Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Ferðamálasamtök Vestmannaeyja: Bjartsýnn á sumarið -Vígsla stafkirkjunnar góð viðbót auk hóps mormóna sem væntanlegur er í sumar , segir formaðurinn AURÓRA Friðriksdóttir ferðamálafulltrúi, Grímur Gíslason matreiðslumeistari og Gísli Magnússon formaður. Aðalfundur Ferðamáiasamtaka Vestmannaeyja var haldinn síðast- liðinn mánudag í Asgarði. Fundurinn var fámennur og var það mikið til vegna veikinda og að menn vom veðurtepptir vegna þeirrar ótfðar sem náð hefur nokkru hámarki undanfama daga. Gísli Magnússon, formaður sam- takanna, sagði fundinn þó hafa verið góðan og málefnalegan, auk þess sem Ami Johnsen hefði mætt á fundinn og kynnt ýmsar hugmyndir varðandi framtíðarsýn í ferðamálum eyjanna og menningarhús. Gísli sagði að sam- tökin ynnu sem heild fyrir ferðaþjón- ustuna en ekki sérstakiega í þágu ein- staklinga innan þeirra. Gísli segir að reikningar samtak- anna hafi verið samþykktir og ákveðið að hafa árgjaldið með sama sniði og verið hefði. „Núna em sendir reikn- ingar til 36 aðila í ferðaþjónustunni og fer það eftir stærð og umfangi hvers aðila hversu háa upphæð hann greiðir. Af þessum 36 aðilum sem fengu senda gíróseðla greiddi um helmingur gjaldið á síðasta ári," Að loknum venjulegum aðalfundar- störfum voru almennar umræður og hvatti fundurinn til þess að gerður yrði listi yfir það sem gera þyrfti í nánustu framtíð. „Það komu upp ýmsar hugmyndir um forgangsröðun og að reynt yrði að vinna eftir því. Var stefnt að því að boða til fundar aðila ferðasamtakanna og fara í greiningu á því sem menn vildu koma í framkvæmd og ekki síst að menn opnuðu fyrir hugmyndir sínar í sameiginlegu hugmyndagosi." Gísli sagði félagsmenn hins vegar nokkuð bjartsýna á sumarið. „Það er auðvitað viðbót, þegar vígsla stafkirkj- unnar verður, einnig mun koma hingað hópur mormóna og mikið að gera í fermingar- og árgangsmótum, auk þeirra hefðbundnu viðburða sem verið hafa fastir liðið í ferðaþjón- ustunni í Eyjum." Gísli sagði að Keikó og hérvist hans sem beitu í ferðaþjónustunni hafi ekki verið mikið rætt á fundinum. „Keikó sem slíkur hefur ekki verið sá þungavigtarhvalur í ferðaþjón- ustunni, eins og menn kannski bjuggust við. Hins vegar verður því ekki neitað að öll sú umræða og kynning á Eyjum í heimspressunni sem var í kringum hann hefur skilað sér að einhveiju leyti í Eyjum. En þar sem verið er að þjúlfa hann í þá átt að gera hann meira sjálfbjarga og óháðari mönnum, hefur ekki verið hægt að fara í sérstakar skoðunarferðir að kvínni. Hugsanlega verður hann þó sýnilegri í sumar eftir að hann fær alla Klettsvíkina til umráða." 134 kíló af fitu horfin HÓPURINN hefur samtals misst sem svarar 268 smjörlíkisstykkjum frá áramótum. Nú eru tæpar átta vikur búnar og tjórar vikur eftir af Askorun Hressó. Alls er 31 nemandi á nám- skeiðinu og hefur þeim gengið ævintýralega vel að því er kemur fram í frétt frá Hressó. Þrír þeirra eru ekki að létta sig heldur að reyna að halda þyngd sinni eða þyngja sig um leið og þeir missa fituprósentu. í raun eru það því 28 nemendur sem eiga heiðurinn af því að hafa létt hópinn svo mikið. Þeir þrír, sem mest hafa lést, hafa losað sig við 12,5 kg, 10,9 kg og 9,1 kg. Þetta er árangur sem sýnir að fólk er virkilega að leggja sig fram og er í raun að gjörbreyta lífsstíl sínum í matarvenjum og hreyfingu. Betra getur það varla orðið. Þeim Aðalbjörgu (Lillu) og Jóhanni, opinberu þátttakendunum á námskeið- inu, hefur gengið mjög vel. Jóhann er búinn að losa sig við 9,1 kg og sér orðið tölur á vigtinni sem hann hefur ekki séð í meira en áratug. Hann er orðinn grannur og fínn. Lilla er búin að missa 3 kg sem er mjög gott og hún á aðeins eftir 2 kg til að ná sínu markmiði. Þá eru þau einnig bæði hætt að reykja en venju- lega hefur Lilla bætt verulega á sig þegar hún hefur hætt reykingum. Það er því í raun stór sigur fyrir hana að létta sig á sama tíma og hún hættir reykingum. Þó svo að kílóin séu ekki mörg þá lítur hún miklu betur út, bæði unglegri og léttari á sér. Allir þátttakendur létu taka af sér mynd í byrjun og það verður sko gaman að smella mynd af þeim á ný í lokin. (FréttatilkynningfráHressó) Stofnfundur Skógræktarfélags Vm Áhugi er fyrir því að stofna Skógræktarfélag Vestmannaeyja og er ætlunin að boða til stofnfundar í Rannsóknasetrinu limmtudaginn 16. mars klukkan 20.30. Að sögn Kristjáns Bjamasonar, garðyrkjustjóra Vestmannaeyja, setn sæti á í undirbúningsnefnd, staifaði skógræktarfélag í Eyjum um miðja öldina um tíu ára skeið og hefur áhugafólk nú fullan hug á að endurreisa félagið. Auk hefð- bundinnar dagskrár stofnfundar verður llutt fræðsluerindi á vegum Skógræktarfélags íslands. Hvetur Kristján alla velunnara skógræktar í Eyjum til að mæta á stofnfundinn, svo klæða megi Heimaey viði sem víðast. ^immtudagur 9. mars 2000 =tr n FLUGFELAG ISLANDS Gerum öllum fært að fljúga Upplýsingar og pantanir, 481 3300 www.flugfelag.is Talsverð fjölbreytni var í skemnitanalífinu um helgina. Bjarni Tryggva var á Lundanunt, Gildrumezz á Fjörunni og erótíkin átti að ríða röftum á Höfðanum. Fréttir kíktu á Fjöruna þar sem fjör var að færast í leikinn enda stuð hljómsveit á ferðinni. Og svona í algjörum trúnaði, þá lá leiðin á Höfðann sem varð hálfgerð sneypuför og ekki gaf að líta svo mikið sem hálfa geirvörtu meðan staldrað var við. Og ekki er erótík það fyrsta seni kemur upp í hugann þegar kíkt er á Höfðann. VII) liöfuni grun um að þessi séu í hópi starfsfólks Ellingsens í Reykjavík sem hér var í menningarferð um síðustu helgi. Þau litu meðal annars við á Fjörunni. GAMLI Týsfram- kvæmda Sigurgeir Sigmundsson, þenur strengina í Gildrumezz. ÞAÐ var mikil spenna í loftinu á Mánahar á laugardaginn þegar Manchester United og Liverpool mættust í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór 1 - log voru menn bærilega sáttir við það.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.