Morgunblaðið - 18.10.2014, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 18.10.2014, Qupperneq 39
Takk fyrir allt, afi, við elskum þig. Berglind Halla, Ólöf Ásdís og Finnur Logi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Já við heilsumst og kveðj- umst, það er lífsins saga. „Nei ert þú komin gæska,“ hlýja í augum, framrétt stór þykk hönd ber með sér eim af sápu og smurolíu, handtakið þétt og traust, koss á kinn. Svona heilsaði mágur minn, Halli á Finnsstöðum, mér einatt í ár- anna rás, en nú hljómar þessi kveðja ei meir. Sláttumaðurinn mikli sló hann til jarðar af afli sem enginn mannlegur máttur fékk við ráðið, svo hratt, svo skjótt. Ekki var höggið þó al- veg óvænt, það hafði ekki farið framhjá neinum að heljar- menninu mági mínum var aft- urfarið, krafturinn óneitanlega á undanhaldi. En ekki var kvartað. „Það er ekkert að mér,“ var viðkvæðið væri spurt um heilsufar enda maðurinn ekki kvartsár, leitaði ekki til læknis ótilneyddur. Fjallmynd- arlegur, stór, rómsterkur, gæddur heljarafli, þannig kom hann mér fyrir sjónir þegar ég kom inn í fjölskyldu hans fyrir rúmum 40 árum. Hann var þá ásamt konu sinni Dísu og börn- unum Áslaugu og Svani að stíga sín fyrstu spor sem arf- taki á búi foreldra sinna á Finnsstöðum, en þar bjó hann æ síðan og þar fékk hann að kveðja, þurfti ekki úr hlaðvarp- anum til þess. Halli stundaði hefðbundinn búskap til að byrja með, en er hann brá búi hallaði hann sér alfarið að vinnunni sem stóð huga hans og hjarta næst, því sem hann hafði sinnt áður en hann tók við búinu, að gera við og gera upp gamlar vélar, bíla, traktora og allt þar á milli, svo og að gera við vélar og tæki fyrir bændur og búalið, vini og kunningja. Þetta var hans líf og þarna var hann á heimavelli. Eftir að heilsu hans fór að hraka var það líf hans og yndi að lalla sér út í skrúfuhús, eins og verk- stæðið hans var jafnan kallað, og dunda sér þar. Það var magnað að sjá hann vinna og hvað stóru fingurnir gátu unnið mikla fínvinnu, er þurfti að skrúfa eða festa eitthvað. Upp- gerðir glansandi bílar og trakt- orar bera handbragði hans fag- urt vitni, nú er hann er allur. Halli var mikill og skemmti- legur karakter, kunni að segja frá, var fróður og átti í skjóðu sinni margar sögur, sem hann miðlaði til samferðamanna. Hann var kjarnyrtur, talaði ís- lensku sem á köflum var ekki beint upp úr guðsorðabókinni, fylginn sér, yfir hann óð eng- inn, hvoki í orði né verki, greið- vikinn og vinsæll heim að sækja. Þeir eru margir sem í gegnum árin hafa þegið kaffi- bolla og rausnarlegt meðlæti í eldhúskróknum hjá Dísu og Halla, húsið jafnan fullt af gestum og glatt á hjalla. Ein af náðargáfunum sem Halla voru gefnar var sú að geta hermt eftir fólki, hann var næmur á takta þess og talanda. Það var með ólíkindum hvað hann gat náð svipbrigðum og rödd þeirra sem hann tók upp tóninn eftir, en aldrei var að greina neina illkvittni eða rætni þar á bak við, þetta var honum svo eðl- islægt, var svo einlægt. Ég kveð með sorg í hjarta mág minn og þakka honum fyrir samfylgdina, allar sögurnar, alla gleðina. Elsku Dísa, Ás- laug, Svanur og afabörnin öll, ykkar missir er mikill. Blessuð verði ævinlega minning Hall- björns á Finnsstöðum. Sigríður Sigurðardóttir. