Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 13. janúar 2000 Opin svæði skipulögð ÞRIGGJA manna nefnd skal nú gera tillögur um opin svæði á Heimaey. Á fundi skipulags- og bygginga- nefndar í desember á síðasta ári var lögð fram tillaga að nýtingu á opn- um svæðum í Vestmannaeyjum. Skipuð verður þriggja manna nefnd sem á að skila tillögu að nýtingu opinna svæða og grófri kostnaðar- og framkvæmdaáætlun. Þá skal nefndin koma með tillögur um ný svæði sem og niðurfellingu annarra svæða og skal aðalskipulag Vestmannaeyja 1988-2008 haft til hliðsjónar. Þessi mál á að skoða nokkuð vítt, með tilliti til þess sem prýðir leiksvæði, þ.e. sparkvellir, leikvellir, leiktæki og annað sem er vel til fallið. Þá skal nefndin koma með tillögu að fram- tíðarsvæði fyrir tjöldun aðkomufólks, þ.e. bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Lagt er til að nefndin verði skipuð þeim Kristjáni Bjama- syni, garðyrkjustjóra, Ólafí Ólafssyni, bæjartæknifræðingi og Inga Sigurðs- syni, skipulags- og byggingafulltrúa. Nefndin skal skila áliti sínu og tillögum fyrir 1. apríl nk. Alls eru það tólf svæði sem nefndin skal gera tillögur um, auk þess sem bent er á fjögur önnur til viðbótar. Eftirfarandi svæði eru lögð til grund- vallar og fylgir með rökstuðningur skipulags- og bygginganefndar. Milli Illugagötu og Brimhóiabrautar Stórt svæði á góðum stað. Hug- myndir hafa komið upp áður að gera þar einhvers konar fjölskyldugarð og hefur verið unnin tillaga þar um á vegum bæjartæknifræðings. Milli raðhúsa í Foldahrauni Svæði á góðum stað en gæti hugs- anlega farið í byggingu seinna meir. Stakkagerðistún Stórt svæði í hjarta bæjarins. Svæðið er nú þegar í vinnslu deiliskipulags og mætti koma með hugmyndir úl skipu- lagshönnuða þar um. Milli Austurvegar og Kirkjubæjarbrautar Lítið svæði sem er nú þegar í notkun að nokkru leyti þar sem leiktæki eru þar til staðar. Við Fjólugötu Lítið svæði sem er í notkun að nokkru leyti, m.a. eru leiktæki þar til staðar. Ofan Smáragötu Lítið svæði, í notkun að nokkru leyti og leiktæki til staðar. Spuming er um að leggja áherslu á eitt slíkt svæði í Skeifuhverfmu. Ofan Litlagerðis Lítið svæði skv. deiliskipulagi fyrir „Gerðin." spuming um endurskoðun á staðsetningu þess með tilliti til frestunar á framkvæmdum við Miðgerði. Milli Hrauntúns og Höfðavegar Lítið svæði sem er nú þegar í notkun að einhverju leyti þar sem leiktæki em til staðar. Hins vegar þarf að laga svæðið talsvert miðað við það sem er í dag. Milli Bröttugötu og Hrauntúns Lítið svæði í notkun að nokkm leyti og leiktæki til staðar. Ofan Kleifarhrauns Stórt svæði sem er nú þegar í vinnslu fyrir einn af komandi sparkvöllum á næsta vori. Athugandi er að skoða svæðið betur til almennrar útivistar, sérstaklega ef hugmyndir em uppi um að byggja ekki meira í suður frá Kleifarhrauni. Við Dverghamar Lítið svæði, í notkun að nokkra leyti og leiktæki til staðar. Tjaldsvæði í Herjólfsdal eða á nýjum stað Þetta er mál sem lengi hefur verið í deiglunni og hefur m.a. verið rætt um að færa tjaldstæðin nær þeirri þjónustu sem er til staðar. Þar má nefna svæðið við íþróttamiðstöðina vegna nálægðar við hana og matvömverslun auk þess sem styttra er þaðan í bæinn. Þá þarf að athuga með svæði fyrir fellihýsa- og tjaldvagnafólk á sama svæði. Af öðmm svæðum sem bent er á að vert sé að skoða er svæði milli Bröttugötu og Strembugötu, svæði milli Bessahrauns og Iþróttamið- stöðvar, svæði vestan Ashamars- blokkanna og svæði milli Skólavegar og Kirkjuvegar. Menningartilraun á Lundanum -Grímur og Jón Ingi bjóða á þorrahlaðborð Nú þegar líða fer að Þorra huga menn að þorramatnum með öllum þeim góðu drykkjarföngum sem fólk gjarnan rennir honum niður með. Jón Ingi vert á Lundanum hefur verið ötull í að vera með nýjungar í veitingarekstri sínum og hefur nú ákveðið í samráði við Veisluþjónustu Gríms að bjóða Vestmannaeyingum upp á þorramat á Þorranum. Jón Ingi segir að markmiðið með þessu sé að gefa fólki, sem ekki er í neinum félagasamtökum, en langar til þess að gera sér dagamun á þorranum, tækifæri til þess að gæða sér á þorra- mat í góðra vina hópi. „Ég mun bjóða upp á þorrahlaðborð helgarnar 21. og 22 janúar, og 28. og 29. janúar. Þetta