Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 6. maí 1999 Setjum manneskjuna í fyrsta sæti -og ekkert henni æðra, ekki ríkið, ekki peninga og ekki guð, segir Sigrún Þorsteinsdóttir efsti maður á lista Húmanistaílokksins í Suðurlandskjördæmi SIGRÚN: Við erum ekki bara að reyna að komast inn á þing, við erum líka með hverfisverkefni í gangi í þremur hverfum í Reykjavík, gefum út blöð, einnig erum við með í gangi nokkuð sem við köllum Miðstöð menningar, þar sem við höfum leitt saman ólíka menningarhópa. Sigrún Þorsteinsdóttir er í fyrsta sæti á lista Húmanistaflokksins, sem áður var nefndur Flokkur mannsins, á Suðurlandi fyrir þingkosningarnar í vor. Hún bauð sig fram til forseta lýðveldisins 1988 gegn sitjandi forseta Vigdísi Finnbogadóttur en náði ekki kosningu. Hún lætur þó ekki deigan síga eins og Vestmannaeyinga er háttur og heldur áfram því sem hún vill kalla mannrétt- indabaráttu. Sigrún segir að í raun hafi það verið kraftaverk að ná því að bjóða fram á landsvísu nú í nafni Húmanistaflokksins, þrátt fyrir að hún telji framboðið enga tíma- skekkju. Fréttirfengu Sigrúnu í smá spjall um Húmanistaflokkinn, stöðu hans og uppruna. Fyrirmyndin kemur frá Suður-Ameríku Sigrún segir að hútnanismi hall alltaf verið með mannkyninu, frá því að vísindi og listir fóru að koma frant. „Húmanistahreyfingin, sem ég er í, kemur fram í Suður-Ameríku fyrir þrjátíu árum síðan og grundvallast á því að mennirnir hafi möguleika til þess að breytast og að við getum haft áhrif á það sjálf hvernig við breytumst. Við getum verið reið og leiðinleg í dag en skemmtileg og sátt á morgun og haft þessi áhrif á okkar líf. Ef þessi eiginleiki væri ekki fyrir hendi gætum við ekki gert neitt af því sem við erum að gera. Þar að auki byggist húman- isminn á því að setja manninn í fyrsta sæti og ekkert honum æðra, ekki ríkið, ekki peninga og ekki guð. I hreyfing- unni störfum við á persónulegu sviði en í flokknum á því félagslega." Ekki kann það góðri lukku að stýra að setja manninn ofar þessari heilögu þrenningu sem þú nefndir? „Eg var einmitt spurð að því á fundi í Fjölbraut á Selfossi hvernig mætti vera að guð væri ekki settur yfir manninn, þar sem þjóðin væri nú nteira og minna fermd. Svarið er að það er allt í lagi þó einstaklingur setji eitthvað sér æðra. Faðir eða móðir getur til dæmis sett barnið sitt sér æðra. Einstaklingurinn getur líka sett þann guð sem hann trúir á sem sér æðri. Ef þetta er gerl á félagslega sviðinu að guð, ríkið, eða peningar eru sett æðra fólki, koma alitaf einhverjir fram sem telja sig vera fulltrúa þess sem er sett æðra og fara illa með fólk í nafni þess. Þetta er að gerast núna varðandi peninga. Eg held að óhætt sé að fullyrða að eins og heimurinn er nú, eru peningamir æðsta gildið og í nafni þeirra eru heilu þjóðfélagshóparnir skildir eftir, eins og hér á Islandi sem skilar sér í fátækt, vegna þess að þeir sem stjóma telja það fjárhagslega hagkvæmt.“ Að kasta perlum fyrir svín? Er mannkynið og manneskjan yfirleitt sem tegund nógu þroskuð lil þess að takast á við stefnumál eins og húmanistar leggja fram fyrir kosning- arnar núna? „Það er dálítið sniðugt að þú skulir koma með þessa spumingu, því ég var einmitt að safna meðmælendum út á Reykjavíkurflugvelli. Þar var maður sem var að koma frá ísafirði og hann sagði einmitt að mannkynið væri ekki tilbúið fyrir okkur. Eg skildi raunar ekki alveg hvað hann var að meina, en hann sagði að hann væri húmanisti og ég ltka en hann vildi meina