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 ✝ Jóhanna Jó-hannesdóttir fæddist á Brekkum í Mýrdal 14. ágúst 1919. Hún lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni 6. októ- ber 2014. Foreldrar voru Jóhannes Stígsson, f. 20. mars 1884, d. 18. apríl 1934, og Jónína Helga Hró- bjartsdóttir, f. 18. október 1894, d. 26. júlí 1980. Systkini: Jó- hannes Óskar, f. 24. ágúst 1920, d. 11. september 2012. Elín Ágústa, f. 23. desember 1921. Guðjón, f. 30 nóvember 1922, d. 27. mars 2009. Steingrímur, f. 5. desember 1923, d. 29. nóv- ember 1990. Ásdís, f. 19. des- ember 1924, d. 10. ágúst 2007. Halldór, f. 17. desember 1925. Guðlaugur, f. 17. apríl 1927, d. 21. mars 2012. Ólafur Ágúst, f. 5. júlí 1928. Sigurbjartur, f. 9. nóvember 1929. Sigurbjörg, f. 20 febrúar 1932. Jóhannes, f. 28. júlí 1933. Jóhanna ólst upp á Brekkum, faðir hennar dó þegar hún var á fimmtánda ári. Þar sem var lengi í Kvenfélagi Dyrhóla- hrepps. Hún var mikil prjónakona og prjónaði fram á síðasta dag. Hún hafði yndi af að dansa og syngja. Jóhanna og Vigfús eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Auð- bert, f. 2. september 1940, maki Anna Sigríður Pálsdóttir. Börn þeirra: Sólrún og Vigfús Páll, barnabörn Auðberts eru fimm og langafabörn þrjú. 2) Þor- björg, f. 10. september 1941, d. 22. september 1995, maki Ólaf- ur Eyjólfsson. Börn þeirra: Eyj- ólfur, Jóhanna, Vigfús og Helgi, barnabörn Þorbjargar eru ellefu, langömmubarn eitt. 3) Hróbjartur, f. 5. september 1943, maki Sigríður Kristín Einarsdóttir. Börn þeirra: Ein- ar Bjarki, Jóhann Vignir, Atli Rafn og Vigfús Þór, barnabörn Hróbjarts eru ellefu. 4) Stein- þór, f. 7. nóvember 1960, maki Margrét Ebba Harðardóttir. Börn þeirra: Sigurbjörg Helga, Magdalena Sif, Ólöf Lilja, Vig- dís Eva, Marinó Freyr og Hlöð- ver Þór. Barnabörn Steinþórs eru þrjú. Jóhanna eða Hanna eins og hún vildi láta kalla sig bjó alla tíð á Brekkum nema síðustu tvo mánuði á dvalarheimilinu Hjal- latúni í Vík. Útför Hönnu fer fram frá Skeiðflatarkirkju í dag, 18. október 2014, kl. 14. barnafjöldinn var mikill og Jóhanna elst kom það í hennar hlut að passa systkini sín. Það var hennar upplifun að hún hefði frá unga aldri verið með barn á hand- leggnum. Þegar hún hafði aldur til fór hún í vist, til Víkur, Reykjavíkur og Vest- mannaeyja. Jóhanna giftist 26. desember 1939 Vigfúsi Ólafssyni, f. 17. maí 1908, d. 6 apríl 1985. Hún var húsfreyja á Brekk- um, vann heimilisstörfin og öll almenn sveitastörf, var um tíma við störf í sláturhúsi í Vík, m.a. við sláturgerð, einnig vann hún við heimaþjónustu aldraðra í nokkur ár, hún tók til sín börn frá félagsþjónustu og mörg börn í sveit. Þar sem Þorbjörg dóttir hennar átti í langvarandi veikindum fór hún oft til henn- ar til að aðstoða með börnin. Jóhanna var í Kirkjukór Skeiðflatarkirku um tíma og starfaði í ungmennafélaginu og Með fáeinum orðum langar okkur að minnast foreldra okkar sem nú eru báðir látnir. Móðir okkar Jóhanna Jóhann- esdóttir lést á Hjallatúni í Vík 6. október sl. Fram á þetta ár bjó hún í sínu húsi en hún varð 95 ára 14. ágúst. Fram undir það vann hún í garðinum og gaf hænunum sínum. Hún var með reykkofa þar sem hún reykti kjöt fram yfir nírætt. Jóhanna fæddist á Brekkum í Mýrdal 1919 og ólst þar upp. Hún var elst tólf systkina. Hún fór snemma að hjálpa til, enda urðu systkinin tólf. Þegar mamma var á fimmtánda ári lést faðir hennar. Og þá harðnaði lífs- baráttan að sjálfsögðu hjá þess- ari stóru fjölskyldu. Mamma gekk í barnaskólann við Deildará. Skólagangan varð ekki löng enda engin efni til þess. Mamma fór í vist til Reykjavíkur og Vestmannaeyja um tíma. Hinn 26. desember 1939 giftist hún Vigfúsi Ólafssyni frá Lækj- arbakka og hófu þau búskap á Brekkum. Vigfús fæddist 17. maí árið 1908. Hann ólst upp við hefð- bundin sveitastörf þess tíma en einnig við sjósókn úr Reynisfjör- unni á opnum árabátum. Síðar var hann á togurum og var m.a. í siglingum á