Morgunblaðið - 18.10.2014, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
✝ Hjálmar Haf-þór Sigurðs-
son fæddist á Ísa-
firði 22. mars
1949. Hann lést á
heimili sínu 2.
október.
Foreldrar hans
voru Sigurður H.
Jónasson, f. 15.9.
1906, d. 2.1. 1977
og Elísabet Jóns-
dóttir, f. 7.11.
1912, d. 2.1. 1977. Systkini
Hjálmars eru Valgerður, f.
19.9. 1940, Sigrún Jóna Guð-
munda, f. 29.10. 1941, Katrín,
f. 20.10. 1942, Jónas, f. 20.8.
1944, Sigurður Rósi, f. 22.4.
b) Anna Elín, f. 1975, í sambúð
með Jóni M. Helgasyni, f.
1971. Börn þeirra eru Margrét
Steinunn, f. 2005, Hjálmar
Helgi, f. 2006, og Oddný Ása,
f. 2014. c) Hallgrímur, f. 1977,
í sambúð með Hafrúnu Mar-
íusdóttur, f. 1977. d) Helga
Sigríður, f. 1984, í sambúð
með Orra Sverrissyni, f. 1983.
Dóttir þeirra er Aðalheiður, f.
2011.
Hjálmar starfaði sem verka-
maður hjá Ísafjarðarbæ í 49
ár, eða frá 16 ára aldri. Hann
var í sveit í Hrauni í Hnífsdal
tvö sumur sem unglingur og
tók síðar við búinu og flutti að
lokum þangað ásamt fjöl-
skyldu sinni árið 1980 og
sinnti bústörfunum þar, ásamt
fullri vinnu, allt til enda.
Útför Hjálmars fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 18.
október 2014, og hefst athöfn-
in kl. 14.
1950 og Kristján
Hallgrímur, f.
16.5. 1952, d. 2.1.
1977. Hjálmar
kvæntist, þann 24.
júlí 1971, Huldu
Helgadóttur, f. 22.
nóvember 1950.
Foreldrar hennar
voru Helgi M.
Kristófersson, f.
1918, d. 2010 og
Anna M. Jens-
dóttir, f. 1921. Börn Hjálmars
og Huldu eru: a) Ólafur Ragn-
ar, f. 1972, í sambúð með Þór-
önnu Þórarinsdóttur, f. 1976.
Synir þeirra eru Arnar Freyr,
f. 2004, og Ágúst Atli, f. 2008.
Elskulegur tengdapabbi og
vinur. Það er þyngra en tárum
taki að sitja og skrifa minning-
argrein um þig þar sem ég var
engan veginn tilbúin að kveðja.
Það var á sólríkum vordegi
árið 2003 að Óli vildi kynna mig
fyrir foreldrum sínum. Við rölt-
um því út í fjárhús og þar voruð
þið Hulda að fylgjast með sauð-
burði. Þarna áttum við svo eftir
að eiga ófáar ánægjustundirnar.
Með þér var alltaf gaman. Alveg
frá fyrsta degi fannst mér ég til-
heyra fjölskyldunni og þú varst
mér og mínum alltaf svo góður.
Sumarið 2004 gerðum við Óli
þig að afa og það var sko hlut-
verk sem fór þér vel. Afabörnin,
sem nú eru orðin sex talsins,
hafa misst svo mikið. Takk fyrir
endalausa þolinmæði, ást og um-
hyggju til drengjanna okkar
Óla. Alltaf varstu tilbúinn að
leyfa þeim að fylgja þér eftir við
bústörfin. Þeir elskuðu þessar
stundir og lærðu svo mikið af
þér.
Ég er svo innilega þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
þér og fyrir allar þær skemmti-
legu stundir sem við áttum sam-
an, vildi að þær hefðu orðið svo
miklu, miklu fleiri.
Minningin um einstaklega
góðan, duglegan og skemmtileg-
an mann með kraftmikla rödd,
sem sagði svo skemmtilega frá,
mun lifa að eilífu í hjörtum okk-
ar allra. Elska þig alltaf.
Þóranna.
Í dag, þegar við kveðjum
kæran bróður og mág, Hjálmar í
Hrauni, sækja á minningar frá
allt of stuttu lífshlaupi hans.
Hjálmar ólst upp í mjög sam-
stilltum systkinahópi, var
snemma mjög dugmikill og
atorkusamur í leik og starfi.
