Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 9. mars 2000 akkarta Að detta inn í braggahverfið Bibbi mágur veit að ég skorast aldrei undan, því er auðvelt að skalla bókvitinu til mín. Ekki veit ég hvort ég stend undir væntingunum. Það er nú svo með mig, eins og marga að það er alltaf eitthvað á náttborðinu hjá mér til að lesa, þó ekki séu það allt bókmenntaverk. Ég hef ekki gert mikið af því að safna bókum gegnum tíðina, en þeim mun meira notað bókasafhið, sem er þægilegt og gott. Núna er Dóttir foringjans eftir Nelson Demille undir lampaljósinu. Þetta er sjötta bók höfúndar og náði geysivinsældum í Bandaríkjunum. Þetta er ágæt sakamálasaga. Ævi- og skáldsögur þykja mér bestar en mér leiðast vinnukonu- reyfarar og sniðgeng þá alveg. Ævi- saga Tryggva Emilssonar kemur ofarlega í hugann, en hana las ég kringum 1985. Tryggvi missti móður sína ungur og var komið í fóstur. Hann lýsir uppvaxtarárum sínum við hreint út sagt ömurlegar aðstæður og kjör hjá vandalausum aðeins um áttatíu árum áður en ég las bókina. Þykir mér skrítið að hann skyldi lifa vistina af. Það vekur mann til um- hugsunar hvort slíkir einstaklingar séu enn til, eða hvort þetta hafi verið tíðarandinn um síðustu aldamót og því að vera að bera í bakkafúllan lækinn að minnast á þessa ágætu bók. Spennusögur eru ofarlega á blaði hjá mér og er Stephen King þar fremstur meðal jafningja, því það er svo notalegt að sofha eftir lestur bóka hans, sérstaklega í suðaustan hvass- viðrum. Djöflaeyja Einars Kárasonar finnst mér skemmtileg bók, sérstaklega persónu- og umhverfíslýsingamar. Maður dettur gjörsamlega inn í braggahverfið og stemmninguna. Bibbi skallaði bókvitinu til mín, svo mér finnst rétt að senda það yfir á hana frænku mína, Þóreyju dóttur hans og Magneu, því ég veit að þar er ekki komið að tómum kofanum. ©rðTspor - Einn góður og gegn Eyjamaður kom akandi að sjoppu hér í Eyjum í vikunni, það blés nokkuð að austan. Skyndilega er hurðinni farþegamegin hrundið upp og út stígur eiginkona ökumannsins. Átti konan nokkuð fullt í fangi með að hemja bílhurðina, þar sem hún hélt á byrði nokkurri. Á þessu stigi málsins er viðskiptavinur að ganga út úr sjoppunni, sér hann bjástur konunnar og heldur opinni sjoppuhurðinni fyrir hana. Hún gengur inn í sjoppuna, þakkar fyrir og viðskiptavinurinn gengur út. Þá segir bílstjórinn við viðskiptavininn. „Hún er ekki að hugsa um bílhurðina í þessu roki,“ og var ekki par hrifinn þarsem hurðin blakti í rokinu. Viðskiptavinurinn brá við hart og spurði hvort hann ætti ekki að halda við hurðina á meðan frúin erindaðist inni í sjoppunni. Eiginmaðurinn þakkaði gott boð, glotti út i annað og sagði: „Það er kannski betra, eða viltu kannski heldur halda við konuna." Hvernig sem annars á því stóð, þá hitti viðskiptavinurinn þennan ágæta Eyjamann á bifreiðaverkstæði nokkrum dögum síðar ásamt bíl sínum. Taldi viðskiptavinurinn nokkuð víst að hurðin hefði skemmst í austanátökunum fyrr í vikunni. „Nei, nei,“ sagði okkar ágæti Eyjamaður og bætti við: „Þetta er bara hefðbundið viðhald." -Blaðið Dagskrá er þekkt fyrir mikinn áreiðanleik og þar á meðal að fletta ofan af sögufölsunum annarra. Fyrir skömmu var flett ofan af einni slíkri í sambandi við fyrsta vélbátinn í Eyjum og birt stórmerkilegt skjal með dagsetningu sem sýnir klárlega hver var fyrsti vélbáturinn í Eyjum. Eitt af því sem gert hefur myndir í Dagskrá að óyggjandi heimildum er að á þeim hefur gjarnan mátt sjá dagsetningu og ár þegar viðkomandi mynd er tekin. En nú bar svo undarlega við fyrir skömmu að eitthvað hefur skolast til í þessum málum. Birt var í Dagskrá mynd af mannvirkjum i Klettsvík, þ.