stríðsárunum. Foreldrar okkar lögðu mikið á sig við að byggja upp á Brekkum. Upp úr stríðsárunum fer að kom- ast skriður á ýmsar framkvæmd- ir til sveita og vélvæðingin eykst. Þannig var það á Brekkum, jörð- in var framræst og tún ræktuð og allur uppblástur á jörðinni var stöðvaður. Húsakosturinn var smátt og smátt bættur eftir því sem efnin leyfðu. Fyrstu dráttarvélina sína, ellefu hestafla Deutz, fengu þau um 1950. Í raun breyttu þau koti í myndarbýli með mikilli vinnu og útsjónarsemi. Þetta gerðu þau þrátt fyrir fátækt og þrátt fyrir erfið veikindi pabba sem hann átti í um árabil. En lífið var ekki bara vinna. Bæði höfðu foreldrar okkar gaman af söng og dansi. Það var jafnvel farið stöku sinnum á dansleiki í næstu sveit á hestum. Á seinni árum voru þau ávallt þátttakendur í ferðum búnaðarfélagsins og mamma beið eftir kvenfélagsferðinni á vorin til að kaupa blóm í garðinn sinn. Hún var líka mikil prjóna- kona og prjónaði nánast fram á síðasta dag. Á Brekkum hjá Hönnu og Fúsa eins og þau voru kölluð var alltaf mjög gestkvæmt og yfirleitt nóg til með kaffinu, en ef ekki var skellt í pönnukökur. Pabbi hafði talsverðan áhuga á félagsmálum. Hann stóð gjarnan upp á fundum og gat vel talað sínu máli. Hann hafði líka einstaklega gaman af að renna fyrir fisk og fór ósjaldan að Oddnýjartjörn þar sem hann gat algjörlega gleymt hvað tímanum leið. Hanna og Vigfús eignuðust fjögur börn. Elstur er Auðbert, f. 1940, þá Þorbjörg, f. 1941, d. 1995. Hróbjartur, f. 1943, og Steinþór, f. 1960. Foreldrar okkar voru af kyn- slóð sem kynntist örbirgð í æsku en byggði upp íslenskar sveitir af dugnaði. Þau voru um margt ólík. Pabbi var yfirleitt pollrólegur og skipti nánast ekki skapi en mamma ör og vildi láta hlutina ganga. Samt náðu þau vel saman og stóðu saman í öllu. 1984 greindist pabbi með krabbamein og dó 6. apríl 1985. Eftir það bjó mamma ein fram í ágústbyrjun á þessu ári að hún flutti á Hjallatún þar sem hún lést 6. þessa mánaðar. Auðbert Vigfússon, Hróbjartur Vigfússon, Steinþór Vigfússon. Kenndu mér að kyssa rétt, og hvernig á að faðma nett, hvernig á að brosa blítt og blikka undurþýtt. sönglaði amma á 95 ára afmæl- isdegi sínum sem var þann 13. ágúst sl. Amma elskaði að dansa og það var henni erfitt að komast ekki á síðasta þorrablótið í sveit- inni hennar sl. vetur. Minningar mínar um afa og ömmu, Fúsa og Hönnu, einkenn- ast af góðum stundum í sveitinni. Ófáir voru sunnudagsrúntarnir í æsku minni með mömmu og pabba í sveitina til ömmu og afa, spariklædd og fín. Þarna var sunnudagurinn hvíldardagur, með kirkjuferð eða bíltúr. Kakó og kökur og dagurinn einkennd- ist af afslöppun að því marki sem sunnudagur hafði upp á að bjóða á sveitaheimili. Stundirnar sem ég minnist úr æsku voru oftast í stórum krakkahóp, í útileikjum, rölt á eftir beljunum eða ef mað- ur þorði að klappa þeim í fjósinu, heyskapur á engjunum, fá að sitja á heyvagni heim eða í æv- intýraleikjum í gilinu. Ég man eftir kindabúi, þar sem beinvölur voru lömbin, kjálkarnir hestar og leggirnir kindur. Það var líf í sveitinni, ég tolldi kannski ekki lengi en ég sótti þangað í styttri heimsóknir. Amma og afi höfðu bæði alist upp við harða lífsbaráttu, erfiðar aðstæður og mikla vinnu. Afi var duglegur, rólegur og barngóður maður sem fór alltof fljótt. Tveimur vikum eftir að ég varð 19 ára kvaddi afi okkur eftir erfið veikindi, þá 76 ára að aldri. Amma hélt sínu striki eftir að hann dó en hún saknaði hans allt- af mjög mikið. Eftir að amma dró sig í hlé frá bústörfunum, þá sinnti hún hænunum sínum og garðstörfum af natni og alúð til að geta