Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Qupperneq 1
1
I
í
i
i
s
t
s
!
!
t
!
!
!
!
27. árgangur • Vestmannaeyjum 27. janúar 2000 • 4. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293
B í 7 Æ
■ *
STJÓRNENDUR kórsins á tónleikunum voru Guðmundur H. Guðjónsson í Vestm.eyjum, Jóhann
Baldvinsson Garðabæ og Einar Örn Einarsson Keflavík en hér heldur Guðmundur á sprotanum.
Fjölmennur kór með
tónleika fyrir fáa
Hátíðakór Kjalarnessprófastsdæm-
is, sem komið hefur verið á lagg-
irnar í tilefni 1000 ára kristni í
landinu hélt æfingu og tónleika í
Vestmannaeyjum um síðustu helgi.
Fóru tónleikamir fram í Safnaðar-
heimili Landakirkju á laugardaginn,
en því miður að viðstöddu nokkru
fámenni í hópi áheyrenda og má ljóst
vera að líklega hefur aldrei jafn
íjölmennur og öflugur kór sungið fyrir
jafn fáa í Vestmannaeyjum. Má þar
telja miskilningi um að kenna að
hluta, því ntargur taldi að einungis
væri um æfingu að ræða og aðrir að
um generalprufu fyrir tónleika kórsins
í Landakirkju á sunndaginn væri að
ræða. Allt um það þótti þessum stóra
kór takast bærilega söngurinn, bæði í
Safnaðarheimilinu á laugardegi og við
guðsþjónustu í Landakirkju á sunnu-
degi. Þó að kórinn sé að stofni til
aðallega skipaður fólki sem fyrir er í
kirkjukórum prófastsdæmisins, þá
hvatti Guðmundur H. Guðjónsson
stjómandi kórs Landakirkju, söngfólk
hér í Eyjum sem ekki var í kirkju-
kórnum til þess að taka þátt í söng
Hátíðakórsins og tókst það með
ágætum.
Hátíðarkórinn mun eiga eftir að
koma saman aftur og þá um næstu
helgi á Kristnihátíð sem haldin verður
í Garðabæ og svo víðar á árinu þar til
hátindi kristnihátíðar verður náð á
Þingvöllum í sumar.
Þeir em margir sem koma að téðu
hátíðakórhaldi. Stjómendur kórsins á
tónleikunum síðastliðinn laugardag
vom Guðmundur H. Guðjónsson í
Vestmannaeyjum, Jóhann Baldvins-
son Garðabæ, Einar Öm Einarsson
Keflavík, sem jafnframt söng einsöng
með kómum. Úlrik Ólason Víði-
staðakirkju Hafnarfirði, Jónas Þórir
Mosfellsbæ og Guðmundur Sigurðs-
son Útskála og Hvalsnesskirkju.
Einnig léku Védís Guðmundsdóttir og
Michelle D.R. Gaskell á þverflautur á
tónleikunum.
Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum:
Uppstokkun á rekstri
-samfara lagfæringum og endurbótum á húsnæði
Nú standa fyrir dyrum niiklar
endurbætur og breytingar á hús-
næði Heilbrigðisstofnunarinnar og
um leið verður uppstokkun á
starfsemi stofnunarinnar. I stað
tveggja deilda á tveimur hæðum
verða bæði handlæknis- og lyf-
læknisdeild á 2. hæð en skrifstofur
og endurhæfingardeild verða á 3.
hæðinni. I fyrsta áfanga verður
unnið fyrir um 30 milljónir en í
heild kosta breytingarnar um 160
milljónir.
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. formaður
stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar,
segir að þama sé verið að bregðast við
breyttum aðstæðum og minni nýtingu
sjúkrarúma. Um leið verður farið í
nauðsynlegt viðhald innanhúss.
Segir Guðbjörg að stofnunin sé í 25
ára gömlu húsi sem þarfnist lag-
færinga og því ákveðið að nota tæki-
færið og gera breytingar um leið.
