Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 27

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 6. maí 1999 Fréttir 27 Knattspyrnan: 8 liða úrslit í Deildarbikarnum ÍBV sisraði í fyrsta Qrasleik ársins Veðurguðirnir voru leikmönnum ÍBV og ÍR ekki hliðhollir, þegar liðin áttust við í 8-liða úrslitum deildarbikarsins síðastliðið þriðju- dagskvöld. Rigning og rok settu svip sinn á þennan mikla marka- leik, þar sem skoruð voru hvorki fleiri né færri en 9 mörk og er langt síðan að lið IBV hefur fengið á sig fjögur mörk á heimavelli. Leikurinn byrjaði með miklum látum og strax á fyrstu mínútu leiks- ins. skoraði Steingrímur Jóhannesson fyrsta mark IBV með langskoti fyrir utan teig. Eyjamenn gerðust heldur værukærir eftir þetta og var refsað fyrir, því gestimir svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum. Eftir þetta var leikurinn í jámum, enda erfitt oft á tíðum að hemja boltann við þessar erfíðu aðstæður. Jóhann Möller náði síðan að jafna fyrir Eyjamenn, 2-2, eftir góða homspymu Baldurs Braga- sonar. Jóhann Möller var síðan aftur á ferðinni stuttu seinna, þegar hann fékk sendingu innfyrir vöm IR og kláraði hann færið sitt mjög vel. IR-ingar voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna fyrir leikhlé, 3-3. Eyjamenn sóttu grimml í síðari hálfleik, enda með sterkan vind í bakið. Það var því þvert gegn gangi leiksins að IR-ingar komust yfír, 3-4. ÍBV hélt áfram að sækja af krafti og náðu aðjafna, þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Rútur Snorrason tók þá aukaspymu og náði markmaður ÍR ekki að halda knett- inum og Jóhann Möller fylgdi vel á eftir og fullkomnaði þrennu sína í leiknum. Allt stefndi í framlengingu, þegar Sindri Grétarsson, náði að tryggja IBV sigurinn með marki á lokamínútunum. Lokatölur leiksins, 5-4, og ÍBV því komið í undanúrslit deildarbikarsins. Lið ÍBV: Birkir - Páll, Hlynur, fvar B.(Jóhann S.), Hjalti Jóh - Jóhann M., Guðni, Bjarni G.(Hjalti J.), Baldur, Rútur(Sindri) - Steingrímur. SINDRI skoraði sigurmarkið þegar örfáar mínútur voru til leiksloka. Knattspyrna: Hásteinsvöllur á undanþágu sem fellur úr gildi 15. maí nk. Óþolandi 03 lítillækkandi ■segir formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Stúka ekki á fjárhagsáætlun þessa árs segir bæjarstjóri Reglugerð um byggingu skipu- lagðra áhorfendasvæða hjá liðum í Landssímadeildinni í knattspyrn- unni tekur gildi vorið 1999. Sam- kvæmt reglugerð Mannvirkja- nefndar, sem orðin er nokkurra ára gömul og gaf félögum fímm ára aðlögunartíma, skulu vera skipu- lögð áhorfendasvæði hjá liðum í Landssímadeild fyrir a.m.k. 500 manns fyrir keppnistímabilið 1999. Á vinnufundi í Landssímadeildinni um síðustu helgi var gerð grein fyrir úttekt hjá heimavöllum félaga í Lands- símadeild og þar reyndust ÍBV, Leiftur og Grindavík standa langt að baki öðmm liðum en þar vantar alveg skipulögð áhorfendasvæði. f fram- haldi af þessu hefur knattspymudeild ÍBV sótt um undanþágu til KSÍ til þess að fá að spila heimaleiki sína í Landssímadeildinni á Hásteinsvelli í sumar í ljósi reglugerðar KSÍ. Bréf knattspymudeildar ÍBV til Mannvirkjanefndar var þannig: „í framhaldi af úttekt Mannvirkjanefndar KSÍ á Hásteinsvelli fyrir sumarið 1999 og athugasemdir þar um, vill knatt- spymudeild IBV taka eftirfarandi fram: Knattspymudeild ÍBV sækir hér með um undanþágu til Mann- virkjanefndar KSI til að leika heima- leiki sína á Hásteinsvelli sumarið 1999. Það em bæjaryfirvöld í Vest- mannaeyjum sem