farið út úr húsi. Mynd- arleg húsmóðir, aðföng heimilis- ins voru unnin heima í eldhúsinu, ekki úr bakaríi eða kjötborði kaupmannsins. Hannyrðakona mikil og ófáar flíkurnar sem hún prjónaði um ævina, jafnt á smáa sem stærri. Í jólapökkum æsku minnar leyndust alltaf vettlingar, sokkar eða peysur og ég veit að það kannast margir við. Amma bjó heima á Brekkum allt þar til heilsa hennar gaf sig eða lengur en hún í rauninni gat, síðustu vik- urnar dvaldi hún á Hjallatúni. Hún stoppaði reyndar stutt þar, enda beið hennar ferðalag. Nú óma tónar um fagra fjallasali og ég ímynda mér þau stíga létt dansspor við óm lagsins Minn- ingar úr Mýrdal. Ég vil líta til liðinna daga ljúfa mynd upp í huga mér draga þegar sumar og sól sveipar byggðir og ból þessum minningum held ég til haga. Í dal milli dimmgrænna fjalla dreifast húsin um hlíðar og stalla. Þetta’ er þorpið í Vík, þar er fegurðin rík og minn höfuðstað helst vil ég kalla. Og hin mýrdælsku fjöll, mæri ég öll efalaust búa’ í þeim álfar og tröll. Ég sé blika á bárur á sænum bóndans töðu á túnbletti grænum og á bak við svo bjart, breiðist jökuls- ins skart þaðan áin sig liðar í lænum. Og hin mýrdælsku fjöll, mæri ég öll efalaust búa’ í þeim álfar og tröll. Alltaf vekur mér sælu í sinni þessi sveit býr í hjarta mér inni og þegar sól gyllir sæ, yfir sveitir og bæ þannig ætíð hún er mér í minni. (Hróbjartur Vigfússon) Elsku amma og afi, takk fyrir samfylgd ykkar og elsku alla tíð. Ykkar Sólrún. Nú er fallin frá Jóhanna Jó- hannesdóttir amma mín, Hanna frá Brekkum. Amma lést á dval- arheimilinu Hjallatúni 6. október síðastliðinn 95 ára gömul. Hún fluttist að Hjallatúni fyrir um tveimur mánuðum, fram að því hafði hún verið í húsinu sínu á Brekkum, hugsað um sig sjálf, hirt garðinn, hengt upp þvottinn, hengt upp í reykkofann, gefið hænunum og látið mann heyra það fyrir að koma of sjaldan í heimsókn. Ég var svo heppinn að fá að vera mikið í kringum ömmu á meðan ég var að alast upp. Að fá kynnast manneskju sem hefur lifað svo ólíka tíma og maður hef- ur sjálfur gert eru mikil forrétt- indi, að því mun ég búa alla tíð. Óhætt er að segja að amma hafi haft skap í sér, fljót að reiðast en fljót að koma niður aftur, glettin og skemmtileg. Hún leyfði mér í æsku að gera alls konar axar- sköft í því nafni að ég væri að gera henni greiða, yfirleitt í formi smíða eða eitthvað slíkt. Alltaf lét hún í upphafi sem hún væri afar vantrúuð á að ég gæti nú gert þetta en var samt sem áð- ur yfirleitt ánægð með árangur- inn þó svo að niðurstaðan væri kannski ekkert sérstaklega fög- ur. Þannig hefur það nú gengið þegar ég hef tekið að mér ný verkefni, líklega er maður alla tíð að reyna að gera ömmu stolta. Alltaf var hægt að treysta á að vel væri tekið á móti manni hjá ömmu og síðustu ár eftir að ég fór að koma með Guðnýju með mér í heimsókn og við eignuð- umst börnin okkar Arndísi og Hróbjart var alltaf jafngaman að koma til hennar, iðulega kvödd með magann fullan og ný- prjónaða vettlinga. Takk fyrir allar góðu stundirnar, hvíldu í friði. Vigfús Þór Hróbjartsson. Elsku besta Hanna, amma mín. Á þessari stundu koma margar góðar minningar upp í hugann. Á sumrin kom ég oft sem barn í sveit til ykkar Vigfús- ar afa. Það var oft líflegt á hlaðinu á Brekkum og í húsinu ykkar þegar við barnabörnin vorum mörg samankomin þar. Alltaf var vel um alla hugsað og gott að vera hjá ykkur, fá að fara með Vigfúsi afa upp að Oddnýj- artjörn að veiða, fá svo mjólk og kökusneið hjá þér þegar komið var til baka. Oft var mikið spilað í húsinu þínu þegar veðrið var vont, en allir úti að leika