Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 29

Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Varasöm beygja lagfærð Verið er að lagfæra blindhorn á hjólastíg sem liggur undir Gullinbrú í Grafarvogi. Kröpp og þröng beygja á hjólreiðastígnum hefur valdið hættu á slysum. Þórður Kolbrún Bergþórs- dóttir gerir að umfjöll- unarefni sínu í nýleg- um pistli þá skoðun mína að ekki beri að loka á vefsíður á borð við Ríki íslams. Það er tvennt sem hún virðist ekki hafa meðtekið af mínum skrifum frekar en flestir aðrir. Annars vegar það sem ég hóf umræðu mína um efn- ið á, og það er að ég tel sjálfsagt að bola téðu ríki af .is-léninu af þeirri einföldu ástæðu að lénið stendur fyrir Ísland en ekki Islamic State. Sömuleiðis hef ég margítrekað að Advania hefur þann rétt og reyndar skyldu að hafna viðskiptum við þessa villimenn. Af einhverjum ástæðum virðist sá punktur ekki komast til skila í þessari umræðu þótt ég hafi margítrekað hann frá upphafi. Það sem ég hef gagnrýnt, harka- lega og ítrekað, er sú hugmynd að það eigi að loka svona síðum al- mennt á þeim forsendum að á þeim finnist hatursáróður eins og upp- runalega var gert. Hér er hinn misskilningur Kolbrúnar Bergþórs- dóttur; það kemur rétti meðlima Ríkis ísl- ams nákvæmlega ekk- ert við. Ég lít svo á að við séum í stríði við þessa menn (hvort sem okkur líkar betur eða verr) og ég hef engar áhyggjur af réttindum þeirra nema í sam- hengi við stríðslög. Ég kæri mig kollóttan um rétt þeirra til tjáning- arfrelsis, sem og reyndar þeir sjálf- ir líka. En tjáningarfrelsið snýr í báðar áttir; það er ekki réttur þeirra til að tjá sig sem ég hef áhyggjur af, held- ur okkar eigin réttur til að heyra. Það er fullkomin nauðsyn, fyrir okkur sem rannsaka þung og erfið málefni eins og stöðuna í Mið- Austurlöndum, að við, fjölmiðlar og Kolbrún Bergþórsdóttir sjálf hafi færi á því að rannsaka, greina, flytja fréttir af og staðreyna efni um þessi hryllilegu samtök. Kaldhæðnislegt er að í sama pistli segir hún orðrétt: „Það er ekki eins og fréttir af ógnarverkum íslamska ríkisins séu ýkjur, þær eru skelfi- legur raunveruleiki sem við erum minnt á dag hvern.“ Ég spyr; hvað veit hún um það hvort þetta séu ýkjur eða ekki? – Svo það sé á hreinu er þetta dagsatt hjá henni, en hvernig veit hún það? Hvernig veit ég það? Jú, vegna þess að sem betur fer hafa nógu margir haft aðgang að þessu efni til þess að staðfesta það. Ef svo væri ekki, þá hefðum við engar forsendur til að fullyrða svona lagað nema við leggj- um það í vana okkar að trúa í blindni því sem vestræn yfirvöld segja. Pant ekki. Nú þegar er komin upp mikil tor- tryggni af hálfu góðviljaðs fólks í garð umfjöllunar gegn þessum sam- tökum, þar sem menn telja þetta allt saman uppspuna – enda orðnir vanir því að yfirvöld ljúgi. Með hlið- sjón af mikilvægi þess að berjast gegn þessum samtökum legg ég til að það sé bráðnauðsynlegt að stað- reyndir málsins séu aðgengilegar öllum. Eða á kannski að vera einhver út- valinn hópur fréttamanna sem fær séraðgang að efni um alvarlegustu þróun í Mið-Austurlöndum í manna minnum? Svo vil ég nefna eitt sem flestum virðist erfitt að ímynda sér, og það er sá hópur fólks sem tekur beinan þátt í að berjast gegn hugmynda- fræði Ríkis íslams. Þeim hópi er gerður gríðarlegur ógreiði með því að hindra aðgang að þessu efni. Fyrir okkur sem rannsökum, grein- um og rökræðum þessi mál er nauð- synlegt að hafa sama aðgang að upplýsingum og þeir aðilar sem eru raunverulega í áhættuhópi, þ.e. heittrúaðir múslimar sem eru tor- tryggnir gagnvart lýðræði og frelsi. Við erum hins vegar fullkomlega vanmáttug um að nýta upplýsta um- ræðu í okkar baráttu ef okkur er meinaður aðgangur að mikilvæg- ustu staðreyndunum. Öfgafullir múslimar munu alltaf hafa aðgengi að þessu efni í næstu róttæku mosku. Við hin, sem reynum að berjast gegn þessum öflum með beinum hætti, erum hindruð í bar- áttu okkar þegar okkur er meinað að heyra og sjá þann heim sem við erum að reyna að skilja. Ég skil vel að Kolbrúnu Bergþórsdóttur geng- ur gott eitt til, en það gerir það hvorki skynsamlegt né ábyrgt að fela hrylling heimsins fyrir almenn- ingi. Kolbrún Bergþórsdóttir hefur fullan rétt á því að loka augunum og halda fyrir eyrun ef hún telur það gagnast í baráttunni gegn Ríki ísl- ams. En það er ekki sjálfsagður réttur hennar, né nokkurs annars, að loka augum og eyrum þeirra sem taka beinan þátt í að berjast gegn þeirri hugmyndafræði sem Ríki ísl- ams stendur fyrir. Það er fullkomin nauðsyn að áhugafólk, fræðimenn, rannsakendur og blaðamenn hafi aðgang að vefsíðu Ríkis íslams, þótt auðvitað megi hýsa hana annars staðar en hérlendis og hvað þá á .is- léni. En sjái maður mann höggva höf- uð af öðrum eru verstu hugsanlegu viðbrögðin þau að loka augunum og halda fyrir eyrun. Eftir Helga Hrafn Gunnarsson »En tjáningarfrelsið snýr í báðar áttir; það er ekki réttur þeirra til að tjá sig sem ég hef áhyggjur af, heldur okkar eigin réttur til að heyra. Helgi Hrafn Gunnarsson Höfundur er þingmaður Pírata. Upplýsingin gegn illskunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.