Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. maí 1999 Fréttir 15 fimmtán mínútum til þess að verja, útskýra og kynna málefni. Svona fundir em í raun bara fyrir froðusnakk- arana.“ Vilja bjóða upp 40% af afla Eyjamanna á fjórum árum Nú fékkstu áskorun um að mœta Lúðvík Bergvinssyni í kapprceðu í Bajarleikhúsinu ? „Eg fékk áskomn um að mæta á fund vegna þess að ég hefði snúið út úr stefnumiðum Samfylkingarinnar. Ég hef hvergi gert það. Ég hef rakið þau lið fyrir lið og Samfylkingin er með stefnu sem hún getur ekki boðið upp á á landsbyggðinni og er í mestu og örgustu vandræðum með. Sam- fylkingin hefur mótað stefnu sína í hjarta Hafnarfjarðar og þeim er andskotans sama um landsbyggðina og sjávarplássin. Það kom til að mynda fram í sjónvarpsþættinum sem þið nefnduð áðan hjá Lúðvíki Bergvinssyni að það væri alger þvæla að Samfylkingin hefði boðað uppboð á kvóta sjávarplássanna. Þegar ég gekk eftir þessu við hann síðar í þætt- inum, þá dró hann í land og sagði þetta fimm til tíu prósent á einhverjum árum og viðbótaraflaheimildir, en það er nákvæmlega það sem ég hafði sagt. Tíu prósent á fjórum árum er fjörutíu prósent. Hann gaf hins vegar þá skýringu að á tímabilinu fyrir 2003, ætluðu þeir að ná sáttum í þjóðfélaginu, en þeir hafa enga tillögu eða skýringar á hvern hátt, nema að setja öryggi sjávarplássins í voða með uppboði á stórum hluta aflans sem á er treyst til vinnslu." Lagfæra þarf margt í fiskveiðistjómunarkerfmu En livaða stefnu hefur Sjálfstœðis- flokkurinn. Nú hefur í raun ekkert komið meira fram hjá ykkur. Þið viljið halda í núveraridi ketfi en ná sáttum um ákveðin atriðið? „Sjálfstæðisflokkurinn telur að þetta kerfi sem nú er sé sú leið sem er ásættanlegust á heildina. Það er á- greiningur innan Sjálfstæðisflokksins, eins og innan allra flokka og reyndar er enginn annar fiokkur sem vill gjörbreyta þessu kerfi. Það hefur enginn komið með tillögu um að leggja kerfið af, hvað þá að hafa aðra tillögu í staðinn. Samfylkingin vill bara bæta uppboðinu við, enn þá meira braski og setja í enn þá færri hendur. Við teljum að það þurfi að laga marga þætti kerfisins og að því er unnið. Það þarf að freista þess að eyða tortryggninni í því og tryggja á einhvem hátt forkaupsrétt til að mynda í byggðunum eins og hefur verið á bátunum. Einnig þarf að eyða misgenginu milli skerðingar á ferskan útfluttan fisk og frystitogarafisk. Þessi skerðing á Vestmannaeyjar kostar fimmhundruð milljónir á ári, sem útgerðarmenn í Vestmannaeyjum og skattgreiðendur eru að bíða skaða af.“ Stefna Samfylkingarinnar er árás á sjávarplássin Þarna ertu að tala um kvótaálagið. Muntu berjast hart gegn því á komandi kjörtímabili? , Já, ég tel að á næstunni, ef Sjálf- stæðismenn fá umboð til að gegna forystu í ríkistjóm landsins, muni þetta lemjast út. I stefnuskrá sinni segja Samfylkingarmenn að þeir vilji setja á auðlindaskatt. Auðlindaskattur er fyrst og fremst skattur á landsbyggð- ina. Það er skattur sem færður er inn í ríkishítina, en áttatíu prósent af henni em á Stórreykjavíkursvæðinu, eins og þeir hafa lagt þetta upp vora þeir að tala um sautján milljarða skatt sem þýddi tvö loðnuskip burt frá Vest- mannaeyjum á ári. Nú eru þeir komnir niður í þrjá milljarða. Ut- gerðin í landinu er að borga margs konar gjöld umfram venjulegar skatt- greiðslur í ríkissjóð. Ég get tekið dæmi af Þórunni Sveinsdóttur VE. Hún borgar í