Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 14
haldsskólum vinni allflestir með námsefni sem byggir á þessum þáttum þá var afar gagnlegt að rifja upp þessi ólíku stig og færniþætti þeirra. Við fengum sömuleiðis í hendur mynddiska frá CIEP, fyrrnefndri stofnun Sylvie Lepage, með dæmum um munnleg próf á öllum sex þrepum rammans. Efni þessara mynddiska má nálgast á heimasíðu CIEP: www.ciep.fr/publi_evalcert og annað efni sem tengist Evrópumöppunni má nálgast hér: www.coe.int/portfolio. Á mynddiskunum eru dæmi um munnleg próf í þýsku, ensku, spænsku, ítölsku og frönsku á ólíkum færniþrepum en nemendurnir á upp- tökunum eru á aldrinum 13 til 18 ára. Þátttakendurnir á námskeiðinu skiptu sér svo í hópa, eftir tungumálum, og horfðu saman á nokkur dæmi um munnleg próf og mátu nemendurna eftir viðeigandi stigi en flestir unnu með nemendur á A2-B2 stigi. Að því loknu komu hóp- arnir saman og ræddu sínar niðurstöður. Einnig sýndi Sylvie dæmi um ESOL Cambridge og gæta sanngirnis í mati. Á námskeiðinu var einnig lögð áhersla á sameiginlega fagþekkingu kennara án tillits til tungumála eða skóla og aldurs nemenda. Þar að auki var rætt um mikilvægi þess að í námsmatinu gætti samræmis milli nemenda og á milli prófdómara. Kennari námskeiðsins, Sylvie Lepage, lagði áherslu á að markvissara mat á munnlegri færni myndi stuðla að meiri samsömun við framkvæmd og kröfur munnlegs mats sem gildir í öðrum löndum Evrópu. Evrópuramminn, skilgreiningar og staðlar Mikið hefur verið rætt og ritað um Evrópurammann undanfarin áratug eða svo og hafa tungumálakenn- urum á Íslandi staðið til boða ýmiss konar námskeið sem tengjast honum á einn eða annan hátt. Munnleg færni er einn fjögurra þátta sem alþjóðleg tungumálapróf, byggð á Evrópurammanum, byggja á, en hinir eru hlustun, ritun og lesskilningur. Á þessu námskeiði, eins og fyrr sagði, var áhersla lögð á hvern- ig skal meta munnlega færni nemenda og fjallað var um mikilvægi þess að fá góða þjálfun í því matsferli svo misræmis gætti ekki á milli prófdómara. Á fyrra degi námskeiðsins fóru þátttakendur yfir matsblöð Evrópurammans og skoðuðu ólíkar skil- greiningar innan mismunandi stiga. Einnig voru upp- tökur af munnlegum prófum skoðaðar. Fyrst fengum við í hendur yfirlitsblað Evrópurammans þar sem hvert stig, frá A1 til C2, er skilgreint með tilliti til færni, nákvæmni, flæðis, samskipta og samhengis. Þess má geta að stigin hafa verið í endurskoðun og er nú búið að bæta við A2+ og B1+ og B2+ til að brúa bilið á milli skilanna. Þó svo tungumálakennarar í grunn- og fram- 14 MÁLFRÍÐUR Sylvie Lepage. Dönskukennarar.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.