Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Fyrir skömmu heyrði ég fullyrt í menningarþætti í útvarpinu aðokkur væri stjórnað af plebbum, fólki sem aldrei hefði komistí snertingu við menntun og menningu. Mér brá við svo ein-dregna yfirlýsingu og átti von á að umræður næstu daga
myndu snúast um hana. Svo varð ekki þannig að annaðhvort þykir þetta
sjálfsagt eða fólk lætur sér í léttu rúmi liggja hvort plebbar sitji við
stjórnvölinn eða ekki.
Sjálfur velti ég fyrir mér hvort það þætti í lagi að nota útlenda slettu
af þessu tagi í virðulegum fjölmiðli. Orðið plebbi er með spurning-
armerki í gömlu orðabók Menningarsjóðs en sagt óformlegt mál í útgáfu
Marðar og merkir, eftir sem áður: ómenningarlegur eða lágkúrulegur
maður. Í Orðabók um slangur merkir það: ruddi, deli, rustamenni og Ás-
geir Blöndal segir að plebbi sé lágkúrulegur, menningarsnauður maður.
Varla er álitið sjálfsagt mál að sitja undir stjórn „rudda, dela og rusta-
menna“ þannig að ég leitaði frekari heimilda um plebba og sá að elsta
dæmið í Ritmálssafninu er úr
skáldsögunni Þetta eru asn-
ar, Guðjón. Oft eru eldri
dæmi á timarit.is og þar fann
ég að Kristján Albertsson
varð fyrstur til að prenta orð-
ið í leikdómi um Straumrof
eftir Halldór Kiljan Laxness
í Morgunblaðinu 1. des. 1934. Þar segir Kristján um persónur af betra
slekti í Reykjavík – sem kommúnismi Halldórs komi í veg fyrir að hann
geti lýst sómasamlega: „Það kann að virðast furðulegt hve skáldið seilist
langt í vilja sínum til þess að gera þessa konu og manninn sem hún elsk-
ar, að tilkomulausum plebbum (svo að jeg noti tækifærið til þess að rit-
festa þá orðmynd, sem latnesk-danska orðið plebejer hefir fengið á ís-
lensku).“
Á þessum árum varð mörgum greinilega um svo óvandað mál því að
nokkrum dögum síðar er skrifað í Nýja Dagblaðið um Bókmennta-
plebbann að plebbi muni „vera eina nýyrðið, sem íslensk tunga hefir
auðgast um af bókmenntastarfsemi hans“. Undir jól birtist skopmynd í
Speglinum af „Bókmenta-plebbanum“. Orðið hefur breiðst út um hátíð-
arnar því að í janúar er það svo vel þekkt að tímaritið Dvöl bauð upp á
vísbendinguna nýyrði um bókmenntamenn í krossgátu þar sem lausn-
arorðið var plebbar. Í sama mánuði ritar R. dóm um Sjálfstætt fólk í
Skólablað MR og segir það margra manna mál að þetta muni „vera ein
hin allra bezta bók Laxness og þá jafnframt eitt hið bezta, sem fram hef-
ur komið í íslenzkri skáldsagnagerð“. Síðan berst talið að hinni fram-
úrskarandi athyglisgáfu höfundar „sem einn auðvirðilegur plebbi nefni
snuður“ – og verður að ætla að þessi orðanotkun vísi beint í það pleb-
bagrín sem gengið hafði í blöðunum vikurnar á undan.
Viðbrögðin við nýyrðinu plebbi í íslensku árið 1934 voru því talsvert
harkalegri en nú, 80 árum síðar, þegar fullyrt er að okkur sé stjórnað af
plebbum – og flest láta sér fátt um finnast líkt og slík ósköp væru ekki
tiltökumál.
Plebbar
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Rannsóknir hafa sýnt fram á og staðfest aðrofni tengsl barns við móður á fyrstu vik-um, mánuðum og árum æviskeiðs hefur þaðáhrif á og mótar líf hins nýja einstaklings
alla ævi. Um þetta segir Sæunn Kjartansdóttir, sál-
greinir, í hinni merku bók sinni, Árin sem enginn man
- Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna:
„John Bowlby, sem varð fyrstur til að rannsaka
mikilvægi tengsla milli móður og barns, telur ástæðu
til að ætla að langur eða endurtekinn aðskilnaður
þeirra á fyrstu þremur árum ævinnar geti leitt til
þess að fáskiptni verði ríkjandi varnarviðbrögð barns-
ins, alveg fram á fullorðinsár.“
Í Bretlandi hafa kannanir sýnt að fjórða hvert barn
eigi foreldri sem ýmist þjáist af heimilisofbeldi, geð-
sjúkdómi og fíkniefna- eða áfengisneyzlu. Í þessum
tölum felst að 39 þúsund börn verða fyrir áhrifum af
heimilisofbeldi, 144 þúsund börn verða fyrir áhrifum
af geðsýki foreldris og 109 þúsund börn vegna áfeng-
is- eða fíkniefnaneyzlu á heimili.
