Morgunblaðið - 18.10.2014, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
✝ Hallbjörn Jó-hannsson
fæddist á Finns-
stöðum 2 í Eiða-
þinghá 20. mars
1939. Hann lést á
heimili sínu, Finns-
stöðum 2, 10. októ-
ber 2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Jó-
hann Pétur Jó-
hannsson, f. á
Tókastöðum Eiðaþinghá 14.
febrúar 1906, d. 19. ágúst 1984,
og Ingunn Pierson Jóhannsson,
f. í Upham, Norður-Dakóta 10.
nóvember 1915, d. 1. júní 1990.
Systkini Hallbjörns eru: Anna
Kristín, f. 1940, Sigurveig, f.
1941, Guðrún Ingibjörg, f.
1944, Jóhann, f. 1948, og Frið-
bús. á Akureyri, m. Kristján
Smári Ólafsson. Börn þeirra
eru: Finnur Logi, Berglind
Halla og Ólöf Ásdís. Svanur, f.
24. ágúst 1969, bús. á Egils-
stöðum, m. Hjördís Ólafsdóttir.
Börn þeirra eru: Helga Jóna,
Andri Björn og Hafdís Anna.
Hallbjörn gekk í farskóla
eins og tíðkaðist á þessum ár-
um og lauk skólagöngu hans
um fermingu. Hann vann ýmis
störf, m.a. á vélaverkstæðum,
Rarik og Stáli á Seyðisfirði uns
hann tók við búi foreldra sinna.
Ásamt því að vera bóndi hafði
Hallbjörn alltaf tíma í að að-
stoða kunningja í viðgerðum og
gátu menn verið nokkuð vissir
um að fá eina ef ekki tvær góð-
ar sögur á eftir, yfir kaffibolla
í eldhúsinu á Finnsstöðum. Síð-
ustu árum eyddi hann í að gera
upp gamla bíla og traktora og
var þekking hans landskunn.
Útför Hallbjörns fer fram
frá Egilsstaðakirkju í dag, 18.
október 2014, og hefst athöfnin
kl. 14.
jón Ingi, f. 1956.
Eftirlifandi eig-
inkona er Ásdís
Sigurborg Jóns-
dóttir, f. 18. ágúst
1943 á Skeggja-
stöðum á Jökuldal.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jón
Björnsson, f. í
Hnefilsdal á Jök-
uldal 19. júní 1903,
d. 20. júlí 1986, og
Anna Grímsdóttir f. á Galta-
stöðum út í Hróarstungu 21.
ágúst 1904, d. 18. desember
1996. Hallbjörn og Ásdís
bjuggu á Egilsstöðum fyrstu ár
sín en hófu búskap á Finns-
stöðum árið 1970. Börn Hall-
björns og Ásdísar eru: Áslaug
Grímhildur, f. 13. júní 1968,
„Pabbi, pabbi, það eru skyr
að fara yfir landið á morgun.“
Við horfðum stíft á svarthvíta
sjónvarpið fyrir þig og tókum
veðrið, vissum þó ekki hvaðan
hún kom né hvert hún færi, þú
kímdir og sagðir að þetta væru
skil. Óvænt fórstu, hugur minn
reikar til baka. Ég að passa
Svan í fjárhúsgarðanum meðan
rollunum er gefið, við að reka
kýrnar sem fóru alltaf svo
hægt. Ferðalög á Voffa,
Draugsa og stundum gamla
Bedda. Ég með fallega gull-
hringinn með rauða steininum,
sitjandi á garðabandinu en
rolluskömmin hún Snýta át
steininn úr hringnum áður en
ég gat sýnt þér hann. Þú syngj-
andi úti á túni eða í húsunum
við mjaltir. Rás 1 höfð í gangi
fyrir skepnurnar á jólum. Ég
með koppafeitissprautuna að
smyrja í alla koppa á bindivél-
inni og smurði svo vel að hún
batt ekki fyrstu hringina á
Vinklinum, þú reiddist nú ekki
en glottir út í annað og næsta
vor smurði ég tætlurnar en
ekki bindivélina. Lengi var ég
bara látin snúa í heyi niðri í
Nesi, þar gat ég ekki farið mér
að voða enda bara Eyvindaráin
og Lagarfljótið að varast. Þú
hefur haft trú á því að ég næði
á þurrt, heima voru skurðir á
allar hliðar sem þurfti auðvitað
að varast. Þú að keyra okkur í
skólann á mánudagsmorgnum
með sængur í poka og heim á
föstudögum. Ef færð var leið-
inleg þá var nú bara farið á
traktor.
