Morgunblaðið - 18.10.2014, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ebóla erbráðdrep-andi sjúk-
dómur og farald-
urinn, sem nú
geisar í Vestur-
Afríku er hræðileg-
ur. Ljóst virðist að hefði strax
verið brugðist við af alefli hefði
mátt hefta útbreiðsluna veru-
lega og afstýra þeirri skelfingu,
sem nú blasir við. Ebólu-
faraldurinn hefur einnig leyst
úr læðingi óþarfan ótta og vill-
andi umræðu.
Þótt yfirvöld og sérfræð-
ingar hafi rækilega og þráfald-
lega ítrekað að sjúkdómurinn
berist ekki með lofti og smitist
ekki á milli manna nema ein-
kenni séu komin virðist það
ekki ná í gegn.
Ekki hjálpar til þegar vís-
indamenn ýta undir ótta eins
og þegar Michael Osterholm,
yfirmaður rannsóknarstofn-
unar um smitsjúkdóma við
Minnesota-háskóla, sagði í
grein á leiðarasíðu The New
York Times að ebóluvírusinn
gæti stökkbreyst þannig að
sjúkdómurinn smitaðist í lofti
eins og flensa og þjóðir heims
væru ekki tilbúnar að takast á
við ebólu fyrr en gert væri ráð
fyrir þeim möguleika.
Tímaritið Scientific Americ-
an fjallaði um málið og ræddi
við fjölda vísindamanna sem
sögðu að vissulega væri slík
stökkbreyting möguleg en hún
væri nánast útilokuð. Engin
fordæmi væru fyrir því að svo
róttæk breyting hefði orðið á
smitleið víruss. Dagblaðs-
greinin hafði hins vegar áhrif á
umræðuna og viðhorf almenn-
ings. Í greininni í Scientific
American sögðu sérfræðing-
arnir að þótt það afbrigði
ebólu, sem nú ylli faraldrinum í
Vestur-Afríku, hefði ekki verið
rannsakað til fulls, benti ekkert
til þess að það hætta væri á
smiti nema með snertingu við
líkamsvessa úr ebólusjúklingi.
„Það er bil, ákveðin bjögun, á
milli raunveruleikans og óttans
við að smitast,“ var haft eftir
Nicolas Veilleux, sálfræðingi á
vegum samtakanna Læknar án
landamæra. Starfsmenn sam-
takanna hafa verið á vettvangi í
Vestur-Afríku að berjast við
farsóttina.
Veilleux segir að ástandið
hafi verið svipað þegar alnæmi
kom fyrst fram í upphafi ní-
unda áratugar 20. aldarinnar.
Þá stýrðu lögregluþjónar um-
ferð með hanska og grímur af
ótta við að smitast.
Tekið hefur verið til þess að
erfitt er að fá fólk til að taka
þátt í hjálparstarfi í Gíneu,
Líberíu og Síerra Leóne, þar
sem farsóttin geisar. Þá hefur
komið fram að erfitt sé að fá
fólk til að bjóða sig fram til að
manna sérstakt viðbragðs-
teymi, sem á að vera til taks
komi sjúklingur
með ebólu hingað
til lands. Þetta eru
skiljanlegar
áhyggjur. Heil-
brigðisstarfsfólk
hefur smitast þótt
allra varúðarráðstafana hafi
verið gætt.
Engin keðja er sterkari en
veikasti hlekkurinn. Mesta
hættan virðist blasa við lækn-
um og hjúkrunarliði þegar farið
er úr hlífðarfötum, ekki meðan
á meðhöndlun sjúklings stend-
ur. Ekki er nóg að gæta allrar
varúðar í sjúkrastofu þar sem
ebólusjúklingur liggur og
gleyma sér svo þegar á að
skipta um föt.
Fjölmiðlar þurfa einnig að
fjalla með gát um sjúkdóminn.
