Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 9. mars 2000 Andrea Atladóttir og Vigdís Sigurðardóttir eru meðal lykilmanna í meistaraflokki Mömmurnar í Það hefur löngum þótt standa kvennaíþróttum fyrir þrifum hvað konur hætta snemma að stunda íþróttir og skila sér illa upp úr yngri flokkunum. Á þessu eru þó til heiðarlegar undantekningar og eru mömmurnar í meistaraflokki ÍBV í handboltanum gott dæmi um að konur geta stundað íþróttir með börn, karl og heimili. Auðvitað kallar þetta á samvinnu á heimilinu og agnarögn af skilningi en þetta er hægt. Um það eru þær sammála Andrea Atladóttir sem á tíu mánaða tvíbura, þær Agnesi og Bríeti og Vigdís Sigurðardóttir sem á dótturina Söndru sem verður tveggja ára í júlí nk. Báðar eru viðskiptafræðingar og starfa á þeim vettvangi. Reyndar er Andrea í fæðingaroriofi en hún byrjar að vinna í september. Og um eitt eru þær sammála. IBV á alla möguleika á að verða Islandsmeistari kvenna í vor. Vigdís: Vantar stundum fleiri klukkutíma í sólarhringinn Vigdís er 26 ára viðskiptafræðingur og starfar hjá útibúi Deloitte & Touche í Vestmannaeyjum. Vigdís stendur í marki ÍBV ásamt Lucy Bokan. Hún byrjaði í handbolta 1982 hjá Tý og fór strax í markið. „Já, ég hef alltaf verið í marki. Af hverju ég byijaði í marki veit ég ekki en sennilega hefur það verið vegna þess að Gísli Magg, sem þá þjálfaði okkur, hefur sett mig í markið,“ segir Vigdís um fyrstu skref sín í hand- boltanum. „Þegar ég byrjaði vom stelpumar á eldra árinu áberandi í mínum flokki og fyrstu kynni mín af meistaraflokki vom þau að ég fékk að vera vara- maður fyrir Huldu Stefánsdóttur sem var aðalmarkvörður IBV á þessum ámm.“ Þetta var þegar a Vigdís var í þriðja flokki. „Eg held að ég hafi næst komist í meistaraflokk 1989 en þá vom að mig minnir Hulda og Þómnn Jörgens í markinu en Hulda hætti fljótlega. Ég fór svo út sem skiptinemi árið 1991 og byrjaði að spila aftur 1992 og þá vom það ég, Laufey og Þórunn Jörgensdætur sem börðumst um stöðuna," segir Vigdís sem ekki var einhöm á íþróttasviðinu. „Ég var í frjálsum íþróttum og badminton. Ég hætti í frjálsum 15 ára en um það leyti náði ég mínum besta árangri. Ég varð Islandsmeistari í hástökki og við stelpumar frá Eyjum urðum í 3. sæti í boðhlaupi.“ Það má segja að Vigdís hafi hætt á toppnum í frjálsum en hún segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að snúa sér eingöngu að handboltanum. „Handboltinn var alltaf númer eitt þó við næðum engum sérstökum árangri í yngri flokkum IBV. Ég held að við höfum náð mest í þriðja sæti en það var ekki fyrr en ÍBV komst í bikar- úrslitaleikinn gegn Víkingum 1994 að maður fékk að kynnast því að vera í toppbaráttunni.“ Glæsilegur ferill með Haukum Vigdís útskrifaðist sem stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum árið 1994. Hún vann í eitt ár en þá tók við nám í viðskiptafræði í Vigdís -Það er kostur að við erum bæði í handboltanum en stundum væri ég til í að bæta nokkrum klukkutímum í sólarhringinn. Sandra kvartar ekki. Hún fer að væla ef hún kemur nálægt Iþróttamiðstöðinni og fær ekki að fara inn. Háskóla íslands og um leið gekk hún til liðs við Hauka. Þá byrjuðu hjólin fyrst að snúast fyrir alvöru í hand- boltanum hjá Vigdísi því í hönd fór glæsilegur tími hjá kvennaliði Hauka. „Ég var strax ákveðin í að spila með liði á Reykjavíkursvæðinu og niður- staðan var að ég fór í Hauka." Nokkrar ástæður lágu að baki því að Haukamir urðu fyrir valinu hjá Vigdísi. Hún nefnir þær helstar að hún hafi viljað komast að hjá liði þar sem hún fengi örugglega að spila og einnig að Judith Estergal gekk í Hauka úr IBV um leið. „Haukamir höfðu líka samband við mig og svo leist mér ágætlega á stelpur sem þá voru að ganga til liðs við Hauka, eins og t.d. Huldu Bjama og Auði Hermanns. Má segja að Haukar hafi teflt fram nýju liði tímabilið 1995 til 1996.