Á Íslandi fæðast um 4.400 börn á ári að meðaltali.
Það er ljóst að sum þessara
barna verða fyrir barðinu á slík-
um aðstæðum hér.
Ég hef á öðrum vettvangi
fjallað um rofin tengsl móður og
barns vegna geðsjúkdóms móð-
ur (Ómunatíð – saga um geð-
veiki) en það liggur í augum uppi að það gildir einu
hvers vegna tengslin rofna á viðkvæmu aldursskeiði,
hvort sem það er vegna sjúkdóms, heimilisofbeldis,
fíknar – eða t.d. fangelsisvistar – í öllum tilvikum
verða afleiðingarnar alvarlegar fyrir viðkomandi ein-
stakling og reyndar fjölskylduna alla.
Þeir sem vilja kynna sér slíkar afleiðingar ættu að
lesa bók sem Sigursteinn Másson skrifaði og út kom
um síðustu aldamót. Bókin heitir Undir köldu tungli.
Hún lýsir örlögum stúlku sem átti móður sem átti við
geðsjúkdóm að stríða. Þessi kona kemur fram undir
nafnleynd í bókinni en hún er hér á meðal okkar í
þessu fámenna samfélagi. Hún lifði af en til þess
þurfti ótrúlega harða baráttu.
Vitund um þennan veruleika hefur farið vaxandi hér
á Íslandi og á geðdeild Landspítalans hefur verið auk-
in sérhæfing í þjónustu við foreldra á meðgöngu og
eftir fæðingu með tilkomu sérhæfðs teymis á göngu-
deild geðdeildarinnar. Barnið getur fylgt móðurinni
inn á spítala og sérstök áhersla er lögð á að styrkja
tengsl móður og barns, jafnvel strax á meðgöngunni.
Sl. vetur var samþykkt á Alþingi þingsályktun-
artillaga um geðheilbrigðismál, sem Sigríður Ingi-
björg Ingadóttir, alþingismaður, hafði forgöngu um
ásamt fleirum, um mótun geðheilbrigðisstefnu. Krist-
ján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur sett af
stað undirbúning að slíkri stefnumörkun og frum-
varpsgerð þar um. Í gær, föstudag, efndi nefnd á veg-
um ráðherrans til opins fundar, þar sem þessi und-
irbúningsvinna var kynnt. Áhugamenn um þessi mál
gera sér vonir um að þessi vinna leiði til þess að það
verði lagaskylda að sinna þörfum barna, sem búa við
slíkar aðstæður.
En jafnhliða því frumkvæði sem tekið hefur verið á
geðdeild Landspítala í þessum efnum settu fjórar
konur, þær Anna María Jónsdóttir, Sæunn Kjart-
ansdóttir, Helga Hinriksdóttir og Stefanía Arnar-
dóttir, upp Miðstöð foreldra og barna fyrir nokkrum
árum og hafa sérhæft sig í meðferð tengslavanda for-
eldra og ungbarna. Á þessu ári má gera ráð fyrir að
þær taki til meðferðar um 140 fjölskyldur. Sú vinna
sem í þá meðferð er lögð jafngildir um einu stöðugildi
en þau þyrftu að vera tvö.
Starfsemin hefur verið fjármögnuð bæði af einkaað-
ilum, ekki sízt Kiwanis-klúbbum, og opinberum að-
ilum. Nú stefnir í að þessi starfsemi leggist niður
vegna þess að fjárveiting fæst ekki á fjárlögum. Um
er að ræða 14-24 milljónir
króna.
Við lifum á tímum niður-
skurðar og hann er nauðsyn-
legur, hvort sem er í opinbera
kerfinu eða einkageiranum. Að-
haldsstefnan sem svo mjög er
um deilt í Evrópu er ekki út í hött. Hvorki ríki né ein-
staklingar geta lifað á skuldasöfnun.
En þegar kemur að niðurskurði kemur í ljós hvað
við sem samfélag teljum skipta máli og hvað ekki
skipti máli eða alla vega minna máli. Niðurskurður
var farinn að ganga of nærri heilbrigðiskerfinu fyrir
hrun og ekki hefur það batnað.
Afleiðingin er sú, að innviðir samfélagsins eru ýmist
byrjaðir að fúna eða eru að bresta. Það á við um heil-
brigðiskerfið og fleiri þætti velferðarkerfisins. Það á
við um skólakerfið en í minna mæli og kannski suma
þætti menningarlífsins, sem berjast í bökkum.
Það þarf ekki mikla fjármuni á nútíma mælikvarða
til að huga að velferð ungbarna sem búa við erfiðar
aðstæður. Og þeir peningar sem í það eru lagðir í dag
skila sér eftir 20 ár eða 30 ár í minni framlögum en
ella þyrfti til að takast á við vandamál þeirra sem ekki
var sinnt í bernsku.