Það er auðvelt að slá spurn-
ingum fram á öldum ljósvak-
ans, en engin ástæða til að sá
fræjum ótta að óþörfu. Það er
til dæmis auðvelt að leita svara
hjá sérfræðingum með einu
símtali og upplýsa þannig
hlustandann í staðinn fyrir að
skilja hann eftir í lausu lofti.
Ýmis dæmi hafa komið fram í
fréttum um ótta við ebólu.
Hlaðmenn í Brussel neituðu í
vikunni að afferma farangur úr
flugvélum frá Gíneu og Síerra
Leóne nema þeir fengju nánari
upplýsingar um hvernig ætti að
forðast smit.
Leigusali í París neitaði að
hitta starfsfólk sendiráðs
Kongó, sem vildi leigja skrif-
stofuhúsnæði, af ótta við ebólu.
Gilti einu þótt ebólufaraldurinn
næði ekki til Kongó.
Stjórn sjúkrahússins í Madr-
íd þar sem hjúkrunarfræðingur
með ebólu liggur bað fjölmiðla
að hætta að birta myndir af
spítalanum þar sem sáust opnir
gluggar vegna þess að skipti-
borðinu hefði verið drekkt í
símtölum frá fólki, sem hélt að
sjúkdómurinn smitaðist með
lofti og vírusinn slyppi út.
Frásagnir á borð við þessar
bera því vitni hvað lítið þarf til
að skapa ótta. Yfirlýsing Jim
Yong Kim, yfirmanns Heims-
bankans, í gær um að heim-
urinn væri að tapa orrustunni
við ebólu vegna þess að ríki
heims stæðu ekki saman segir
sína sögu. Hann sagði að það
væri áhyggjuefni að sum lönd
hefðu mestar áhyggjur af
landamærum sínum.
Þótt faraldurinn sé skæður í
Vestur-Afríku, er engin ástæða
til að hafa áhyggjur af því að
hann verði að faraldri á Vest-
urlöndum þótt þar komi upp
einhver tilfelli. Án þess að lítið
sé gert úr ebólu má benda á að
árlega veldur flensan fjölda
dauðsfalla. Bara í Bandaríkj-
unum er talið að rúmlega 20
þúsund manns deyi vegna
flensu. Ebólufaraldurinn veld-
ur nægum vandamálum, það
þarf ekki að búa þau til.
Faraldurinn veldur
nægum vanda-
málum, það þarf
ekki að búa þau til}
Ýkjur og órar um ebólu
Þ
egar þetta er skrifað virðist afar tví-
sýnt hvort tekst að afstýra verk-
falli tónlistarskólakennara, sem að
óbreyttu hefst 22. október næst-
komandi. Af fréttum að dæma hafa
engin stór skref verið tekin í samkomulagsátt,
samningafundir verið stuttir og hljóðið í for-
manni Félags tónlistarskólakennara heldur
þungt.
Ein fyrsta spurningin sem vaknaði þegar fé-
lagsmenn FT samþykktu vinnustöðvun (og
hafa ber í huga að yfirvofandi aðgerðir ná að-
eins til tónlistarskólakennara innan FT, ekki til
þeirra sem tilheyra Félagi íslenskra hljómlist-
armanna) var hvort tónlistarskólakennarar
væru nógu öflugur þrýstihópur til að knýja
fram þær kjarabætur sem þeir vilja með verk-
falli. Hvort áhrifin og afleiðingarnar yrðu slíkar
að tónlistarnemar, foreldrar barna í tónlistarnámi, og
stjórnvöld í kjölfarið, myndu taka við sér. Hvort þeir væru
nógu margir og störf þeirra nægilega mikils metin til að
menn veigruðu sér við því að kippa þeim úr sambandi til
skemmri eða lengri tíma.
