Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 6. maí 1999 SúrefnisvörurKarin Herzogkynntarí Apótekinu Föstudaginn 7. maí verður staddur í Apóteki Vestnrannaeyja fulltrúi frá dreifiaðila Súrefnisvara, Karin Herzog, sem mun veita ráðgjöf og kynna þessar umtöluðu vörur. Súrefnisvörur Karin Herzog byggja á uppfinningum svissneska læknisins og vísindamannsins dr. Paul Herzog sem m.a. fann upp öndunarvélina á sínum tfma og var heiðraður af Nóbelsstofnuninni, m.a. fyrir það afrek. Honum tókst svo fyrstum allra að beisla súrefni í krem og láta það þrýstast á mátulegan hátt niður í húðina þegar það er borið á hana. Þetta hefur margvíslegan ávinning í för með sér, t.d. vinna vörurnar á öldrunareinkennum, brúnum blett- um, unglingabólum og appelsínu- húð, auka úthald í íþróttum, svo fátt eitt sé nefnt. Fréttatilkynning. Gistiheimilum fjölgar Aukinn ferðamannafjöldi kallar á aukið gistihúsnæði. Svokölluðum gistiheimilum í Vestmannaeyjum fjölgar stöðugt. Fyrir u.þ.b. þremur árum voru þau fjögur eða fimm (hótelin ekki meðtalin) en nú hefur sú tala þrefaldast. Á síðasta fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar voru samþykkt starfsleyfi fyrir tvö ný gistiheinhli. að Kirkjubæjai'braut 5 og Kirkjubæjarbraut 15. lfikan í meðaltali - helginofanöess í dagbók lögreglu í síðustu viku voru færslur alls 163 eða nálægt því sem er alla jafna í hverri viku. En sjálf helgin var fremur erilsöm þvf að frá föstudagskvöldi fram á sunnudagsmorgun voru 49 færslur í dagbók og er það mun meira en á undanfömum vikum. Barist í Míðunni en áverkarminniháttar Þrjár líkamsárásir voru kærðar í vikunni til lögreglu um helgina. í öllum tilvikum var um að ræða minniháttar áverka. Og góðviðrið urn helgina virðist hafa haft sín áhrif því að allar áttu þessar lík- amsárásir það sameiginlegt að þær áttu sér stað utan dyra. Peningumog reiðhjóli stolið Tveir þjófnaðir voru kærðir til lögreglu í vikunni. í öðru tilvikinu var stolið reiðhjóli og er það óupplýst. í hinu tilvikinu vttr farið inn á heimili og þaðan stolið 22 þúsund krónum. Það mál er hins vegar upplýst. ÞORKELL fékk nokkra sjómenn í lið með sér við lagfæringarnar. F.v. Þorkell, Valdimar Guðmundsson, Hjörleifur Friðriksson og Haukur Hauksson. Þorkell Húnbogason eigandi Veit- ingaskálans við Friðarhöfn hefur keypt Gistiheimilið Heimi við Heiðarveg. Er unnið að endur- bótum af fullum krafti og ráðgerir hann að opna um miðjan þennan mánuð. Gistiheimilið Heimir var í eigu Islandsbanka og keypti Þorkell heim- ilið af honum fyrir um 10 milljónir króna. Heimilið stendur við Heiðarveg og þar hefur verið rekið gistiheimili til margra ára. Herbergin em 18, misstór, flest með klósetti og nokkur með klósetti og sturtu. Auk þess er þarna morgunverðarsalur. Þegar Fréttir litu við í Heimi var Þorkell ásamt þremur vöskum aðstoð- armönnum á fullu við að hreinsa til og lagfæra. „Húsnæðið er í betra ástandi en það sýndist fyrst og vonast ég til að okkur takist að gera klárt fyrir 15. maí en þann dag stefni ég á að opna. En í framtíðinni þarf að klæða húsið, skipta um glugga og taka til hendinni innan dyra. Þær framkvæmdir hafa verið settar á þriggja til fimm ára áætlun- ina,“ segir Þorkell. Þorkell, sem hefur rekið Veitinga- skálann við Friðarhöfn í mörg ár, segir að hann ætli ekki að bæta við sig, þvert á móti. „Það er kominn tími til að breyta til og svo vil ég fara að minnka við mig. Hjá þeim sem standa í móttöku ferðamanna er mest að gera á sumrin en það er rólegra á veturna en í veitingaskálanum ertu að vinna 360 daga á ári.