eða hjálpa til þegar heyskapur var í gangi. Í gegnum tíðina höfum við fengið ófá sokka- og vettlinga- pörin frá þér, amma mín. Á hverju ári sást þú um að reykja hangikjötið fyrir okkur sem og fyrir margan sveitungann þinn, en þú naust góðrar hjálpar frá Hróa síðustu árin sem þú reyktir í kofanum þínum, eða allt þar til fyrir tveimur árum, er þú hættir að fara í reykkofann, þá 93 ára. Já, þú varst stórkostleg kona amma mín, mikið þótti mér gam- an og gott að geta kíkt til þín, í bæinn þinn, fengið hjá þér kaffi- bolla og borðað þínar silkimjúku og undraþunnu pönnukökur sem þú bakaðir svo oft. Það var gam- an að ræða við þig um ýmis mál, maður gat verið viss um að þú lást ekki á skoðunum þínum og talaðir hreint út um hlutina. Þú sagðir mér margar sögur um æsku þína og ævi, sem oft á tíð- um var ekki auðveld og hefur hún vafalaust mótað þig og gert þig að þeirri manneskju sem þú varst, full af krafti, sjálfstæð og ákveðin. Þannig varst þú alveg fram á þinn síðasta dag. Þú hafðir mikið gaman af því að dansa. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að dansa við þig á öllum þorrablótum á Ketilsstöðum og svo á Hótel Dyrhólaey á hverju ári, allt þangað til að þú komst ekki í vetur, þá 94 ára. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning fyrir þig að vera á þorrablóti á hót- elinu sem yngsti sonur þinn hef- ur byggt svo myndarlega upp, notið tónlistar frá þeim Tóna- bræðrum, sonum þínum, Auð- berti, Hróbjarti og þeirra fé- lögum. Elsku Hanna, amma mín, megir þú hvíla í friði og stíga ei- lífan dans með Vigfúsi afa, takk fyrir allt og takk fyrir dansinn. Þinn Vigfús Páll. Hanna, elsku Hanna. Elsta systir pabba, sem náði að verða 95 ára gömul, elst af 12 systk- inum og gaf okkur öllum svo mik- ið. Elsta systirin, sem var 14 ára þegar afi dó frá barnaskaranum, já þá þýddi nú ekkert að vera nú- tímaunglingur, lífsbaráttan og ábyrgðin tóku til starfa. Hanna var heppin, hún fékk jákvæðnina í vöggugjöf, ætli sú gjöf hafi ekki orsakað það að Hanna varð 95 ára gömul og bjó heima á Brekk- um þar til í sumar. Rölti niður brattan steinstigann á hverjum degi til að baka og stússa í eld- húsinu, enda fann maður alltaf Hönnu þar, já eða úti í reykkofa eða að gefa hænunum. Aldrei uppi í sófa inni í stofu, það var ekki í hennar anda. Systkinin frá Brekkum verða seint sökuð um leti, það var ekki til í orðabókinni. Ég held ég geti fullyrt að Hanna standi okkur barnabörnum ömmu Helgu nálægt hjartastað, enda ekki skrýtið, hjá Hönnu fann maður alltaf skjól. Hugur- inn hvarflar aftur. 12 ára hnáta er í vist hjá Óskari föðurbróður, á bænum sem deildi sama hlaði og Brekkur. Söknuðurinn eftir pabba og mömmu kom æði oft og þá var gott að hjúfra sig að Hönnu frænku og skæla svolítið. Síðan var stappað í mann stálinu. Gleðin var ríkjandi hjá Hönnu á Brekkum, enda sótt í að fara „austrí“ um leið og verkin voru kláruð, þar var alltaf krakka- skari, mikil gleði og gaman þar sem kvöldin enduðu með mjólk og köku. Ég mun minnast Hönnu minnar með bros á vör, ylja mér við góðar minningar og fagna því að hún hafi fengið að verða 95 ára gömul, verið heilsuhraust og skil- ið eftir sig ættarlauka sem sómi er að. Frændum og frænkum sendi ég bestu kveðjur og það er fallegt að Hanna sé jarðsett á þeim degi sem liðin eru 120 ár frá fæðingu Helgu ömmu. Katrín Olga. Jóhanna Jóhannesdóttir erfidrykkjur Grand Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is www.grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar í boði Næg bílastæði og gott aðgengi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.