Þróunarsjóð sjávarút- vegsins þrjár milljónir á ári sem fer í nýtt hafrannsóknarskip, þetta er bara hluti af auðlindagjaldi og skattheimtu. Þannig að auðlindagjald hefur verið lengi og er kannski um tólf til þrettánhundrað milljónir í dag. hvort sátt náist um að hækka það í tvo eða þrjá milljarða kann að vera, en það er allt annað dæmi heldur en falsvonir um auðlindagjald sem átli að gefa fimmtán til tuttugu milljarða í ríkis- sjóð. í öðru lagi boðar Samfylkingin hærri fjármagnstekjuskatt. Hann bitnar sérstaklega á plássi eins og Vestmannaeyjum, þar sem tekjur eru háar fyrir mjög mikla vinnu, hvort sem um er að ræða sjómenn eða fiskvinnslutölk. Þeir lofa einnig, eða hóta eftir því hvemig á það er litið, hærri tekjuskatti hjá tekjuhærri einstaklingum. Þar yrðu Vestmanna- eyingar líka í gildrunni. Samfylk- ingarmenn segjast ætla að setja hærra tryggingagjald á fyrirtækin, það er nú ekki björgulegt fyrir landsbyggðar- fyrirtækin í heild, sem eru að berjast við að byggja upp atvinnu og halda atvinnu í tiltölulega veiku umhverfi, þar sem menn sækja inn í þéttbýlið á Reykjavíkursvæðinu. Það er ekki trú- verðugt að hækka alls konar skatt- heimtur á þessum fyrirtækjum." Ami segir að núverandi ríkisstjóm undir forystu sjálfstæðismanna hafi lækkað skatta á fyrirtækjum úr fimmtíu prósentum niður í þrjátíu prósent á þessu ári. Þetta hefur skapað aukna atvinnu um allt land, meira svigrúm fyrirtækjanna til þess að endumýja sig og styrkja, auka atvinnu og hækka laun um leið. Þetta er spor á réttri leið. Hvað er stefna Sam- fylkingarinnar annað en árás á landsbyggðina, þar sem fábreytni er í atvinnulífinu og erfitt fyrir fólk að finna sér aðra vinnu, en í þessum þröngu atvinnugreinum." Vinnslustöðvarmenn hljóta að hafa metnað fyrir hönd starfsfólks síns Vinnslustöðin hefur verið mikið í umrœðunni nú vegna vcegast sagt bágborinnar stöðu. Það eru tvœr spumingar sem vakna vegna hennar. Er Vinnslustöðin fómarlamb kvóta- ketftsins og í öðru lagi hafa menn spáð því að efalltfœri á versta veg með Vinnslustöðina, til dcemis að lenda í klónum á Samherja og kvótinn fceri norður, þá yrðu það endalok kvótakerfisins? „Vinnslustöðin er ekkert fómar- lamb kvótakerfisins. Vinnslustöðin er eitt kvótahæsta fyrirtæki landsins. Fulltrúar fyrirtækisins hafa sagt að menn hafi góð tök á öllum þáttum rekstursins, nema landvinnslunni. Það er auðvitað mjög alvarlegt mál, því að þar koma margir launþegar til sögu. A hinn bóginn er fullt af landvinnslu- fyrirtækjum sem hafa góða stöðu í landvinnslunni, af hveiju ætti Vinnslu- stöðin ekki að geta það eins og önnur fyrirtæki, ef þeir brjóta til mergjar það sem veldur þeim eríiðleikum. Auðvit- að hefur Vinnslustöðin styrk og bol- magn til þess að bregðast við ein- hverjum skekkjum og áföllum. Vinnslustöðin er fyrirtæki upp á einhverja fimm milljarða króna í upplausn, en hundrað milljóna tap er mikið áfall. Víða um land era fyrirtæki sem hafa séð það svartara, eins og ÚA fyrir tveimur áram, sem var nánast í sömu stöðu, en gengur vel í dag. Það er því óþarfi að mála skrattann á vegginn fyrir fram, þó að þetta sé vissulega mikið áhyggjuefni og óþolandi óvissa, en ég geri kröfu til þess að eigendur Vinnslustöðvarinnar vinni sitt verk eins og þeir era ugglaust menn til og hafa metnað til. Ef hlutir færa á versta veg er náttúrulega stríðsástand, svo einfalt er það, ef hlutir myndu þróast þannig í þessari öflugustu verstöð Islands. Ef fyrir- tækið ætlar að gera breytingar á þeim forsendum að það gæti ekki gert sömu hluti og aðrir, þá er eitthvað mikið að.