Hann lagði alúð í alla hluti og
átti stóran vinahóp þegar í æsku
og hafði oftar en ekki forystu í
alls konar uppátækjum leik-
félaganna. Alúð og umhyggja
Hjálmars lýsti sér þó best þegar
hann, eftir sumardvalir í Hrauni,
hélt áfram aðstoð við fullorðin
systkinin þar, þá hefur áreið-
anlega blundað í honum bóndi
sem síðar varð raunin á þegar
hann hóf sjálfur búskap í Hrauni
þar sem hann lagði metnað sinn
í og sinnti honum af kostgæfni
meðfram sínu aðalstarfi hjá Ísa-
fjarðarbæ. Hjálmar var hrókur
alls fagnaðar þegar svo bar und-
ir, sagði sína meiningu skýrt og
skorinort, oft með kröftugum
orðum, kom semsagt beint að
hlutunum og dró þá ekkert und-
an og hafði ávallt ákveðnar
skoðanir á málum. Undir niðri
var Hjálmar þó ljúfur og ein-
staklega góður drengur, mikill
fjölskyldumaður og umhyggju-
samur við alla sína nánustu sem
og aðra er þess þurftu með. En
Hjálmar stóð ekki einn í bú-
skapnum. Hans góða kona,
Hulda, sem hann kynntist ung-
ur, var hans stoð og stytta, óvön
Reykjavíkurstúlka sem aðlagað-
ist mjög vel sveitastörfum og
sauðfjárbúskap. Einnig naut
hann góðrar aðstoðar barna
sinna við bústörfin. Það var
ávallt viss tilhlökkun að koma að
Hrauni og átti húsbóndinn ekki
minnstan þátt í að gera stundina
ánægjulega.
Það er því sannarlega sjón-
arsviptir að góðum dreng í
blóma lífsins sem skilur eftir sig
stórt skarð í stórfjölskyldunni,
en einkum eru það þó hans nán-
ustu, eiginkona, börn og barna-
börn, sem sjá svo skyndilega á
bak eiginmanni og fjölskylduföð-
ur. Þeirra söknuður er mestur
og hjá þeim dvelur hugur okkar,
en minningin um góðan dreng
lifir þó meðal allra sem þekktu
og nutu samvista við Hjálmar.
Elsku Hulda, börn og barna-
börn, innilegar samúðarkveðjur
á þessari sorgarstund. Haf þú
þökk Hjálmar fyrir allar sam-
verustundirnar, megir þú hvíla í
friði.
Valgerður og Magnús.
Man eftir mér sem litlum
dreng, grátandi og lösnum
heima, græt yfir því að hanga
inni þegar allir hinir eru úti að
leika. Tek þó fljótt gleði mína á
ný, þegar Hjálmar frændi kem-
ur í heimsókn, færir mér Lego-
kubba að gjöf. Já, Hjálmar hafði
alltaf tíma fyrir mig, ég var
skugginn hans, mátti aldrei vita
af honum fara upp í Hraun án
mín. Það voru forréttindi að fá
að njóta nærveru bóndans og
náttúrubarnsins, virðing hans
fyrir landinu, bústörfum og allri
útiveru var mikil, hraustmenni,
ljúfmenni, frábær frændi og fyr-
irmynd. Hló ætíð manna mest
og var hrókur alls fagnaðar,
vildi allt fyrir alla gera. Jakkaföt
ekki í uppáhaldi, leið best í
vinnubuxum og köflóttri skyrtu
og skildi ekki fólk sem ferðast
um allan heim, þegar öll lífsins
gæði eru í túngarðinum heima.
Hjálmar fékk það afar erfiða
hlutskipti að koma að foreldrum
sínum og bróður í banaslysi í
byrjun janúar 1977. Hann þá í
vinnunni, að dreifa sandi ofan af
vörubílspalli og sá bílinn í fjör-
unni rétt fyrir innan þorpið í
Hnífsdal. Slíkt hlýtur að reyna á
sálartetrið.
Bóndi í fullu starfi, bæjar-
starfsmaður að auki, mokaði
götur bæjarins og heimkeyrslur
án þess að skemma brunahana,
blómaker eða bílana sem voru
oft á bólakafi eftir snjókomu
næturinnar. Og það segir mikið
um frænda minn, þegar þau
systkinin í Hrauni, Anna, Frið-
rik og Hannes ákveða að gefa
honum helming í jörðinni, bara
ef hann vildi koma og búa þar,
en Hjálmar hafði verið í sveit
hjá þeim sem ungur maður og
reyndist þeim alla tíð afar vel.
