Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 9. mars 2000 frettiF Uonbrigðivegna flugs Á bæjarráðsfundi sl. mánudag var fýst yfir vonbrigðum með að Islandsflug skuli hafa ákveðið að hætta áætlunarflugi til Vestmanna- eyja þann I. apríl nk. Bæjarráð telur að samkeppni á tlugleiðinni milli Vestmannaeyja og Reykja- víkur á undanfömum árum hafí leitt til lægri fargjalda sem augljóslega hafi komið farþegum til góða. Bæjamáð beinir því til íslandsflugs að endurskoða afstöðu sína. Þá skorar bæjarráð á Flugfélag íslands að tryggja nægt sætaframboð rnilli Vestmannaeyja og Reykjavíkur ef íslandsflug hættir umræddu áætlunarflugi. Bjóðasttil aólirifa Haugasvæðið Oft er yfir því kvartað að unglingar nú til dags séu heimtufrekir og vilji láta rétta sér allt upp í hendumar. Ekki er þó sú raunin á með nem- endur Framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum. Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lá bréf frá nokkrum þeirra þar sem þeir bjóðast til að þrífa Haugasvæðið fyrir sanngjama upphæð til að safna fyrir vímulausri skemmtun. Bæjarráð þakkaði fyrir þennan áhuga og fól garðyrkju- stjóra að ræða við fulltrúa bréf- ritara. Fiórir sóttu um Hraunbúðir Eins og komið hefur fram í fréttum barst aðeins eitt tilboð í rekstur á eldhúsi Hraunbúða þegar sá þáttur var boðinn út. Það þótti of hátt og var því auglýst eftir matreiðslu- manni til starfans. Fjórir sóttu um starfið, Tómas Sveinsson, Stefán Sigurðsson, Sigríður Óskarsdóttir og Sonja Andrésdóttir. Félags- málastjóra hefur verið falið að ræða við Tómas Sveinsson vegna starfsins. Sólí 40 óra Næstkomandi sunnudag, 12. mars, em 40 ár liðin frá stofnun Leik- skólans Sóla sem á þeim tíma hét niunar Barnaheimilið Sóli. Gífur- legar breytingar hafa orðið á öllu fyrirkomulagi og rekstri Sóla á þessum 40 ámm og sífelld þróun átt sér stað. Svokölluð Hjallastefna hefur verið reynd á Sóla undanfarin misseri en hún byggist nt.a. á aðgreiningu nemenda leikskólans eftir kynjum, að nokkru leyti. I tilefni þessara tímamóta hefur fé- lagsmálaráð ákveðið að veita tiltekið íjárframlag til áfram- haldandi þróunar á Hjallastefnunni á leikskólanum. Viljaauka samgöngurásjó Fyrir fundi bæjatráðs á mánudag lá tillaga og greinargerð frá fulltrúum V-listans, þeim Ragnari Óskars- syni, Guðríinu Erlingsdóttur og Þorgerði Jóhannsdóttur, um að leitað verði allra leiða lil að bæta og auka samgöngur á sjó milli lands og eyja. Þessari tillögu var vísað til Þróunarfélags Vestmannaeyja. Sparisjóður Vestmannaeyja: Opnað á Selfossi í vor í febrúar á síðasta ári samþykkti stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja að hafa forgöngu um opnun sér- hæfðrar fjármála- og banka- þjónustu á Selfossi. Þegar sú ákvörðun lá fyrir var gengið til samninga við Kaupþing hf. og SP fjármögnun hf. og ákváðu þessi fyrirtæki sparisjóðanna að standa að rekstrinum á Selfossi. Enginn spari- sjóður er starfandi á Suðurlandi, allt austur til Hornafjarðar, að frátöldum Sparisjóði Vestmannaeyja. I ágúst sl. var gengið frá kaupum á húsnæði við Austurveg á Selfossi. Sú staðsetning mun leiða til stóraukinnar þjónustu við viðskiptavini Kaupþings, SP fjármögnunar og sparisjóðanna á Suðurlandi. Þá verður einnig boðið upp á þjónustu