Eflaust er það einn ásteytingarsteinninn; að menn eru
ekki sammála um mikilvægi tónlistarnáms og þar af leið-
andi tónlistarskólakennara. Jafnvel í lattelepjandi-
lopatrefla-listamannsstemningu síðustu ára hefur verið
kallað eftir því að Sinfónían verði fjársvelt og einhverjir
eru enn að svekkja sig á Hörpu. Þegar staðan er sú að list-
sköpun blómstrar (hvort sem er á sviði tónlistar, kvik-
myndagerðar eða annars), og gefur ágætlega í aðra hönd,
en menn hafa samt ekki þolinmæði gagnvart
listum né skilning á því hvað liggur að baki, er
þá nema von að áköll tónlistarskólakennarar
fái daufar undirtektir? Ef til vill eru þeir í sömu
sporum og leikskólakennarar voru um langa
hríð; líkt og fólk leit á leikskólana sem gæslu í
stað skólastigs, þá eru margir sem líta á tón-
listarnám sem þarflaust dundur.
Þeir tónlistarskólakennarar sem ég hef rætt
við hafa mjög ólíkar skoðanir á kjarasamn-
ingnum sínum og yfirvofandi aðgerðum. Eng-
an langar í verkfall en á meðan sumir halda
fast í þá kröfu að fá störf sín metin til jafns við
kollega sína innan KÍ, eru aðrir sem segjast
hafa skilning á því að það þurfi þá að gera
breytingar á samningum og nefna ýmislegt í
þeim efnum, til dæmis að auka kennsluskyld-
una. Þá sé margt sem mætti einfalda.
Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort viðhorfin
gagnvart tónlistarkennslu endurspeglist í þeirri staðreynd
að bæði hljóðfæra- og söngnám á framhaldsstigi hefur ver-
ið munaðarlaust um nokkurt skeið, en þrátt fyrir samn-
inga þar að lútandi hefur hvorki ríkið né sveitarfélögin vilj-
að kannast við að bera fulla ábyrgð á því námi,
fjárhagslega. Þá hefur nýtt frumvarp um tónlistarskólana
verið óralengi í vinnslu og liggur ofan í skúffu, þar sem
fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga eru í skoðun.
Það er vonandi að aðilar komist að niðurstöðu á næstu
dögum en það er fátt sem gefur tilefni til þess að ætla að
tónlistarskólakennarar leggi ekki niður störf í næstu viku.
holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Fátt sem gefur tilefni til bjartsýni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Viðræður 16 af 19 aðild-arfélögum Starfsgreina-sambandsins við Samtökatvinnulífsins um sérmál
vegna endurnýjunar kjarasamninga
eru að komast á fulla ferð. Einnig hef-
ur Samiðn lagt fram sérkröfur þess
fyrir samninganefnd SA.
Forystumenn verkalýðsfélag-
anna 16 í SGS hafa sl. þrjá daga unnið
að endanlegum frágangi kröfugerða
og átt viðræður við viðsemjendur um
sérmál einstakra hópa. Þau eru hins
vegar enn ekki farin að móta kröfur
um almennar launahækkanir.
Bíða með launapakkann
Mikil ólga er innan ASÍ vegna
hækkana sem aðrir sömdu um í kjöl-
far ASÍ/SA samninganna og ekki síð-
ur vegna fjárlagafrumvarpsins. „Það
er búið að stilla okkur upp við vegg,“
segir Aðalsteinn Á. Baldursson, for-
maður Framsýnar.
,,Launapakkinn bíður en ég vona
að við smitumst af læknum og verð-
um með kröfur í takt við þá,“ segir
hann en fundirnir fara fram í húsnæði
ríkissáttasemjara þar sem samninga-
nefndir lækna funda þessa dagana í
kjaradeilunni við ríkið.
Aðalsteinn segir sérmálin hins
vegar komin á fulla ferð með þessum
fundarhöldum í vikunni. Viðræðunum
er skipt niður á hópa eftir starfs-
stéttum og eru m.a. hafnar viðræður
við SA um sérmál starfsmanna í
ferðaþjónustunni. „Við funduðum í
gær um þau mál með Samtökum at-
vinnulífsins, lögðum fram kröfurnar
og ræddum um þær,“ segir hann.
