Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 9. mars 2000 • 10. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 VINNSLA á loðnuhrognum hefur gengið mjög vel undanfarna daga, bæði hjá ísfélagi og Vinnslustöð. Loðnuhrognin eru það sem menn horfa helst til í dag því markaðshorfur fyrir afurðirnar eru góðar í Japan sem er meira en hægt er að segja um aðrar loðnuafurðir. Loðnuveiðarnar: Hrognavinnsla enn á fullu Loðnuviðskipti af Kvótaþingi Loðnuveiðarnar ganga mjög vel þessa dagana. I gær var gangan komin vestur að Garðskaga og ekkert Iát á veiði úr henni. Hegðun loðnunnar er allt önnur í ár en var í fyrra þegar ekkert veiddist fyrir vestan Eyjar. Hörður Óskarsson, hjá ísfélaginu, segir að nær stanslaust hafi verið landað hjá þeim frá því að veiðarnar hófust úr þessari göngu. Eina vanda- málið sé að nú skorti þróarými. Hrognavinnsla er enn í fullum gangi og sagðist Hörður eiga von á að hún yrði eitthvað fram eftir næstu viku. Hörður sagði að enn væru eftir um 20 þúsund tonn af kvóta ísfélagsins þannig að kvótaleysi ætti ekki að há þeirra skipum á vertíðinni. Af kvóta Vinnslustöðvarinnar eru enn eftir rúmlega 8000 tonn og Stefán Friðriksson, útgerðarstjóri Vinnslu- stöðvarinnar, segir að það ætti að duga eina tíu daga til viðbótar, að öllu óbreyttu, eða eins og reiknað haft verið með. Hrognavinnsla er sömu- leiðis í fullum gangi hjá Vinnslu- stöðinni. Loðnan af Kvótaþingi Nú hillir undir lok loðnuvertíðar og talið að loðna kunni að veiðast í svo sem hálfan mánuð til viðbótar. Staðan er þannig að sum skipin eru búin með sinn kvóta en önnur eiga talsvert magn eftir og fyrirséð að þau muni ekki ná að veiða upp í kvótann á vertíðinni. Fram til þessa hefur loðnukvóti orðið að fara gegnum Kvótaþing rétt eins og annar kvótafiskur. En samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu, sem gefin var út í fyrradag, hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið, að tillögu stjómar Kvótaþings, að heimilt sé að flytja aflamark í loðnu milli fiskiskipa án undangenginna viðskipta á Kvótaþingi. Ætti þessi ráðstöfun að geta lengt loðnuvertíð hjá einhverjum hluta flotans þar sem hún auðveldar að mun viðskipti milli útgerða. Rís nýtt samkomuhús í Eyjum? -Sigmar Georgsson og Grímur Gíslason vilja byggja ofan á vatnsveitutankinn ofan við Löngulág Mann- björg þegar Birta Dís VE sökk Sl. föstudag sökk Birta Dís VE þegar báturinn var að veiðum í Isafjarðardjúpi. Tveir menn voru um borð, feðgamir Klentens Einarsson og Jón Þór, sonur hans og björguðust báðir ómeiddir. Birta Dís var sex rúmlestir að stærð og hafði Klemens átt bátinn í rúmt ár. Þeir feðgar höfðu gert út á línu frá Suðureyri síðan í október og gengið vel. Klemens sagði, í viðtali við Fréttir, að þeir væm mjög þakklátir öllum þeim sem komu að björguninni, bæði fyrir vestan og ekki síst Loftskeytastöðinni í Vestmanna- eyjum sem þeir höfðu samband við til að láta vita af því að leki væri kominn að bátnum og biðja um aðstoð. Ekki er vitað hvað olli því að báturinn sökk en sjópróf verða haldin nú í lok vikunnar. Undanfarin ár hafa Vestmanna- eyingar mátt búa við að eiga ekki nógu stórt samkomuhús ef halda hefur þurft samkvæmi með fleiri gestum en 150. Hafi gestafjöldi farið yfir þá tölu hafa skapast vandræði. Samkomuhús Vestmannaeyja annaði um margra ára skeið þessari þörf en hin síðari ár hefur rekstur þess húss hnigið í átt að annars konar sam- komuhaldi. Nóg er til af minna hús- næði sem hentar fyrir smærri uppá- komur, en húsnæði upp á stærðar- gráðu Samkomuhússins hefur vantað. Nú hillir hins vegar undir að úr því gæti ræst. Tveir athafnamenn í Vest- mannaeyjum, þeir Grímur Þór Gísla- son, matreiðslumeistari, sem rekur Veisluþjónustuna, og Sigmar Georgs- son, fyrrverandi kaupmaður í Vöru- vali, hafa lýst yftr áhuga á að byggja 1000 fermetra veitinga- og ráðstefnu- hús. Hafa þeir áhuga á að byggja húsið ofan á vatnsveitutankinum ofan við Löngulág, sunnan við Framhalds- skólann. Þetta erindi var tekið fyrir á fundi hjá stjóm Bæjarveitna sl. föstu- dag og er stjómin hlynnt erindinu. Munu formaður stjómar veitnanna og veitustjóri ræða við þá Grím og Sigmar í framhaldi af þessu. I tillögum þeirra félaga er áætlað að húsið geti tekið allt að 700 manns og Ákveðið hefur verið að greidd verði atkvæði um verkfallsboðun hjá þeim félögum sem eru aðilar að Verkamannasambandi Islands. Innan þess em flest verkalýðsfélögin á Iandsbyggðinni en nokkur félög á Faxaflóasvæðinu mynda annað samband, Flóabandalagið, sem á í viðræðum við atvinnurekendur. Aftur á móti slitnaði upp úr viðræðum atvinnurekenda og Verkamannasam- ætti þar með að bæta úr brýnni nauðsyn á stóm húsnæði til sam- komuhalds af ýmsum toga. Ekki munu þó allir á eitt sáttir með staðarvalið. Munu íbúar í næsta nágrenni sumir hverjir óttast hávaða frá staðnum og eins er talið að bandsins íyrir nokkm. Guðný Armannsdóttir, varaformaður Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum, segir að líklega verði atkvæðagreiðsla hjá Snót og Verkalýðsfélaginu í næstu viku. Talið verður heima í héraði og því möguleiki á að boðun verkfalls verði samþykkt á einum stað en felld á öðmm. Atkvæði hjá báðum verka- lýðsfélögunum í Vestmannaeyjum byggingin komi til með skerða útsýni. Á næstu vikum ætti þó að skýrast hvort þessi stórhuga framkvæmd verður að vemleika og við eignumst á ný samkomuhús við hæfi. verða þó talin sameiginlega enda er stefnt að sameiningu þeirra á árinu. Verði verkfall samþykkt kemur það til framkvæmda 30 mars nk. nong fylgir f dag Gæti orðið verkfall 30. mars Atkvæði greidd um það í næstu viku Vetraráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga n/sun. Kl. 08.15 Kl. 12.00 Sunnudaga Kl. 14.00 Kl. 18.00 Aukaferð föstud. Kl. 15.30 Kl. 19.00* Fellur niður frá 18. des.1999 - 16. mars 2000 Sími 481 2800 Fax 481 2991 m Uerjól$ur hf. JíáiiinzjíiS jjz) Flötum 20 - Sími 481 1535 Vj0gy/01/ <j^j jjjjíj/jíöOj Græðisbraut 1 - Sími 481 3235

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.