Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 18
18
Fréttir
Fimmtudagur 6. maí 1999
Guðbjörg Sigurgeirsd. skrifar:
Um hvað
er kosið?
Fyrir fjórum ár-
um var mikið
atvinnuleysi hér
á landi. Margar
fjölskyldur
voru í upplausn
og vandi ein-
staklinga mik-
ill. Þá var rík-
isstjórn Sjálfstæðismanna og
Alþýðuflokks við völd. Muna
menn eftir þáttum í sjónvarpi um
vanda atvinnulausra? Um félag
atvinnulausra? Framsóknarflokk-
urinn kom með ferskar hugmyndir
og lausnir á þeim hræðilega vanda
sem atvinnuleysi er og lofaði 12.000
nýjum störfum á kjörtímabilinu.
Margir voru vantrúaðir en þær raddir
hafa þagnað enda er atvinnuleysi nú
2,2% og hefur ekki mælst minna
síðan 1991. Þetta er stórkostlegur
árangur og Framsóknarmenn hafa
látið verkin tala. Hinn góða árgangur
núverandi ríkisstjórnar við stjóm
landsmála má því þakka Fram-
sóknarflokknum.
I alþingiskosningum eru menn að
kjósa sér framtíð. Það er því
mikilvægt að þeim flokkum sem
ætla sér að fara með umboð okkar óg
móta framtíðina sé treystandi og hafi
markmið. Framsóknarflokkurinn
vill nú taka sérstaklega á öðrum
vanda sem steðjar að í þjóðfélaginu.
Það er vandi ungmenna sem ánetjast
hafa eiturlyfjum og valda sjálfum
sér óbætanlegu tjóni og fjölskyldum
ómældri sorg.
Enn eins og fyrir fjórum árum eru
Samfylkingarmenn (kratar, kommar)
vantrúaðir á að þetta þjóðþrifamál
nái fram að ganga. Ég treysti Fram-
sóknarflokknum vel til þess að efna
þetta loforð. Því er mikilvægt að
flokkurinn fái góða kosningu og losi
ungmenni úr fjötrum vímuefna.
Það var sérkennilegt að lesa
flokksblöð krata og komma í Eyjum
1. maí sl. Bæði blöðin voru með
tilboðið 2 fyrir 1 á alþingismönnum.
Þar hvetur Ragnar Oskarsson bæjar-
fulltrúi V-listans Eyjamenn til að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Sam-
fylkinguna og eiga þannig aðgang
að tveimur þingmönnum.
Þvílík málefnafátækt. Skyldi
Margrét talsmaður vita af þessu?
Ætli þetta sé strax farið að skila sér í
skoðanakönnunum, því Sjálfstæðis-
fokkur fær óvenju góða útkomu í
Eyjum.
Ég hvet kjósendur til að kynna sér
og meta störf Framsóknarflokksins
á yfirstandandi kjörtímabili. Ég veit
að þeir sem það gera munu sjá að
Framsóknarflokkurinn hefur verið
kjölfestan í núverandi ríkisstjón og
átt drýgstan þátt í þeim framförum
sem átt hafa sér stað á kjör-
tímabilinu.
Ég hvet Eyjamenn til að kjósa
Framsóknarflokkinn og tryggja
þannig Isólfi Gylfa góða kosningu.
Sem sagt X B á kjördag.
Höfundur er tannsmiður.
Svanhildur Guðlaugs. skrifar:
Tryggjum Isólfi
Gylfa kosningu
Síðustu skoðana-
kannanirsýna að
þingsæti Isólfs
Gylfa Pálmason-
ar er í hættu.
Ég hef kynnst
störfum Isólfs
vel. Hann er
mjög áhugasam-
ur unt málefni Vestmannaeyja og situr
m.a. í fjárlaganefnd og umhverfis-
nefnd og er í stjóm Náttúmstofu
Suðurlands.
í fjárlaganefnd hefur ísólfur Gylfi
átt sinn þátt í fjárveitingum til
Vestmannaeyja. Látum það ekki
henda að Isólfur Gylfi falli út af þingi.
Setjum X við B í komandi kosningum
og tryggjum kosningu ísólfs Gylfa.
Höfundur er verslunarstjóri KA
Sigurður Einarsson skrifar:
Samfylkingin boðar
kvótaflutning frá Eyj-
um og auðlindagjald
Fyrir hálfum
mánuði skrifaði
ég grein í Fréttir,
þar sem ég vakti
athygli Vest-
mannaeyinga á
stefnu Samfylk-
ingarinnar í sjáv-
arútvegsmálum.
