Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
✝ GuðmundurAlbertsson
fæddist á Heggs-
stöðum 16. október
1933. Hann lést á
hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 9. október
2014.
Guðmundur var
einkasonur þeirra
Alberts Guðmunds-
sonar bónda á Heggsstöðum, f.
20. október 1885, d. 7. febrúar
1967, og Ingibjargar Guðrúnar
Erlendsdóttur húsfreyju á
Heggsstöðum, f. 17. júlí 1905,
d. 10. júní 1974.
Eiginkona Guðmundar var
Ásta Þorsteinsdóttir frá Ölv-
iskrossi, Kolbeinsstaðahreppi,
f. 15. ágúst 1933, d. 4. sept-
ember 2000. Foreldrar hennar
voru Þorsteinn Gunnlaugsson
bóndi á Ölviskrossi, f. 11. mars
1885, d. 14. október 1958, og
Þórdís Ólafsdóttir, f. 27. ágúst
1893, d. 27. janúar 1970. Guð-
mundur og Ásta gengu í hjóna-
16. maí 1974, maki Ólöf El-
ísabet Þórðardóttir, f. 22. jan-
úar 1973. Þau búa í Reykjavík.
Börn þeirra eru Ásta Katrín, f.
2002, og Ása Jenný, f. 2005.
Guðmundur og Ásta bjuggu í
sambýli við foreldra Guð-
mundar til að byrja með en
Guðmundur tók við búi á
Heggsstöðum er Albert faðir
hans lést árið 1967. Ingibjörg
móðir hans bjó hjá þeim hjón-
um til dauðadags. Eftir að
Ásta, eiginkona Guðmundar,
lést árið 2000 bjó hann áfram á
Heggsstöðum ásamt Alberti
syni sínum og sinnti með hon-
um bústörfunum á meðan heils-
an leyfði. Guðmundur sat í
hreppsnefnd Kolbeins-
staðahrepps í fjölda ára, var
oddviti á árunum 1982-1994 og
starfaði ávallt ötullega að mál-
efnum hreppsins. Hann var
áhugasamur um uppgræðslu
lands og vann að jarðbindingu
í samvinnu við Landgræðslu
ríkisins á búskaparárunum.
Síðustu æviárum sínum eyddi
Guðmundur á sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi og hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Brákarhlíð í
Borgarnesi.
Útför Guðmundar verður
gerð frá Kolbeinsstaðakirkju í
dag, 18. október 2014, og hefst
athöfnin kl. 14.
band þann 28. nóv-
ember 1964. Þau
eignuðust fjögur
börn saman en fyr-
ir átti Ásta einn
son, Sigurþór Jón-
asson, f. 14. maí
1956. Hann býr í
Reykjavík.
Börn Guð-
mundar og Ástu
eru: 1) Helga, f. 3.
ágúst 1964, maki
Þröstur Gunnlaugsson, f. 12.
apríl 1961. Þau búa í Stykk-
ishólmi. Börn þeirra eru: Sig-
rún, f. 1982, Ásmundur, f.
1991, og Ingimar, f. 2003.
Helga og Þröstur eiga þrjú
barnabörn.
2) Albert, f. 16. júní 1966.
Hann býr á Heggsstöðum.
3) Ingveldur, f. 22. ágúst
1968, maki Arnar Eysteinsson,
f. 8. febrúar 1968. Þau búa í
Stórholti í Dalasýslu. Börn
þeirra eru: Kristján Ingi, f.
1988, Ásdís Helga, f. 1990,
Steinþór Logi, f. 1999, og Al-
bert Hugi, f. 2004. 4) Ágúst, f.
Guðmundur tengdafaðir
minn hefur nú kvatt þennan
heim eftir langa og vinnusama
ævi. Hann skilur eftir sig spor í
hjörtum okkar og ótal góðar
minningar sem við munum
varðveita og geyma með okkur.