Þú varst mikill sagnamaður,
kunnir mikið af sögum, þekktir
landið þitt vel, heiti á fjöllum
og örnefni varstu með á hreinu.
Sögurnar í skrúfuhúsinu og við
eldhúsborðið verða nú ekki
fleiri frá þér, en þeim verður
nú haldið á lofti áfram, enda
góður sögumaður út af þér
kominn. Þú varst mikill vélakall
og gerðir upp tæki alla daga
eftir að þú hættir búskap.
Gamli Ford orðinn landskunnur
ásamt þér bæði í sjónvarpi, út-
varpi og blöðum. Vinmargur
varstu og áttu margir athvarf
hjá þér, fengu að koma eins og
þeir vildu til að dytta að og
skrúfa. Þeir missa mikið núna
en halda vonandi áfram að
koma og dunda sér. Öllum sem
komu í Finnsstaði var auðvitað
boðið inn í mat og kaffi, svo það
hefur nú sjaldan verið eldað
fyrir tvo og mikið þurft að
baka. Skipti engu í þeim efnum
hvort hann þekkti viðkomandi
eða ekki.
Þú renndir nú oft á móti mér
norður undir Sænautasel þegar
ég var að keyra ein á milli með
krakkana í gamla daga, það var
alltaf svo spennandi að horfa
eftir afa og fá svo að trítla yfir í
hans bíl og keyra með honum
restina. Þær voru ófáar ferð-
irnar ykkar mömmu norður til
mín. Þú vildir nú ekki vera
lengi að heiman í einu, horfðir
út um stofugluggann hjá mér
og sást norðurpólinn, það voru
þín orð um Hlíðarfjall.
Skemmtileg var ferðin sem
stórfjölskyldan fór vestur í
Stykkishólm eftir útskrift
Finns. Þið mamma með alla
ungana ykkar heila viku, keyrð-
um stanslaust og skoðuðum
okkur um. Fórum suður til
borgarinnar og þú fékkst að
hlusta á Bláfinn, gamla bílinn
hans afa. Næsta sumar var ég
farin að plana í huganum stóra
ferð fyrir okkur öll vestur á
firði, en við verðum bara að
fara þá ferð seinna, pabbi minn.
Við skulum passa upp á
mömmu fyrir þig.
Hafðu það gott, við sjáumst
síðar.
Þín dóttir,
Áslaug.
Þú varst tekinn alltof fljótt
frá okkur, elsku besti og ynd-
islegi afi. Það er erfitt að hugsa
til þess að ég eigi aldrei eftir að
sjá þig aftur og að þú eigir
aldrei eftir að segja mér fleiri
ævintýralegar sögur. En ég
hugsa um allar góðu stundirnar
sem við áttum saman í sveitinni
þegar ég var lítil og þá sér-
staklega þær sem við áttum
saman í skrúfuhúsinu. Einu
sinni keyptir þú handa mér
hamar og naglbít sem voru al-
veg eins og þínir nema bara
helmingi minni til þess að ég
gæti verið eins og þú. Ég elsk-
aði þessi verkfæri og reyndi
endalaust að finna mér verkefni
til að nota þau í. Alltaf eftir
matinn þegar við lögðum okkur
saman í sófanum áður en við
færum út að vinna lá ég oftast
ofan á maganum þínum með
teppi ofan á mér. Ég man líka
eftir því hvað það var alltaf
gaman að gista hjá ykkur
ömmu. Þá fékk ég að vera á
milli ykkar og finna hlýjuna frá
ykkur báðum. Núna finn ég
fyrir hlýjunni í hjartanu þegar
ég hugsa um þig því ég veit að
þú ert hjá okkur og passar okk-
ur vel.
Helga Jóna Svansdóttir.
