Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 24

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 24
24 Fréttir Fimmtudagur 6. maí 1999 fCosHÍPtgatiaffið vcpöm í _____ á ÍMÖpdag Staðhingsmenn DmClStlUí& cpt4 ávattir tiú að Cíta við gq fá sér ffaffi og ntcðúœti af áúaðGorðina Asókn í túnfiskveiðar: Nýr Ófeigur VE smíðaður í Kína og verður tilbúinn næsta sumar ÓFEIGUR VE eins og hann kemur til með að líta út fúllbúinn. Fiskurinn, sem íslendingar hafa hingað til aðcins þekkt sem inn- fluttan dósamat, túnfiskur, er nú meðal þess sem menn renna vonar- augum til í framtíðinni. Sýnt er að hinir gömiu nytjafiskar okkar á borð við þorsk, ýsu og ufsa, þola ekki á næstunni öllu meiri veiði og því þarf að ieita hófanna annars staðar. Vestmannaeyingar hafa verið hvað sneggstir að taka við sér í þessum málum og nú þegar er eitt sérútbúið túnfiskveiðiskip í eigu Vestmanna- eyinga, Byr VE. Byr er nú að veiðum suður í höfum, ekki fjarri Kanarí- eyjum og hefur gengið þokkalega, fengið 300 - 400 kg í lögn. En því meir sem líður á árið færir fiskurinn sig norðar og kemur inn í íslensku lögsöguna síðla sumars. Eru þá vonir bundnar við enn betri árangur. En fleiri eru á leiðinni í túnfiskinn. Útgerð Sæhamars er í hópi níu aðila sem hafa í huga að láta smíða nýtt túnfiskveiðiskip í Kína. Að öllum lík- indum verður skrifað undir samninga í þessari viku. Og útgerðarfélagið Stígandi, sem gerir út Ófeig VE, hefur gengið frá samningum um smíði á nýju skipi í Kína. Nýja skipið verður talsvert stærra en gamli Ófeigur og útbúið til togveiða og sömuleiðis hannað til túnfískveiða með tilheyrandi frysti- búnaði en túnfiskurinn er frystur við - 65°. Skipið er 42 m að lengd og mjög áþekkt að lengd og togarinn Bergey en bæði breiðara og dýpra. Það er íjögurra rnílna skip, sem kallað er, má veiða að fjögurra sjómflna mörkunum en hægt er að breyta því í öflugra skip með litlum tilkostnaði. Viktor Helgason, útgerðarmaður, segir að skrifað hafi verið undir samn- inga sl. laugardag og reiknað sé með að skipið verði afhent næsta sumar, afgreiðslufrestur sé 13 mánuðir. Fyrirhugað sé að stunda botnfisk- veiðar í 8 - 9 mánuði en svo sé ætlunin að reyna við túnfiskinn þegar fer að síga á seinni hluta ársins. Verð á kvóta sé komið svo upp úr öllu valdi að ekki sé lengur gmndvöllur fyrir að leigja hann eða kaupa varanlega og því hugsi þeir sér að reyna við tun- fiskinn. Viktor segir að ástæða þess að skipið verði smíðað í Kína sé sú að Kínverjamir séu með miklu hag- stæðari tilboð en aðrir og þar muni miklu. Reiknað sé með að skipið muni fullbúið kosta um 450 milljónir króna og það sé langtum lægri tala en aðrir hafi getað boðið. Viktor segir ennfremur að gæði eigi að vera sam- bærileg við það sem aðrir bjóða ef ekki meiri enda standi Kínveijar mjög framarlega í skipasmíðum og hafi langa reynslu að baki. Nlál Eggerts afgreitt Eggert Björgvinsson hefur staðið í nokkru stappi við bæjar- yfirvöld vegna verðlagningar á þjónustu Ahaldahússins sem Eggert hefur talið brjóta í bága við samkeppnislög. Nú hefur Samkeppnisstofnun kveðið upp úrskurð sinn og segir þar að ekki sé ástæða til að að- hafast meira í málinu nema ný gögn komi fram í því. í bréfi Sam- keppnisstofnunar kemur m.a. ffam að viðskipti Áhaldahússins við aðra en bæjarsjóð séu 4,67% af heildarútleigu á tækjum en þar af teljast einnig stofnanir sem bærinn er ábyrgur fyrir rekstrarlega séð, svo sem Bæjarveitur, Hafnarsjóð- ur, Sorpeyðingarstöð, Náttúrustofa og Leikskólinn Betel. Forkaups- réttur að GullbergiVE Útgerð Guilbergs VE hefur keypt nýtt skip í Noregi, eins og fram hefur komið í fréttum, og er því gamla Gullberg til sölu. Nokkur botnfiskkvóti fylgir skipinu og er því skylda, lögum samkvæmt, að bjóða viðkomandi bæjarfélagi forkaupsrétt. Bæjar- ráði hefur borist bréf frá Friðriki J. Amgrímssyni hdl. þar sem bænum er boðinn þessi réttur. Bæjarstjóra hefur verið falið að afla nánari upplýsinga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.