“ FRAMSÓKNARMENN opnuðu kosningaskrifstofu sína að Skólavegi 6 fyrir nokkru. Þar voru mættir þingmennirnir Guðni Ágústsson og ísólfur Gylfi Pálmason sem höfðu nýtt daginn til að fara á vinnustaði og heilsa upp á sitt fólk. Okkar menn á listanum, Ármann Höskuldsson og Lára Skæringsdóttir voru þarna einnig ásamt nokkrum hópi dyggra framsóknarmanna sem tilbúnir eru að leggja nótt við dag til að tryggja flokknum gott gengi í kosningunum þann 8. maí nk. llill lengja lllugagötuna Margir vilja byggja í dag. Valur Andersen, flugmaður, sem stendur í húsbyggingu í Brekkuhúsi, hefur sótt um lóðir nr. 64 og 66 við Illugagötu og ætlar að byggja þar einbýlishús. Þá sækir Valur einnig um að lengja Illugagötu til austurs og vill byggja þar lleiri hús. Sumarhúsogkírkja Og enn af byggingamálum. Skipu- lagsnefnd afgreiddi á síðasta fundi sínum umsóknir frá Valgeiri Jónas- syni urn byggingu fleiri sumarhúsa í Ofanleitislandi. Og að sjálfsögðu er stafkirkjan inni á borði skipu- lagsnefndar. Nú liggja fyrir teikn- ingar af fyrirhugaðri kirkjubygg- ingu á svæðinu austan við Skans- inn. Skipulagsnefnd er hlynnt er- indinu en vill fá frekara skipulag af svæðinu og óskar eftir l'undi með bygginganefnd kirkjunnar og landslagsarkitekt sem fyrst. Stefán uill hringtorg ámótumHeiðarvegs ogKirkjuvegs Einn af nefndarmönnum í skipu- lagsnefnd, Stefán Jónasson, lagði á síðasta fundi nefndarinnar fram fyrirspum er varðar gatnamót Heið- ttrvegar og Kirkjuvegar. Slysatíðni hefur verið há á þessum gatna- mótum og vill Stefán kanna mögu- leika á að koma þar upp hringtorgi til að draga úr slysahættu. Gninnskólanemar styrktir Á fundi menningarmálanefndar í síðustu viku lá fyrir beiðni um ferðastyrk. Nemendur Bamaskóla Vestmannaeyja hafa í vetur unnið að svonefndu Comeniusarverkefni og munu í sumar fara til Svíþjóðar vegna þess. Nefndin sámþykkti að styrkja nemenduma með 70 þúsund krónum. EndaðiáZMiolu Flaggakeppni GV var haldin sl. laugardag í blíðuveðri. Flagga- keppnin er forgjafarkeppni þar sem keppendur spila þangað til forgjöf þeirra er búin og stinga þá niður flaggi þar sem þeir enda. Ekki ná alltaf allir að ljúka við 18 holumar en þeir bestu byrja nýjan hring og að þessu sinni voru þeir nokkrir sem komust vel á veg þar. Þessir þrír urðu efstir: 1. Jón V. Gústafsson 2. Hörður O. Grettisson 3. Brynjar Unnarsson Brynjar kláraði 19. holuna, Hörður Orri kláraði þá 20. og Jón Valgarð gerði sér lítið fyrir og endaði leik á flötinni á 21. holu. Þeir þre- menningar eru allir í hópi yngra spilara og mun forgjöfin þeirra væntanlega lækka nokkuð eftir þessa góðu frammistöðu. Á laugardag verður Firmakeppni GV á dagskrá. Keppnin hefst kl. 11.00 og verða spilaðar 18 holur með og án forgjafar. Kylfmgar em hvattir til að mæta og spila fyrir þau fyrirtæki sem styðja við bakið á klúbbnum. Þorkell í Veitingaskálanum við Friðarhöfn: Keypti Gistíheimilið Heimi og opnar 15. maí FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481 -1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.