Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. mars 2000 Fréttir 11 ÍBV í handboltanum. Báðar eru komnar með börn og bú en það stoppar þær ekki r sína og Andrea Atladóttir, leikmaður og ein aðaiskytta ÍBV lameignir ekki aftra sér frá því taka þátt í handboltanum og staratitillinn er í í augsýn að þeirra mati. Andrea: r A mér draum um að vinna titil með ÍBV Það kom mörgum á óvart þegar Andrea Atladóttir tók fram skóna á ný og hóf að leika með stelpunum í handboltanum nú eftir áramótin. Andrea hafði ekki leikið handbolta síðan 1997 og svo eignuðust hún og maður hennar, Stefán Lúðvíksson, tvíburana Agnesi og Bríeti í apríl síðastliðnum. Þær komu í heiminn þremur mánuðum fyrir tímann og þá fór í hönd erfiður tími hjá fjölskyldunni á meðan stelpurnar þurftu á öllu því að halda sem foreldrarnir og læknavísindin gátu gefið. Þær litlu, eða réttara sagt þær agnarlitlu, voru ekkert á því að gefast upp og hafa þroskast og stækkað með ótrúlegum hraða. Það gaf Andreu tækifæri til að huga að handboltanum á ný og nú er hún komin á sinn gamla stað á vellinum og skorar grimmt. Hún á sér draum um að vinna titil með IBV áður en hún en hún leggur skóna endanlega á hilluna. Þessi draumur gæti ræst í vor því Andrea segir að IBV hafi aldrei átt eins góða möguleika á íslandsmeistaratitl- inum og núna. 20 ár í boltanum Andrea stendur á þrítugu og á að baki 20 ára feril í handboltanum. „Eg byrjaði tíu ára í handboltanum. Það var Ola Heiða, sem þá kenndi mér leikfimi, sem hvatti mig til að byrja. Ég byrjaði í Tý og var þar upp alla yngri flokkana og besti árangur okkar var að ná 3. sæti í Islandsmótinu þegar ég var í þriðja flokki," segir Andrea þegar hún rifjar upp fyrstu skrefin í handboltanum. „Það hefur orðið mikil breyting í handboltanum frá því ég var að byija. Þá voru kannski nokkrir leikmenn sem stóðu upp úr og svo var fyllt upp í með stelpum sem tóku ekki mikinn þátt í leiknum. I dag erum við með miklu betri spilara sem fengið hafa betri grunnþjálfun en við fengum." Meðal þjálfara hjá Tý var Eygló Kristinsdóttir sem þjálfaði 3. flokkinn þegar þær urðu í 3. sæti í Islands- mótinu og Andrea minnist leikmanna eins og Lilju Olafsdóttur, Sigurbjargar Ágústsdóttur, Hafdísar Kristjáns- dóttur. Katrínar Harðardóttur og Ingibjargar Jónsdóttur sem enn er á fullu í boltanum. í sundi, badminton og fimleikum Eins og kraftmiklum unglingum er tamt lét Andrea sér ekki nægja að stunda handbolta, hún var líka í badminton, sem þá var mikið stundað í Eyjum, sundi og fimleikum. „Ég var stutt í sundi og fimleikum en ég náði að verða Vestmannaeyjameistari í badminton. Svo varð badmintonið að víkja fyrir handboltanum. Hann átti best við mig með öllum sínum hasar og baráttu. Fótbolti hefði líka átt vel við mig en þá var hann ekki stundaður af neinu viti fyrir stelpur.“ Otvíræðir hæfileikar Andreu í handboltanum komu strax í ljós og var hún fljótlega valin í unglingalands- liðið. „Það voru ekki mörg verkefni sem við fengum á þessum árum og umgjörðin var lítil í kringum liðið. Við fengum reyndar að spila nokkra leiki á hverju ári en þetta var allt einhvem veginn í lágmarki." segir Andrea. Engin umbun Hlé varð á handboltanum hjá Andreu þegar hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna 17 ára gömul. Þar var enginn handbolti en hún komst í skólaliðið í blaki og körfubolta. „Ég náði að komast í A-lið í blaki og körfu og ég man að við kepptum við næstu menntaskóla en lengra náðum við ekki.