þurfa að svara til um hvort framkvæmdir við skipulögð áhorfendasvæði o.fl. séu á döfínni." Jóhannes Ólafsson, formaður knatt- spymudeildar IBV, segir orðið óþol- andi að hlusta á lítillækkanir Mann- virkjanefndar í garð ÍBV vegna að- stöðuleysis við Hásteinsvöll hvað eftir annað. „Við þurfum að sitja undir þessu hvað eftir annað, að á- horfendaaðstaða sem hér er íyrir hendi sé langt í frá að vera boðleg og samrýmist ekki lögum. Evrópuleikir munu ekki verða spilaðir á Hásteins- velli. En eins og fótboltaáhugamenn vita er mjög mikilvægt að þessir leikir fari fram hér í Eyjum til að auka líkur okkar að komast áfram og lenda í ævintýmm eins og leikjunum við Stuttgart. Knattspyman í Eyjum á skilið að þessu verði kippt í liðinn. Teikningar liggja fyrir en nú þarf eitthvað að fara að gerast." Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra knattspymudeildar IBV, liggja fyrir teikningar að skipu- lögðum áhorfendastæðum við Há- steinsvöll en engin framkvæmda- áætlun, sem er forsenda þess að fá undanþágu fyrir heimaleiki á Há- steinsvelli í sumar. „Þetta er grafalvarlegt mál en þetta ætti svo sem ekki að koma nokkmm á óvart því þetta er búið að liggja fyrir í nokkur ár. Get ég þar vitnað í fjöl- margar bréfaskriftir og fundargerðir ef á þarf að halda. Enn hefur ekkert gerst en nú standa menn frammi fyrir því að þurfa að taka ákvarðanir, þ.e. hvort IBV spili heimaleiki sína t.d. í Njarð- vík eins og gert var í gosinu, eða þá að menn virði lög KSI og leggi fram framkvæmdaáætlun um byggingu skipulagðra áhorfendasvæða svo ÍBV geti spilað áfram leiki sína á Há- steinsvelli," sagði Þorsteinn. Þegar leitað var álits Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra á málinu sagði hann að bygging stúku við Hásteinsvöll væri ekki á fjárhags- áætlun þessa árs. „Á síðasta ári var byggð fullkomin búningsaðstaða við völlinn en í ár einbeitum við okkur að Iþróttamiðstöðinni sem svo sannarlega þarfnast lagfæringa," sagði Guðjón. Lúðvík Georgsson hjá Mannvirkja- nefnd KSÍ segir að settar hafi verið reglur um knattspymuvelli fyrir sex ámm. „Þessar reglur tóku gildi ára- mótin 92 - 93. Þar segir meðal annars um áhorfendaaðstöðu að félög geti fengið frest til 15. maí 1999 varðandi endurbætur á þeirri aðstöðu sem fyrir er. Vellir em fíokkaðir upp eftir ákveðnu kerfi og heyra lið sem leika í Landssímadeildinni til flokki B. Sam- kvæmt þeim flokki á að vera aðstaða fyrir 500 áhorfendur í skipulögðum uppbyggðum stæðum eða sætum, auk þess sem girðing verður að vera utan um völlinn Þetta er ekki til staðar á heimavelli IBV nú.“ Lúðvík segir að sækja þurfí sér- staklega um undanþágu frá þessu ef aðstaðan er ekki fyrir hendi. „Það er þó ekki nóg að sækja bara um undanþágu heldur verður að fylgja staðfest framkvæmdaáætlun, sem fellur undir byggingaskipulag, til þess að fá undanþáguna, hún mun ekki vera til að ég best veit.“ Lúvík vill þó ekki tjá sig nánar um einstaka velli. „Það em þrír vellir liða sem leika í Landsímadeildinni sem ekki uppfylla þessar kröfur. Liðin verða hins vegar að taka sig á í þessu efni, hins vegar eru þetta ekki háar kostnaðartölur til að uppfylla lág- marks aðstöðu. Ég þykist hins vegar vita það að ÍBV hugsar stórt í þessu efni. Við munum skila skýrslu til stjómar KSÍ um úttekt Mannvirkja- nefndar á velli ÍBV, en stjóm KSI mun taka endanlega afstöðu í málinu." Knattspyrna: Minningarleikur um Lárus Jakobsson IBV 03 Fram á Há- stcinsvclli á laujardas ÍBV og Fram mætast í æfingaleik á laugardaginn