Það er sárt að kveðja öðlinginn
og höfðingjann frá Heggsstöð-
um en við huggum okkur með
því að hann var sjálfsagt feginn
því að komast aftur á ról á öðr-
um stað, ætli það hafi ekki ver-
ið komið nóg af hangsi.
Hugvitsmaður var hann
tengdafaðir minn, hugsuður,
sögumaður mikill, grallaraspói
sem hafði gaman af hrekkjum
og óþekkum börnum, skáld var
hann og fróðleiksbrunnur um
alla skapaða hluti. Þó ég hafi
aldrei séð hann líta í bók eftir
að ég kynntist honum þá virtist
hann muna allt sem hann hafði
einhvern tíma lesið. Hann hafði
gaman af Íslendingasögunum
og virtist kunna heilu kaflana
utanbókar. Hann var mjög
fróður um lönd og sögu þjóða,
en þó fór hann aldrei út fyrir
landsteinana. Hann hafði ekki
komið oft í sveitina mína, Reyk-
hólasveitina, en hann þekkti
hvern bæ og mundi staðhætti.
Ég hef aldrei kynnst jafn minn-
ugum manni og Guðmundi og
því var það svo kaldhæðnislegt,
að minni hans skyldi svíkja
hann á hans síðustu árum.
Guðmundur hafði mest gam-
an af því að sitja í eldhúsinu
með fólkinu sínu eða vinum og
spjalla. Við eldhúsborðið á
Heggsstöðum voru yfirleitt
bestu stundirnar, þar gleymdi
fólk sér við það að hlusta á
Guðmund segja frá. Hann hafði
mikla frásagnarhæfileika og
heillaði fólk með skemmtilegum
húmor og var óþrjótandi upp-
spretta sagna og vísna. Hann
var mikið skáld sjálfur en var
ekki nógu duglegur að skrifa
niður vísurnar sínar. Eitthvað
er til á prenti eftir hann, eins
og þessar vísur sem birtust í
Degi árið 1991:
Aukum hjörð og yrkjum jörð.
Eyðum mörðu þýfi.
Grýttu börðin græðum hörð.
Gæðum svörðinn lífi.
Slátt við hann slyngur lengi
slengir sig orfi kríngum.
Beittum með búkinn sveittan
bregður hann ljá á stráin.
Hugmyndaflug hafði Guð-
mundur mikið og verkvit. Hann
smíðaði sjálfur rafstöð í bæj-
arlækinn árið 1960 og fram-
leiddi þar rafmagn sem hann
leiddi í bæinn og útihúsin, bæði
til lýsingar og hita. Þetta þótti
mjög merkilegt afrek hjá
ómenntuðum manni en hann
hefur sjálfsagt drukkið í sig all-
an þann fróðleik sem hann fann
um rafmagn áður en hann byrj-
aði, svo bara hent sér í verkið
og prófað sig áfram.
Elsku Guðmundur minn.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar og hversu vel þú hefur
alltaf reynst okkur Gústa og
stelpunum. Menn eins og þú
eru ekki á hverju strái og það
eru forréttindi að hafa fengið
að kynnast þér og þinni lífs-
speki. Við eigum eftir að sakna
þess mikið að geta ekki setið í
eldhúsinu eftir matinn með
kaffibollann og hlegið saman að
gamalli sögu eða nýrri. Að sjá
glettnissvipinn á þér þegar þú
varst að segja frá og heyra
hláturinn þinn. Geymdu nokkr-
ar sögur handa okkur þar til
síðar.
Ólöf Elísabet Þórðardóttir.
Elsku afi, nú hefur þú kvatt
þessa jörð, en eftir situr minn-
ingin um þig og söknuður.
Það er sárt að hugsa til þess
að þú sért farinn, en það gleður
mig samt að vita að nú líður þér
betur. Ég trúi því að þú sért nú
á góðum stað þar sem þú og
amma hugsið vel hvort um ann-
að.
