Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 27.01.2000, Qupperneq 15
Fimmtudagur 27. janúar 2000 Fréttir 15 1999: mannaeyja 1999 félaginu Rán 28. nóvember 1988.“ Sama haust byrjaði Ola Heiða að æfa sjö krakka í boccia og í framhaldi af því var Ægir, íþróttafélag fatlaðra stofnaðþann 12. desember 1988. „Auk þess þjálfaði Óla Heiða frjálsar íþróttir á sumrin á meðan hún var við nám í Iþróttakennara- skólanum. Hún hefur verið sérlega virk í foreldrastarfi í kringum syni sína tvo sem iðka fótbolta og handbolta af kappi. Síðast en ekki síst hefur hún starfrækt og staðið fyrir kvenna- leikfimi hér í bæ, í rúm 10 ár hefur hún starfað við kvennahlaupið. Hér er einungis stiklað á stóru. Ahugi fyrir velferð og framgangi íþrótta í yestmannaeyjum verið aðalsmerki Ólu Heiðu og því er hún vel að því komin að vera heiðruð sérstaklega fyrir ósérhlífið starf sitt í þágu íþróttahreyfingarinnar í Vest- mannaeyjum," sagði Þór. Ægir Iþróttamaður ársins hjá Ægi, íþrótta- félagi fatlaðra 1999 er Guðni Davíð Stefánsson sem hreppti gullverðlaun á Olympíuleikum þroskaheftra í Banda- ríkjunum sl. sumars. Guðni Davíð, sem er 17 ára, hefur æft hjá Ægi nánast frá stofnun þess, eða sl. 11 ár. Hann hefur æft boccia og á sundinu byrjaði hann haustið 1998. Á árinu tók hann þátt í nýársmóti í sundi, Islandsmóti fatlaðra í sundi, í 1. deildinni í boccia en hæst báru Olympíuleikamir þar sem hann vann gull fyrir 50 m bringusund. í umsögn Ægis segir að Guðni Davíð hafi með reglubundinni ástund- un í íþróttum sýnt ótrúlegar framfarir. Sundfélag ÍBV Daði Guðjónsson er íþróttamaður ársins hjá Sundfélagi ÍBV. Daði sem er 12 ára gamall hefur náð mjög góðum árangur í sundinu og var árið 1999 mjög gott hjá honum. Daði setti níu Vestmannaeyjamet og gerði sér lítið fyrir og náði 4. sætinu á Islands- meistaramótinu í 100 m baksundi. Hann er mjög kappsfullur og dug- legur keppnismaður sem stefnir alltaf á 1. sætið, segir í umsögn. Ungmennafélagið Óðinn Ungmennafélagið Óðinn, sem hefur frjálsar fþróttir á sinni könnu, valdi Áma Óla Ólafsson sem frjálsíþrótta- mann ársins. Hann æfir sgjótkast, kringlukast og sleggjukast. Á meist- aramóti innanhúss lenti hann í 3. sætí í kúluvarpi og setti Vestmannaeyjamet en ekki var keppt í hans aðalgreinum. Á íslandsmóti 15 til 22 ára utanhúss varð Ámi Óli 2. í spjótkasti og sleggjukasti og í 4. sæti í kringlukasti en samtals bætti hann sig um sjö metra. Ámi Óli er í unglingalands- liðinu og stundar nú æfingar í Svíþjóð. Fimleikafélagið Rán Ama Björg Sigurbjömsdóttir var valin fimleikamaður ársins hjá Rán. Arna Björg er fædd 1986 og hefur stundað fimleika frá þriggja ára aldri. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum en best gekk henni á síðasta ári. Þá varð hún Islandsmeistari í 2. þrepi í skrúfustiganum. Hún vann sinn flokk á Vinamóti í 2. flokki, Vest- mannaeyjameistari í 3., Ránarmeistari 1999 fýrir besta árangur á árinu og að lokum vann hún Haustmótið í 3. þrepi. Er þetta sannarlega glæsilegur ár- angur hjá þessari ungu og efnilegu stúlku. Golfklúbbur Vestmannaeyja Karl Haraldsson, 16 ára, var valinn kylfíngur ársins hjá Golfklúbbi Vest- mannaeyja og er það að verðleikum því hann náði sérlega glæsilegum árangri á árinu 1999. Kemur þar þrennt til. I fyrsta lagi varð hann Islandsmeistari 16 ára og yngri á móti sem haldið var hér í Eyjum. Þá leiddi hann sveit GV, 16 ára og yngri, til sigurs í