Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 6. maí 1999 Ármann Höskuldsson skrifar: Byggðamál - óbyggðamál Samgöngur Tilefni þessa greinarstúfs er miklar umræður um byggðamál og fullyrðingar um röskun þeirra vegna aðgerða- leysis stjórn- valda. Nú horfir svo við að miklir fólksflutningar hafa átt sér stað til Reykjavíkur af landsbyggðinni. Um ástæður sýnist sitt hverjum og hafa menn ýmislegt til síns máls. Menn hafa bent á að góðar samgöngur við höfuðstaðinn tryggi lífvænleika byggðarlaga. Þetta er gömul og vel þekkt staðreynd sem menn hafa byggt á ný og fom menningarríki. Þannig reistu Rómverjar veldi sitt á góðum samgöngum á milli stærstu þétt- býlisstaða og þannig eru öll menn- ingarríki dagsins í dag byggð. Það væri því einkennilegt ef einhver önnur lögmál giltu hér á Islandi. Við Framsóknarmenn höfum bent á að hér í Vestmannaeyjum verði samgöngur að vera tryggar og aðgengilegar öllum. Þingmenn flokksins studdu dyggilega við tillögur um hag- kvæmniathuganir vegna ganga með þá Isólf og Guðna í öndvegi. Við gerum okkur einnig grein fyrir því að áður en göng verða að veruleika munu sennilega líða mörg ár, því höfum við gert tillögur um það að rekstrarfé Akraborgarinnar verði notað til þess að greiða niður og fjölga ferðum Hetjólfs á milli lands og Eyja. Þannig munum við gera þjóðveg okkar Eyjamanna aðgengilegri og sam- keppnisfæran við þjóðveg nr. 1 á Is- landi. Það horfir einkennilega við að fylkingarmenn taka ekki nokkra afstöðu til samgangnaleysis okkar Eyjamanna og verður það ekki ráðið öðruvísi en svo að þeim sé ekki í mun að byggð haldist blómleg í Eyjunum okkar. Þó sérstaklega verður manni hugsað svo þegar berast fréttir um að byggðir í góðu sambandi við Reykjavík væru famar að sýna merki fólksfjölgunnar. Kvótamál Kvótamál hafa gjaman verið í brennidepli þegar umræður um byggðamál ber á góma og hefur því kerfi oftar en ekki verið kennt um eyðingu byggða. Við Framsóknar- menn höfum lýst yfir að varleg endurskoðun á þessu kerfi beri að eiga sér stað í næstu stjómartíð, jafnframt skuli tekinn upp sérstakur byggða- kvóti, eymamerktur byggðarlögum. Með þessu hyggjumst við skera agnúa af núverandi kerfi og styðja við byggðarlög í landinu. Þeir er kenna sig við sameinaða fylkingarmenn telja sig geta stutt við byggðir landsins með sértækum að- gerðum, svo sem að taka um 10% til 15% af veiðikvóta útgerða árlega og endurselja til hæstbjóðenda. Þess mun því ekki lengi að bíða, nái slíkar aðgerðir fram að ganga, að öll stærstu útgerðarfélög landsbyggðarinnar leggi upp laupana og starfsfólk þeirra neyð- ist til að mæla götumar í henni Reykjavík á styrkjum frá hinu opinbera. Nú á síðustu vikum hafa þessir menn komið af stað sögum um það að hér í Vestmannaeyjum stefni í einn mesta fólksflótta allra tíma vegna ástands Vinnslustöðvarinnar. Það er sorglegt þegar stjómmálamenn þurfa vísvitandi að blekkja kjósendur sína, með hræðsluáróðri, til þess að fylgja sér. Vinnslustöðin er önnur af tveim stórútgerðum okkar Eyjamanna sem stundar mikla landvinnslu. Það er eins og fylkingarmenn geri sér ekki grein fyrir því að ef þessar tvær útgerðir væm ekki hér í Eyjum væri landvinnsla öll í lágmarki og því atvinna verkafólks líka. Vita þessir menn ekki að mestur hluti alls kvóta Eyjamanna (að undanskildum kvóta stórútgerðanna) er unninn allt annars staðar en í Eyjum? Þeir gera sér ekki grein fyrir því að nái þeirra stefnumál fram að ganga verða fyrst stóm útgerðarfyrirtækin á barmi gjaldþrots og það verkafólk sem hjá þeim vinnur. Tryggjum atvinnu - tryggjum byggð, kjósum X-B. Höfundur erforstöðumaður Náttúru- stofu Suðurlands og skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Suðurlandskjördœminu. Eggert Haukdal skrifar: Að svipta fólk framtíðinni Davíð Oddsson sagði nýlega í umræðu um fiskveiðistjóm- unarkerfið eitt- hvað í þessa átt. „Þegar kvóta- kerfinu var kom- ið á var augljóst að samdráttur yrði í veiðunum. Því var valin sú leið að setja kvótann á skipin til að veija þau verðrýmun.