“ Þennan vetur komust Haukamir í sviðsljósið svo um munaði og þar var Vigdís framarlega í flokki sem aðal- markmaður liðsins. Er skemmst frá því að segja að Haukastelpur urðu Islandsmeistarar vorið 1996 eftir að hafa lagt Stjömuna í úrslitum. „Okkur gekk ekkert sérstaklega vel í deildinni, urðum held ég í þriðja sæti, en í úrslitunum gekk allt upp og við stóðum uppi sem Islandsmeistarar." Sandra kemur í heiminn Urslitakeppnin hjá konunum þetta ár var ein sú skemmtilegasta sem sést hefur og áfram hélt sigurganga Hauk- anna árið eftir. „Þá urðum við bikarmeistarar og íslandsmeistarar. Næsta tímabil var ég fyrirliði og þá náðum við því að verða meistarar meistaranna," segir Vigdís en þegar þama var komið var Sandra farin að banka á. „Ég var orðin ófrísk og hætti að spila í janúar. Það var svo í júlí að Sandra kom í heiminn." Þá lá því beinast við hjá Vigdísi að leggja skóna á hilluna auk þess sem lokaspretturinn í viðskiptafræðinni var Iramundan. Hún neitar því ekki að það hafi verið nokkuð strembið að vera í fremstu víglínu í handboltanum og stunda námið. „En mér fannst það mjög gott því maður var að læra allan daginn og þá var gott að komast út, hitta fólk og hreyfa sig. Ég hefði ekki viljað vera án handboltans. Eftir að Sandra fæddist skiptumst við Erlingur á um að passa. Hann var heima meðan ég var í skólanum og þangað til hann þurfti að fara að vinna. Hann lék þá með Val og var heima til klukkan fimm á daginn. Þá tók ég við á meðan VIGDÍS Sigurðardóttir markmaður ÍBV með Söndru dóttu með tvíburana Agnesi og Bríeti. Þær Vigdís og Andrea láta t þær setja markið hátt, sjálfur Islandsmei hann var að vinna við þjálfun yngri flokkanna.“ Var hann duglegur heinta? „Já. Erlingur var mjög duglegur enda var ekki um annað að ræða svo að þetta gæti gengið upp hjá okkur. Ég varð að mjólka í pela áður en ég fór og þá tók Erlingur við og varð að sjá um að gefa Söndru og hugsa um hana að öllu leyti.“ Aftur í handboltann Það var ekki nóg fyrir Vigdísi að stunda viðskiptafræðina og hugsa um bam og karl því hálfu ári eftir að Sandra fæddist tók hún skóna fram á ný. „Það varð ekki mikið um afrek þegar ég byrjaði aftur um áramótin 1998 og 1999. Það verður bara að segjast eins og er, það gekk ekki. Ég spilaði þijá leiki með B-liði Haukanna en meira varð það ekki.“ Vigdís útskrifast sem viðskipta- fræðingur vorið 1999 og þá flytur fjölskyldan til Eyja. Hún byrjaði strax að vinna hjá Deloitte &Touch og urn leið lét hún langþráðan draum rætast, hún byrjaði að æfa handbolta af fullum krafti á ný. „Það er allt annað að æfa og spila í Vestmannaeyjum en á Reykjavíkursvæðinu. Hér eru afi og amma og systkini rétt innan seilingar og þú getur komist allra þinna ferða fótgangandi en í Reykjavík urðum við að stóla á einn bíl og það var meira en að segja það að skjótast með þá litlu í pössun.“ Þið eruð bæði á fullu í hand- boltanum. Hvemig gengur að sam- ræma vinnu, íþróttaiðkun, bamaupp- eldi og heimilishald? „Það er kostur að við emm bæði í handboltanum en stundum væri ég til í að bæta nokkmm klukkutímum í sólarhringinn. Sandra kvartar ekki. Hún fer að væla ef hún kemur nálægt Iþróttamiðstöðinni og fær ekki að fara inn. Stelpumar eiga nú sinn þátt í því því þær reyna allar sem ein að heilla hana upp úr skónum. Auðvitað setur þetta svip á heimilis- haldið. Við borðum yfirleitt ekki saman nema um helgar og örbylgju- ofninn er mikið notaður til að hita upp afganga. Þetta er samt þess virði því í handboltanum fær maður félags- skapinn og hreyfingu sem væri að sækja annað ef maður væri ekki í handboltanum." Vigdís var í 16 ára landsliðinu og tók þátt í NM-móti og á meðan hún var í Haukum var hún 3. markmaður í A-landsliðinu og lék fimm til sex leiki. Ef við snúum okkur að fram- haldinu, hvernig líst þér á úrslita- keppnina þar sem þið mætið Fram í átta liða úrslitum? „Það leggst vel í mig að mæta Fram en annars átti ég mér ekkert óskalið því deildin var það jöfn. Þetta byggist mikið á því að við höfum trú á því sem við emm að gera. Þá skiptir miklu að hafa hausinn í lagi því getan er til staðar. Þetta er spuming um að vinna úr því sem við höfum.“ Vigdís segir að góð stígandi hafi verið í liðinu á lokasprettinum í deildinni en hún segir að þrátt fyrir það eigi þær helling inni ennþá. „Þó við væmm að vinna leikina vomm við ekki að spila vel og því þurfum við að breyta til batnaðar." Nú emð þið tvær að keppa um markmannsstöðuna, getur það ekki verið erfitt? „Það getur verið pirrandi þegar maður fær ekki að spila en það hefur líka sína kosti. Við Lúsý emm að segja hvor annari til sem er ómetanlegt því það er nú einu sinni svo að margir þjálfarar segja mark- mönnum ekki nóg til heldur hugsa meira um spil útileikmannanna." Hafið þið sett markið hátt í úrslita- keppninni? „Við stefnum ótrauðar á Islandsmeistaratitilinn. Ég tel okkur eiga góða möguleika ef hópurinn nær að smella alveg saman. Þá skiptir líka miklu að áhorfendur hér heima hafi trú á okkur og ljölmenni á heima- leikina. Við fundum vel hvað það er mikils virði í síðasta leiknum í deildinni þegar okkur tókst að vinna bikarmeistara Vals,“ sagði Vigdís að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.