Hér hafa sjúkdómar, heimilisofbeldi og fíkn verið
nefnd til sögunnar. En í raun koma áþekk vandamál
upp þegar móðir fellur frá og börnin eru ung að árum.
Fráfall móður eða föður mótar allt líf þeirra barna
sem fyrir því verða. Hið sama á við um brotthvarf for-
eldris úr lífi barna af öðrum ástæðum. Börn sem eru
gefin geta átt við sálræn vandamál alla ævi.
Það eru áreiðanlega margir alþingismenn sem
þekkja það úr eigin fjölskyldum og eigin lífi að það
sem hér hefur verið sagt er rétt. Þess vegna er æski-
legt að þingmenn úr öllum flokkum taki höndum sam-
an um að tryggja að sú mikilvæga starfsemi sem hér
hefur verið fjallað um geti haldið áfram og eflst með
eðlilegum hætti.
Það skilar sér í betra samfélagi.
Hvers eiga börnin að gjalda?
Starfsemi Miðstöðvar
foreldra og barna á ekki og
má ekki leggjast niður
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
ÍFinnlandi skoðaði ég fyrirskömmu vígstöðvarnar við Ilo-
mantsi, þar sem barist var í Vetrar-
stríðinu 1939-1940 og líka í Fram-
haldsstríðinu 1941-1944, en bæði
stríðin háðu Finnar við Stalín og her-
lið hans. Ilomantsi er austasti bær
Evrópusambandsins á meginlandinu,
örstutt frá rússnesku landamær-
unum. Svo einkennilega vill til, að
Vetrarstríðið er einn fárra erlendra
viðburða, sem raskað hafa flokka-
skiptingu á Íslandi. Tildrög voru þau,
að Stalín og Hitler höfðu með griða-
sáttmála í Moskvu 23. ágúst 1939
skipt Mið- og Austur-Evrópu upp á
milli sín, og voru alræðisherrarnir
tveir bandamenn fram að óvæntri
árás þýska hersins á Ráðstjórn-
arríkin 22. júní 1941. Finnland kom
samkvæmt griðasáttmálanum í hlut
Stalíns. Vetrarstríðið skall á, þegar
Rauði herinn hóf loftárásir á Helsinki
30. nóvember 1939 og 450 þúsund
manna herlið þrammaði yfir finnsku
landamærin. Á Íslandi háttaði þá svo
til, að íslenskir kommúnistar höfðu
nýlega fengið vinsælan jafn-
aðarmann, Héðin Valdimarsson, og
nokkra samherja hans til samstarfs.
Sameinuðust kommúnistar og þessir
jafnaðarmenn haustið 1938 í nýjum
flokki, Sósíalistaflokknum, en um leið
var kommúnistaflokkurinn lagður
niður. Héðinn var formaður hins nýja
flokks, sem skyldi ólíkt komm-
únistaflokknum virða lýðræði innan
marka laganna.
Strax og fregnir bárust til Íslands
af árásinni á Finnland, boðaði Héðinn
Valdimarsson fund miðstjórnar Sósí-
alistaflokksins, þar sem hann gerði
tillögu um að lýsa yfir samúð með
finnsku þjóðinni. Hún var samþykkt
með sex atkvæðum gegn fimm at-
kvæðum kommúnista, sem vildu ekki
una þeirri niðurstöðu og skutu tillög-
unni til flokksstjórnar. Þar var hún
felld með 18 atkvæðum gegn 14. Á
meðal þeirra, sem felldu tillöguna,
voru forystumenn kommúnista, stal-
ínistarnir Einar Olgeirsson og Brynj-
ólfur Bjarnason, en líka Halldór Kilj-
an Laxness, sem þá átti sæti í
flokksstjórninni. Við svo búið sögðu
Héðinn Valdimarsson og stuðnings-
menn hans sig úr Sósíalistaflokknum.
Eftir stóðu fáir aðrir en komm-
únistar. Þótt Finnar fengju ekki sam-
úðarkveðju frá Sósíalistaflokknum í
desemberbyrjun 1939, vörðust þeir
ofureflinu vel og drengilega, en
neyddust í mars 1940 til að semja frið
við Stalín og afhenda honum mikið
land, um það bil tíunda hluta Finn-
lands. Nokkrum árum síðar lést Héð-
inn Valdimarsson langt um aldur
fram, kalinn á hjarta.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Vetrarstríðið og
flokkaskiptingin
sem gleður
Rennibekkir, standborvélar, bandsagir,
hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar,
röravalsar, legupressur, fjölklippur,
sandblásturstæki og margt fleira.
Sýningarvélar á staðnum
og rekstrarvörur að auki
- fyrir fagfólk í léttum iðnaði
og lítil verkstæði
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is