að það væri eins og að kasta perlurn fyrir svín, að vera að þessu núna. Eg benti honum hins vegar á að hann hjálpaði okkur ntikið með því leyfa okkur að bjóða fram og hann skrifaði Ijúf- mannlega upp á sem meðmælandi. Ég er hins vegar ekki sammála því að mannkynið sé eins og svín, langt í frá. Ég veit að innra með hverjum manni býr mikil viska, mikill kraftur, hins vegar þarf þjóðfélagið að vera þannig að það sem virkist sé það besta sem býr innra með hverjum manni, til þess að gera þjóðfélagið betra og ég hef trú á því að það sé hægt.“ Lífið gefur von Sigrún segir að lífið gefi endalaust von og að nú sé mikilvægur tímapunktur, vegna þess hversu miklar breytingar séu að eiga sér stað í heiminum. „Það er þess vegna mjög mikilvægt að húmanisminn komi inn á Alþingi núna til þess að hafa áhrif á hvert verði stefnt, þannig að launabiiið aukist ekki meir og ákveðnir þjóðfélagshópar skildir eftir. Það er alltaf að verða meiri og meiri einstak-lingshyggja. Ég hef samt sem áður mjög mikla trú á einstaklingnum sem slíkum, en við búum í þjóðfélagi sem þarf að sinna á annan hátt, en bara út frá einstaklingnum. Það þarf að hugsa um heildina og einnig er mjög áríð- andi að Islendingar hafi einhverja raunverulega heildarstefnu, en ekki bara bráðabirgðalausnir og skyndi- hugdettur. sem alltaf er gripið til.“ Hver er ykkar raunverulega stefna? „Til dæmis að vera ekki með fátækt á þessu ríka landi. Ég vcit að það hafa verið gerðar kannanir þar sent meirihluti fólks er sammála því að skattar séu hækkaðir til þess að laga þetta. Við erum svo skyld og þjóðin svo lítil. Okkar aðal baráttumál fyrir kosningamar er afnánt fátæktar og við erum með útfærðar lausnir til jtess. Við viljunt að myndaður verði einn sameiginlegur lífeyrissjóður, sem virkaði sem gegnumstreymissjóður. Þetta er róttæk tillaga og eflaust kemur hún við hagsmuni einhverra. Það hefur ekki einn einasti maður á öllum þeim fundum sem við höfurn farið á núna um allt land, hvorki hjá hinum flokkunum né aðrir, sagt neitt um þessa tillögu. Þetta er framkvæman- íegt og sjálfsagt þarf lagabreytingar, en til þess em þingmenn á Alþingi. Ef fólki finnst áríðandi að við, fimmta ríkasta þjóð í heirni, séum ekki með fátækt, þá er þetta ein hugmynd, en ef einhver annar er með betri hugmynd er það allt í lagi frá okkar hendi, bara að fátæktinni verði útrýmt." Húmanisminn ekki hættulegur Ur því þetta er allt saman svona fagurt og maðurinn að þínu mati sæmilega þroskaður (ekki svín), til þess að gera sér grein fyrir þessu, hvemig skýrir þú þá þennan móral sem er andsnúinn hreyfingunni og margir telja jafnvel stórhættulega? „Húmanisminn er ekki hættulegur, en ég viðurkenni að það er viss tregða gagnvart húmanismanum. Það eru viss lögmál í okkur fólkinu og eitt af því er tregðulögmálið og það er kannski einum of ríkjandi. Það getur verið mjög nauðsynlegt stundum, en má ekki verða til þess að fólk þori ekki að prófa eitthvað nýtt. Islendingar hafa hins vegar oft sýnt og sannað að þeir hafa hugrekki, og nú þarf að taka fram þetta hugrekki, virkja það og dusta af því rykið, en besta leiðin til þess er að kjósa okkur inn á þing og sjá hvemig við yrðum. Kannski eruin við ekkert öðru vísi en allir hinir, kannski yrðum við rniklu betri og það er það sem þessi þjóð þarf á að halda núna, fólki sem er betri þingmenn en þeir sem hafa verið hingað til á þingi." Hvemig er staða húmanista í öðrum löndum þar sem hreyfmgin hefur tekið þátt í pólitísku starfi? „Húmanistaflokkurinn