Morgunblaðið - 18.10.2014, Page 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
✝ Jón Guð-mundsson
fæddist í Reykjavík
8. apríl 1942. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 6. október
2014.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Ágúst Gíslason,
f.16. ágúst 1915, d.
18. ágúst 1983 og
Stefanía Guðmundsdóttir, f. 20.
september 1916, d. 30. október
2003. Systkini Jóns eru Jör-
undur Svavar, Finnur, Sigríður
Stefanía og Gísli. Jón kvæntist
23. nóvember 1963 Ingveldi
Kristjönu Ingjaldsdóttur
(Sjönu). Foreldrar hennar voru
Eiður Gíslason, f. 15. mars 1922,
d. 22. ágúst 1981 og Guðrún
spyrnu með Fram og KR. Hann
byrjaði 15 ára gamall að vinna
við pípulagnir. Tók sveinsprófið
1963 og síðan meistarann 1970.
Nonni og Sjana bjuggu fyrstu
hjúskaparár sín í Reykjavík.
Fluttust svo til Grindavíkur
1970. Þar starfaði Jón sem pípu-
lagningameistari í 44 ár. Jóni
þótti gaman að taka þátt í ýms-
um félagsstörfum. Hann var í
Leikfélagi Grindavíkur og lék
þar tvö hlutverk. Hann var fyrst
í Kiwanisklúbbnum Sundboða
sem var lagður niður, flutti
hann sig þá yfir í Kiwanisklúbb-
inn Hof, í Garði. Jón hafði mjög
gaman af að spila golf og vann
hann ýmis störf í þágu Golf-
klúbbs Grindavíkur og var hann
gerður að heiðursfélaga árið
2011 fyrir óeigingjarnt framlag
í þágu klúbbsins.
Útför Jóns fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 18.
október 2014, og hefst athöfnin
kl. 13.
Kristjana Ingjalds-
dóttir, f. 29. júlí
1924, d. 16. janúar
2001. Börn þeirra
eru: 1) Eiður Ágúst
Jónsson, f. 21. októ-
ber 1963, kvæntur
Birgittu Helgu
Sigurðardóttur, f.
21. nóvember 1969,
þau eiga tvo syni. 2)
Guðmundur Stefán
Jónsson, f. 19. nóv-
ember 1965. 3) Guðrún Krist-
jana Jónsdóttir, f. 16. febrúar
1971, á hún 4 börn með Sveini
Kristjáni Ingimarssyni, slitu þau
samvistum. Seinni maður Guð-
rúnar er Adam Miroslaw Swo-
rowski, f. 2. nóvember 1982,
eiga þau 3 syni.
Jón, eða Nonni eins og hann
var oft kallaður, spilaði knatt-
Elsku pabbi, það eru þung
spor að skrifa þessa minningar-
grein. Ég trúi því ekki að þú sért
farinn. En þú barðist til enda og
kvartaðir aldrei yfir veikindum
þínum. Í mínum huga ertu sönn
hetja. Mikið er ég glöð að allir
splæstu saman í Liverpool-ferð
handa þér þegar þú varðst sjö-
tugur. Þú táraðist, þú varst svo
klökkur, enda langþráður
draumur að rætast. Þú bjóst alls
ekki við þessu. Og ótrúlegt en
satt tókst þér að draga mömmu
með þér að horfa á Liverpool-
leik og þið ljómuðuð þegar þið
komuð heim. Gleymi heldur
aldrei þegar þú fórst með nafna
þinn Andra Jón í myndatöku
fyrir mig og þegar ég fæ mynd-
irnar í hendurnar þá er krakk-
inn í Liverpool-búningi, pabban-
um til miður mikillar gleði þar
sem hann er harður Chelsea-
maður. Svona varstu nú stríðinn.
