem hræddi okkur 2005, hræðir okkur ekki leng- ur árið 2014.“ Bjarte segir frá því að Handels- banken í Svíþjóð, sem er með útibú víða á Norðurlöndum og í Bretlandi, hafi afnumið kostnaðaráætlanir árið 1970. „Hann er skilvirkasti banki Evrópu og hefur aldrei þurft á björg- unaraðgerðum að halda.“ Morgunblaðið/Golli Stjórnunarhættir Bjarte Bogsnes hjá Statoil segir fjármálastjóra og mann- auðsstjóra þurfa að vinna saman til þess að fyrirtæki geti skarað fram úr. Áætlunum skipt út fyrir gegnsæi  Statoil jók samkeppnishæfni sína með minni áherslu á kostnaðaráætlanir Mannauðsstjórnun » „Handan áætlunar“ hug- myndafræðin miðar að því að skapa sveigjanlegri, fimari og mannlegri fyrirtæki, til þess að þau geti skarað fram úr í sífellt flókara vinnuumhverfi. » Í þeim tilgangi er takmörkuð áhersla lögð á kostnaðaráætl- anir og starfsfólki er veitt meira sjálfstæði. » Dæmi um fyrirtæki sem fylgja hugmyndafræðinni eru Svenska Handelsbanken, Spar- banken í Noregi, Össur, Toyota, Statkraft, Wholefoods, South- west Airlines, Arla og Volvo. FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 HREINAR LÍNUR Oslo skenkur kr. 159.800 Turtle Hægindastóll kr. 239.000 Yumi Borð 2 í setti kr. 28.700 Timeout Hægindastóll + skemill Kr. 379.900 Tilboðsverð kr. 319.900 House Doctor Loftljós kr. 24.900 AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er til kl. 17, 1. des. 2014. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@byggdastofnun.is og bréflega á póstfangið Byggðastofnun v/AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir þrjá flokka: a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þróunar- verkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins. Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver styrkur getur numið allt að átta milljónum króna. Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verkefna (framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt, þarf að gera grein fyrir framvindu þess áður en styrkumsókn er afgreidd. b. Smá- eða forverkefni Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða til að undirbúa stærri verkefni á sviði rannsókna og/ eða þróunar. Styrkupphæð er allt að einni milljón króna og skal verkefnið unnið innan tólf mánaða. c. Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum Veittir eru styrkir til verkefna, sem stuðla að nýjum störfum og aukinni verðmætasköpun í sjávarbyggðum. Horft er til ýmissa verkefna, sem geta tengst t.d. framboði á sjávarfangi, ferðaþjónustu, nýjum vörum eða þjónustu. Hámarkstími verkefna er 12 mánuðir og hámarksupphæð styrkja er þrjár milljónir króna. Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar. Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á heimasíðu sjóðsins www.avs.is. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi · Ártorgi 1 · 550 Sauðárkrókur · sími 455 5400 · www.avs.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.