“ Nú er Olíufélagið stcersti hluthafi í Vinnslustöðinni og iðulega sett sama sem merki milli Olíufélagsins og Framsóknarflokksins. Telur þú að lé- legt gengi Framsóknarflokksins í skoðanakönnuninni sem birt var á laugardaginn um stöðuna á Suður- landi endurspeglist að einhverju leyti í stöðu Vinnslustöðvarinnar? „Nei, ég tel það ekki tengt, enda kemur það mál upp eftir að skoð- anakönnunin er gerð og engan veginn hægt að tengja það saman. Það er ekkert sama sem merki í þessum hlutum í dag að mínu mati milli 01- íufélagsins og Framsóknarflokksins." Fólk fer ekki í hrossakaup með atkvæði sitt Nú heyrir maður að sjálfstœðismenn séu mjög áncegðir með þessa ríkisstjóm og telja að hún hafi unnið gott staif. Davíð hefur sjálfur sagt að samstarfið við framsóknarmenn hafi gengið mjög vel. Nú sagði Halldór Asgrímsson á fundi í Eyjum um daginn að forsendan fyrir veru þeirra í ríkissjórn vœri að þeir kœmu þokkalega út úr kosningunum. Er ekki orðið nauðsynlegt að sjálfstceðismenn fari að hvetja fólk til þess að kjósa Framsókn? „Þetta er náttúralega dónaleg spuming.“ Attuekki dónalegt svar? „I raun ætti maður ekki að svara þessu, vegna jtess að maður ætlar fólki aldrei að fara í hrossakaup með atkvæði sitt. Það er ósköp eðlilegt í pólitískri baráttu að menn stilli upp ákveðnum hlutum og valkostum og ógni jafnvel svolítið. Eg held að menn verði þó að gera slíkt í hófi. Þegar kemur bakslag í skoðanakönnunum á fylgi Framsóknarflokksins, hljóta þeir að hafa áhyggjur af því. En að ætla mönnum að fara að færa atkvæði milli flokka til að bjarga mönnum eða stjómum, er algerlega óraunhæft. Það er hægt að treysta fólki miklu betur en svo að það láti móta sig þannig. Þetta er kannski gott dæmi eins og ég hef heyrt hér í Eyjum að kratamir hafi verið að reyna að koma því á flot af því að ég væri öraggur, þá væri allt í lagi að kjósa Lúðvík, vegna þess að betra væri að hafa tvo þingmenn úr Vestmannaeyjum á þingi. Það sem málið snýst um er að nýta það sóknarfæri sem við fáum ef 3 þing- menn af D-lista ná kjöri undir forystu Eyjamanns. Þá komum við geysilega sterkir inn til myndunar landsstjómar. Lykillinn að sigri í þeim bikarleik er öfiugt fylgi við D-listann, því það er allt sem bendir til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn verði áfram í ríkis- stjóm. Það er nú svo að ég hef séð um málefni Vestmannaeyja á Alþingi. Það væri og gaman ef einhver gæti bent mér á annað. Ég set hins vegar allt mitt traust á Vestmannaeyinga í þessum kosningum. Ég sit í þeirri ábyrgðarmiklu stöðu nú að leiða lista Sjálfstæðisflokkins á Suðurlandi, sem er forystuafl þar. Þetta er eins og bikarleikur hjá IBV, ef ég kem flokknum ekki sterkum út úr þessari kosningu, þá geng ég ekki sem fyrirliði. Þá er einnig búið að afsanna að hægt sé að treysta mér að minnsta kosti mér sem Vestmannaeyingi fyrir forystunni og um leið myndi það valda því að við næðum ekki þeim áhrifum innan þessa mikla afls sem Sjálfstæðisflokkurinn er, afli sem er tryggt er með kjöri þriggja þing- manna. Þess vegna skiptir miklu máli að velja þann kost sem skilar okkur væntanlega mestum árangri." Heijólfsdalsverkefnið er mjög spennandi Hvemig metur þú stöðu Eggerts Haukdal, sem er nú garnall flokks- bróðirþinn, íþessum kosningum? „Ég hef ekki séð neina ástæðu til þess að meta hana. Hann skemmir eitthvað fyrir okkur og til þess er leikurinn gerður.