verða þorrablót eins og þau gerast best, með íjölbreyttum þorra- mat og Víkingasveitinni sem sjá mun um tónlistarstemmninguna. Fólk getur komið í matinn og ef það vill, verið áfram, því að hljómsveitin kemur til með að spila fram á nótt, eða þar til Pétur segir stopp." Jón Ingi segir að nokkuð hafi verið spurt um það hvort hann hygðist ekki bjóða upp á einhverja tilbreytingu á Þorranum. „Ég er því að reyna að koma til móts við það fólk sem ekki sækir hefðbundin þorrablót hinna ýmsu félagasamtaka. Ég vil því hvetja áhugsama til þess að panta í tíma og gera sér glaða kvöldstund á Þorranum og skammdeginu." Hægt er að panta borð á þorrahlaðborð Lundans í síma 896-3426 Endur- skoðun á íþrótta- miðstöð Á síðasta fundi bæjarráðs lágu fyrir undirskriftalistar þar sem skorað er á bæjarstjórn að endurskoða ákvörðun sína um viðgerð á íþróttasal íþróttamið- stöðvarinnar og byggja tvö- faldan sal í stað núverandi salar. Á fundinum var ákveðið að fela bæjarstjóra, í samráði við tækni- deild, að ræða við fulltrúa byggingaraðila um stöðu fram- kvæmda. Þá verði kannaðir allir kostir er varða framtíðarupp- byggingu íþróttamiðstöðvarinnar. Ragnar Oskarsson lét bóka að hann minnti á tillögur sem bæjar- fulltrúar Vestmannaeyjalistans hefðu lagt fram á síðasta ári um nýjar hugmyndir vegna íþrótta- salar. Ragnar telur að taka þurfi ákvörðun um framgang málsins hið fyrsta. Ökuskóli íslands r\a^en^Q Meiraprófs- öklÁkóii námskeið íslands Meiraprófsnámskeið byrjar í fyrirrúmi laugardaginn 15. janúar kl. 09.00 á Gistiheimilinu Heimi við Heiðarveg. Innritun á Bílaverkstæði Muggs í síma 481-2523. Seinustu forvöð að innrita sig eru á morgun, 14. janúar. ADALSAFNADAR- FUNDUR Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar fyrir árið 1999 verður haldinn í Safnaðarheimli Landakirkju sunnu- daginn 23. janúar 2000 kl. 13.00 Dagskrá fundarins er: 1. Ársskýsla sóknarnefndar. 2. Ársreikningar. 3. Ársskýrslur sóknarpresta og starfsmanna. 4. Kosning endurskoðenda. 5. Önnur mál sem upp kunna að koma. Guðsþjónusta er kl. 11.00 um morguninn þar sem fram kemur kórfólk víða að úr Kjalarnessprófasts- dæmi Eftir guðsþjónustu mun verða borið fram kaffi og jafnframt verður formleg móttaka á kirkjuhurð fyrir Landakirkju en hurðin er gefin af Kvenfélagi Landa- kirkju Sóknarnefnd. Hraunbúðir Vestmannaeyjum Rekstur eldhúss Útboð 12349 Ríkiskaup, fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, óska eftir tilboðum í rekstur eldhúss að dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Frá og með miðvikudeginum 19. janúar nk. verða útboðsgögn til sýnis og sölu á kr. 3.000,- hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað hinn 1. febrúar 2000 kl. 14.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Jóhannes Atlason aðalræðumaður á herrakvöldi ÍBV Herrakvöld ÍBV verður haldið í Týsheimilinu föstudaginn 21. jan- úar næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 19 og sér Grímur Gíslason kokkur um glæsilegt sjávarréttahlaðborð. Ræðumaður kvöldsins verður enginn annar en Jóhannes Atlason, íyrrum þjálfari ÍBV og íslenska landsliðsins, en hann er frægur fyrir að segja skemmtilega frá. Auk þess mun ónefndur kvenmaður mæta og segja skemmtilega brandara, leynigestur verður á svæðinu, happ- drætti með glæsilegum vinningum verður, uppboð og ýmislegt fleira gert til skemmtunar. Meðal annars verður efnt til keppni á milli liða. Veislustjóri verður Ásmundur Friðriksson. Allir em hvattir til að mæta í bún- ingi uppáhaldsliðs síns í ensku knatt- spymunni, eða einfaldlega í ÍBV- búningnum. Keppni verður á milli liða á herrakvöldinu sem mun hleypa spennu í mannskapinn. Spumingin er því hvaða enska lið á öflugasta stuðn- ingsmannahópinn í Vestmannaeyjum. Leikmenn ÍBV, stjómarmenn og félagar í stuðningsmannaklúbbi IBV em þessa dagana að selja miða á herrakvöldið. Éinnig er hægt að kaupa miða í Þórsheimilinu. Stuðningsmenn ÍBV em hvattir til að fjölmenna á herrakvöldið. Mjög góð viðbrögð hafa verið við því og má því búast við að slegist verði um miðana enda em aðeins 100 miðar í boði. Verð pr. miða er 2.500 kr. Leikmenn IBV Knattspymudeild ÍBV Stuðningsmannaklúbbur IBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.