Morgunblaðið - 18.10.2014, Qupperneq 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Snemma á þessu ári lagðinokkurs konar neðanjarð-arrokks-ofurgrúppa af stað í
tónleikaferðalag, þar sem giska
óþekkt plata eftir fyrrum Byrds-
meðliminn Gene Clark var á efnis-
skránni. Verkefnið var að undirlagi
þeirra Victoriu Legrand og Alex
Scally úr hljómsveitinni Beach
House en þau höfðu eins og fleiri
fallið í stafi yfir No Other (1974),
hinu vanrækta meistaraverki
Clarks en vitneskja um náðargáfur
hans á tónlistarsviðinu hefur aukist
jafnt og þétt hin síðustu ár. Platan
var spiluð í heild sinni á nokkrum
tónleikum í janúar og svo aftur í
haust og þeim Scally og Legrand til
fulltingis voru m.a. Robin Pecknold
(Fleet Foxes), Daniel Rossen
(Grizzly Bear) og Hamilton Leit-
hauser (Walkmen), allt fólk fætt
löngu eftir að platan góða kom út.
Gripinn glóðvolgur
Ég er einstaklega hrifinn af
þessu framtaki verð ég að segja;
flutningurinn einkenndist af djúp-
stæðri virðingu fyrir efninu og
hrein unun að fylgjast með honum
(tónleikar sem fram fóru í New
York eru í heild sinni á youtube).
En á sama tíma fussa ég og sveia
þegar plötur með Pink Floyd, Meat
Loaf eða Jeff Buckley eru leiknar í
heild sinni. Upp hefur því komist
um mitt innra snobbhænsn og væri
það þá ekki í fyrsta skipti. Ég þarf
greinilega að athuga minn gang
(og þess vegna er þessi sjálfshjálp-
arpistill m.a. skrifaður). „Innra“
segi ég, því að yfirhöfuð er ég
sæmilega fordómalaus og opinn en
hænsnið er þarna sannarlega og
hleypur um hauslaust þegar minnst
varir.
Þannig að Meat Loaf er úti af
því að ég fíla það ekki og finnst það
hallærislegt, The Lamb Lies Down
on Broadway er hins vegar inni af
því að það vill svo til að ég fíla þá
Vafasamir virð-
ingarvottar?
plötu og Melrakkar (íslensk sveit
sem spilar Kill Ém All með
Metallica) er inni af því að þeir eru
vinir mínir og þetta er hart rokk að
mínu skapi. Nei, það er auðséð að
svona viðhorf heldur ekki vatni og
þó að ég myndi vissulega frekar
kaupa miða til að sjá, segjum ein-
hverja plötu Grams Parsons flutta í
heild sinni fremur en frumburð
Take That (bíddu ... hugmynd?) er
ljóst að þetta er alltaf sami hlut-
urinn. Þ.e.a.s., það er ekkert sem
segir að sömu heilindi, fagmennska
og innlifun geti ekki fylgt þessu
öllu saman. Þetta er einfaldlega
fólk, úr öllum áttum, að flytja sí-
gildar plötur eða tónlist sem því
þykir vænt um. Eða hvað?
Mikil eftirspurn
Við skulum reyna að taka á
þessu heildstætt. Þessi umdeildi
bransi hefur líkast til aldrei verið
fyrirferðarmeiri í tónlistarsögunni
en nú og Simon Reynolds fjallar um
þetta að hluta til í bók sinni Retro-
mania þar sem hann leggur upp
með þá kenningu að poppmenning í
dag sé háð, og í raun með þrá-
hyggju, gagnvart eigin fortíð
(bendi einnig á hina ágætu Send in
the Clones: A Cultural Study of the
Tribute Band eftir Georginu Greg-
ory). Smávegis rúllerí um Fésbók-
ina leiddi t.a.m. í ljós að á Fróni
verða Nirvana Unplugged heiðr-
unartónleikar haldnir í nóvember,
Rumours með Fleetwood Mac verð-
ur heiðruð í enda þessa mánaðar
(plata sem almenningur og „hip-
sterar“ eru sammála um, merkilegt
nokk) og á morgun flytja Dúndur-
fréttir The Wall í heild sinni (og
gerði hún slíkt í þrígang í vor og
uppselt var á alla tónleikana).
Eftirspurnin eftir svona tiltækjum
er því mikil, hér sem erlendis, en
einhverra hluta vegna er oft talað
um þau á niðrandi hátt, sérstaklega
af gagnrýnendum og sjálfskipuðum
menningarvitum (hóst). Reynolds
er t.d. á þeim nótum, meira og
minna, á meðan Gregory reynir
frekar að grafast fyrir um ástæður
og varpa ljósi á fyrirbærið, án þess
að setja sig í dómarasæti. Ég ætla
að fylgja henni að málum í nið-
urlaginu.
Að apa eða skapa?