Þær voru fjölmargar stund-
irnar sem við áttum saman í
sveitinni. Þegar ég var yngri
sýndir þú mér alltaf mikla þol-
inmæði, þegar ég fékk að taka
þátt í því sem þú varst að
brasa. Hvort sem það var við
bústörfin eða við að gera til-
raunir með hluti sem þú varst
að finna upp á eða búa til.
Ég man eftir því þegar þú
leyfðir mér að keyra í fyrsta
sinn. Ég man líka eftir þeim
stundum þegar ég fékk að
hjálpa þér í fjósinu. Við rædd-
um saman um hitt og þetta, eða
þú sagðir mér einhverjar sögur,
en oft þurftum við engin orð,
nærveran var nóg. Þú kenndir
mér ýmsa lífsspeki, þú kenndir
mér að umgangast menn, dýr
og náttúru af virðingu.
Þú varst mér alltaf góð fyr-
irmynd og þegar ég varð eldri
var okkur oft líkt saman en það
hefur alltaf gert mig ákaflega
stoltan.
Afi, ég þakka þér fyrir allar
þær góðu stundir sem við átt-
um saman og allar góðu minn-
ingarnar sem þú gafst mér.
Megi ég margfalt geyma
minningu þína.
Ásmundur Þrastarson.
Sá sem stendur á bæjar-
hlaðinu á Heggsstöðum fær
Hnappadalinn í fangið. Á góð-
um degi getur verið erfitt að
slíta sig frá þessari sýn. Þá get-
ur það líka gerst að maður og
náttúra verði sem eitt.
Á einstaklega fallegum
haustdegi kvaddi minn gamli
granni og lærifaðir um margt,
Guðmundur Albertsson – eins
og mannleg náttúra undir
Heggsstaðamúlanum. Að alast
upp á næsta bæ var eins og að
eignast stórt gæfuspor í lífinu
sem fylgir manni alla tíð. Nú er
hann horfinn, hollvinurinn.
Heimsóknirnar að Heggs-
stöðum voru alltaf ævintýri.
Húsið oft fullt af börnum og
unglingum og Albert, faðir
Guðmundar, hrókur alls fagn-
aðar. Móðir hans, Ingibjörg
(Imba) hafði svo lag á að hafa
reglu á hlutunum en reglur
voru blessunarlega fáar. Og
heimilisdýrin voru af ýmsu tagi.
Einu sinni var það minkur,
öðru sinni hrafnsungi og kett-
irnir voru fleiri en einn og fleiri
en tveir. Það var eiginlega flest
öðruvísi en maður var vanur.
Svo var spjallað um alla heima
og geima eða brugðið á leik.
Þarna komst ég í fyrsta sinni í
svokölluð hasarblöð og vaknaði
svo upp með andfælum nóttina
á eftir. Þegar kraftarnir uxu
með hækkandi aldri var farið
að reyna sig við aflraunastein-
inn á bæjarhlaðinu. Það taldist
gott að hreyfa steininn en Guð-
mundur snaraði honum upp á
brjóst eins og ekkert væri.
Svo fundust hellar í Gull-
borgarhrauninu. Þar var Guð-
mundur á Heggsstöðum
fremstur í flokki. Í þeim
stærsta – Borgarhelli – voru
breiðurnar af dropasteinum.
Áratugum saman gætti hann
hellanna og innrætti fólki að
ganga af nærgætni um undur
náttúrunnar. Því miður voru
ekki allir þar fyrirmyndir.
Seinna kom upp sú hugmynd
að stofna fólkvang um það land
sem tengdist laxánni fengsælu
– Haffjarðará. Þá var sól fyrri
eigenda, Thorsaranna, að hníga
til viðar og þess freistað í hér-
aði að gera stórbrotið umhverfi
að almenningseign. Þá var fjár-
málaráðherra Jón Baldvin
Hannibalsson. Hann réð sjóði
sem jarðakaupasjóður nefndist.