Alþjóða líftrygginga- félagsins. Gengið hefur verið frá ráðningu Péturs Hjaltasonar sem forstöðumanns fyrir starfsemina á Selfossi en hann hefur víðtæka reynslu á sviði stjóm- unar og fjármála. Gengið verður frá ráðningu á öðru starfsfólki á næstunni en starfsmenn verða 3-4 í upphafi. Ráðgert er að starfsemin hefjist í vor. Hún mun marka nokkur þáttaskil í samstarfi sparisjóðanna því að þar mun fara fram almenn og sérhæfð íjármálaþjónusta áðumefndra aðila. Kernur skelfilega á óvart verði hann ekki sýknaður -segir verjandi Gunnars Bergs Runólfssonar Mál ákæruvaldsins gegn Gunnari Bergi Runólfssyni var dómtekið í héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn mánudag að undangengnum vitna- leiðslum og málflutningi. Gert er ráð fyrir að dómsniðurstöðu verði að vænta 24. mars næstkomandi. Málið snýst um meinta ásetn- ingstæklun Gunnars Bergs sem endaði með fótbroti þess er varð fyrir tækluninni í fótboltaleik milli ÍBV og HK í 2. flokki knattspymu innanhúss. Jóhann Pétursson, verjandi Gunnars Bergs, segir að það myndi koma sér skelfilega á óvart ef hann verður ekki sýknaður. „Málsvömin er í sjálfu sér einföld. Umrætt brot átti sér stað innan eðlilegs leiks í knattspymu og það kom skýrt fram að sá sem fótbrotnaði var með boltann á löppunum, þegar Gunnar Bergur lenti á honum. Hvort bolti eða löpp var á undan er aukaatriði en reyndar hefur Gunnar Bergur alltaf haldið því fram að hann hafi farið í boltann fyrst. Jóhann segir og að fjölmörg vafaatriði hafi komið fram í framburði vitna HK og framburður þeirra mjög á reiki. „Það liggja ekki fyrir neinar lögregluskýrslur um meintan ásetning nema frá brotaþola. Hitt em allt skýrslur sem sendar vom aganefnd KSÍ. Ég tel málið því mjög vanhugsað af ákæranda hálfu.“ Jóhann sagði að ef svo ólíklega færi að Gunnar Bergur yrði ekki sýknaður verði málinu áfrýjað til Hæstaréttar. fréttir 7,5 milljbnirí vatnsveitu Á fundi stjórnar Bæjarveitna í síðustu viku upplýsti Friðrik Frið- riksson. vcitustjóri, að fjárveiting upp á 7,5 milljónir væri á tjáilögum ríkisins á þessu áii vegna lagningar aðveituæðar Vatnsveitu Vest- mannaeyja undir Markarfljót. Kostnaður við þetta verket'ni er mun meiri en þessari upphæð nemur og hefur veitustjóra verið falið að ræða við forráðamenn Viðlagatryggingar um þessa framkvæmd sem orðin er mjög aðkallandi. Núverandi lögn vatns- veitunnar eru um gömlu Markar- fljótsbrúna sem mjög er komin til ára sinna. BrevUngaráskipan orkumála Fyrir liggja breytingar á eignarhaldi á nokkmm orkuveitum sveitar- félaga. Þá eru fyrirhugaðar breyt- ingar á RARIK og hugsanlegur flutningur til Akureyrar og sam- eining við orkufyrirtæki Akur- eyrarbæjar. Ljóst er að miklar breytingar munu verða á skipan orkumála hér á landi jafnt við orkuöflun, orkudreifingu og sölu á næstu ámm. Stjóm Bæjarveitna hefur fylgst með þessari þróun og var í síðustu viku farið í kynnisferð til Samorku, Orkuveitu Reykja- víkur, Akranesveitu o.fl. í gær, öskudag, fóru krakkar um bæinn klædd búningum af öllum gerðum, gengu milli fyrirtækja og sungu og þáðu fyrir sælgæti. Eftir hádegi var kötturinn sleginn úr tunnunni á Stakkó og í framhaldi af því grímuball í Féló. Nýr formaður knattspyrnudeildar Á fundi sl. laugardag var