Elsku pabbi, mikið er ég glöð að
við Adam giftum okkur fyrir
rúmu ári og þú leiddir mig upp
að altarinu. Á svo fallegar mynd-
ir af okkur saman. Náði að sýna
þér eina af okkur saman og þá
sagðirðu við mig að þú værir bú-
inn að gifta mig tvisvar og svo
brostirðu til mín. Svona varstu
nú stríðinn. Elsku pabbi, mikið
var það gott að þú náðir litla afa-
prinsinum þínum, Adam Breka.
Áttir með honum fjóra mánuði,
náðir meira að segja að gera
hann smáóþekkan. Elsku pabbi,
þín er sárt saknað. Viktor Daði
segir alltaf þegar hann sér mynd
af þér „afi ó ó“ sem segir manni
hvað þú varst orðinn veikur, litlu
afastrákarnir þínir sáu það
meira segja. Þeir eiga fullt af
yndislegum minningum um afa
sinn, sem meira að segja söng
fyrir þá, það var yndisleg sjón.
Ég er svo fegin að við skyldum
fara í sumarbústað núna í ágúst,
það var góður tími. Þú dreifst
þig út til að tína bláber og svo
voru borðuð bláber með rjóma,
það fannst þér gott og hafðir
ágæta lyst þá, aldrei slíku vant.
Elsku pabbi, ég er svo þakklát
fyrir allar þær minningar sem
ég á um þig. Ég er stolt af því að
vera dóttir þín. Þú ert mín fyr-
irmynd og það var alltaf hægt að
leita til þín og þú varst alltaf til
staðar þegar ég þurfti. Elsku
pabbi minn, ég skal passa vel
upp á mömmu, ég veit að það
var mikið áhyggjuefni hjá þér.
Elsku pabbi, það er Liver-
pool-leikur í dag og ég veit að þú
ert að fylgjast með honum í öll-
um þínum Liverpool-skrúða.
Elsku pabbi, það er víst komin
kveðjustund, ég mun ávallt
sakna þín og geyma allar minn-
ingarnar í hjarta mínu. Ég veit
þú ert kominn á betri stað og
amma og afi taka á móti þér. Þú
finnur ekki lengur til. Og ég veit
að þú heldur áfram að fylgjast
með okkur.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elska þig. Þín dóttir,
Guðrún Kristjana (Lillý).
Elsku besti afi. Við söknum
þín svo heitt. Þú, sem varst
klettur allra í fjölskyldunni og
ert nú farinn, við eigum svo bágt
með að trúa því.
Harðfiskur með smjöri, háls-
molarnir, fótboltinn, golfið og
mikið af kóki er það sem við
munum mest eftir. Alltaf þegar
við komum í heimsókn til ykkar
ömmu á Leynisbrautina klikkaði
ekki að þú sætir í hægindastóln-
um þínum að horfa á fótbolta,
með kók í annarri og harðfisk í
hinni. Þú stríddir okkur strák-
unum mikið á fótboltaliðunum
sem við héldum með, Chelsea og
Man City, og þú sjálfur harður
Liverpool-aðdáandi. Þú tókst
okkur líka oft með á leiki hérna
heima.
Þegar við systur vorum að
slétta og krulla á okkur hárið
eða mála okkur varstu alltaf
jafnhneykslaður yfir því við
værum að „sparsla á okkur and-
litið“ eins og þú orðaðir það, þér
fannst við miklu fallegri án þess-
ara „málningarklessa“ í andlit-
inu. Spurðir svo hvernig við fær-
um að því að ganga á svona
háum hælum, því þú bara skildir
ómögulega hvernig við nenntum
því. Þú passaðir alltaf svo vel
upp á okkur öll og við vitum vel
að þú munt halda því áfram á
þeim stað sem þú ert nú kominn
á.
Vonandi líður þér betur elsku
gullið okkar. Það líður ekki sá
dagur sem við hugsum ekki til
þín. Takk fyrir að vera besti afi í
heimi.
Karen, Telma Lind,
Ingimar og Andri Jón.