„Nýting hefur minnkað m.a. vegna
þess að í dag em sjúklingar sendir fyrr
heim og allar stærri aðgerðir fara fram
á hátæknisjúkrahúsunum í Reykja-
vík,“ sagði Guðbjörg.
Núna em handlæknisdeild á 3. hæð
og lyflæknisdeildin á 2. hæð og segir
Guðbjörg að ætlunin sé að reka báðar
deildimar á 2. hæðinni. Um leið
verður sjúkrarúmum fækkað úr 48 í
35 en það er sá fjöldi rúma sem verið
hefur í notkun undanfarið.
„Byrjað verður á breytingum á 2.
hæð austurálmu og hefjast fram-
kvæmdir á næstu mánuðum. Við
fáum 28 ntilljónir frá ríkinu og
framlag bæjarins er 15% þannig að í
heild verða þetta um 32 milljónir en
verkið allt á samkvæmt áætlun að
kostaum 160 ntilljónir króna.“
Guðbjörg segir að lyflæknisdeildin
verði áfram á 2. hæð í austurálmu en
handlæknisdeildin flyst niður á sömu
hæð í suðurálmu. „A þriðju hæð í
austurálmu verður endurhæfingar-
deild, læknamóttaka og skrifstofa. í
suðurálmu verða eins og í dag skurð-
stofur og fæðingarstofa. Við gerum
okkur grein fyrir því að á meðan á
framkvæmdum stendur verður
nokkuð rask bæði fyrir sjúklinga og
starfsfólk en reynt verður að hafa það
í lágmarki."
Hver er ávinningurinn? „Við vitum að
þetta á eftir að spara kostnað við
reksturinn og miklu þægilegra verður
að reka báðar deildir á sömu hæð. Við
höfum átt í vandræðum með að ráða
til okkar hjúkrunarfræðinga en
breytingin mun létta störf þeirra,“
sagði Guðbjörg að lokum.
Skýrist með
Valdimar í dag?
Svo gæti farið að Valdimar Sveins-
son VE yrði seldur frá Vestmanna-
eyjum ásamt þeim kvóta sem skip-
inu fylgir en það eru 540 þorskígildi.
Steindór Amason, útgerðarmaður og
eigandi Valdimars Sveinssonar, segir
að jafnvel fáist úr því skorið í dag
hvort Valdimar Sveinsson skiptir um
eigendur. Samkvæmt lögum á sveit-
arfélagið forkaupsréttinn en í þessu
tilfelli er um að ræða sölu á sjálfu
hlutafélaginu og þá gegnir öðru máli.
Það eru umfangsmiklir aðilar sem
hafa boðið í bátinn, Auður Einarsdóttir
(Sigurðssonar) og eiginmaður hennar
en þau eiga verulegan kvóta fyrir.
Steindór sagðist ekki hafa hugmynd
um hvort báturinn yrði áfram^gerður út
frá Eyjum ef af þessu yrði. „Eg er bara
að selja mín hlutabréf í útgerðinni,“
sagði Steindór. Þær sögur hafa heyrst
að hann væri á fömm héðan en
Steindór segir ekkert hæft í því. „Okk-
ur líður ágætlega hér og það em engar
hugmyndir uppi um flutninga."
BIRKIR Kristinsson markvörður ÍBV var valinn íþróttamaður
Vestmannaeyja árið 1999. Sjá bls. 14 og 15. Mynd SigurgJónasson
■ 11 ■ TM-ÖRYGGI
JgL FYRIR
ÖRVGGI i FJÖLSKYLDUNA
i Sameinar öll trygg.ngamálin
- á öllum svicbm' a einfaldan og
hagkvæman hátt
Vetraráætlun
H
VW Frá Eyj um Frá Þorlákshöfn
Alla daga n/sun. Kl. 08.15 Kl. 12.00
Sunnudaga Kl. 14.00 Kl. 18.00
Aukaferð föstud. Kl. 15.30 Kl. 19.00*
‘ Fellur niður frá 18. des.1999 - 16. mars 2000
<*> 7/er/ó/|ur /i|.
Sími 481 2800
Fax 481 2991