Að búa á snjóflóðahættusvæði
og sætta sig við það er ekki öll-
um gefið, sérstaklega þegar eitt
flóð hefur áður skollið á nýja
bæinn sem unga fjölskyldan
byggði en slapp með skrekkinn,
Hjálmar fékkst á einhvern ótrú-
legan hátt til að yfirgefa húsið
enda hættuástand metið svo.
Gamli bærinn hins vegar eyði-
lagðist í flóðinu. Já, fínt að vera
þrjóskupúki, en finna á sér hve-
nær það er gott að gefa eftir.
Bestu stundir okkar saman
voru þó í smalamennsku í daln-
um okkar. Fjallkóngur af bestu
gerð, fótviss og djarfur, vildi
vera efstur í klettunum. Búskap-
ur í Hnífsdal verður nú ekki sá
sami, síðasti bóndinn farinn á vit
feðra sinna. Örlögin réðu því
einnig að Rósi bróðir Hjálmars
hefur nýverið lagt niður búskap,
en hann var bóndi á Nýja-Sjá-
landi. Erfitt fyrir hann og fjöl-
skylduna að vera langt í burtu á
stundum sem þessum.
Ég er þakklátur að hafa ný-
lega sagt frænda mínum allt það
sem ég skrifa hér nú. Það eitt
auðveldar mér að takast á við þá
staðreynd að hann er allur, ég
græt samt á ný, nú af öðrum
ástæðum en yfir því að vera las-
inn.
Það var ætíð afar gott að
koma í Hraun til þeirra hjóna
Huldu og Hjálmars, þau voru
samheldin, aldrei neitt „helvítis“
væl, bara vaðið í hlutina með
jafnaðargeði, lífinu tekið alveg
eins og guð bauð þeim uppá.
Mikil var gæfa þeirra beggja að
hafa ákveðið að rugla saman
reytum og koma upp stórri og
glæsilegri fjölskyldu. Fjölskyld-
unni votta ég samúð mína, góður
drengur er fallinn frá.
Páll Halldór Halldórsson.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Elsku móðurbróðir minn,
Hjálmar Hafþór Sigurðsson,
Hjalli frændi, kvaddi okkur allt
of fljótt, aðeins 65 ára gamall.
Hjalli var skemmtilegur mað-
ur, einlægur og góður. Hann
sagði skemmtilega frá og hafði
ég unun af því. Þegar við
mamma komum vestur og heim-
sóttum Hjalla og Huldu í Sólgöt-
una löbbuðum við oftast úr
Króknum þar sem amma og afi
bjuggu, það var stutt að fara.
Það var alltaf mjög gaman að
koma til þeirra. Eftir að hafa
verið einhver ár í Sólgötunni
fluttu þau út í Hraun í Hnífsdal
þar sem Hjalli hóf búskap með
fullri vinnu hjá bænum. Þegar
komið var í heimsókn til þeirra
hjóna sligaðist borðið undan
kræsingum, ég tala nú ekki um í
töðugjöldum sem var alltaf gam-
an að fá að taka þátt í þó að
Hjalli stríddi mér á því að ég
ætti ég ekki að vera með þar
sem ég hafði ekki gert neitt en
hann vissi manna best ástæð-
una. Það var líka yndislegt að
gista hjá Huldu og Hjalla. Við
fengum hjónaherbergið þar sem
þeim fannst fara betur um mig,
en Hjalli vildi ekki heyra á það
minnst að við yrðum ekki a.m.k.
eina eða tvær nætur hjá þeim.
Mér fannst alltaf mjög gaman
að hitta Hjalla frænda og mjög
gott að vera hjá þeim hjónum.
Elsku Hjalli minn, takk fyrir
allar góðu stundirnar, þín verð-
ur sárt saknað.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku Hulda, Óli, Anna, Halli,
Helga og fjölskyldur, ég votta
ykkur samúð í þessari miklu
sorg. Hvíl í fríði elsku frændi.
Elísabet Sigmarsdóttir.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Enn á ný er maður minntur á
þá staðreynd að gærdagurinn er
liðinn, dagurinn í dag er núna og
ekki er víst með morgundaginn.
