Málfríður - 15.03.2013, Page 20

Málfríður - 15.03.2013, Page 20
Samtökin Móðurmál urðu til árið 1994 að frumkvæði foreldra, en voru stofnuð formlega árið 2001. Tilgangur samtakanna er að skapa vettvang fyrir móðurmáls- kennslu og umræðu um tvítyngi, styðja við móðurmáls- kennara, fræða samfélagið um móðurmálskennslu, og ekki síst að hvetja foreldra til að gefa börnum sínum tækifæri til að kynnast báðum (öllum) móðurmálum. Í ár starfa eftirfarandi hópar innan Móðurmáls: enska, filippseyska, franska, ítalska, japanska, litháíska, portúgalska, rússneska, serbneska, spænska, sænska, tékkneska, twi og ewe (bæði í Ghana), en Móðurmál hefur einnig samvinnu við Pólska skólann. Þegar Samtökin héldu upp á 10 ára afmæli fyrir tveimur árum, þökkuðu þau verndara sínum, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrir stuðninginn öll þessi ár. Móðurmál eru foreldrarekin samtök en nýir móður- málshópar spretta upp eftir þörfum. Samtökin hafa gott samstarf við Reykjavíkurborg, Borgarbókasafn Reykja- víkurborgar, Gerðuberg, Hagaskóla, Hagaborg og fleiri stofnanir. Móðurmálskennsla fer fram að mestu leyti á laugardögum í Hagaskóla og Hagaborg, en hóparnir starfa einnig í Neskirkju, Breiðholti, Landakotsskóla, Fellaskóla og í Gerðubergi. Móðurmál tóku þátt í Hringþingi um menntamál innflytjenda í sl.september og skipulögðu málþing um móðurmál Meir’ en að segja það. Í nóvember sl. fór fram Vertu með! í Gerðubergi þar sem móðurmálshópar voru með sýningar – dans, leikrit, söng o.fl. Í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkurborgar heldur Móðurmál uppákomur suma laugardags- og sunnudagsmorgna, sem eru barnamorgnar, og á öðrum viðburðum kynna tvítyngd börn sín Lifandi tungumál. Sl. febrúar héldu samtökin upp á Alþjóðlega móðurmálsdaginn á bókasafni í Gerðubergi. Í samstarfi við Reykjavíkurborg höfum við einnig gefið út kennara- og foreldrabæklinga um tvítyngi sem er búið að dreifa í alla grunnskóla í Reykjavík. Bæklingarnir eru til á þrettán tungumálum og inni- halda stutta kynningu á félaginu og grein um tvítyngi, sem og einfaldar upplýsingar og ráð um hvernig á að viðhalda móðurmálum barnanna. Að styðja við móðurmál Styrking beggja / allra tungumála sem barnið býr yfir er mikilvæg fyrir sjálfsmynd barnsins og eðlilegan þroska þess. Móðurmál er mikilvægt, það er lykill að samskiptum barns við foreldra, fjölskyldu og vini á Íslandi sem og annars staðar. Barnið upplifir sig frekar sem hluta af fjölskyldu sinni og menningu hennar sem og íslensku samfélagi ef það nær góðum tökum á móðurmáli sínu. Börn sem eru fær bæði í móðurmáli sínu og í íslensku eiga í flestum tilfellum auðveldara með að læra fleiri tungumál til viðbótar. Aukin tungumálafærni víkkar sjóndeildarhring barna, og möguleikar þeirra í námi og lífinu öllu verða fjölbreyttari. Hlutverk skóla: Skólinn gegnir því mikilvæga hlutverki að kenna börn- um íslensku. Á sama tíma gengst hann undir þá áskorun að styðja við öll móðurmál barnanna á margvíslegan hátt, t.d. með því að vekja athygli á tungumálum nemen- danna í skólanum og að veita hinum tungumálunum virkan stuðning. Til þess geta kennarar notað ýmsar leiðir, einfaldar sem og flóknar og tímafrekar. Hugmyndir: • Útbúa plaköt með skrifum nemenda á hinum ýmsu tungumálum. • Flétta upplýsingum um lönd nemendana inn í kennsluna, t.d. í samfélagsfræðslu og landafræði. • Spila lög á fjölmörgum tungumálum. • Hvetja nemendur til að skrifa á móðurmálinu. • Hvetja alla nemendur til að leika sér að google. translate til að skoða hve mikið texti getur breyst í þýðingu. • Læra nokkur orð á móðurmáli nemenda. • Nota samvinnunámsleiðir svo að nemendur geti lært hver af öðrum og þá jafnvel um menningu og tungumál hvers annars. • Skoða ásamt nemendum hvað er líkt með tungu- málunum sem eru töluð af nemendum bekkjar- ins eða skólans. 20 MÁLFRÍÐUR Móðurmál Renata Emilsson Pesková, enskukennari við Hlíðaskóla

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.