á Helgafellsvelli kl. 14.00. Leikurinn er til minningar um Láms heitinn Jakobsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra knattspymudeildar ÍBV. íslands- og bikarmeistarar IBV fá væntanlega hörkukeppni frá hluta- félaginu Fram á laugardaginn. Framarar hafa fengið mikinn mann- skap fyrir sumarið og verða án efa mjög skeinuhættir í sumar. Með Fram spila tveir fyrrverandi leikmenn ÍBV, þeir Steinar Guðgeirsson og Sigurvin Ólafsson. Islands- og bikarmeistarar IBV mæta með sitt öflugasta lið nema að einhverjir leikmenn eiga við meiðsli að stríða. Vonandi sjá flestir Vest- mannaeyingar sér fært að mæta til að heiðra minningu Lámsar og sjá hörku leik. Allur ágóði af leiknum rennur í Minningarsjóð um Láms Jakobsson. Verð á leikinn er 500 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. iyrir böm. ÍBV lagði Blikana Islands-og bikarmeistarar ÍBV sigruðu Breiðablik í 16-liða úr- slitum deildarbikarsins, í síðustu viku. Leikið var á litlum malarvelli í Kópavogi, en eins og allir vita, þá neituðu Breiðabliksmenn að koma hingað til Eyja og spila á grasi. Þetta var mikill baráttuleikur og undir lok fyrri hálfleiks fengu Eyjamenn dæmda á sig vítaspymu, en Birkir Kristinsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Staðan í leikhléi var því, 0-0. í síðari hálf- leik fengu Eyjamenn dæmda víta- spymu, þegar Jóhann Möller var felldur inní teig. Steingrímur Jó- hannesson skoraði ömgglega úr vítinu. Baldur Bragason kom ÍBV síðan í 0 - 2, eftir góða sendingu frá Inga Sigurðssyni. Breiðablik minnkaði muninn þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Eyjamenn héldu fengnum hlut og lokastaðan því, 1-2. Þess má geta að Ingi Sig- urðsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. KemurZoran? Allt er á huldu með það hvort Zoran Mijlkovic spilar með ÍBV í sumar. Eins og kunnugt er var Zoran dæmdur í ársbann fyrr í vetui og hann áfrýjaði dómnum. Síðan hefur ekkert gerst þannig að htrns mál eru ekki enn kornin á hreint. ívar og Krístinn meiddir Ivar Bjarklind og Kristinn Haf- liðason eiga við meiðsli að stríða. Ivar lék aðeins í 5 mínútur gegn IR í deildarbikamum á þriðjudaginn. en hann var búinn að vera tæpur í nára. Kristinn lognaði á liðbandi í hné í deildarbikamum fyrir tveimur vikum og hefur ekki enn náð sér. Stelpurnar í 6. sæti Á laugardaginn léku ÍBV- stelpumar gegn KR í deildtirbikar kvenna. Þetta var hörkuleikur og var staðan í hálfíeik, 0 -0 . Bryndís Jóhannesdóttir var rekin af leikvelli um miðjan seinni hálfleik og fljótlega eftir það náðu KR-ingar að skora tvö mörk og endaði leikurinn þvi með sigri KR, 2-0. Á sunnudaginn léku stelpumar við ÍA um 5. - ó.sætið og endaði leikurinn með sigri ÍA, 2 - 1. Bryndís Jó- hannesdóttir skoraði mark ÍBV. Simmi í liói ársins Lokaltóf HSÍ fór fram á Hótel Sögu síðastliðið föstudagskvöld. Veitt vom verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á liðnum vetri í karla og kvennaflokki. Kvennalið ÍBV fékk ein verðlaun á hófínu, sem prúðasta lið deildarinnar. Valin vom karla- og kvennalið ársins og var Sigmar Þröstur Óskarsson í liði ársins hjá körlunum og kom það engum á óvart. Hermann og félagar upp um deild í síðustu viku tryggðu Hermann og félagar í Brentford sér sæti í ensku c-deildinni. Siðastliðið þriðjudags- kvöld lék Brentford á heimavelli gegn Swansea og unnu þeir, 4-1. Hermann skoraði þriðja mark Brentford með glæsilegum skalla. Brentford er nú efst í deildinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.