Ein af ástæðunum fyrir þessu
er einfaldlega uppsafnaður tími og
sú gnægð af efni sem hægt er að
vinna með. Á dögum Presley og
Bítla var verið að búa þessa tónlist
til og enginn tími til að velta sér
upp úr sígildum verkum, enda voru
þau ekki orðin að veruleika. Eftir
að Bítlarnir sýndu fram á að popp
væri annað og meira en dæg-
urflugur, og sú staðreynd að þeir
sömdu og léku allt sitt efni sjálfir,
varð það að einskonar viðmiði um
hvernig gera ætti hlutina, þ.e. ef þú
ætlaðir að láta taka þig alvarlega
sem listamann. Að leika lög eftir
aðra var orðið annars flokks. Og nú
vil ég slá því fram, hér og nú, að
svo einfalt geti þetta varla verið, og
það er vissa sem ég öðlaðist eftir að
ég greip sjálfan mig í bólinu eins og
ég lýsi hér að framan. Þegar maður
sér Robin Pecknold syngja þessi
lög Clarks finnur maður fyrir list-
fenginu sem stýrir honum, hann er
ekki að apa eftir öðrum sökum þess
hversu hugmyndasnauður lista-
maður hann sé, öllu heldur er hann
að vinna nokkurs konar þjóð-
þrifaverk, glæðandi stórfengleg
lög lífi með ástríðuþrungnum flutn-
ingi. Það má svo alltaf deila um for-
sendur listamannanna sem standa í
þessu, er það gróðavon eða tónlist-
arleg næring og fölskvalaus gleði
sem stýrir þeim? Þær vangaveltur
eru efni í önnur eins skrif. Ég býð
a.m.k. snobbhænsninu góða nótt í
bili og kaupi mér kannski miða á
næstu Meat Loaf heiðrun. Kannski.
»Upp hefur þvíkomist um mitt
innra snobbhænsn
og væri það þá ekki
í fyrsta skipti.
Öndvegisverk poppsögunnar oftar
á dagskrá Á popp ekki að snúast
um nýjabrum fremur en fornminjar?
Vottur The No Other
Band syngur til
heiðurs Gene Clark.
Sýningin Myndlist minjar / Minjar
myndlist verður opnuð í Listasafn-
inu á Akureyri í dag kl. 15. Sýning-
arstjóri og höfundur sýningarinnar
er Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, for-
stöðumaður Byggðasafnsins Hvols
á Dalvík. Á sýningunni gefur ann-
ars vegar að líta muni, markaða af
sögu, menningu og andblæ liðins
tíma, og hins vegar ný listaverk
unnin af ellefu listamönnum sem
boðið var að vinna þau út frá mun-
um Byggðasafnsins og menning-
arsögu Dalvíkurbyggðar.
Myndlistarmennirnir eru á aldr-
inum 28-70 ára og vinna í ólíka
miðla en eiga það sameiginlegt að
tengjast Írisi Ólöfu á einn eða ann-
an hátt. Þeir eru Bryndís Hrönn
Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson,
Magdalena Margrét, Ragnhildur
Stefánsdóttir, Sara Jóhanna Vil-
bergsdóttir, Sari Maarit Ceder-
gren, Svava Björnsdóttir, Victor
Ocares, Þór Vigfússon, Þrándur
Þórarinsson og Örn Alexander
Ámundason.
„Listasafn og byggðasafn eiga
vissulega ýmislegt sameiginlegt en
það er einnig margt sem aðgreinir
þau. Á sýningunni er menningar-
arfurinn meðhöndlaður út frá hug-
myndum myndlistarmannanna og
útkoman er fjölbreytt, spennandi
og í einhverjum tilfellum óvænt.
Gripum Byggðasafnsins er stillt
upp án sögu þeirra eða skýringa;
formið eitt stendur eftir,“ segir
m.a. í tilkynningu frá safninu.
Sýningin stendur til 7. desember
og er opin alla daga nema mánu-
daga milli kl. 12 og 17. Aðgangur er
ókeypis.
Form Gripum Byggðasafnsins er stillt
upp án sögu þeirra eða skýringa.
Myndlist minjar
opnuð á Akureyri
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
16
16
16
16
L
L
L
BORGRÍKI 2 - LAU Sýnd kl. 5:50-8-10:10
BORGRÍKI 2 - SUN Sýnd kl. 3:45-5:50-8-10:10
KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 1:45 - 3:50 - 5:50
KASSATRÖLLIN 3D Sýnd kl. 1:45
GONE GIRL Sýnd kl. 10
DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 8 - 10:20
TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40 - 8
SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 1:40 - 3:40
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM
EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í
HEIM EITURLYFJASALA
LIAM NEESON
ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON
MARGUR ER
KNÁR
ÞÓTT HANN SÉ
SMÁR...
-Empire
-H.S.S., MBL
★★★★★
-T.V., biovefurinn
★★★★★
-V.J.V., Svarthöfði.is
BRÁÐSKEMMTILEG
MYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Ísl. tal