sveitakeppni GSI sem fram fór á Akranesi. I þriðja lagi var hann valinn efnilegasti kylf- ingur landsins 1999 af Golfsam- bandinu. I umsögn GV segir að Karl sé líklegur til afreka í golfmu og er hann til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. íþróttafélag Vestmannaeyja Amsteinn Ingi Jóhannesson, körfu- knattleiksmaður ársins hjá IV, er fæddur árið 1974 á Akureyri og ól manninn þar. Addi, eins og hann er kallaður, byrjaði að spila með Þór Akureyri í meistaraflokki árið 1991 og spilaði 66 leiki í úrvals- og íyrstu deild með Þór og skoraði að meðaltali um 10 stig í leik. Addi flutti til Vestmannaeyja árið 1995 og var einn af þeim sem endurvöktu lið IV. Hann var þjálfari og leikmaður tímabilið 1995-1996 og skoraði 22,3 stig að meðaltali. Árið 1997 bjó Addi ásamt eyjastúlkunni Páley Borgþórsdóttur í Þýskalandi en flutti svo aftur til Islands um haustið og spilaði með IS í 1. deild tímabilið 1997-1998 Addi spilaði svo aftur með ÍV árið 1998-1999 og var jafn- framt fyrirliði liðsins. Varð íslands- meistari með liðinu í 2.deild. Addi er formaður ÍV ásamt því að vera ein af máttarstólpum liðsins. KFS Kári Hrafnkelsson var valinn knattspymumaður ársins hjá KFS. Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS, segir að þar hafí aðallega legið að baki einkunnagjöf til handa leikmönnum, en einkunnir em gefnar fyrir hvem leik, bæði í deild og bikar. Kári var hæstur í þeirri einkunnagjöf með 9,40 af 10 mögulegum en næsti leikmaður var með 9,25. Hjalti segir að á bak við þetta val liggi að Kári haft spilað marga mjög góða leiki í sumar, eins og einkunnagjöfin beri með sér. Hann hafi leikið sem kantmaður í byrjun þar sem hann eigi mjög góðar fyrirgjafir fyrir markið. Síðan hafí hann verið færður yfir á miðjuna og þá byrjaði hann sjálfur að skora mörk í stað þess að eiga áður fyrirgjafímar sem gáfu mörkin. I tíu leikjum skoraði Kári alls átta mörk. Hjalti segir að Kári hafi mjög gott auga fyrir fótbolta og hann sé mjög mikilvægur fyrir liðið. Þá hafi hann verið aðstoðarþjálfari liðsins í sumar og sé vel að þessari útnefningu kominn. ARNA Björg KARL Haraldsson KARI Hrafnkelsson. ÓLA Heiða. HÓFIÐ var haldið í Týsheimilinu og var vel sótt. Iþróttamenn Vestmannaeyja frá upphafi Þetta er í 22. skiptið sem Iþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum er valinn. Rótarýklúbbur Vestmannaeyja sá um valið frá 1978 til 1982. Þá tók ÍBV við valinu og viðhafði kosningu meðal bæjarbúa en frá 1986 hefurvalið verið í höndum valnefndar ÍBV. Þessir hafa verið Iþróttamenn ársins í Vestmannaeyjum: 1978, Óskar Sigurpálsson lyftingamaður. 1979 Gunnar Steingrímsson lyftingamaður 1980 Páll Pálmason knattspymumaður 1981 Sigmar Þröstur Óskarsson handboltamaður 1982 Sigfríð Björgvinsdóttir sundkona 1983 Gylfi Garðarsson kylfingur 1984 Ámi Sigurðsson sundmaður 1985 Þorsteinn Gunnarsson knattspymumaður 1986 Birgir Ágústsson kylfingur 1987 Sindri Óskarsson kylfingur 1988 Nökkvi Sveinsson knattspymumaður 1989 Sigurður Gunnarsson handboltamaður 1990 Logi Jes Kristjánsson sundmaður 1991 Sigmar Þröstur Óskarsson handboltamaður 1992 og 1993 Þorsteinn Hallgrímsson kylfingur 1994 Andrea Elín Atladóttir handboltakona 1995 og 1996 Logi Jes Kristjánsson sundmaður 1997 Hlynur Stefánsson knattspymumaður 1998 Hlynur Stefánsson knattspymumaður 1999 Birkir Kristinsson knattspymumaður

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.