Góður félagi er fallinn frá.
Jón Guðmundsson var mjög
virkur félagi í Golfklúbbi
Grindavíkur frá því að hann hóf
golfiðkun um miðjan níunda ára-
tuginn. Alltaf var hann tilbúinn
til að taka að sér störf í þágu
klúbbsins ef til hans var leitað,
sem var æði oft. Þannig var Jón
í gegnum árin, starfandi í flest-
um nefndum klúbbsins og oftast
sem formaður. Síðustu ár sat
hann í stjórn klúbbsins. Þá
starfaði Jón í tvö ár sem vall-
arstjóri og vann þá ýmis góð
verk við uppbyggingu og lagfær-
ingar á brautum.
Jón var maður framkvæmda.
Ákafinn í að hefjast handa ein-
kenndi Jón, sem var maður
stórra hugmynda. Minningu
hans verður haldið á lofti um
ókomna tíð í Golfklúbbi Grinda-
víkur. Jón tók að sér fyrir
nokkrum árum að stýra bygg-
ingu nýs golfskála klúbbsins
sem var tekinn í notkun sumarið
2012. Jón var byggingarstjóri
skálans og heppnaðist það verk
með miklum ágætum. Þeir sem
unnu við hlið hans í því verkefni
undruðust oft þann kraft sem
hann sýndi við verkið. Öll vinnan
var unnin í sjálfboðavinnu og
miðað við þann tíma sem Jón gaf
í verkefnið þá hefur hann oft lát-
ið eigin verk sitja á hakanum og
látið skálabygginguna ganga
fyrir.
Í september 2011 var Jón
gerður að heiðursfélaga í Golf-
klúbbi Grindavíkur fyrir óeigin-
gjarnt starf og fórnfýsi í þágu
klúbbsins. Hans verður sárt
saknað.
Kæra Kristjana, við vottum
þér og fjölskyldu þinni okkar
dýpstu samúð.
Fyrir hönd félaga í Golfklúbbi
Grindavíkur,
Halldór Smárason,
formaður.
Jón Guðmundsson
✝ JónbjörnBjörnsson
fæddist á Svart-
hamri í Álftafirði
18. febrúar 1948.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 9. október
2014.
Foreldrar hans
voru Björn Jónsson
bóndi, f. 21.8. 1912,
d. 12.12. 1993, og
Stella Fanney Guðmundsdóttir
húsfreyja, f. 7.5. 1923. Systkini
hans voru Guðbjörg, f. 27.2.
1943, d. 4.10. 1993. Margrét
Matthildur, f. 19.10. 1945. Jón
Guðmundur, f. 6.12. 1946. Krist-
ín, f. 1.9. 1949. Sigríður, f. 18.3.
1952. Hafsteinn, f. 9.7. 1954, d.
16.1. 1995. Steinunn Kolbrún, f.
9.10. 1956.
Hinn 28. mars 1968 kvæntist
hann Ásthildi Jónasdóttur, f.
27.6. 1950. Foreldrar hennar
voru Jónas Haukur
Einarsson, f. 5.9.
1929, d. 3.11. 1983,
og Elín Áróra Jóns-
dóttir, f. 18.7. 1932,
d. 14.2. 2009. Börn
Jobba og Ástu eru:
1) Jónas Haukur, f.
1968, maki Sigurdís
Samúelsdóttir, börn
Herdís Mjöll og
Samúel Snær. 2) El-
ín Svana, f. 1971,
maki Jóhann Árni Tafjord, börn
Guðdís María, Aron Þór, Arnar
Freyr, Jóhann Atli, Alex Már og
Sjana Rut. 3) Halldór Rúnar, f.
1973. 4) Sigríður Fanndís, f.
1983, maki Steingrímur Stein-
grímsson, barn Ásthildur Fannd-
ís. 5) Jón Hilmar, f. 1984, maki
Agnieszka Tyka, börn Krystian
Jónbjörn og Elísabet Katrín.