Við systkinin eigum fjöl-
margar yndislegar minningar
um afa. Morgnarnir í sveitinni
eru til dæmis okkur afskaplega
kærir og eftirminnilegir. Afi
vaknaði oftast um fimmleytið á
morgnana, á undan öllum öðr-
um. Þegar maður kom upp í
eldhús að fá sér morgunmatinn
sat hann yfirleitt við eldhús-
borðið, þá kominn inn til að fá
sér smá kaffipásu enda löngu
farinn út að skrúfa og gera við.
Hann byrjaði alltaf á að segja:
„Nei, góðan daginn elskan“ við
okkur systurnar og oft fylgdi á
eftir „ert þú bara vöknuð?“
Finnur vaknaði alltaf snemma
eins og afi hans og var oft
löngu kominn á fætur á undan
systrum sínum. Útvarpið sagði
fréttir eða spilaði lög, fuglarnir
sungu fyrir utan gluggann og
afi sló í taktinn á eldhúsborðið.
Þessar morgunstundir okkar
saman voru alltaf jafn yndisleg-
ar og fullkomin byrjun á deg-
inum. Þegar enn voru dýr á
bænum passaði maður sig að
vakna snemma, skella sér í
stígvélin og elta afa í útihúsin
til að hugsa um kýrnar. Svo sat
hann löngum stundum inni í
skrúfuhúsi að gera við og
grúska í bílum og vélum og við
fengum að fylgjast með eða
hjálpa til. Á sumrin tóku allir
þátt í heyskapnum og það þótti
okkur alltaf heilmikið ævintýri.
Eitt aðalsportið var að fá að
sitja hjá afa í traktornum.
Stundum fengum við líka að
sitja á pallinum á pikköpnum
og pallinum á Gamla Ford á
tyllidögum. Afi keyrði hægt og
varlega en okkur þótti þetta
samt rosalega spennandi. Þeg-
ar við krakkarnir urðum uppi-
skroppa með hugmyndir að
leikjum þá var afi ekki lengi að
finna eitthvað að gera fyrir
okkur. Hann dró fram sparks-
leða og slöngur svo við gætum
rennt okkur í snjónum, sýndi
okkur ævaforna hluti sem okk-
ur fannst alltaf jafn stórmerki-
legir og svo var hann alltaf
duglegur að segja okkur alls-
kyns sögur. Hann sagði okkur
þjóðsögur og sögur af gömlu
tímunum og við lærðum margt
um lífið í sveitinni og hvernig
allt var hér áður fyrr. Eftir er-
ilsaman og ævintýraríkan dag
var gott að fá að kúra hjá afa
yfir kvöldfréttunum því hann lá
í sófanum og það var svo hlýtt
og notalegt að troða sér við
hliðina á honum. Þá faðmaði
hann mann að sér með þessum
stóru höndum sem voru alltaf
svo hrjúfar eftir viðgerðirnar
en samt einhvern veginn svo
mjúkar. Ef okkur dreymdi illa
þurftum við ekki að örvænta
því við gátum alltaf fengið að
sofa á milli afa og ömmu,
öruggasta og notalegasta
staðnum í sveitinni. Við munum
sakna rólega og blíðlynda
mannsins sem hjálpaði alltaf
öllum sem á þurftu að halda.
Þú gast alltaf fengið okkur til
að hlæja og líða betur ef okkur
leið illa. Það er gott að eiga
minningarnar til að ylja sér við.
Hallbjörn
Jóhannsson
✝ Guðrún Þor-leifsdóttir,
Stella, fæddist á
Gilsárvöllum I í
Borgarfirði eystri
22. október 1929.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 8.
október 2014.
Stella var dóttir
Þorleifs Jónssonar
og Guðbjargar Ás-
grímsdóttur. Þau
eignuðust, auk Stellu, tvö börn
sem létust ung. Hálfsystkin
Stellu, sammæðra, eru Björn og
Laufey Soffía. Bæði eru látin.
Eiginmaður Stellu var Einar
Árnason frá Hólalandi í Borg-
arfirði eystri. Hann lést 21. maí
2004. Stella og Einar eignuðust
sex börn: 1) dreng, f. 1952, lést
samdægurs; 2) Þorleif, f. 1953,
d.1954; 3) Árna, f. 1955, kv.