“ Þú átt sœti í Herjólfsdalsnefnd og framkvcemdir í Herjólsdal hafa verið gagnrýndar, hvað viltu segja um þá gagnrýni? „Samstarfið í Herjólfsdalsnefnd hefur verið mjög gott með einróma niðurstöðu. Það era nokkrir kverúl- antar sem hafa gefið sér upp forsendur án þess að setja sig nokkuð inn í málin. I einhverri grein um daginn var talað um að óðlilegt væri að ég stýrði Herjólfsdalsnefnd. Ég var hins vegar valinn til þess af íþróttafélögunum. Einhver vildi meina að það væri óeðlilegt að ég stýrði nefndinni þar sem ég hefði hagsmuna að gæta af Þjóðhátíð, það er hefði tekjur af Þjóðhátíð. Alli sem vilja geta fengið það staðfest að ég hef aldrei fengið eina einustu krónu fyrir störf mín á Þjóðhátíð. Ég sit alltaf uppi með svona skítkast og tek því eins og hverju öðra hundsbiti og það verður að hafa sinn gang. Það dregur ekkert kjarkinn úr mér til þess að vinna að góðum málum fyrir Vestmannaeyjar. Ég er tekinn á beinið uppi á fasta- landinu fyrir að vera harður málfylgjumaður fyrir Vestmannaeyj- ar. Ég hrekk ekkert undan því. En það era margir sem öfundast út í Vestmannaeyjar. Það era Iíka gerðar meiri kröfur til okkar en margra annarra byggðarlaga, ég held mínu striki og ver hag Vestmannaeyja kalt og rólega og læt ekki haggast frekar en Heimaklettur þó að pusi. Lagfæring hátíðarsvæðisins í Herjólfsdal er stór- kostlegt verkefni og metnaðarfullt.“ Kerftð vill að Eyjamenn sjái um sig sjálftr Af hverju eru þessar kröfur meiri til Vestmannaeyja en annarra byggðar- laga? „Ég held að það sé einfalt mál. Vestmannaeyjar hafa alltaf verið öflugt byggðarlag og öflugasta verstöð Islands alla þessa öld. Vestmanna- eyjar hafa alltaf haft sjálfstætt atvinnulíf og menningarlíf. Við sjáum þetta líka í íþróttunum, þar sem mun meiri kröfur hafa verið gerðar til leikmanna IBV heldur en leikmanna annarra liða, þetta hefur aðeins jafnast eftir að Vestmannaeyingar urðu íslandsmeistarar. Það er eins og menn leggi ekki alveg eins í risann. Menn hafa hugsað þannig í íslenska ríkiskerfinu að Vestmannaeyingar sjái um sig sjálfir. Ég get bent á dæmi að þegar ég kom inn á þing fyrir 16 áram var ekki til vegakerfi í Vest- mannaeyjum og Flugmálastjóm ekki heldur og margt fleira mætti nefna. Forsenda þess að ég fór út í pólitík er sú að ég þoldi ekki hversu Vest- mannaeyingar komu illa út úr gosinu Ijárhagslega. Þegar menn skoða hvað hefur áunnist síðan er augljóst að það hefur náðst að krafsa í bakkann í ansi mörgu.“ Ámi segir að stjómarsamstarfið undir forystu Davíðs Oddssonar, sem staðið hafi í Ijögur ár, hafi gengið af- burða vel. „Það er byggt á gagn- kvæmu trausti og marksækni til ár- angurs. Við höfum ekkert þurft að kvarta undan Framsóknarflokknum. Menn greinir eðlilega á í ýmsum þáttum, en það er þannig í öllu þar sem menn vinna saman, það verður að ná samkomulagi og það hefur tekist farsællega." Þurfum að færa út kvíamar og auka möguleikana Byggðamálin hafa verið mál málanna í kosningabaráttunni og kannski ekki að ósekju. Það eru breyttarforsendur í fiskveiðum og vinnslu og störfum í þessum greinum hefur fœkkað á landsbyggðinni, auk þess sem fólki hefurfœkkað þar. Hvaða atriði sérðu fyrir fólk í Vestmannaeyjum og kjördœmið sem snúið gcetu þessari þróun við? „Reyndar er Suðurlandskjördæmi