er alls staðar lítill og hefur ekki haft nein sérstök áhrif, nema í hverfafélögum, og hverfisstjórnum sem til em víða, en gætu verið á stærð við bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar, sem teldist lítið á mælikvarða heimsins. Hins vegar hafa þeir náð töluvert langt í Chile þar sem húmanistar áttu rnjög mikinn þátt í því að koma Pinochet frá. Hér á Islandi vita flestir af okkur og það er meira en hægt er að segja um mörg önnur lönd, en þetta er vaxandi afl og núna í júní á þessu ári verður stofnað Evrópusamband húmanistaflokka í Madrid, þannig að það er verið að byggja þessa hreyfingu upp.“ Nú er stundum sett sama sem merki milli húmanista og þeirrar nýaldar- bylgju sem farið hefur um heiminn á undanförnunt árum, hvað viltu segja um það? „Nei þetta er ekki það sama. Samt er kannski alltaf einhver mystik í því þegar einhverjar stórar breytingar fara í gang og nýaldarhópamir eru á slíkum nótum. Já kannski er eitthvert samhengi þarna á ntilli alla vega leita nýaldarsinnar út fyrir það sem gefið er, eins og við húmanistai'." Finnst þér þið vera að berjast á réttum vettvangi með því að reyna að komast inn á þing, þar sem spillingin og samtryggingakerfið virðist vera til staðar og skapað að ykkar mati, og kannski ekkert nema vondir menn? „I fyrsta lagi eru ekkert endilega vondir menn á þingi, heldur er umhverfið slæmt og fólk hefur til- hneigingu til þess að lagast að sínu umhverfi. Þetta er bara svo mikil reikningsskekkja, fólk heldur að það sé svo miklu betra að vinna fyrir fáa en alla, en í reynd er það ekki svo. Við erum ekki bara að reyna að komast inn á þing, við erum líka með hverfisverkefni í gangi í þremur hverfum í Reykjavík, gefum út blöð, einnig erum við með í gangi nokkuð sem við köllum Miðstöð menningar, þar sem við höfum leitt saman ólíka menningarhópa. Þetta gerum við til þess að efla samskipti og skilning á milli ólíkra hópa. Við emm þess vegna ekki bara í pólitíkinni, hún er ekkert heilög fyrir okkur. Ég vil kannski að það komi fram að allt starf í húmanistahreyfingunni er sjálf- boðastarf, hins vegar notum við þau tækifæri sent við sjáum til þess að koma hugmyndum okkar áfram. Ef kominn væri húmanisti inn á Alþingi gæti það orðið mjög spennandi og ég skil ekki í því að íslendingar skuli ekki vera nægilega forvitnir til þess að láta þetta eftir sér og sjá hvað gerist.“ Við eigum möguleika Náið þið manni inn á þing núna? „Já það er alveg mögulegt, en þá þarf vissa mystik í það. Við emm svo fá að ég ætla ekki að segja þér hversu fá við erum sem stöndum að baki þessu framboði, það var kraftaverk að koma þessu framboði á landsvísu. Það sannast bara að kraftaverkin em enn að gerast og það er vel hugsanlegt að húmanisti komist inn á þing. Húmanisminn byggist á virðingu gagnvart öllu fólki. en það skortir mikið á hér að svo sé, þess vegna er sjálfsvirðing fólks ekki góð að sama skapi. Það eiga allir rétt. íslendingar eru aðilar að Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samkvæmt þeim sáttmála eigum við rétt til að búa við mannsæmandi lífsskilyrði og í þjóðfélagi sem er þetta rfkt á ekki að þurfa að skilja neina hópa útundan, eins og til dæmis homma og lesbíur, aldraða og öryrkja. Þetta er fólk sem hefur unnið sína vinnu og borgað sína skatta, en svo mega þau ekki hafa sjálfsögð mannréttindi. Ég skil ekki hvernig fólk getur réttlætt þetta fyrir sér, en úr því viljum við bæta, mannréttindi fyrir alla." Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.