Svölu Guðjónsdóttur. Börn
þeirra eru Eygló og Einar.
Eygló er gift Konráð G. Guð-
laugssyni. Börn þeirra eru
Ronja og Rökkvi. Stjúpdóttir
Árna er Ísold Grétarsdóttir, gift
Skildi Sigurjónssyni. Þau eiga
synina Bjart og Skírni; 4) Guð-
leifu Sigurjónu, f. 1956, gifta
Ómari V. Gunnarssyni. Sonur
þeirra er Einar Ingi, í sambúð
með Öldu M. Ingadóttur. Sonur
þeirra er Sölvi Rafn; 5) Þórdísi
Sigríði, f. 1958, gifta Jóni E.
aði fiskvinnu. Stella var félags-
málakona og áhugasöm um
þjóðmál og menntun. Hún gekk
ung í ungmennafélag og kven-
félag í Borgarfirði, var ein af
stofnendum kvenfélags í Breið-
dal og sat í stjórn þess í nokkur
ár. Sat einnig í stjórn Sambands
austfirskra kvenna um hríð.
Stella var félagi í búnaðarfélagi
í Borgarfirði og Breiðdal eftir
að hún flutti þangað. Sat í land-
búnaðarnefnd fyrir Breiðdals-
hrepp og nokkur ár í atvinnu-
málanefnd Búnaðarsambands
Austurlands og stjórn Kaup-
félags Stöðfirðinga. Stella var
einn af hvatamönnum stofnunar
Hestamannafélagsins Geisla í
Breiðdal og sat í stjórn þess í tíu
ár.
Stella hafði mikinn áhuga á
atvinnumálum í dreifbýli, ekki
síst atvinnumálum kvenna. Átti
drjúgan þátt í að saumastofa var
sett á laggirnar á Breiðdalsvík
og var ein af stofnendum Slát-
urfélags Suðurfjarða. Hún var
einnig áhugasöm um stjórnmál
og sat um árabil í stjórn Alþýðu-
bandalagsfélagsins í Breiðdal.
Barnmargt var oft í Felli því
að hjá Einari og Stellu dvöldu
einatt börn yfir sumarið, en
einnig tóku þau að sér fóst-
urbörn til lengri eða skemmri
tíma.
Stella bjó áfram á Breið-
dalsvík eftir lát Einars en flutti
síðan á dvalarheimili Hrafnistu í
Víðinesi. Frá árinu 2009 bjó hún
á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Stellu fer fram frá Hey-
dalakirkju í dag, 18. október
2014, kl. 14.
Þórðarsyni. Börn
þeirra eru Katrín
Heiða og Birkir
Þór. Maki Katrínar
Heiðu er Bergþór
Ólafsson. Synir
þeirra eru Fannar
og Elmar. Dóttir
Bergþórs er Andr-
ea; 6) Þorleif Inga,
f. 1961, kv. Huldu
L. Stefánsdóttur.
Börn þeirra eru
Arna Rut og Heiðar Orri. Sam-
býlismaður Örnu Rutar er
Bjarki Magnúsarson. Þau eiga
soninn Ara. Heiðar Orri á son-
inn Stefán Bent. Einnig á Einar
soninn Stefán Scheving, f. 1960,
kv. Kristínu Árnadóttur.
Stella og Einar hófu búskap á
Gilsárvöllum í félagi við for-
eldra hennar. Þar bjuggu þau í
tvö ár, síðan í Bakkagerði þar til
þau fluttu að Felli í Breiðdal
vorið 1960. Þar bjuggu þau til
2001 að þau brugðu búi og fluttu
á Breiðdalsvík. Í Felli bjuggu
þau með sauðfé en urðu að
skera niður vegna riðu. Eftir
það hófu þau nautgripabúskap
og síðar refabúskap. Síðustu ár-
in ráku þau bændagistingu. Auk
heimilis- og bústarfa rak Stella
um tíma verbúðina á Borg í
Bakkagerði, var ráðskona við
Staðarborgarskóla og slát-
urhúsið á Breiðdalsvík og stund-
Elsku amma Stella.