Guðmundur var þá oddviti Kol-
beinsstaðahrepps og það var
settur á fundur með mælsku-
manninum – fjármálaráðherr-
anum. Ég fékk að sitja hjá og
fylgjast með rökræðunum. Þar
hallaðist ekki á og fullt jafnræði
með ráðherranum og oddvitan-
um. Því miður fundust litlir
peningar í sjóðnum.
Guðmundur var af þeirri
kynslóð til sveita og sjávar að
skólaganga eftir barnaskóla var
nánast undantekning. Ef kalla
má einhvern náttúrugreindan,
þá var það Guðmundur á
Heggsstöðum. Hann hefði líka
án efa orðið afburða málflutn-
ingsmaður.
Fáum sveitum hefur haldist
betur á fólki en gamla Kol-
beinsstaðahreppnum. Áður var
það haft í flimtingum að Kol-
hreppingar kæmust ekki á fæt-
ur fyrr en bændur og búalið í
næstu sveitum hefðu lokið
morgunverkunum. Nú er öldin
önnur. Guðmundur á Heggs-
stöðum getur svo sannarlega
horft stoltur yfir sveitina sína.
Þar átti hann margt gæfusporið
og það stærsta með Ástu sinni
og jafnöldru úr Hnappadalnum.
Blessuð sé minning hennar.
Helga, Albert, Ingveldur,
Ágúst, Sigurþór og allt ykkar
fólk – innilegar samúðarkveðj-
ur.
Reynir Ingibjartsson frá
Hraunholtum í Hnappadal.
Guðmundur
Albertsson
önnumst við alla þætti
þjónustunnar
Þegar
andlát ber
að höndum
Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær
sími 842 0204 • www.harpautfor.is
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
KJARTANS SVEINSSONAR
byggingatæknifræðings.
Hrefna Kristjánsdóttir,
Þórarinn Kjartansson,
Álfheiður Kjartansdóttir,
Arndís Demian Kjartansdóttir, Karl Demian,
Sigfríð Þórisdóttir,
Margrét Halldóra Sveinsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát móður minnar, ömmu og
langömmu okkar,
HALLDÓRU Ó. SIGURÐARDÓTTUR
(Dódó),
áður til heimilis að Hamarsbraut 10,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólvangs fyrir alúð og umhyggju.
Sigríður Jústa Jónsdóttir, Jón Eyvindur Bjarnason,
Guðrún Bjarnadóttir, Þórður Sturluson,
Jökull Guðmundsson, Harpa Kolbeinsdóttir,
Jón Trausti Guðmundsson, Selma Þórsdóttir,
María, Sigríður, Logi, Auður, Valgerður og Emilía.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
systur, ömmu, langömmu og langalangömmu,
BJARGAR ÁRNADÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Hlévangs í Keflavík fyrir
einstaklega góða umönnun, hlýju og alúð.
Guð blessi ykkur öll.
Jórunn Jónasdóttir,
Árni Jónasson, Birna Kolbrún Margeirsdóttir,
Guðmundur Jónasson, Ína Dórothea Jónsdóttir,
Friðrik Árnason
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, móðursystur,
ömmu og langömmu,
DAGBJARTAR EINARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar við
Hringbraut fyrir góða og kærleiksríka
umönnun.
Guðrún Kristjánsdóttir, Hreinn Pálsson,
Kristjana M. Kristjánsdóttir, Hans Agnarsson,
Ingunn Kristjánsdóttir, Gunnar Arthursson,
Una Dagbjört Kristjánsdóttir, Oddur Einarsson,
Una Guðnadóttir,
Sigurður Guðnason, Snjólaug Einarsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við
andlát eiginmanns míns og föður okkar,
JÓNS SIGURÐSSONAR
frá Arnarvatni.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Þingeyinga fyrir kærleiksríka
umönnun.
Gerður Kristjánsdóttir,
Sigrún, Sólveig og Helga Jónsdætur
og fjölskyldur.