Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 18
18
Fréttir
Fimmtudagur 9. mars 2000
Landa-
KIRKJA
- lifandi samfélag!
Fimmtudagur 9. mars
Kl. 10.00. Foreldramorgunn.
Kl. 17.00. TTT-kirkjustarf 10-12
ára krakka. Ath. þennan breytta
tíma.
Kl. 18.00. Kyrrðar- og bænarstund.
Fyrirbænir og Taize- söngur.
Föstudagur 10. mars
Kl. 12.30. Litlir lærisveinar. Æfing,
eldri hópur, á prestssetrinu
Hólagötu 42.
Kl. 13.15. Litlir lærisveinar. Æf-
ing, yngri hópur, á prestssetrinu
Hólagötu 42.
Sunnudagur 12. mars
Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta.
Mikill söngur, sögur og lofgjörð.
Kl. 14.00. Messa með altarisgöngu.
Kaffisopi á eftir í
Safnaðarheimilinu.
Kl. 20.30. Æskulýðsfundur í Safn-
aðarheimilinu.
Þriðjudagur 14. mars
Kl. 16.30. Kirkjuprakkarar.
Miðvikudagur 15. mars
Kl. 20.00. Opið hús fyrir unglinga í
KFUM&K húsinu.
Fimmtudagur 16. mars
Kl. 10.00. Foreldramorgunn.
Kl. 17.00. TTT-kirkjustarf 10-12
ára krakka. Ath. þennan breytta
tíma.
Kl. 18.00. Kyrrðar- og bænarstund.
Fyrirbænir og Taize- söngur.
A döfinni:
Laugardaginn 25. mars verður
Dagur tónlistar í Eyjum haldinn í
Safnaðarheimilinu.
Hvítasunnu
KIRKJAN
Fimmtudagur
Kl. 20.30 Biblíulesturum 1. Kor-
intubréf (Snorri)
Föstudagur
Kl. 20.30 Unglingamir á sam-
komu.
Laugardagur
Kl. 20.30 Brotning brauðsins
Sunnudagur
Kl. 15.00 Vakningarsamkoma
Hjálmar Guðnason stjómar.
Samskot til eflingar trúboði.
Þriðjudagur
Kl. 17.30 krakkakirkjan með
kátínu
Allir velkomnir í
Hvítasunnukirkjuna.
Aðvent-
KIRKJAN
Laugardagur U.mars
Kl. 11.00 Biblíurannsókn.
Allir velkomnir.
Biblían
talar
481-1585
Sund: Unglingamót KR
og Þordis.
MEYJASVEITIN, Sigrún,Anna
Mcyjasveit IBV í öðru sæti
Sundfélag ÍBV gerði góða ferð á
Unglingamót KR sem fram fór í
Sundhöllinni í Reykjavík 3. og 4.
mars.
Hæst bar árangur meyjasveitarinnar
sem varð í 2. sæti tveimur greinum. í
4 x 50 m fjórsundi syntu þær á
2:54.89 og í 4 x50 m skriðsundi á
2:31.40.
Sveitina skipa Þórdís Gyða
Magnúsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir,
\nna María Halldórsdóttir og Irena
Jlja Haraldsdóttir.
Irena Lilja setti Vestmannaeyjamet
100 m fjórsundi sem hún synti á
1:24.88 og varð hún í 4. sæti.
Jóhann Jóhannsson náði líka
jóðum árangri. í 400 m skriðsundi
/arð hann í 3. sæti á 5:14.62 og í 100
n baksundi varð hann í 4. sæti á
1:17.56 og er hvort tveggja hans besti
írangur.
Sundlaug
Almennir tímar í sundlauginni eru virka daga:
kl. 07.00 - 08.30
kl. 12.00 -13.00
kl. 17.00 - 21.00
Opið laugardaga.kl. 09.00 -16.00
Opið sunnudaga..kl. 09.0 -15.00
Sólarlampar, líkamsrœktarsaliirinn og pottarnir
eru opnir allan daginn
Bæjarbúar nýtið ykkur þessa frábæru aðstöðu
Sundlaug, pottar, líkamsræktarsalur,
sauna og sólarlampar.