“ Þama liggur rót vandans, kvótinn var settur á skipin til að verja þau verðfalli, ekki tekið tillit til þess að sjómennimir, landverkafólkið og byggðirnar næst miðunum ættu nokkum þátt í myndun veiðireynsl- unnar sem kvótinn byggðist á. Eigendum skipanna var afhentur gjafakvótinn til ráðstöðvunar að vild, til okurleigu, til okursölu. Fólkið og byggðarlagið er svipt framtíðinni ef kvótinn fer. Það gleymdist að hugsa fyrir því. Dökkt útlit I dag, á Suðurlandi, þegar litið er til þeirra byggða sem frá því land byggðist hafa lifað á sjósókn og fiskverkun, er svo ægilegt um að litast að það hálfa væri nóg. Tökum Stokkseyri og Eyrabakka sem dæmi. Kvótinn farinn að mestu, atvinnuleysi er viðvarandi og fasteignaverð hríð- fellur. Hvað með Þorlákshöfn? Gamli Meitillinn er mnninn saman við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og þar brestur í böndum. Ames er í meirihlutaeign Granda. Hvað með framtíð þess? Sjá menn fyrir það hörmungarástand sem skapast ef vinnsla leggst einnig af þar? Heimamenn ráða minnstu um það. Vinnslustöðin Sem fyrr segir berast váleg tíðindi frá Vestmannaeyjum með afkomu Vinnslustöðvarinnar sem talin er órekstrarhæf svo ég vitni í Við- skiptablað Morgunblaðsins frá sl. viku. Hverjir em útgerðarmennirnir f Vinnslustöðinni? Olíufélag og fjár- festar með meirihlutann. Hugsar það lið um atvinnuöryggi hundmðanna sem byggja sitt lífsviðurværi á fyrirtæki eins og Vinnslustöðinni hf. Nei þeir hafa áhyggjur af gengi hlutabréfa sinna í fyrirtækinu. Núna hriktir í stoðum atvinnulífs í Eyjum og Þorlákshöfn og hætta er á að verðmæti fólks í fasteignum sínum séu í hættu, ef vinnan bregst. Röng fiskveiðistjómun sviptir fólk framtíðinni. Það er hin ískalda staðreynd málsins hér á Suðurlandi sem og víða um landið. Til hvers var barist í útfærslu land- helginnar á sínum tíma þegar byggðimar næst sínum hefðbundnu miðum em að leggjast af hver af annarri. Atvinnuöryggi og eignir fólks í hættu ásamt því að ungdómurinn á þessum stöðum missir trú á sjó- mennsku og fiskverkun og sækir annað. Stórir verksmiðjutogarar sópa upp fiskinum hirða það besta - henda hinu. Er það framtíðin? Svari hver fyrir sig. Frjálslyndi flokkurinn er eina stjómmálaaflið sem setur fiskveiði- stjómun í öndvegi í sinni kosninga- baráttu, fiskveiðistjómun sem boðar nýja tíma og ný viðhorf ásamt því að tryggja byggð um landið allt. Vert þú með okkur á kjördag og settu x við F. Höfundur er 1. maður á F-lista á Suðurlandi. Lúðvík Bergvinsson: r Aróður og kvótakerfið Það er merkileg staðreynd að með því að end- uríaka sama hlutinn nægileg- a oft og á sann- færandi hátt, sama hversu heimskulegur eða fráleitur hann kann að vera, kemur að því að fólk fer smárn saman að trúa því að hann sé réttur og eðlilegur, jafnvel þó öll skynsamleg rök hnígi að hinu gagn- stæða. Dæmi um þetta eru mörg úr ntannkynssögunni og sum hver hafa leitt til mikilla hörmunga. Mér varð hugsað til þessarar stað- reyndar, þar sem ég sat og fylgdist með yfirheyrslu fréttamanna fyrir nokkram dögum á einni sjónvarps- stöðinni yfir forsætisráðherra um staðreyndir, sem fram komu í skýrslu; skýrslu sem hann hafði sjálfur gefið út og lesið var uppúr. Aðspurður fullyrti forsætisráðheiTa að upplýsingamar sem fram koma í umræddri skýrslu stæðu þar alls ekki og breytti engu þó fréttamennirnir bentu á þær í skýrslunni; forsætis- ráðherra fullyrti að þetta stæði ekki í skýrslunni, og þar við sat. Frétta- mennimir snem sér að öðru, því það sem forsætisráðherra sagði að ekki væri að finna í skýrslunni gat ekki verið þar, þrátt fyrir að raunveru- leikinn bæri annað. Svo einfalt var það. Þetta litla dæmi úr kosninga- baráttunni sýnir að ekki verður um villst að með því að fullyrða eitthvað á sannfærandi hátt og ítreka það reglulega, leiðir það að lokurn til þess að fólk fer smám saman að trúa því, jafnvel þó öll rök hnígi til annars. Svona er máttur innræting- arinnar. Kvótakerfið Ástæða þess að ég nefni þetta hér er sú urnræða, sem fram hefúr farið um fiskveiðistjórnunarkerfið, sem