Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Side 13
Fimmtudagur 27. janúar 2000
Fréttir
13
Björgólfur H. Ingason skrifar:
Skepnuskapur
Ég var að spjalla
við kunningja
minn um daginn,
svona eins og
gerist og gengur.
Við spjölluðum
m.a. um dýrahald
héma í Eyjum og
vomm ekki sam-
mála. Má raunar
segja sem svo að við þrættum um
málið. Ég er nú í meðallagi þrætugjam
maður þannig að það er kannski
ekkert einkennilegt að endmm og
sinnum lendi ég í deilum. En þar sem
þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég
lendi í deilum um skepnuhald í Eyjum
finnst mér rétt að koma mínum
skoðunum niður á blað.
Mér frnnst að sem flestir eigi að fá
að halda þær skepnur sem þeir vilja,
innan skynsamlegra marka þó.
Skepnuhaldið á að sjálfsögðu að
fylgja þeim lögum og reglugerðum
sem slíkt hald krefst og það á að hafa
sem minnst óþægindi íyrir aðra.
Ég er svo heppinn að eiga góða og
fallega tík. Hún nýtist mér á ýmsan
hátt. Hún veitir mér t.d. ágætis aðhald
um líkamshreyfingu, sem mér veitir
ekki af þar sem ég er í svo kallaðri
kyrrsetuvinnu. Þá er hún að sjálfsögðu
mikill yndisauki fyrir alla mína fjöl-
skyldu, afann og ömmuna líka. Síðast
en ekki síst íylgir hún mér og mínu
samferðafólki upp á land þegar haldið
er til skotveiða. En hún er alin upp við
að hlýða, hún fær ekki að ganga um
laus inni í bæ og ef hún gerir þarfir
sínar þar þá er það þrifið upp eftir
hana.
Þetta finnst mér sjálfsagðar reglur,
og geri ráð íyrir að flestum finnist það.
Því leiðist mér afskaplega að sjá margt
ágætisfólk halda sínar skepnur án þess
að taka lítið sem ekkert tillit til
annarra. Mér sámar að ganga t.d.
Steinsstaðahringinn, sem er mjög fall-
eg gönguleið, og þurfa á löngum
köflum að þræða framhjá hrossaskít
sem liggur vítt og breitt á göngu-
stígnum. Mér finnst dapurlegt að sjá
ketti ganga lausa um allan bæ og míga
og skíta í sandkassa hér og þar um
byggðina. Og rollumar, já blessaðar
rollumar, sem virðast hafa meiri rétt
en allar aðrar skepnur. T.d. er strang-
lega bannað að fara með hund inní
Herjólfsdal, allavega ef á að fara eftir
þeim skiltum sem þar em, en rollu-
greyin mega ráfa þar um. Vissulega
jsurfa þær að vera innan girðingar, en
eins og margir þeir sem stunda golf
vita, þá halda þessar girðingar ekki
nógu vel. Þá er ótalið skepnuhaldið
sem einn ágætur maður hér í bæ hefur
haft austur á Haugasvæði.
Hann hefur varið það sem hann
telur vera rétt sinn með töluverðri
hörku. Um tíma var fólk orðið smeykt
að fara með hundana sína á þetta
yfirlýsta hundasvæði, vegna stöðugra
hótana þessa annars ágæta manns.
Síðan var gert samkomulag um að
hann fengi að hafa fjár- og hrossa-
hópinn á beit í landi, sem er að stómm
hluta í umsjón Landssímans, við
Sæfjall. Var svæðið girt af með ágætri
girðingu til að halda stofninum ömgg-
lega þama inni. Önduðu þá margir
hundaeigendur léttar vegna þess að þá
myndi þessum stöðugu árekstmm
hætta, og einnig þau sem hafa áhuga
þessu yfirlýsta landgræðslulandi
Eyjanna því nú væri ekkert til fyrir-
stöðu um að halda því starfi áfram. En
nú bregður svo við að í vetur þá em
aftur komnar skepnur á Haugasvæðið.
Annaðhvort hefur þessi maður brotið
áður gert samkomulag eða annar
einstaklingur er byijaður með frí-
stundabúskap þama. Mér finnst báðir
möguleikamir forkastanlegir. í fyrri
möguleikanum þá höfum við full-
þroska mann sem veður yfir fyrri
samkomulag og hagar sér eins og
honum sýnist og virðist komast upp
með það. Seinni möguleikinn gefur til
kynna að hver sem er geti komið sér
upp búfénaði og holað honum niður
þar sem honum sýnist, án þess að
spyrja kóng né prest (hvað þá önnur
yfin'öld).
Ég spyr því hvað á að gera? Á að
láta þetta óátalið? Er hin sívirka HUN-
nefnd að vinna í málinu? Hvar stendur
þetta mál hjá bæjaryfirvöldum? Ég
efast ekki um að verið sé að vinna í
þessu máli, en mig langar að vita hvar
það stendur. Ætti kannski að gefa út
opið veiðileyfi á þessar skepnur, þama
er jú líka svæði sem ætlað er til
skotæfinga.