Við eldrautt kvöldsólarlag
sátum við fjölskyldan við rúm-
stokkinn þinn þegar þú kvaddir
þennan heim. Sú stund var
óendanlega erfið en á sama
tíma er ég svo þakklát fyrir að
við gátum verið hjá þér á þess-
ari stundu. Í gegnum hugann
fljúga ótalmargar minningar
sem ég mun geyma í hjartanu
um ókomna tíð. Það er ómet-
anlegt að eiga góða ömmu og
þú stóðst svo sannarlega fyrir
þínu þar. Allar stundirnar í
Felli hjá ykkur afa gáfu mér
svo margt og mótuðu mig í átt
að þeirri manneskju sem ég er í
dag.
Í seinni tíð rifjuðum við oft
upp stundirnar í Felli þar sem
ég eyddi ófáum tímum í að
sparka bolta um alla veggi og
notaði hurðirnar sem mark svo
í glumdi. Þið voruð nú ekki að
stressa ykkur á látunum eða
kippa ykkur upp við það þótt
ein og ein ljósapera léti undan
spörkunum. Ykkur fannst ef-
laust bara notalegt að vita af
litlu krakkaskotti á ferð um
húsið. Við spiluðum oft á spil
og einhverra hluta vegna vann
ég oftast en það var auðvitað
bara vegna þess að ég var svo
tapsár að þú leyfðir mér að
vinna.
Það voru mikil viðbrigði fyrir
dugnaðarkonu eins og þig að
verða veikburða eftir tvær stór-
ar hjartaaðgerðir sem þú fórst í
með nokkurra mánaða millibili
fyrir rúmum sex árum. Eftir
það fór heilsunni hrakandi og
allra hraðast undanfarið ár.
Þegar þú lást á spítalanum eft-
ir aðgerð númer tvö sagði ég
gjarnan við þig að þú yrðir að
vera þolinmóð, heilsan myndi
lagast. Þá glottir þú út í annað
þar sem þú vissir vel að hvorki
þú né ég værum þekktar fyrir
að vera neitt sérstaklega þolin-
móðar.
Undanfarna mánuði og vikur
fundum við að mikið hafði
dregið af þér en ef mér tókst
að fá þig til að brosa að léleg-
um brandara eða látunum í
drengjunum mínum, sem
hleyptu sannarlega smá fjöri í
Hrafnistulífið, þá vissi ég að þú
varst til staðar.
Elsku amma, söknuðurinn er
sár en ég trúi því að þú sért
komin á góðan stað. Fannar og
Elmar eru sammála um að þú
sért nú fallegur engill á himn-
um og fáir loks að hitta afa
Einar. Sá verður hoppandi
glaður.
Hvíldu í friði, elsku amma
Stella og takk fyrir allt sem þú
varst mér.
Minning þín lifir í hjörtum
okkar allra.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf
þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig
og þér helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á
að þakka vor þjóð.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð
ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust
má.
Hún er íslenska konan, sem gefur
þér allt sem hún á.
Og loks þegar móðirin lögð er í
mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig
og gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Þín,
Katrín Heiða.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Stella, nú ertu komin
til Einars sem hefur tekið á
móti þér með stóra faðminn og
fallega brosið.
Vil ég þakka þér fyrir allt.
Þið Einar voruð mér sem
amma og afi. Stundirnar sem
ég átti hjá ykkur í Felli og
Eskifelli eru ógleymanlegar og
allar góðu minningarnar verða
alltaf til staðar.
Elsku Dísa, Gulla, Tolli, Árni
og fjölskyldur, innilegar sam-
úðarkveðjur á þessum erfiða
tíma.
Elva Bára.
Guðrún
Þorleifsdóttir
Útfararþjónusta
Hafnarfjarðar
Sími: 565-9775
www.uth.is. uth@simnet.is.
Við sjáum um alla þætti útfararinnar.
Seljum kistur,krossa og duftker hvert
á land sem er.
Persónuleg þjónusta.
Stapahrauni 5 Hafnarfirði.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
STOFNUÐ 1996
STOFNUÐ 1996