á köflum virðist ganga út á að ef það væri ekki við lýði myndi vart nokkur fiskur verða veiddur við fslands- strendur. Allar hugmyndir um breyt- ingar em dæmdar sem árás á lands- byggðina, jafnvel þó að ekkert ein- stakt verk stjómvalda hafi farið jafn illa með efnahag þess fólks, sem á landsbyggðinni býr. Það er leitun að nýjum fyrirtækjum sem sett hafa verið á stofn á landsbyggðinni og það er líkt og dauð hönd þessa kerfis sé smám saman að drepa niður allt framkvæði heimamanna. Brottflutningur aflaheimilda úr byggðarlögum hefur leitt til verðfalls á fasteignum í viðkomandi byggð auk þess sem með minnkandi at- vinnu hefur leitt til þess að tekjur sveitarfélaga hafa dregist saman með tilheyrandi afleiðingum. Þetta er landsbyggðaskattur sem landsbyggð- in er að greiða, verði ekki gerð bragarbót á þessu kerfi og það sem fyrst. Það getur ekki verið viðunandi ástand að svo sé fyrir Vestmanna- eyjum komið að örfá stórfyrirtæki ráði því hvort byggðarlög iifi eða deyi, það má aldrei verða. Það er því augljóst að á okkur sem tökum þátt í stjómmálum hvflir sú kvöð að finna leið út úr þeim ó- göngum sem núverandi kerfi hefur leitt okkur í. Framtíðin Sá sem þetta ritar er sannfærður um að við hér í Vestmannaeyjum eigum mikla ntöguleika að snúa þeirri þróun við, sem verið hefur hér undanfarin ár, með því að opna leið inn í kvótakerfið svo nýir aðilar geti hafið útgerð, sem er sú atvinnugrein sem hefur átt stærstan þátt í því að byggja upp það samfélag sem við nú lifum í á íslandi. Það er eitthvað það varhugaverð- asta, sem stjómvöld geta gert þegnum sínum, að byggja upp einokunar- og lénsskipulag í tiltek- inni atvinnugrein því að sagan hefur kennt okkur að á endanum leiðir það til þess að fólk biýst undan slíku ægi- valdi og tekur völdin í sínar hendur. Islendingar hafa fyrir framan sig ris og fall Sambands íslenskra sam- vinnufélga (SÍS), sem um tíma hélt hverju byggðarlaginu á fætur öðra í heljargreip sinni en varð á endanum að láta undan síga. Af þessari reynslu verða stjómvöld að læra og því er nauðsynlegt að gera breytingar á stjórnkerfi fiskveiða við ísland, annars getur illa farið. Það er mitt mat að það sé ekki að- eins í sjávarútveginum sem við Vest- mannaeyingar eigum ntikla mögu- leika ef okkur ber sú gæfa að ná að brjótast undan hinni dauðu hönd fiskveiðistjómunarkerfisins. Ég er sannfærður um að með sameiginlegu átaki bæjaryfirvalda og einstaklinga megi byggja hér upp að nýju öfluga ferðaþjónustu sem ég tel að yfir- byggður knattspymuvöllur, sem gæti nýst fyrir allar íþróttagreinar, ráðstefnur, fundi og sýningar, gæti verið lykill að. Enn fremur tel ég að við eigum mikla möguleika á mennt- unarmálum almennt í sjávarútvegi. Svo sannaiiega eru möguleikamir fyrir hendi ef stjórnvöld og ein- staklingar hafa þann kjark sem til þarf til að snúa af braut undanfarinna ára. Niðurlag Við megum aldrei láta áróður og innrætingu uppræta gagnrýna hugsun. Við vitum öll að fyrstu níu áratugi af þessari öld veiddum við fisk við Islandsstrendur án þess að kvótakerfið hafi skipt þar sköpum. Það er ljóst að ef við förum ekki að virkja framkvæðið í einstaklingum í stað þess að brjóta það niður eins og núverandi fyrirkomulag leiðir til, mun áfrarn síga á verri veg fyrir landsbyggðina og urn leið Vest- mannaeyjar. Alþingiskosningar era á fjögurra ára fresti að jafnaði og þá gefst fólki kostur á því að segja sitt álit. Það er ljóst að áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjómarflokka mun ekki leiða til þess að breytingar verði gerðar á núverandi stjóm fiskveiða. Eina vonin til þess að breytingar geti orðið er sú að Samfylkingin fái þann stuðning sem hún þari' í komandi kosningum, því önnur öfl verða þess vart ntegnug eftir kosningar að knýja á uni breytingar á núverandi kerfi. Ég skora því á þig ágæti kjósandi, ef þú ert óánægður með núverandi stjóm að gefa Samfylkingunni tæki- færi, og setja X við S á kjördag. Höfundur er alþm. Samfylkingar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.