Björgólfur H. Ingason.
Umhverfispistill:
Ný náttúruverndarlög
Á nýju árþús-
undi hefur
okkur samist
svo um að hér í
Fréttum verði
birtur léttur
pistill um um-
hverfismál.
Ætlunin er að
fara út og suður
í þessum pistlum og reyna að drepa á
því sem vel er gert sem og því sem
miður hefur farið í umhverfismálum
heima og heiman.
I þessum fyrsta pistli ætla ég að
fjalla um ný náttúmvemdarlög sem
vom samþykkt á alþingi síðastliðið
vor fyrir kostningar. Þessi nýju lög
em á margan hátt byltingarkennd og
auka ábyrgð almennings og sveit-
arstjóma í umhverfismálum. Þannig
er sveitarfélögum gert að setja á stofh
þriggja til sjö manna náttúruvemd-
amefnd sem skal vera sveitarstjóm til
ráðgjafar um náttúruvemdarmál og
stuðla að náttúmvemd og fræðslu
heima í héraði. Náttúrvemdamefnd
er einnig ætlað að fjalla um starfsemi
og ffamkvæmdir sem ætla má að hafi
áhrif á náttúrana og gera tillögur til
úrbóta.
Náttúruvemdamefndum er gert að
starfa í nánu samstarfi við sveitar-
stjóm og Náttúmvemd ríkisins. Eitt
byltingarkendasta ákvæðið í þessum
lögum er að nú er öllum almenningi
heimil för um óræktuð lönd manna
innan sem utan girðinga. Ákvæði
með heimildinni er að mönnum er
gert að valda ekki spjöllum á landi og
taka fullt tillit til landeiganda og
annarra rétthafa lands (t.d. leiguliðar
á ríkisjörðum). Þetta þýðir raunar að
menn geta nú gengið hvert sem er
um óbyggð einkalönd sem almenn-
inga án þess að þurfa að hafa af því
áhyggjur að verða áreittir af land-
eiganda.
Hinsvegar er landeiganda heimilt
að takmarka ferðir manna í óræktuðu
landi í byggð með merkingum og á
ræktarlöndum. Ákvæði sem tryggir
eðlilegt næði. Annað ákvæði í nýju
lögunum er um tjöldun og berja-
tínslu. Nú er heimilt að tjalda einu úl
tveim tjöldum til einnar nætur á
óræktuðu landi við alfaraleiðir, þó er
brýnt fyrir mönnum að tjalda ekki
ofan í bæjum og lögbýlum án leyfis.
Við alfaraleiðir í óbyggðum er öllum
heimilt að tjalda hvort heldur er á
eignarlandi eða þjóðlendu. Þetta er í
raun nýmæli sem rýmkar til muna
ferðafrelsi manna sem stöðugt hefur
verið að þrengja. Loks ber að geta
þess að nú er öllum heimilt að tína
ber og neyta þeirra á staðnum hvar
sem er á landinu. Mönnum ber þó að
hafa í huga að reyna ekki að setja þau
í box og hafa með sér því þá geta
hafist erjur á milli ferðamanns og
landeiganda.
Þeim sem vildu kynna sér lögin
betur fyrir næsta sumar er bent á að á
fimmtudagskvöld 4. febrúar mun
fulltrúi frá Náttúmvemd ríkisins
halda fyrirlestur um nýju lögin á 3.
hæð í Rannsóknasetrinu á Strandvegi
50. Mönnum er einnig bent á vefslóð
Náttúmstofu Suðurlands en þar er
lögin að finna undir liðnum lög og
reglugerðir, http://www.nattsud.is.
Ármann Höskuldsson
Þjónusta við frumkvöðla og fyrirtæki
Ný þjónustumiðstöð fyrir fmmkvöðla og fyrirtæki, tók til
starfa á Iðntæknistofnun á liðnu vori. Hefur þjón-
ustumiðstöðin fengið nafnið Impra. Impra er miðstöð
upplýsinga og leiðsagnar fyrir fmmkvöðla og lítil og
meðalstór fyrirtæki á íslandi. Þjónustan er veitt öllum
atvinnugreinum, hvort heldur er á sviði iðnaðar, sjávar-
útvegs, þjónustu eða annarra greina.
Hörður Baldvinsson, sem er starfsmaður Imprn., segir að
þjónustumiðstöðin muni leiða mótun sértækra stuðn-
ingsverkefna sem stuðla að bættum rekstri lítilla og
meðalstórra fyrirtækja og framgangi viðskiptahugmynda.
