Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Innihurðir
í öllum stærðum
og gerðum!
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Lei
tið
tilb
oða
hjá
fag
mö
nnu
m o
kka
r
• Hvítar innihurðir
• Spónlagðar innihurðir
• Eldvarnarhurðir
• Hljóðvistarhurðir
• Hótelhurðir
• Rennihurðir
• Með og án gerefta
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú býrð yfir miklum fróðleik sem þú
getur miðlað til annarra ef þú ert tilbúin að
gefa af sjálfri þér. Núna er gott að ræða
þetta við aðra því þeir munu styðja þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Sýndu samstarfsfólki þínu meiri sann-
girni og umburðarlyndi. Að öðrum kosti
dregst þú bara aftur úr og missir svo af
lestinni á endanum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert gefinn fyrir það að taka
áhættu og nú er eitthvað upp á teningnum
sem hefur heltekið þig svo ekkert fær þig
stöðvað. Gefðu barninu í þér lausan taum-
inn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Leystu hvert mál skref fyrir skref, en
alls ekki hespa þau af í einu vetfangi.
Reyndu svo að áætla betur framhaldið.
Ræktaðu vináttuna í stað þess að reyna á
hana.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú gætir fengið ýmsar hugmyndir af
því að gefa þér tíma til að spjalla við vinina.
Einhver verður leiður.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Traust þitt á tiltekinni manneskju
endurnýjast og þú uppgötvar margt í fari
hennar sem hægt er að líta upp til, meta og
elska. Komdu þér bara í burtu ef það reynist
nauðsynlegt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú vekur líklega á þér athygli í dag með
einhverjum hætti. Gefðu þér góðan tíma til
þess að meta aðstæður.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þorsti þinn sýnir að einhverjum
þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað.
Afslöppuð hegðun þín breytir óvinum í vini.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Um leið og þú gleðst yfir vel
unnu verki ertu í þeirri öfundsverðu aðstöðu
að klappað er fyrir þér. Einhver gefur þér
tækifæri til þess að láta ljós þitt skína.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að gefa þig allan í það
sem þú ert að gera því það dugar ekkert
hálfkák. Að mörgu er að hyggja varðandi
helgina svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert hvorki betri né verri en þú
vilt vera og átt því að horfast í augu við
sjálfan þig. Farðu rétt í málin því vinslit eru
ástæðulaus út af þessu atriði.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Eitthvað á eftir að koma þér svo á
óvart að þú munt hugsa að það sé of gott til
að geta verið satt. Reyndu að finna einhvern
skilningsríkan til að deila hugsunum þínum
með.
Guðmundur Arnfinnsson átti síð-ustu vísnagátu:
Kringum löndin liggur hann,
litla svefnró gefur,
jór sem bera knapa kann,
kolblátt auga hefur
Og ráðning hans:
Mar í kringum löndin liggur,
líka mar er aðsókn drauga,
mar er hestur, stundum styggur,
stokkbólgnu er mar á auga.
Helgi R. Einarsson í Mosfellsbæ
svarar:
Ógnarstór er Atlantsmar,
æsir martröð drauga,
mars í hnakki má fá far,
mar er glóðarauga.
Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn:
Sumir nefna sjóinn mar.
Svefni mar-tröð raskar.
Mar hér áður meri var.
Mar svo augnsvip laskar.
Guðmundur Arnfinnsson sendi
nýja gátu:
Hentar sá í húsi vel,
hófa tyllt er undir,
vel þá miða verki tel,
valhopp fáks um grundir.
Og síðan fylgir limra gátunni:
Gáturnar sveittur sem ég
og saman af krafti lem ég
en löngum því miður
sem ljóðasmiður
varla þó vel út kem ég.
Rétt er að rifja upp, að svör við
gátum verða að berast eigi síðar en
á miðvikudagskvöld.
Hér kemur með árnaðaróskum
afmæliskveðja til Þóru Ólafsdóttur,
starfsmanns Samtaka iðnaðarins,
frá Sigrúnu Haraldsdóttur af því til-
efni að Þóra komst á „virðulegan
aldur“ 14. október:
Markvisst gæfan mild þér gegni,
megi fátt þig hrella,
forðist þig af fremsta megni
fúllynd ellikella.