Aðalsteinn er þeirrar skoðunar
að kjarasamningur fyrir starfsfólk í
ferðaþjónustunni verði stærsta við-
fangsefnið í kjaraviðræðunum í vetur
að frátöldum sjálfum launakröfunum
þegar að þeim kemur.
,,Þessi atvinnugrein hefur
sprungið í andlitið á okkur, hún er
orðin svo fjölmenn og það kallar á að
menn taki sig til og lagi samninginn
að breyttu umhverfi. Stóru málin
verða því málefni starfsfólks í ferða-
þjónustu og launaliðurinn.“
Mörg mál eru undir sem varða
m.a. réttindi, aðbúnað, fæði á vöktum,
lengd vakta, húsnæðismál og ekki síst
tilraunir til að útrýma jafnaðarkaupi
sem viðgengist hefur. ,,Við þurfum að
reyna eins og hægt er að taka á
svörtu atvinnustarfseminni og svo-
kölluðu jafnaðarkaupi, þar sem at-
vinnurekendur fara ekki eftir kjara-
samningum, heldur greiða fólki
einhver jafnaðarlaun sem ekki eru til
í kjarasamningum. Í þessari grein er
verið að þverbrjóta á fólki,“ segir Að-
alsteinn. Eftir vinnufundina í vikunni
með fulltrúum SA fái hann ekki betur
séð en að SA hafi fullan vilja til að
setjast yfir þessi mál og finna á þeim
lausnir sem báðir aðilar geti sætt sig
við.
Flóafélögin fara sér hægt
Flóafélögin Efling í Reykjavík,
Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og
sjómannafélag Keflavíkur eru ekki
með í þessum viðræðum en þau
standa sér að kjaraviðræðunum við
atvinnurekendur eins og verið hefur á
umliðnum árum. Sigurður Bessason,
formaður Eflingar, segir engar við-
ræður hafnar við atvinnurekendur,
hvorki um sérmálin né nokkuð annað.
„Við munum fara okkur hægt inn í
haustið. Við teljum að það þurfi að
eiga sér stað ákveðið uppgjör og leið-
rétting vegna kjarasamningslotunnar
sem er að baki. Það er greinilegt að
það hefur verið samið með mjög mis-
munandi hætti þrátt fyrir að Samtök
atvinnulífsins og ríki og sveitarfélög
hafi dregið upp einsleita launastefnu.
Menn verða að ljúka þeim hluta fyrst
áður en við förum í næsta framhald.“
,,Vona að við smit-
umst af læknum“
Morgunblaðið/Golli
Blikur á lofti Þótt sérkjaraviðræður launafólks séu víða hafnar, búa ASÍ fé-
lög sig undir harðar kjaraviðræður ekki síst vegna hækkana annarra hópa.
Lagt er til að varaforsetum ASÍ
verði fjölgað í tvo á þingi sam-
bandsins í næstu viku. Signý Jó-
hannesdóttir, núverandi vara-
forseti, gefur ekki kost á sér
áfram og hefur uppstilling-
arnefnd lagt til að Sigurður
Bessason, formaður Eflingar, og
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður
VR, verði kjörin varaforsetar.
Eftir því sem næst verður kom-
ist virðist hafa náðst breið sam-
staða um tillöguna en þau stýra
tveimur stærstu stéttarfélög-
unum í ASÍ. Markmiðið er sagt
vera að styrkja forystu ASÍ en af
máli heimildarmanna má þó
ráða að innan landsbyggð-
arfélaga séu ekki allir að fullu
sáttir við að forysta ASÍ, forseti
og varaforsetar, komi öll af
höfuðborgarsvæðinu. Sigurður
Bessason segir spurður um
þetta að leitað hafi verið víða á
landsbyggðinni að konu í emb-
ættið en niðurstaða ekki fengist
og þessi tillaga hafi því orðið til.
Öll úr höfuð-
borginni
FJÖLGA VARAFORSETUNUM