„Við munum meðal annars afla áhættufjármagns til
verkefna sem stuðla að nýsköpun í íslensku atvinnulífi, auk
þess sem starfsmenn Impru munu veita handleiðslu við
gerð viðskiptaáætlana, aðstoða við undirbúning og stofnun
fyrirtækja, ásamt því að veita leiðsögn um rekstur þeirra og
að koma á erlendum viðskiptasamböndum.“
Tveir starfsmenn Impru, Anna Margrét Jóhannesdóttir
og Hörður Baldvinsson, heimsækja Vestmannaeyjar
föstudaginn 28. janúar næstkomandi. Áhugasömum er
boðið upp á að panta viðtal í síma 570-7267 fyrir kl. 12.00
þennan dag en gert er ráð fyrir að viðtölin fari fram frá kl:
13.00 - 16.00 sama dag í húsi íslandsbanka 3. hæð hjá GE-
Ráðgjöf.
Fjármál
fimmtude
Eftir Bjarka Brynjarsson
Æ
a
gi
Framvirkir
samningar
Framvirkir gjaldmiðlasamningar em
samningar milli tveggja aðila, þar sem
annar aðilinn skuldbindur sig til þess
að kaupa ákveðna upphæð af gjaldeyri
á ákveðnu gengi á umsömdum tíma í
framtíðinni. Lengd framvirkra samn-
inga er yfirleitt innan við ár. Dæmi:
Fyrirtæki gerir framvirkan samning
við banka um að eftir þrjá mánuði
kaupi fyrirtækið $1.000.000.- fyrir Ikr
75.250.000.- Framvirka gengið er því
75,25. Framvirkir gjaldeyrissamn-
ingar geta verið milli nánast hvaða
mynta sem er og til hvaða tíma sem
er, þó innan árs, en oftast er um heila
mánuði að ræða. Lágmarksupphæð er
Ikr 5.000.000,-
Yfirleitt gera aðilar framvirka
samninga til þess að verja einhvetja
stöðu í gjaldeyri, en þó þekkist að
gerðir séu samningar til þess eins að
hagnast á gengisbreytingum. Slík við-
skipti fela í sér umtalsverða áhættu
enda erfitt að spá fyrir um gengi
gjaldmiðla.
Verðlagning framvirkra samninga
byggist á vaxtamuni sem er á milli
þeirra tveggja mynta sem samið er um
kaup og sölu á. Það þýðir m.a. að
framvirka gengið endurspeglar ekki
neinar væntingar aðila á markaðinum
um hvort þeir telji líklegt að einhverjar
myntir styrkist eða veikist. Vextir í
viðkomandi myntum ráða því fram-
virka genginu. Ef t.d. gera á
framvirkan samning um bresk pund til
eins árs og daggengi GBP er 119,5 og
1 árs vextir í GBP eru 6,5% en 1 árs
vextir í Ikr em 10% myndi framvirka
gengið vera: daggengi x (1+vextir í
Ikr)/(l+vextir í GBP) eða 119,5 x
(1 +0,1)/(1 +0,065)=123,4.
Fjölmörg not em fyrir framvirka
gjaldmiðlasamninga. Dæmi um slíkt
gæti verið sjávarútvegsfyrirtæki sem
selur loðnu til Japans og fær greitt í
jenum eftir þrjá mánuði. Fyrirtækið
vill tryggja sér ákveðið verð í ís-
lenskum krónum fyrir jenin og gerir
framvirkan samning til þriggja
mánaða um að selja jenin fyrir fast
verð. Annað dæmi gæti verið banki
sem þarf að greiða lán í þýskum
mörkum eftir sex mánuði og óttast að
markið muni styrkjast á tímabilinu.
Bankinn gerir því framvirkan samning
um að kaupa þýsk mörk j)egar lánið er
á gjalddaga.
Ónnur leið til að verja stöðu sína er
með vilnunum (e. options). Um þær
verður fjallað í næstu viku.
Bjarki A. Brynjarsson
Forstöðumaður
Kaupþings hf. á Suðurlandi
ÞANNIG voru hin óskemmtilegu skilaboð sem kattareigandinn fékk.
Þekkir einhver skriftina.
Oskemmtileg skila-
boð til kattareiganda
Á fyrirtæki einu hér í bæ hafði
eftirfarandi skilaboðum verið hent
inn um glugga nú í vikunnni:
„Ef þú lætur ekki gelda köttinn þá
geri ég það sjálfur." Þótti hlutað-
eigandi þetta vægast sagt undarleg
skilaboð og spurði hvað fólki gengi til
sem lætur svona orðsendingar frá sér
fara. Viðkomandi sagðist vissulega
eiga kött, en ekki vitað til þess að
kvartað hefði verið undan honum, sér
í lagi í ljósi þess þætti eiganda
kattarins slík sending bera vott um
hinn mesta dónaskap, auk þess sem
skilaboðin hefðu valdið ótta hjá
ungum syni kattareigandans. Vildi
kattareigandinn koma því á framfæri
að sendandi skilaboðanna sýndi nú
þann manndóm að bera upp um-
kvörtunarefni sín varðandi kattarhald
hans við hann sjálfan, svo að gera
mætti einhverjar ráðstafanir er róa
mættu og friða skrifara skilaboðanna.
„Það er í hæsta máta fáránlegt að
henda slíkri orðsendingu inn um
glugga á vinnustað," sagði kattar-
eigandinn, að vonum furðu lostinn.