Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 13.01.2000, Page 18
18 Fréttir Fimmtudagur 13.janúar 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! 13. janúar fimmtudagur Kl. 10.00 Foreldramorgunn, á nýj- um tfma, aldrei t'erskari. Kl. 14.30. Helgistund á Heilbrigð- isstofnun Vestmannaeyja dagstof- unni á 2. hæð. KI. 17.30 TTT-starfíð (tíu til tólf ára) byrjað aftur. Komið og verið með í spennandi samverum. Kl. 18.00 Kyrrðar og bænastund með Taize-lagi, tekið á móti bæna- efnum hjá prestunum. Föstudagur 14. janúar Kl. 13.00. Fyrsta æfing hjá Litlum lærisveinum á nýju ári. Heilsum nýjum stjómendum með góðri mætingu. Nýir kórfélagar vel- komnir því spennandi verkefni bíða kórsins. 16. janúar sunnudagur kl. 11.00 Sunnudagaskólinn hefst aftur með pompi og prakt. Nýjar brúður koma í heimsókn, ný vegg- spjöld og fleiri límmiðar. Skemmtilegur söngur, sögur og gleði. Börnum og foreldrum vel- komið að drífa sig á fætur og í sunnudagaskólann. Kl. 14 Messa. Minnst verður sjó- slyssins á Helga VE 333 sem varð fyrir réttum 50 árum. Aðstand- endur, sjómenn, Eykyndilskonurog aðrir áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna í messuna. 18. janúar þriðjudagur kl. 16.30Kirkjuprakkararkomnirí gang. Það verður margt forvitnilegt brallað. Krakkar á aldrinum 7-9 ára eru velkomin. 19. janúar miðvikudagur Fermingarfræðsla kl. 14.40, 15.40 og 16.40. Fermingarböm mæti klár í sína tíma. Kl. 20.00. Opið hús unglinga í KFUM&K húsinu. 20. janúar fimmtudagur kl. 10.00 Foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu. kl. 14.30 helgistund á Sjúkrahúsinu annarri hæð. Heimsókn- argestir velkomnir. Kl. 17.30 Nú erTTT-starfið komið á fullt með öllum sínu Ijöri. kl. 18.00 Kynðar og bænastund. Kveðja, séra Bára Friðriksd. Hvítasunnu KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.00 Bænasamvera safnað- arins. Laugardagur Kl. 20.00 Bænasamvera Sunnudagur Kl. 15.00 Mikil vakningarsam- koma með margbreytilegu ívafi. Ræðumaður Jóhannes Hinriksson - Jesús Kristur kom til að frelsa synduga menn..! Þriðjudagur Kl. 17.30 krakkakirkjan Hjartanlega velkomin að Orði Drottins Hvítasunnumcnn Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 15. janúar Kl. 11.00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Jói og Svana taka við af Ellu og Kela I mörg ár hafa þau Þorkell Húnbogason og Elín Frans Hróbjartsdóttir rekið Veitingaskálann við Friðarhöfn. Nú hafa þau látið af þeirri starfsemi og ætla að einbeita sér að gistiheimilinu Heimi sem þau festu kaup á á síðasta ári. Olíufélagið, sem á aðstöðuna auglýsti hana fyrir skömmu og bárust alls 11 umsóknir. Hnossið hrepptu hjónin Jóhannes Olafsson, lögregluvarðstjóri og fráfarandi formaður knattspyrnudeildar IBV og Svanhildur Guðlaugsdóttir verslunarstjóri KÁ. Tóku þau við rekstrinum á mánudaginn. Veitingaskálinn hefur verið fastur liður í lífi margra, sem mæta í spjallið á morgnana sem alltaf er fjölmennt eða bara hvenær sem er. Þarna var Keli fremstur, ekki síst þegar kemur að sjónum. Jói óttast ekki að standa sig á þeim vettvangi enda sé hann gamall sjóhundur og höfnin hafi alltaf A laugardagsmorguninn færðu morgunspjallararnir Ellu og Kela smá gjöf. Frá vinstri, Pétur lokkað hann til sín. Kristjánsson, Ingvar í Skógum, Jósúa Steinar, Halli Óskars, Ella, Keli, Goggi í Klöpp og Hjörtur Hermanns. Spennan eykst Svo virðist vera að tipparar hafi tekið getraunanefndina á orðinu frá því í síðasta pistli og byrjað nýja árið mjög vel. Um síðustu helgi náðu tipparamir einum besta árangri sein náðst hefur og jókst spennan í riðlunum fjórum um það hverjir fara áfram, en þrír efstu hópamir komast áfram. Bestu hópamir í 6. umferð vom Austur- bæjargengið og Pömpiltar en þessir hópar náðu 10 réttum. Sjö hópar voru með 9 rétta og níu hópar með 8 rétta. Staðan eftir 6 umferðir er: A-riðiIl: Austurbæjargengið og Klaki 45, Dumb and Dumber og Fema United 44, H.H. 43, Bonnie and Clyde 37. B-riðill: Húskross 45, Vinstri bræð- ingur 43, Allra bestu vinir Ottós og JóJó 42, Joe on the Hill 40, Munda 36 C-riðill: Flug-Eldur 48, FF 47, Pömpiltar 46, Mambó 42, E.H. 37. D-riðill: Man.City, Tippalingumar og Tveir á Toppnum 42, Bæjarins bestu 41, Bláa Ladan 39. Heldur hefur dregið úr getraunasölu í Týsheimilinu og viljum við minna á að ÍBV fær 30% af hverri seldri röð í Týsheimilinu en aðeins 15% á öðmm sölustöðum þannig að um er að gera að koma og tippa í Týsheimilinu. Þar er hægt að tippa á enska og ítalska boltann og einnig Lengjuna sem margir spila. Einnig viljum við minna tippara á að hægt er að taka kreditkort en ekki debetkort í Týsheimilinu þannig að menn geta alltaf hringt inn ef þeir em á sjó eða komast ekki af öðmm orsökum og starfsmenn getrauna IBV geta sett þetta inn í tölvuna. Einnig er gott að koma í Týsheimilið og fá sér ljómandi gott bakkelsi frá Vilberg og rjúkandi heitt kaffi að hætti Edda Garðars og taka síðan spjall um allt milli himins og jarðar á laugardögum milli lOog 14. GETRAUNANEFNDÍBV ✓ Tilbod gildirfrá eftirtöldum áœtlunarstödum: Akureyri 461 4050 Egilsstaðir 471 1 122 Vestmannaeyjar481 3050 gerlr fíelrum faert að fíjúga Gildir fyrir hádegis- og kvöldscðil Hard Rock Café daginn scm flogið cr frá ofan grcindum áætlunar stöðum . Tilboðið býðst farþcgum dagana 12. til 31. janúar árið 2000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.