Útför Jónbjörns fer fram í
Súðavíkurkirkju í dag, 18. októ-
ber 2014, kl. 11.
Í dag, 18. október, er til grafar
borinn góður vinur minn, Jón-
björn Björnsson.
Það er erfitt að hugsa til þess
að þú sért farinn og ég geti ekki
lengur kíkt til þín í spjall, það er
erfitt að hugsa til þess að Ásta sé
búin að missa manninn sinn, ást-
ina sína, eða börnin pabba sinn.
Þegar ég hugsa til baka og rifja
upp minningarnar er það fyrsta
sem mér dettur í hug öll
skemmtilegu kvöldin sem við sát-
um og flettum í gegnum netið, þú
hóaðir kannski í mig til að hjálpa
þér með tölvuna en að sjálfsögðu
snerist kvöldið um það að skoða
ameríska bíla og dreyma um að
jafnvel gætum við eignast einn af
þeim glæsilegri. Þetta voru frá-
bær kvöld hjá okkur félögunum,
þetta var okkar sameiginlega
áhugamál og gátum við endalaust
malað um amerísku kaggana.
Einnig eru þær ófáar ferðirnar
sem við fórum saman í um ævina,
ég ætla bara að minnast á eina
þeirra sem situr þægilega í minn-
ingunni. Við ferðuðumst suður á
Volvo F 86 með JCB-gröfu á pall-
inum, veðrið var ekki það besta
enda hávetur. Ferðin byrjaði
þannig að þegar við vorum að
keyra inn Langadalinn í Ísafjarð-
ardjúpi og ferðin rétt byrjuð þá
gleymdum við eitt augnablik að
gálginn á vélinni á pallinum var
svo hár og sveitalínurnar svo lág-
ar að við slitum eina þeirra niður.
Eftir að hafa klórað okkur í
hausnum dágóða stund yfir mis-
tökunum sprungum við úr hlátri
og hlógum alla leiðina suður, við
máttum varla líta hvor á annan,
þá vorum við farnir að grenja úr
hlátri. Á bakaleiðinni hafði veðrið
versnað og við áttum í mesta basli
með að komast yfir heiðarnar,
þegar við vorum svo komnir að
Þorskafjarðarheiði sátum við
nærri fastir þar uppi á miðri
heiði. Við börðumst í gegnum
snjóinn og mjökuðum okkur í átt-
ina niður enda leyfði þrjóskan í
þér okkur ekki að gefast upp,
hver sigur yfir skafl endaði með
brosi á vör og heim komumst við
þreyttir en hæstánægðir. Þær
voru margar svona ferðirnar allt
frá því við vorum ungir með mikla
ævintýraþrá. Þú varst góður vin-
ur, vissir nákvæmlega hvenær þú
áttir að segja eitthvað og hvenær
ekki, rosalega traustur félagi og
orðheldinn, það sem þú sagðir við
mig stóð eins og stafur á bók. Þú
máttir heldur ekkert aumt sjá og
varst alltaf tilbúinn að hjálpa öðr-
um, ef einhvern vantaði smá-
greiða stóð aldrei á þér að veita
hann. Jónbjörn, þú varst sannur
vinur vina þinna og einstakt ljúf-
menni, því mun minningin um
góðan mann lifa áfram.
Ég gleymi ei við góðra vina skál
mér gaman þótti að dvelja með þér
stund
og eins var gott ef angur mæddi sál
að eiga tryggan vin með kærleikslund.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Hvíldu í friði elsku vinur.
Elsku Ásta og fjölskylda. Þið
eigið alla mína samúð.
Jónas Ólafur Skúlason.
Sonur minn er rúmlega
tveggja ára. Hann fæddist inn í
lítið þorp sem hvílir í firði sem
gengur inn í víðáttumikinn hrepp
á N-Vestfjörðum, Súðavíkur-
hrepp. Þar er mannlífið fábrotið
ef rýnt er í efnið (mannfjöldi) en
stórbrotið þegar rýnt er í andann
(kærleikur og góðra vina fundir).