Ath. að um helgar er hitastig laugar hækkað í 32° C sem er
einstaklega notalegt fyrir ung böm og alla sem vilja bara
slaka soldið á og hafa það notalegt
✓
Iþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum
Knattspyrna: Æfingaferð til Kýpur
Ur snjóbylnum heima í suðræna sól
I ár mun karlalið ÍBV í fótboltanum
fara í tvær æfingaferðir. Fyrri
ferðin var farin nú í síðustu viku
alla leið í Miðjarðarhafið, nánar
tiltekið til eyjarinnar Kýpur. Fréttir
leituðu til Elíasar Friðrikssonar,
aðstoðarþjálfara liðsins, til að fá
nánari upplýsingar um ferðina.
„Þetta var í einu orði sagt alveg
hundrað prósent ferð. Við gistum á
mjög góðu hóteli þar sem öll aðstaða
var til fyrirmyndar og ekki var hægt
að kvarta undan matnum. Vellirnir
voru frábærir og það þarf nú ekki að
segja það hversu gott var að komast á
grasæfmgu í enda febrúarmánaðar.
Við æfðum vel, eða tvisvar á dag og
vel tekið á þannig að æfingalega var
þessi ferð vel heppnuð. Svo spiluðum
við tvo leiki, gegn rússneska 1. deild-
arliðinu Metallurg, sá leikur var ekki
nógu góður af okkar hálfu en seinni
leikurinn gegn hinu gríðarsterka liði
Kocise var töluvert betri. Steingrímur
og Ingi hvíldu reyndar í þeim leik, þeir
meiddust smávægilega í fyrri leiknum
en þess má geta að allir komu heilir úr
þessari ferð, sem gerist ekki á hveijum
degi,“ sagði Elías.
Nú var hœgt að sjá úr uppstillingu
liðsins í þessum tveimur leikjum að
liðið spilaði tvö leikkerfi, 4-4-2 og svo
3-5-2 sem liðið hejur ekki spilað lengi.
A IBV eftir að spila þessi leikkefi í
sumar ?
„Við lögðum áherslu á að ÍBV gæti
breytt um leikkerfi í sumar. Þessi tvö
leikkerfi teljum við að henti liðinu
ágætlega og höfum því lagt á það
áherslu að spila þannig.“
Þið fóruð út með 21 leiktnann, þrjá
vantaði í þessa ferð þannig að
hópurinn er 24 manna. A eftir að
skera hópinn niður eitthvað fyrir
sumarið?
„Það er rétt, hópurinn saman-
stendur núna af 24 leikmönnum. I vor
gemm við ráð fyrir að velja endan-
legan æfíngahóp fyrir sumarið, en
hversu stór hann verður er óákveðið."
En hvemig hafa œfmgar gengið héma
heima?
„Hér í Eyjum hefur veturinn verið
okkur erfiður. Malarvöllurinn hefur
verið frosinn og nánast ónothæfur í
rúma tvo mánuði ef undanskilin er ein
vika í janúar þannig að við höfum ekki
getað hagað undirbúningi eins og best
verður á kosið. En í staðinn höfum
við hlaupið, lyft lóðum og æft inni.
Reyndar höfum við líka æft úti og
ekkert gefið það eftír, en það er annað
hvort á skautasvelli eða í snjóbyl, eða
hvort tveggja. Það er ekki laust við
það að maður horfi öfundaraugum til
Suðumesja þar sem knattspymuhöllin
er orðin að vemleika," sagði Elías.
AÐSTÆÐUR voru eins og best verður á kosið.
[fldtðtþQlíOOB
iguj/aa o®
ÞJÁLFARI, fararstjórar og leikmenn sem fóru til Kýpur. Vellirnir voru frábærir og það þarf nú ekki að
segja það hversu gott var að komast á grasæfingu í enda febrúarmánaðar, segir Elías aðstoðarþjálfari.
Mynd: Sigursteinn Leifsson.