Á göngu okkar í gegnum lífið
spyrjum við margs og erum
spurð um margt. En þegar kem-
ur að stórum spurningum verð-
ur oft fátt um svör. Hvenær
mætum við skapara okkar og
höldum á nýjar slóðir? Þegar ég
kveð bóndann í Hrauni renna
þessar setningar í gegnum hug-
ann.
Hjálmar hafði lokið við annir
haustsins, smalamennska var
búin og önnur haustverk að
mestu frágengin, þannig að vet-
ur gat gengið í garð. Það var
fjárbú á Hrauni og hafði ég
gaman af að vera með í smala-
mennsku, standa fyrir og heim-
sækja hann í fjárhúsin, þetta
voru fjárhús af gamla tímanum,
allt svo snyrtilegt og vel um-
gengið, hver hlutur hafði sinn
sess.
Hjálmar setti svip sinn á sam-
félagið okkar, vann hjá bænum
og var ávallt til taks til að að-
stoða við verkefni bæjarins.
Hann var spengilegur maður,
hafði skoðanir á mönnum og
málefnum, notaði stundum sterk
lýsingarorð og hafði gaman af.
Hann Hjálmar var kannski
einn af þessum „hvunndags-
hetjum“, fæddist inn í umbreyt-
ingar í íslensku samfélagi, var
ætíð nægjusamur, var ávallt
tilbúinn að aðstoða með allt sem
hann gat.
Ég vissi af hjónunum í
Hrauni, þeim Hjálmari og
Huldu, en samskipti okkar urðu
náin þegar Orri sonur minn fór
að venja komur sínar á Hraunið.
Ef spurt var eftir Orra var svar-
ið oft: Hann er á Hrauninu.
Þessar heimsóknir höfðu far-
sælan endi, hann náði í yngri
heimasætuna og á nú með henni
lítinn gullmola, hana Aðalheiði,
sem verður þriggja ára nú í
október.
Alltaf var nýju ári fagnað á
Hrauni með kaffiboði fyrir fjöl-
skyldu og vini á nýársdag, alltaf
var fjölmennt og spjallað fram-
eftir.
Það er oft skammt stórra
högga á milli, nýverið kvöddum
við Óskar Elíasson, nú Hjálmar
og Jónbjörn Björnsson, allir
frændur. Allir menn í blóma lífs-
ins og kvöddu okkur langt fyrir
aldur fram. Ég kveð Hjálmar
með eftirfarandi ljóðlínum:
Upp yfir brún og í þá sveit
sem enginn í þessum sóknum leit.
Stíg ég á bak og brott ég held.
Beint inn í sólarlagsins eld.
Elsku Hulda, börn, tengda-
börn og barnabörn, hugur minn
er hjá ykkur á þessari erfiðu
stundu.
Kær kveðja,
Friðgerður Baldvins-
dóttir og fjölskylda frá
Hattardal.
Hjálmar Hafþór
Sigurðsson
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝
Elskuleg dóttir okkar, systir, barnabarn,
barnabarnabarn og fósturdóttir,
ALMA MAUREEN VINSON,
lést á heimili sínu föstudaginn 3. október.
Útförin fer fram frá Hjallakirkju
mánudaginn 20. október kl. 13.00.
Hildur Hólmfríður Pálsdóttir,
Gary Frank Vinson,
Stefán Hólm Vinson,
Kerri Vinson,
Gary Vinson,
Rósa Maren Vinson,
Alma Elísabet Guðbrandsdóttir, Páll Hólm Þórðarson,
Maureen West, Brian West,
Þórður Eyjólfsson,
Elísa Sigríður Guðmundsdóttir, Jón Loftur Ingólfsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR,
Tröllakór 1,
Kópavogi,
lést mánudaginn 13. október síðastliðinn
á Landspítalanum í Fossvogi.
Jarðsungið verður frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 22. október kl. 13.00.
Guðlaug S. Björnsdóttir, Þór Magnússon,
Guðjón Björnsson, Friðrika A. Sigvaldadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON,
Hermelinvägen 7,
448 34 Floda,
lést á heimili sínu föstudaginn 10. október.
Hann verður jarðsunginn föstudaginn
24. október í Skallsjö Kyrka, Floda, Svíþjóð.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Barbara Sigurðsson,
Baldvin Guðmundsson og fjölskylda,
Albert Guðmundsson og fjölskylda,
Martin Guðmundsson og fjölskylda,
Camilla Guðmundsdóttir og fjölskylda.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800