Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 9. mars 2000 Helga Tryggvadóttir skrifar um nýja aðalnámsskrá fyrir grunnskóla og Ein áþreifanlegasta breytingin sem grunnskólanemendur standa frammi fyrir er að vorið 2001 verða samræmdu prófin valfrjáls. Þetta þýðir þó ekki að nemendur sem vilja halda áfram í námi að loknuni grunnskóla geti sleppt prófum samkvæmt geðþótta eða lagt minni áherslu á greinar sem þeir taka ekki samræmd próf í. Myndin er af nemendum Hamarsskóla en sum þeirra verða að vinna eftir nýju kerfl. Meira val í námi en því fylgir aukin ábyrgð Með útgáfu nýrra aðal- námsskráa, bæði fyrir grunnskóla og framhalds- skóla fara í hönd miklar breytingar á námi á báðum þessum skólastigum. Þær helstu, sem snúa að nemendum og eiga við bæði skólastig, má segja að felist í auknu vali nemenda, aukinni sérhæfingu í námi og aukinni ábyrgð nemenda sjálfra á námi sínu. Auk þess eru í grunnskóla gerðar kröfur um lágmarksárangur í námi við lok grunnskóla til þeirra sem vilja halda áfram í skóla. Að velja sig að og frá... Breytingarnar í grunnskólunum eru margvíslegar en það sem hér er fjallað um eru breytingar sem hafa í för með sér auknar kröfur til nemenda í efstu bekkjunum. Nú eiga þeir að móta sér stefnu í náminu fyrr en þeir hafa áður þurft að gera. Gert er ráð fyrir að í 9. og 10. bekk fái nemendur að ákveða sjálfir í samráði við foreldra og kennara hvað þeir leggja áherslu á í námi sínu og þá með tillili til framtíðaráforma. I dag er gert ráð fyrir að í 9. og 10. bekk séu nemendur í skólanum í 36 stundir á viku, þar af eru 10 stundir sem þeir velja sjálfir. Nemendur eiga að velja sig að tilteknum greinum og frá öðrum allt eftir áhugasviði sínu og framtíðar- áformum. Valið í 9. og 10. bekk er flokkað í þrennt. A. Undirbúningur fyrir bóknáms- brautir framhaldsskóla. B. Undirbúningur fyrir starfsmenntun, list- eða tækninám C. Að lokum eiga nemendur að geta valið viðfangsefni sem miða að því að víkka sjóndeildarhringinn og stuðla að lífsfyllingu. Vestmannaeysk útfærsla í samræmi við þessa flokkun hafa grunnskólarnir hér í Eyjum brugðist við á þann hátt að bjóða nemendum í 9. bekk að velja á milli þriggja samsvarandi sviða sem við köllum einfaldlega bóknámssvið, starfs- mennta-, lista- og tæknisvið og það síðasta opið svið. Allir nemendur í 9. bekk eru í 26 stundir í fyrirfram ákveðnum kjama, síðan er sviðskjami sem er 4-5 stundir og að lokum em 5- 6 stundir í frjálst val. Þetta er annað árið sem skólarnir héma bjóða þessi svið og alltaf er verið að reyna að bæta og laga auk þess sem von er á meiri samvinnu milli skólana hvað varðar frjálsa valið. Samstarfið felst í að ef nemendur hafa áhuga á grein sem ekki hefur staðið til boða í þeirra skóla, en er í hinum, er möguleiki á að sækja hana þangað. Þannig má búast við að næsta vetur sjáum við meira af nemendum sem fara á milli skóla til þess að sækja tíma í valgreinum. 1 10. bekk halda nemendur áfram á því sviði sem þeir völdu í 9. bekk, ef þeir vilja skipta um svið gera þeir það í samvinnu við skólann. Valfrjáls samræmd próf Ein áþreifanlegasta breytingin sem grunnskólanemendur standa frammi fyrir er að vorið 2001 verða sam- ræmdu prófin valfrjáls. Þetta þýðir þó ekki að nemendur sem vilja halda áfram í námi að loknum grunnskóla geti sleppt prófum samkvæmt geð- þótta eða lagt minni áherslu á greinar sem þeir taka ekki samræmd próf í. Ef nemandi t.d. sleppir samræmdu prófi í dönsku, þýðir það ekki að hann geti slakað þar á því eftir sem áður er danska kennd í framhaldsskólum og þurfa nemendur að koma þangað með ákveðinn grann í tungumálinu til þess að standast kröfur námsins þar. Það sem gerist er að haustið 2001 taka gildi inntökuskilyrði í framhalds- skólana og taka nemendur þá sam- ræmd próf í samræmi við það nám sem þeir stefna á. Þetta þýðir að nemendur verða að standast lágmarks- kröfur um námsárangur til þess að fá að skrá sig á brautir, aðrar en almenna braut. Kröfurnar felast í viðmiðunar- einkunnum sem er meðaltal af ein- kunn í samræmdu prófi og skóla- einkunn. Algert lágmark er að hafa viðmið- unareinkunn í íslensku og stærðfræði, og þurfa því allir sem stefna á nám í framhaldsskóla, sama hvað það er, að taka samræmd próf í 10. bekk í þessurn tveimur greinum. Þetta á þó ekki við um nemendur sem nú í vor ljúka grannskólanámi, nema ef þeir fresta för í framhaldsnám fram á haustið 2001. Viðmiðunareinkunnir Þó svo nemandi nái ekki tilskildum lágmarksárangri þýðir það ekki að hér með Ijúki hans skólagöngu. Hún getur e.t.v. tekið lengri tíma. En höfum í huga að lágmarkskröfurnar eru settar fyrir nemenduma, ef þeir uppfylla þær ekki þá hafa þeir ekkert að gera í námið því undirbúningur þeirra er ekki nógu góður. Þessi nemandi getur hafið nám á almennri braut og rétt þar úr kútnum með því að bæta náms- árangur sinn og eftir það skráð sig á þá braut sem hann stefnir á. Vorið 2001 verða samræmd próf í fjórum greinum, en engu að síður hafa framhaldsskólamir sex viðmiðunar- einkunnir til þess að raða nemendum á brautir. Samræmd próf verða í þeim greinum sem nú er prófað í, þ.e. íslensku, dönsku. ensku og stærðfræði. Til viðbótar verða skólaeinkunnir í samfélagsgreinum og náttúrufræðum viðmiðunareinkunnir. Arið eftir, 2002, verða síðan samræmd próf í öllum þessum sex greinum. Þetta þýðir að nemendur sem nú era í 9. bekk geta valið um fjögur sam- ræmd próf. Nemendur sem nú era í 8. bekk hafa síðan val um samræmd próf í sex greinum. En, enn og aftur, allir sem ætla sér í ífamhaldsskóla þurfa þó að taka tvö samræmd próf, í íslensku og stærðfræði. Hvað þýðir þetta raunveru- lega fyrir nemendur? Þurfa þeir að axla þá ábyrgð að taka ákvörðun um hvert þeir stefna á menntabrautinni og þá hvað þeir ætla að verða þegar þeir verða stórir? Þessu má svara játandi að hluta til. Þeir þurfa að kynna sér og velta fyrir sér þeim möguleikum sem þeir hafa. Það er

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.