eina landsbyggðarkjördæmið þar sem íbúum hefur fjölgað. I Vestmanna- eyjum hefur íbúum fækkað á fjórum árum um 240 manns, það er um 60 á ári og það er 60 of mikið. Hins vegar getur enginn valið nákvæmlega hvar fólk skuli setjast að. Staða Vest- mannaeyja og Suðurlandskjördæmis er mjög sterk að mörgu leyti. Ég er til að mynda sannfærður um það að stofnun Rannsóknaseturs Háskóla íslands hefur gjörbreytt viðhorfum margra ungmenna til möguleika á atvinnu í heimabyggð í framtíðinni. Fyrir tíu árum vora kannski tveir háskólamenntaðir menn starfandi í Vestmannaeyjum. Nú era þeir fimmtán sem starfa í tengslum við Rannsóknasetrið. Við þurfum að ná meira sviði í þessum efnum, fjar- kennslan gefur góða möguleika, lykilatriðið er þó að hinn efnahagslegi ávinningur og stöðugleiki haldi áfram og í 50 ára sögu lýðveldisins er stöðugleiki í íslensku efnahagslífi bara til í höndum Sjálfstæðismanna." Lykillinn að áframhaldandi árangri er forysta Davíðs Oddssonar Hvað um þá kenningu að stöðugleiki undanfarinna ára sé fyrst og fremst vegna ytri skilyrða? „Samfylkingin hefur gefið í skyn að best sé að kjósa Veðurstofuna til þess að stjóma landinu. Það er ágætis hugmynd út af fyrir sig. Veikleiki Samfylkingarinnar er hins vegar margþættur. I fyrsta lagi er hún partasala og viðbrenndur bixímatur, því þetta er 70 ára landburður af kjaft- æði sem stendur að baki þessum sameiningartilraunum. Þetta era ekkert nema tilraunir, því þeir vakna alltaf við martröð áður en leiknum er lokið. Martröðin í þessu tilviki núna er að Alþýðubandalagið hefur klofnað. Formaðurinn situr uppi sem gísl Alþýðuflokksins og búinn að tapa flokknum, fylginu og forystunni og notaður sem blaðafulltrúi Sighvats Björgvinssonar. Þetta er ótrúlegt hlutskipti formanns Alþýðubanda- lagsins. Kjaminn er búinn að stofna nýjan flokk, Vinstri græna og það er hægt að skilja það sem þeir segja, en hinir hafa verið svo uppteknir af því að hópa sig saman, para sig undan- farin ár að þeir hafa í rauninni ekki verið með í íslenskri þjóðmálabaráttu. Það hefur allt snúist um það hvað það hefur verið gaman að vera saman, en því miður fór það svo að þeir fóra í fleiri parta eins og venjulega. Þetta sést best á prófkjörinu í Norðurlandi eystra, þar sem þeir gátu ekki virt leikreglurnar. Fyrst likaði þeim ekki frambjóðandinn, svo ekki niðurstaðan og þá var bara sagt að ekkert væri að marka. Þetta era auðvitað engin vinnubrögð, heldur sýndarmennska." Eyjamaður leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi í fyrsta sinn Ámi segir að honum finnist skemmtilegt að Vestmannaeyingar fái nú tækifæri til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokkins á Suðurlandi. „Það hefur oft verið skotið á mig og ég gagnrýndur, talað niður til mfn og meira að segja tveir samframbjóð- endur mínir gerðu það á fundinum í sjónvarpinu sl. sunnudag, bæði Lúð- vík Bergvinsson og Guðni Ágústsson. Þeir sögðu að það gæti nú ekki verið að Sunnlendingar væra að kjósa menn eins og Áma Johnsen. En mér finnst þeir ekki síður vera að skjóta á fólkið sem kýs mig, ekki síður en mig sjálfan, að það sé fífl eins og ég. Ég reyni nú að vinna mína vinnu þrátt fyrir svona og vona bara að Eyjamenn standi við bakið á mér, því annars næ ég ekki þeim árangri sem ég vil ná fyrir umbjóðendur mína í Eyjum, fastalandinu og miðunum." BG/ÓG

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.