gengið frá því að Ásmundur Friðriksson verði næsti formaður knattspyrnudeildar IBV. Ásmundur lekur við af Jóhannesi Ólafssyni sem verið hefur lörmaður deildarinnar í um áratug. Ásmundur segir að haft hal'i verið samband við sig vegna þessa og eltir nokkrar pælingar hafii hann ákveðið að láta slag standa. „Það verða einhverjar breylingar, nýir siðir koma með nýjum mönnum og öðruvísi áherslur. Ekki nein bylting, það verður stigið eitt skref í einu. Ég kvíði þessu ekki, það eru góðir menn og vanir með mér í þessu og ég á ekki von á að þetta komi til með að halda fyrir mér vöku eða trufla mig í vinnunni. Það mál, sem liæst ber núna, er stúkumálið og það verðum við að leysa á næstunni. Þetta leggst vel í mig, bæði stúkumálið og svo sumarið framundan og ég vona að við munum eiga gott samstarf við Veslmannaeyinga, bæði sem einstaklinga og svo fyrirtækin í bænum. Ég er ekki kvíðinn fyrir sumrinu, að vísu erum við með svo til nýlt lið í höndunum en ég er þeirrar skoðunar að við eigum að láta reyna á okkar menn. sleppa því að sækja vatnið yfir lækinn. Grasið er nefnilega ekki alltaf gtænna á hinum bakkanum," sagði Ásmundur Friðriksson. Knattspyrnud.ÍBV: Herrakvöld í Reykjavík annað kvöld Hið árlega herrakvöld knatt- spyrnudeildar ÍBV verður haldið í Framheimilinu í Reykjavík fóstu- daginn 10. mars nk. Húsið verður opnað kl. 19.00. Boðið verður upp á glæsilegt sjávarréttahlaðborð. Veislustjóri er Éúðvík Bergvinsson alþingismaður. Ræðumaður kvöldsins er Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Þá mun Davíð Þór Jónsson Radíusbróðir og skemmtikraftur skemmta. Leik- menn IBV munu sjá um þjónustu á herrakvöldinu. Miðapantanir í síma 899 5067 (Kristinn R. Jónsson), 896 6854 (Elli Bjössi), 698 9645 (Þorsteinn Gunnars) eða hjá leikmönnum IBV. Herrakvöld ÍBV í Reykjavík eru orðin fastur liður í menningu höfuðborg- arbúa og hafa tekist ljómandi vel undanfarin ár. ÍBV - knattspyrnudeild. Græjumstolið Einn þjófnaður var tilkynntur lög- reglu í vikunni. Farið var utn borð í bátinn Þorra VE og þaðan stolið hljórnflumingstækjurn. Mun þjófn- aðurinn hafa átt sér stað á tímabilinu 1.-3. mars. Þeir sem geta gefið upplýsingar um þjófn- aðinn eða grunsamlegar manna- ferðir við bátinn, em beðnir að hafa samband við lögreglu. Fíltn lefní og brugg í vikunni v;ir gerð húsleit í húsi einu í bænum vegna gmns um fíkniefnaneyslu. Engin fíkniefni fundust en áhöld fundust, ætluð til neyslu slíkra efna. Málið telst upp- lýst. Þá kom upp bmggunarmál sl. fösmdag. í bílskúr einurn fundust um 80 lítrar al' gambra og eimingar- tæki. Hald var lagt bæði á gambra og tæki. Varúð-ruðningar Lögregla vill minna ökumenn á að þar sem snjómðningar eru víða á götum eru þær þrengri en ella og því getur verið varasamt að mætast. Við slíkar aðstæður er sjálfsagt að draga úr hraða og það í tíma, áður en bifreiðar mætast. Þá vill lögregla einnig benda ökumönnum á að vanda til við að leggja bifreiðum, sérstaklega þar sem mðningar em. Rétt er að forðast að leggja við ruðninga þannig að gata þrengist við það. Ökumenn em hvattir til að finna stæði þar sem ekki skapast hætta af. FRETTIR 8 Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Tuminum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.