Í þessu litla samfélagi eigum við
öll okkar hlutverk, erum eins
konar frummyndir, hvert og eitt,
og þegar við lítum hvert á annað
sjáum við ekki bara vininn eða
vinkonuna, við sjáum frummynd
verksins sem skilgreinir viðkom-
andi, hann er … hún er … og
þannig birtist mynd af manni.
Jónbjörn Björnsson var gröfu-
karlinn í samfélaginu, enginn
færari, fljótari eða fimari en
Jobbi á gröfunni.
„Jobbi“ var einmitt fyrsta orð-
ið sem strákurinn, sem ég kynnti
til sögunnar hér áður, sagði inn í
þennan heim svo aðrir skildu.
„Jobbi“ – og mamma og pabbi
þurftu einfaldlega að bíða eftir
næsta orði. Það var eitthvað við
þennan mann handan götunnar á
stórri gulri JCB-gröfu (heilagt
merki) sem fékk drenginn til að
gleyma eðlilegu upphafi á mál-
töku og hrópa heillaður á hetjuna
í gula geimskipinu með skóflunni:
„Jobbi!“ Hjá dreng fyrir vestan
var komin frummynd af gröfu-
karli. Þeir segja að framhaldslífið
sé margmyndað, kannski hér sé
komin ein mynd.
Hjá dreng fyrir vestan lifir
Jobbi áfram í öllum gulum gröf-
um framtíðarinnar.
Súðavíkurhreppur er manni
færri, einu hlutverki fátækari við
fráfall Jobba. Jónbjörn Björns-
son er látinn eftir snarpa baráttu
við illvígan sjúkdóm. Við grátum
það ein eða saman í hóp, þegjum
ein eða saman í hóp, huggum okk-
ur ein eða saman í hóp. Komum
síðan tvíefld til baka … alltaf
saman í hóp. Þannig virka Súð-
víkingar; eflast við hverja þraut,
þeir salta sorgina á endanum með
sigurvoninni.
Eilífðin er orðstír. Jobbi lifir
áfram í hjörtum, hugum og öllum
vel mokuðum götum Súðavíkur.
Ástu, börn, barnabörn og alla
þá sem unnu Jónbirni heitum
böndum bið ég góðan guð að
geyma á þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd Súðavíkurhrepps
þakka ég Jónbirni Björnssyni
fyrir ómetanleg störf fyrir hrepp-
inn. Jobba verður sárt saknað.
Pétur G. Markan, sveit-
arstjóri Súðavíkurhrepps.
Jónbjörn
Björnsson
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og
samúð við andlát og útför bróður okkar,
SIGURSTEINS HJALTESTED
blikksmíðameistara.
Systkini hins látna og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför
EINARS VALS BJARNASONAR
læknis.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Lundi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Else Bjarnason.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
OTTÓ GÍSLASON,
Seljahlíð, heimili aldraðra,
áður Heiðnabergi 12,
lést á Vífilsstöðum laugardaginn 11. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 23. október kl. 13.00.
Þórður Gísli Ottósson,
Ingibjörg Ottósdóttir, Guðjón Hreiðar Árnason,
Anna Karólína Ottósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Efri Gerðum í Garði,
til heimilis að Hjallabrekku 38,
Kópavogi,
lést á Landspítalum við Hringbraut
fimmtudaginn 16. október.
Útförin fer fram í Digraneskirkju fimmtudaginn 23. október
kl. 13:00.
Guðmundur Steingrímsson,
Berglind Rós Guðmundsdóttir, Markús Hermann Pétusson,
Sunna Björk Guðmundsdóttir, Magnús Aðalmundsson,
Þórður Ingi Guðmundsson, Agnes Gísladóttir
og barnabörnin.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar