Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 6. maí 1999 Kosningakjúklingur Kristjana Ingólfsdóttir er Eyjamaður vikunnar Rúnar Birgisson var sælkeri síðustu viku og hann skoraði á Kristjönu Ingólfsdóttur að gefa góð ráð fyrir kosningahelgina (í matargerð). „Eg þakka Rún- ari, vini mínum, áskorunina. Eg er viss um að matmaður eins og hann á eftir að prófa kjúklingaréttinn sem ég ætla að bjóða upp á.“ Kjúklingapottréttur fyrir 3-4 1 kjúklingur, (grillaður) 2 dl tómatsósa 2-3 dl rjómi 3 tsk. karrý 3 tsk. paprikukrydd Grillið kjúklinginn. kryddið hann eftir smekk. Blandið tómatsósu, rjóma og kryddi saman í pott og fáið upp suðu. Rífið kjúklinginn niður í sósuna. „Þetta er, eins og sjá má, fljótlegur réttur og hann er mjög góður. Berið hann fram með hrísgrjónum og góðu brairði. Ég ætla að skora á Ingva Borgþórsson sem næsta sælkera. Ég er viss um að hann er klár að elda þó að fjölskyldulífið heilli hann ekki.“ Kjörklefinn er skemmtilegur Kosningareru á laugardag, þá erdagurinn þegar kjósendur hafa það íhendi sér hverjir komi til með að sitja á alþingi næsta kjör- tímabil. Nú á tímum skoðanakannana hefur spenningurinn minnkað, miðað við það sem áður var þegar fólk sat yfirspennt að fylgjast með fyrstu tölum og svo úrslit- um. I tilefni kosninganna fengum við einn úr hópi kjósenda sem Eyjamann vikunnar. Fullt nafn? Vit helst ekkigefa það upp, það gæti valdið misskilningi og flokkast undir áróður. Fæðingardagur og ár? Sama hér, það væri auðvelt að rekja þetta ef ég gæfi upp fæðingardag og ár. Fæðingarstaður? Ákveðinn staður í Suðurlandskjördæmi. Fjölskylduhagir? Ég er fjölskyldumaður en gef ekki meira upp. Menntun og starf? Menntunin er umdeilanleg og eigum við ekki að segja að ég vinni við eina af undirstöðugreinum þjóðarinnar. Laun? Árni segir að það sé hægt að hækka þau um 40-50%. Bifreið? Átti eina fyrirmörgum árum en hefekki efni á slíku núna. Fer ferða minna á tveimur jafnfljótum nema á kjördag, þá vilja allir keyra manni. Helsti galli? Hægt að Ijúga hverju sem er í mig, margirsem notfæra sérþað. Helsti kostur? Frekar umburðar- lyndur, ekki síst þegar stjórnmáta- menn eiga í hlut. Uppáhaldsmatur? Fiskur, hann er ennþá ódýr. Versti matur? Ég smakkaði einu sinni rússneskan kavíar, sem mér er sagt að sé dýrasti matur í heimi og fannst hann hundvondur. Uppáhaldsdrykkur? Vatn er góður drykkur og ódýr. Stundum er manni líka boðið eitthvað gott á kjördag. Uppáhaldstónlist? Ég get tæplega gert upp á milli Fram- sóknarsömbu ísólfs Gylfa og Stórhöfðasvítu Árna. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að láta hringja í mig á kjördag, keyra mér á kjör- stað og láta bjóða mér í kosningakaffi á eftir. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að bíða á kjördag eftirþví að síminn hringi. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Sennilega reyna að styrkja einhvern kosningasjóðinn. Uppáhaldsstjórnmáiamaður? Tek engan einn fram yfirannan, ekki enn að minnsta kosti. Talaðu við mig seinnipartinn á kjördag, þá skal ég svara þessu. Uppáhaldsíþróttamaður? Mín uppáhaldsíþrótt er ekki stunduð á íslandi ennþá en sumir stjórn- málamenn væru ábyggilega góðir íhenni. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Já, en þá kemur enn að þessu sama, það væri hægt að rekja nafnið mitt efég gæfi félagið upp svo að ég sleppi því. Uppáhaldssjónvarpsefni? Ég hefsetið sem límdur yfir stjórnmálaútsendingunum. Uppáhaldsbók? Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, eftirDavíð Oddsson og svo Saga Sambandsins eftir einhvern framsóknarmann sem ég man ekki hvað heitir. Hvað meturþú mest í fari annarra? Gefin loforð. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Svikin ioforð. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Má ég ekki snúa þessu aðeins við. Kjörklefinn er kannski ekki fallegur staður en hann er skemmtilegasti staður sem ég kem á, það er svo gaman að fá að taka þátt í að stjórna, verstað það skuli bara vera á fjögurra ára fresti, ég gæti vel hugsað mér að kjósa í hverjum mánuði. Hefur þú alltaf kosið sama flokkinn? Nei, ég hef mjög oft skipt um skoðun. Ertu búinn að ákveða þig núna? Já, nokkurn veginn en þó er aldrei að vita, það eru rúmir tveir dagar til stefnu ennþá. Viltu spá um úrslit kosning- anna? Ég er alls ekki viss um úrslitin. En ég er ákveðinn í því þegar fyrstu tölur liggja fyrir að mæta á kosningavökuna hjá þeim sem sýnilega er að vinna, ég hef gert það á undanförnum árum. Það er alltaf langmest gaman þar. Eitthvað að lokum? Sjáumst í góðu skapi á kjördag. Megi þeir bestu vinna. Systraböm. Þann 16. febrúar eignuðust Ásta Salný Sigurðardóttir og Viðar Snær Sigurðsson dóttur. Hún vó 14 1/2 mörk og var 53 sm á lengd. Hún hefur verið skírð Alexandra Rán og er hægra niegin á myndinni. Þann 5. febrúar eignuðust Sonja Ema Sigurðardóttir og Tómas Guðmundsson son. Hann vó 14 1/2 mörk og var 52 sm að lengd. Hann hefur verið skírður Viktor Þór og er hér á myndinni til vinstri. Þau em langömmu og -afaböm Ástu og Garðars á Túngötu 3. Þann 3. apríl eignuðust Kristjana Ingólfsdóttir og Júlíus Hallgrímsson dóttur. Hún vó 19 merkur og var 57 sm að lengd. Hún hefur verið skírð Ásta Björt. Með henni á myndinni er Hallgrímur. stóri bróðir. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Á döfinni 6. til 8. maí Sprönguskellur 8.til 9. mcd Myndlistarsýning Þorgerðar Sigurðardóttur í Safnaðarheimilinu lieldur áfram 7. maí Vestmannaeyjamót í STAND-UP, haldið íÁsgarði 8. maí Alþingiskosningar og allir á kjörstað 8. til 9. maí Síðasta sýningarhelgi Lóu Sigurðardóttur á myndlistarvoii o íslandsbanka 1999 10. til 14. maí Vortónleikar Tónlistarskóla Vestmannaeyja kl. 17.30 hvern dag 11. maí Lokasprettur Skákþings Vestmannaeyja í Magnúsarbakaríi kl. 19.00 12. maí Tónleikar Samkósrsins í Safnaðarheimilinu kl. 20.30 15. maí Karlakórinn Þrestir með tónleika í Hvítasunnukirkjunni kl. 17.00 22. og 23. maí Hvítasunnumót SJÓVE

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.