I seinasta blaði Frétta sér Lúðvík
Bergvinsson, sem er frambjóðandi
Samfylkingarinnar, ástæðu til þess að
fmna að þessum skrifum mínum.
Það sem ég gerði var að taka orðrétt
úr stefnu Samfylkingarinnar í sjávar-
útvegsmálum og útskýra fyrir Vest-
mannaeyingum hvað felst í benni.
Lúðvík sér enga ástæðu í grein sinni til
að skýra stefnu Samfylkingarinnar
heldur er hann að skrifa um allt aðra
hluti. Ég vil því gera aðra tilraun til
þess að skýra stefnu Samfylking-
arinnar í sjávarútvegsmálum úr því
hann notar ekki þetta tækifæri.
Sala á viðbótaraflaheimildum
í stefnu Samfylkingarinnar stendur
orðrétt: „A meðan unnið er að fyrr-
greindri sátt verða þær breytingar
gerðar á núverandi kerfi, að haustið
1999 verður sá hluti aflaheimilda, sem
nemur aukningu frá fyrra ári, leigður
til eins árs á opinberu uppboði.“
Þessi stefna hefði gert það að verk-
urn að á yfirstandandi fiskveiðiári
hefðu verið tekin 1.700 tonn af þorsk-
kvóta frá Vestmannaeyjum. Þetta
hefði verið sett á uppboð og enginn
veit hve mikið hefði komið til Eyja.
Þetta er enn furðulegra í ljósi þess
að á yfirstandandi fiskveiðiári er
ýsuafli Vestmannaeyinga 1.400 tonn-
um minni heldur en árið á undan.
Ef eitthvert samræmi ætti að vera í
stefnu Samfylkingarinnar ætti að bæta
Vestmannaeyingum upp þá skerðingu
með beinhörðum peningum.
Sala aflaheimilda
I stefnunni stendur ennfremur orðrétt:
„Frá haustinu 2000 aukist þessi leigu-
kvóti árlega um 5- 10% af úthlut-
uðum aflaheimildum, þartil ákvörðun
hefur verið tekin um nýtt stjómkerfi"
1 þessu felst að það verður selt allt
að 10% aflaheimilda Vestmannaey-
inga á ári frá haustinu 2000 og áfram,
sem væri milli 3.000 - 4000 tonn. Það
er engin trygging fyrir því að þessar
aflaheimildir lendi aftur í Vest-
mannaeyjum.
Nýtt stjórnkerfi fiskveiða
í stefnuskrá Samfylkingarinnar segir:
„Samfylkingin vill ná þjóðarsátt um
breytt stjómkerfi fiskveiða í síðasta
lagi árið 2002“.
Það er mjög sérkennilegt að tala unt
að taka upp nýtt stjómkerfi árið 2002
án þess að segja nokkuð hvert það eigi
að vera.
Auðlindagjald 270 milljónir frá
Vestmannaeyj um
I stefnu Samfylkingarinnar segir að
leggja beri á auðlindagjald upp á þrjá
milljarða sein þýðir að Vestmanna-
eyingar borgi 270 ntilljónir árlega.
Þetta em þreföld fasteignagjöld bæjar-
búa en lítið af þessum peningum yrði
notað hér. Það er öllum ljóst sem um
það fjalla að það mundi ekki hjálpa
mikið samfélaginu hér að taka 270
milljónir frá því.
Af hverju er ekkert fjallað um
stefnu Samfylkingarinnar í sjáv-
arútvegsmálum í Vestmanna-
eyjum?
Frambjóðendur Samfylkingarinnar
hafa ekkert reynt til að útskýra stefnu
Samfylkingarinnar í sjávarútvegs-
málum hér í Eyjum. Af hverju skyldi
það vera? Það er af einni ástæðu og
hún er að sjávarútvegsstefna þeirra er
árás á sjávarplássin.
Vestmannaeyingar eiga allt sitt
undir sjávarútvegi og því er erfitt fyrir
stjórnmálamenn eins og Lúðvík að
horfa framan í fólk og segja ef
Samfylkingin kemst til valda ætli þeir
að taka héðan 270 milljónir í auð-
lindagjald og 1700 tonn af þorski.
Það yrði mikil ógæfa fyrir Vest-
mannaeyinga ef Samfylkingin ætti
aðild að næstu ríkisstjórn og þessar
hugmyndir kæmu til framkvæmda.