“ Strax eftir heimkomuna frá Banda- ríkjunum byrjar Andrea aftur í handboltanum og þá hefst tíu ára ferill hennar með A-landsliðinu., Já, ég var í tíu ár með landsliðinu en þá var ég búin að fá nóg. Maður eyddi öllum sínum frítíma og peningum í lands- liðið en umbunin var engin. Á meðan vissi maður að strákarnir vom að fá bónusa og greitt vinnutap. Hjá okkur stelpunum var þetta bara fómin og enginn árangur. Ég fékk mig því fullsadda og hætti en bónusinn var að við ferðuðumst um allan heim og það var mjög gaman.“ Á 16. ári em Andrea og Ingibjörg komnar í meistaraflokk IBV og þar hafa þær leikið saman í 14 ár en með nokkmm hléum. „Þegar við Ingibjörg byrjuðum í meistaraflokki vomm við að spila með t.d. Rögnu Birgis, OIu Heiðu, Unni Sigmars og Önnu Dóm.“ Saman hafa Andrea og Ingibjörg náð góðum árangri en titla hafa þær ekki unnið ennþá með ÍBV. „Besti árangur hjá kvennaliði IBV var 1994 þegar við spiluðum bikarúrslitaleik á móti Víkingum. Reyndar töpuðum við en bikarleikur er alltaf bikarleikur. Árið á undan þjálfaði ég ÍBV og þá urðum við í 4. sæti sem ég held að sé besti árangur ÍBV í Islandsmótinu fram að þessu." Vigdís og Andrea eiga það sam- eiginlegt að hafa orðið bæði Islands- og bikarmeistarar en með öðmm Iiðum en IBV. Andrea útskrifaðist frá Framhaldsskólanum um jólin 1989 og haustið eftir gekk hún til liðs við Víking. „Ég fór í Víking út af landsliðinu. Með því að vera í Reykjavík var auðveldara að stunda æfingar með landsliðinu og vinnutap var ekki eins mikið. Ég var í tvö ár með Víkingi og seinna árið, vorið 1992, urðum við bæði íslands- og bikarmeistarar. Þetta var meiriháttar skemmtilegur tími og hópurinn samstilltur og góður. Svo var topp- urinn að ná Islandsmeistaratitlinum en ég á mér þann draum að vinna íslandsmeistaratitil með ÍBV. Aðrir titlar munu falla í skuggann af þeim árangri,“ sagði Andrea. í Háskólann Haustið 1992 byrjaði Andrea í við- skiptafræðinni í Háskólanum en hún fann sig ekki og liðu tvö ár áður en hún tók þráðinn upp á ný. Fyrstu tvö árin eftir að hún byrjaði aftur í Háskólanum lék hún með IBV sem hlýtur að hafa verið erfitt og kostað mikla skipulagningu? „Þó það væri erfitt var það einhvem veginn þannig að ég gat ekki hugsað mér að fara í annað lið en IBV. Ég get ekki kvartað yfir árangrinum," segir Andrea sem þá var valin Iþróttamaður Vest- mannaeyja og besti Ieikmaður íslandsmótsins. Þetta var árið 1995 en þrisvar var hún kosin besti sóknarmaður deildarinnar og þrisvar varð hún markahæst í deildinni. Auk þess fékk hún tvisvar Martins- bikarinn á meðan hún var hjá Tý. Þetta em þær viðurkenningar sem hún hefur fengið á ferlinum. Síðasta árið í Háskólanum varð námið að víkja fyrir handboltanum en þó ekki alveg því Andrea gekk til liðs við Hauka eftir áramótin og þar varð hún einnig Islands- og bikarmeistari. „Mér fannst ég ekki eiga mikið í þeim árangri, mig vantaði Haukahjartað en auðvitað var gaman að taka þátt í þessu með Haukunum og Vigdísi sem þá var í markinu hjá Haukurn." Heim til Eyja Andrea útskrifast úr viðskiptafræðinni 1997 og þá lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hún fékk vinnu í íslands- banka. Hér stofnuðu þau Stefán heimili og hann setti á laggirnar fyrirtækið Eyjablikk. „Við byrjuðum að vera saman 1994 og það var aldrei rætt sérstaklega hvort við flyttum til Eyja eða ekki. Það kom eiginlega af sjálfu sér. Stebbi hafði verið mikið í Éyjum áður en hann kynntist mér og líkað vel. Þegar útskriftin nálgaðist hjá mér og mér stóð til boða vinna í Islandsbanka fórum við að athuga með vinnu handa honum. Hann er blikksmiður og var því eðlilegt að stofna blikksmiðju sem ekki var til staðar í Vestmannaeyjum. Stebbi var alltaf til í að flytja og hefur aldrei séð eftir því. Og nú bölvar hann. Reyk- víkingurinn, í hvert skipti sem hann þarf að bíða á rauðu ljósi í Reykjavrk.