Málfríður - 15.10.2014, Qupperneq 30
Í Menntaskólanum á Akureyri voru nýlega gerðar
umfangsmiklar breytingar á dönskukennslu. Danska
var færð úr 1. bekk, og frá haustinu 2012 hefur hún
verið kennd í tveimur 5 fein áföngum í 3. og 4. bekk.
Samhliða þessari tilfærslu hefur farið fram ítarleg end-
urskoðun á kennsluháttum í faginu.
Danska í 3. og 4. bekk
Aðdragandi breytinganna hófst fyrir nokkrum árum
þegar unnið var að undirbúningi nýrrar skólanám-
skrár fyrir MA, en þá kom í ljós að innan skólans væri
óskað eftir allvíðtækum breytingum og einföldun á
fyrirkomulagi náms í 1. bekk. Niðurstaðan varð meðal
annars þróun stórra samþættra áfanga sem stundum
hafa verið nefndir Íslandsáfangar. Stærð þeirra krafðist
þess að eitthvað annað viki og fljótlega kom upp sú
hugmynd að færa dönsku upp í 3. og 4. bekk.
Hugmyndin um þessa tilfærslu kom ekki upp-
haflega frá okkur dönskukennurum, en við vorum
tilbúnar að láta á þetta reyna. Talið var að meiri
þroski eldri nemenda og námsreynsla þeirra gæti að
einhverju leyti vegið upp á móti þeirri gleymsku sem
tveggja ára hlé frá dönskunámi hlyti óhjákvæmilega
að valda. Jafnvel var stungið upp á því að svolítið hlé
frá dönskunámi gæti eflt áhuga og veitt nemendum
nýja sýn á námið þegar skemmra væri til námsloka.
Við skynjuðum líka þörf fyrir breytingar því undan-
farin ár hafði okkur fundist að sífellt breiðari nem-
endahópur gerði okkur erfiðara um vik að mæta þörf-
um allra og einnig að torveldara væri orðið að fanga
athygli og áhuga nemenda í samkeppni við afþrey-
ingarmiðla samtímans.
Í huga okkar kennaranna var alveg ljóst að flutn-
ingur dönskunnar krefðist nýrrar nálgunar og væri
um leið gott tækifæri til að taka aðferðir og fyrir-
komulag til rækilegrar endurskoðunar. Við vildum
leita leiða til að auka virkni, frumkvæði og ábyrgð
nemendanna, koma til móts við áhugasvið þeirra og
nýta okkur kosti þess að vinna með eldri nemendum.
Við höfðum líka áhuga á að efla námshæfni nemenda
þannig að þeir yrðu færir um að stunda tungumála-
nám á sjálfstæðan hátt. Síðast en ekki síst vildum
við taka fullt mark á nýjum áherslum í Aðalnámskrá
framhaldsskóla 2011, þar sem kveðið er á um að
grunnþættirnir sex skuli fléttast inn í allt nám og
vera sýnilegir í skólastarfinu öllu. Til að nálgast þessi
markmið reyndum við að veita nemendum meira
sjálfræði í náminu.
Símatsáfangar
Dönskuáfangarnir eru nú símatsáfangar án loka-
prófs og við nýtum ekki hefðbundnar kennslubækur.
Í upphafi námsins nota nemendur sjálfsmatstöflu
Evrópurammans til að meta dönskukunnáttu sína og
staðsetja hana miðað við færniþætti Evrópurammans
og hæfniviðmið námskrárinnar. Nemendur reyna
síðan að setja sér markmið. Námið er skipulagt út
frá þemum, en nemendur geta oftast sjálfir skilgreint
innihaldið nánar, valið sér lesefni og ákveðið hvernig
þeir skila af sér afrakstri námsins, til dæmis hvort
þeir skila munnlega eða skriflega. Í sumum tilfellum
mega nemendur líka velja hvort þeir vinna einir eða
í litlum hópum. Til að hafa ramma utan um allt þetta
val er nemendum gert að rökstyðja verkefnaval með
tilvísun í markmið sín og meta síðan hvernig til tókst.
Nemendur skila vikulegum vinnuskýrslum og/eða
skýrslum um einstök verkefni og endurskoða sjálfs-
matsskalana af og til.
Hlutverk okkar kennaranna er nú fyrst og fremst
að vera aðstoðarmenn og leiðbeinendur. Við skil-
greinum vissulega ákveðna ramma fyrir nemendur
og tryggjum til dæmis að þeir skili bæði munnlegum
og skriflegum verkefnum og vinni bæði sjálfstætt og
í hópum, en þar að auki reynum við að virða ákvarð-
anir nemenda og hvetja þá til að sýna frumkvæði og
skapandi hugsun. Í námsmati reynum við að taka mið
af námsferlinu, ekki síður en afurðinni sem til verður,
og nemendur fá yfirleitt tækifæri til að skila verk-
efnum tvisvar. Í fyrra skiptið fá þeir leiðsagnarmat
30 MÁLFRÍÐUR
Selma HauksdóttirHafdís Inga
Haraldsdóttir
Breytingar á dönskukennslu í
Menntaskólanum á Akureyri
Hafdís Inga Haraldsdóttir og Selma Hauksdóttir,
dönskukennarar við Menntaskólann á Akureyri.