á.m. netinu mikla, og þess getið að það hefði slitnað í óveðri. En dagsetningin á myndinni kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Þar stóð með skýrum stöfum dagsetn- ingin 1.11.94. Á þeim tíma höfðu fæstir heyrt háhyrningsins Keikós getið, hvað þá að mannvirkjagerð væri hafin hans vegna í Klettsvík. Annaðhvort er hér um mistök að ræða eða grófa sögufölsun. Því er eðlilegt að tekið sé með fyrirvara öðrum fréttum af dagsetningum, t.a.m. um vélbáta í aldarbyrjun. Þegar ekki má treysta dagsetningum með tölvugræjum, er allt eins hægt að efast um aldargamlar handskrifaðar dagsetningar, eða hvað? Leiðinlegt að læra undir próf Á Meistaramóti íslands i frjálsum íþróttum, 15-22 ára, sem haldið varfyrir skemmstu, eignuðust Vestmanna- eyingar tvo íslandsmeistara. Guðjón Olafsson varð íslandsmeistari í stang- arstökki og Katrín Elíasdóttir í þristökki. Katrín er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Katrín Elíasdóttir. Fæðingardagur og ár? 29. júlí 1981. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý í foreldrahúsum. Menntun og starf? Nemandi i FÍV. Vinn með náminu í KÁ. Laun? Allt I lagimeð þau. Bifreið? Daihatsu Charade '93. Helsti galli? Offeimin. Helsti kostur? Geri það sem ég ætla mér. Uppáhaldsmatur? Piparsteik. Versti matur? Svið. Uppáhaldsdrykkur? Mjólk. Uppáhaldstónlist? Popptónlist. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að æfa og vera með vinum mínum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Læra undir próf. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Borga upp bílinn og geyma afganginn. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn. Pæli ekkert í pólitík. Uppáhaldsíþróttamaður? Vala Flosadóttir og Jón Arnar Magnússon. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? UMF Óðni og ÍBV. Uppáhaldssjónvarpsefni? Gamanmyndir. Uppáhaldsbók? Flestar bækur Gunnhildar Hrólfs- dóttur. Hvað metur þú mest í fari annarra? Gott skap og hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi. Fallegasti staöur sem þú hefur komið á? Vest- mannaeyjar og Færeyjar. Hve lengi ert þú búin að stunda frjálsar íþróttir? Ég held það hafi byrjað þegar ég var fimm eða sex ára og fórmeð bróður mínum á æfingar. Er einhver grein i meira uppáhaldi en önnur? Þessa stundina eru það stökkin, langstökk og þrístökk. Hvernig er aðstaða til iðkunar frjálsra íþrótta í Vestmanna- eyjum? Hún er frekar léleg og mætti vera betri. Megum við eiga von á fleiri afrekum á næstunni? Já, ég vona það, þegar ég verð komin í góða þjálfun. Eitthvað að lokum? Ég vil hvetja krakka til að koma og æfa frjálsar íþróttir, okkur vantar fleiri. Það verður enginn svikinn afþví, þetta er góður og samheldinn félags- skapur. Nýfæddfyr estmannaeyingar 90* Þann 15. desember eignuðust Jóhanna Inga Hjartardóttir og Halldór Jörgen Gunnarsson son. Hann vó 15 merkur og var 53 cm að lengd. Hann hefúr verið skírður Hjörtur Ingi. Hann er hér í fangi systkina sinna Gunnars Ásgeirs og Margrétar Rutar. Hjörtur Ingi fæddist á Selfossi. Þann 9. febrúar eignuðust Guðný Svava Gísladóttir og Sigurður Einarsson dóttur. Hún vó 15 merkur og var 53 cm að lengd. Hún er hér í fangi systra sinna Kristínar Sjafnar t.v. og Sigrúnar Ellu t.h. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Þann 22. febrúar eignuðust Guðrún Erla Gústafsfdóttir og Alfreð Halldórsson son. Hann vó 16 merkur og var 55 cm að lengd. Hann er hér í fangi systur sinnar Eyglóar Dísar og bróður, Halldórs Friðriks. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Á döfinni 4* 10. mars ÍBV- Fram í mfí. kvenna kl. 20.00 í Iþrótfamiðsföðinni 10. mars Herrakvöld IBV í Framheimilinu í Reykjavík. Húsið opnað kl. 19.00 11. mars Sóldögg ó Fjörunni. Dúndur vorstemmning 16. mars Stofnfundur Skóræktaríelags Vestmannaeyja í Rannsóknasetrinu kl. 20.30 18. mars AðaKundur Björgunarfélagsins 20. mars Aðalfundur Kvenfélags Landakirkju í safnaðarheimijinu kl 20.00 25. mars Myndlistorvor Islandsbanka í Eyjum 2000. Tolli Morthens opnar einkasýningu í Gallerí Ahaldahúsinu 19.-20. maí Vor í Eyjum 2000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.