Tökum ekki áhættu með fjöregg
okkar, höfnuni Samfylkingunni.
Höfundur erforstjóri Isfélagsins og
bœjaifidltrúi D-listans.
Drífa Hjartardóttir:
Frá orðum
til athafna
Stefán Jónsson skrifar:
ísólfur Gylfi er dug-
legur og áhugasamur
ísólfur Gylfi hef-
ur verið þing-
maður framsókn-
armanna á Suð-
urlandi á þessu
kjörtímabili. Ég
hef kynnst störf-
um hans vel.
Isólfur Gylfi situr
í ljárlaganefnd Alþingis og hefur átt
sinn stóra þátt í fjárveitingum, m.a. til
Vestmannaeyja.
Ég veit einnig að tjölmargir Vest-
mannaeyingar hafa leitað til hans og
hefur hann greitt götu þeirra fljótt og
vel. Enda er Isólfur Gylfi fljótur að
vinna og skynjar fljótt aðalatriði hvers
máls. ísólfur Gylfi er áhugamaður um
iþróttir og hefur hann lagt sitt lóð á
vogarskálina í starfsemi IBV.
Ég hvet því Vestmannaeyinga til
þess að standa vörð um ísólf Gylfa í
komandi kosningum og brosa við B.
Það er nauðsynlegt fyrir Vestmanna-
eyinga að hafa mann á þingi eins og
ísólf Gylfa.
Höfundur er verkstjóri hjá
Bœjarveitum.
Eitt það mikil-
vægasta í
byggðamálum er
að markvisst
verði unnið að
nýsköpun og fjöl-
breytni í
atvinnulífi á
lands- byggðinni.
I byggðatillögu
forsætisráðherra, Davíðs Oddsonar, er
lögð mikil áhersla á að menntun á
landsbyggðinni verði stórefld, sérstak-
lega hvað varðar verklegar greinar
tengdar atvinnulífinu og tölvunám.
Jafnframt verði bætt skilyrði þess
fólks sem sækjir nám utan heima-
byggðar sinnar. Komið verði á
samstarfi atvinnulffs ög skóla á lands-
byggðinni og endur- og símenntun og
stuðlað að því að allir eigi tækifæri á
að afla sér nýrrar þekkingar, meðal
annars í samræmi við breytingar í
atvinnuháttum. Þá er einnig lögð mikil
áhersla á símenntun og endurmenntun
og að möguleikar íjarkennslu verði að
fullu nýttir.
Mikilvægi Rannsóknasetursins í
Eyjum
Mikilvægi Rannsóknasetursins verður
seint ofmetið en á þeim tæpu fimm
árum frá opnun þess hefur starfsemin
aukist jafn. og þétt. Staða Vest-
mannaeyja í endur- og símenntun er
styrk með tilkomu Rannsókna-
setursins og hefur orðið til þess að
miklu fleiri fá tækifæri til menntunar
en áður. Það starf má auka með auk-
inni samvinnu við Endurmennt-
unarstofnun Háskólans og meiri
tengslum við Háskólann á Akureyri,
það er því afar mikilvægt að bæta
aðstöðuna í Eyjum vegna fjamámsins.
Mennta og menningarmál skipta
miklu máli og tengjast öllu atvinnulífi
og eru undirstaða fyrir því að við
náum árangri við nýjar og breyttar
aðstæður því menntun skiptir miklu
máli fyrir alla atvinnustarfsemi í land-
inu.
Menntun, þekking, tækni og vísindi
eru fjárfesting framtíðar og æ fleiri
gera sér grein fyrir þvf, að menntun og
menning skapa ný störf á öllum
sviðum.
Myndlistarvor í Eyjum
Undirrituð átti þess kost að vera við
opnun sýningar Lóu Sigurðardóttur á
Myndlistarvori Islandsbanka í Eyjum
1999. Þetta var síðasta sýningin í röð
fimm sýninga sem staðið hafa frá
marsbyijun. Skemmtilegt framtak sem
eftir hefur verið tekið og mikill
menningarauki. Lóa framdi gjöming á
opnuninni sem gaf sýningunni meira
gildi. ég hafði mikla ánægju af
sýningunni og óska ungu listakonunni
alls góðs í framtíðinni.
Höfundur skipar 2. sœti á lista
Sjálfstœðisflokksins í Suðurlands-