“ Barátta með lífið að veði Eftir heimkomuna byrjar Andrea að spila með ÍBV en meiðist fljótlega og hafði hún ekki spilað handbolta síðan þangað til í vetur. Og þegar tvíburamir fæðast 17. aprfl síðastliðinn var fátt sem benti til þess að hún tæki fram skóna á ný. „Þær fæddust þremur mánuðum of snemma og var Agnes þrjár merkur og Bríet, sú yngri. þrjár og hálf mörk,“ segir Andrea og er ekki að draga úr því að í hönd fóru mjög erfiðir tímar. Þar var hver dagur barátta upp á líf og dauða. „Fyrirburar gerast ekki öllu minni. Voru þær í þijá og hálfan mánuð á spítala og fyrstu sjö vikumar á gjörgæslu. Maður sat við hitakassann og fylgdist með þeim, með í maganum upp á hvem einasta dag því maður vissi aldrei hvað gat gerst. Við horfðum upp á bam deyja á deildinni sem er mjög lítil og ekki góð aðstaða fyrir aðstandendur. En við vorum lánsöm og Agnes og Bríet hafa vaxið mikið. Þær em reyndar ennþá grannar og heldur léttari en jafnaldrar þeirra en það virðist ekkert há þeim. Fyrirburar em með veikbyggð lungu lyrstu tvö árin en þær hafa sloppið vel og hafa ekkert verið veikar. Já, þetta hefur gengið vonum framar og það hefði aldrei gengið fyrir mig að byrja í handboltanum ef þær hefðu ekki braggast svona vel." Að vera skynsamur nútfmamaður Andrea segir að Sigbjöm Óskarsson þjálfari hafi verið farinn að tala við sig í sumar og láta vita að hann hefði augastað á henni. Hún lét til leiðast og til að gera það auðveldara tók Óla Heiða að sér að bjarga pössun á meðan mamman var á æfingum. Stefán fær líka góða einkunn þegar Andrea er spurð um hans framlag á heimilinu. „Stebbi er nútímamaður með heilbrigða skynsemi og lítur ekki þannig á hlutina að hann sé að hjálpa mér. Honum finnst það ekkert síður sitt hlutverk en mitt að sinna heimilinu þegar hann er í fríi. Svo hefur honum alltaf þótt gaman að handbolta þannig að það er ekkert vandamál á heimilinu þó ég sé í handboltanum.“ Andrea sér fram á spennandi úrslitakeppni ekki síst þar sem góð stígandi var bæði hjá Fram og ÍBV á lokasprettinum í deildinni. „Okkur var spáð sjöunda sætinu en enduðum í þriðja. Deildin hefur aldrei verið betri og jafnari en það er ekki spurning að við erum með betri leikmannahóp en Fram. Um leið er hann lítill og þar af leiðandi brothættur en á meðan allar eru í lagi standa okkur allar leiðir opnar. I úrslitunum er hver leikur eins og bikarleikur og þá skiptir dags- formið og hugarfarið miklu máli. Fyrir okkur er það þægileg staða að eiga heimleikinn komi til oddaleiks sem skiptir miklu máli. Framliðið er frekar þunglamalegt og ekki með markvissan sóknarleik. En það þarf þolinmæði til að spila á móti þeim því 80% leiksins erum við í vöm.“ Hvað með titilinn? „Ef við höfum einhvem tímann átt möguleika á að vinna íslandsmeistaratitilinn þá er það núna. Það sést best á því að við unnum deildarmeistara Víkings örugglega í Víkinni í febrúar. Það er því fáránlegt að hafa ekki trú á því að við getum unnið úrslitakeppnina. Til þess að svo getið orðið verðum við að stóla á stuðningsmenn ÍBV bæði hér heima og uppi á landi,“ sagði Andrea að lokum. Samantekt: Ó.G. -Stebbi er nútímamaður með heilbrigða skynsemi og lítur ekki þannig á hlutina að hann sé að hjálpa mér. Honum finnst það ekkert síður sitt hlutverk en mitt að sinna heimilinu þegar hann er í fríi. Svo hefur honum alltaf þótt gaman að handbolta þannig að það er ekkert vandamál á heimilinu þó ég sé í handbolt- anum, segir Andrea.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.