Ármann Þorgrímsson segist „al-
veg ruglaður“ yfir umræðum um
matarskatt:
Hvað er upp og niður veit ég vart
varla greini sundur lint og hart,
hvort er lífið hvítt eða er það svart?
Kannski er myrkur þegar sýnist bjart.
Bjarni Stefán Konráðsson yrkir
(og ég skil ekki meira en svo!):
Ísland getur unnið sigra stóra
en aðeins sko,
ef að liðið spilar 4-4
„fokkin“ 2.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af gátum, afmælisdikti
og matarskatti
Í klípu
ÞEGAR VITNALEIÐSLA SAKSÓKNARANS
FER ÚRSKEIÐIS.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„STATTU UPP, BLÁBJÁNINN ÞINN. ÞEGAR ÉG
SPYR HVERJU ÞÚ BERÐ VIÐ, VIL ÉG VITA
HVORT ÞÚ SERT SEKUR EÐA SAKLAUS. “
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að spara við sig
rakspírann.
VARIST
HUNDINN
ÞÚ SÁST SKILTIÐ,
ER ÞÆGGI?
SVONA
VARAST
ÉG HLUTI
HVAÐ ER AÐ GERAST,
MAMMA?!
FAÐIR ÞINN HEFUR LOKSINS ÁKVEÐIÐ AÐ
BJÓÐA MÉR ÚT AÐ BORÐA...
ÆXLIÐ FANNST Í TÆKA TÍÐ
VEGNA STUNGUSÁRSINS. ÉG ER
Á LÍFI VEGNA ÞESSA MANNS.
EKKERT AÐ
ÞAKKA.
Fimleikar. Mikið ósköp sem við eig-um fimt fimleikafólk. Það var
hreint út sagt æsispennandi að fylgj-
ast með Evrópumótinu í hópfim-
leikum í sjónvarpinu á fimmtudags-
kvöldið. RÚV á hrós skilið fyrir að
sýna beint frá þessum einstaka við-
burði.
Það var svo spennandi að Víkverji
var farinn að reyna ýmsar æfingar á
stofugólfinu. Reyna, tek það fram.
Það er enginn smástyrkleiki sem
þessar stúlkur búa yfir – sji. Sterk-
ustu karlmenn kikna við hlið þeirra.
Þetta var allt hið vandræðalegasta
en Víkverji og fjölskylda hættu þó
áður en einhver slasaði sjálfan sig
eða aðra.
x x x
Víkverji þurfti að múta afkvæminusem er á leikskólaaldri með að
það fengi að horfa á fimleikana strax
eftir leikskóla á morgun. Það sem
meira er þá var búið að lofa poppi og
stuði. Það er eins gott að Víkverji
geti staðið við gefið loforð og fundið
þetta á sarpinum eða á netinu góða.
Annars verður hann bara að
skunda með barnið og horfa á úrslit-
in beint í dag. Ekki væri það nú
verra. Víkverji sá hvernig einskær
áhugi fyrir þessari íþrótt kviknaði
hjá barninu sem spurði í sífellu hve-
nær það gæti gert svona.
x x x
Ég hlakka til að verða fimm ára, þáget ég gert svona þegar ég er
orðin sex ára,“ sagði bláeygt barnið.
Víkverja vafðist tunga um tönn og
stamaði upp úr sér að það þyrfti nú
að æfa sig gott betur en í eitt ár.
Æfingin skapar meistarann eins
og þar stendur. Þrautseigjan og
dugnaðurinn verða ekki frá þeim
tekin.
x x x
Annars verður Víkverji að hrósaRÚV fyrir að sýna klassíska bíó-
mynd um daginn, Kitty Kitty Bang
Bang. Fortíðarþrá á háu stigi lék um
Víkverja. Að sjálfsögðu neyddi hann
barnið til að horfa á herlegheitin og
það naut sín í botn. Eða það sýndist
Víkverja að minnsta kosti. Þrátt fyr-
ir góðan boðskap, hressileg lög og
flott tækniatriði verður þó að segjast
að hún var og er ennþá klukkutíma
of löng. víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er hlutdeild mín, segir sál
mín, þess vegna vona ég á hann.
(Harmljóðin 3:24)