Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 9. mars 2000 Fréttir 17 Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra: Sér kosti við að bjóða út Framsóknarflokkurinn bauð til almenns stjórnmálafundar þriðju- daginn 22. febrúar síðastliðinn. Fjórir þingmenn flokkins voru með framsögur á fundinum, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra, Hjálmar Árnason alþingismaður og Isólfur GylFi Pálmason aiþingismaður. Fundarstjóri var Ármann Höskulds- son og stóð sig vel í því vandasama hlutverki. Að loknum framsögum var orðið gefið laust og sköpuðust oft fjörugar umræður. Eyjamenn sýndu fundinum fáheyrðan áhuga, mættu hátt í sextíu manns á hann og má teljast mjög gott á þessum tímum pólitísks meðvitundarleysis í marg- umræddu góðærinu miðju. Guðni Ágústsson setti fram hug- myndir varðandi væntanlegt útboð á rekstri Herjólfs. Sagðist hann líta á Herjólf sem atvinnutækifæri í tengslum við uppbyggingu ferðaþjón- ustunnar. Sagði hann það úrelta skoðun að reka bæri Heijólf eingöngu sem þjóðveg milli lands og eyja. Benti hann á að sterkir aðilar ættu að geta nýtt skipið betur en nú er gert með því að gera það út sem öflugt atvinnutæki samhliða ferðamennsku. Mælti hann sérstaklega með útboði á slíkum forsendum. Einnig varpaði hann fram hugmynd um að samhliða Herjólfi væri hægt að reka minna skip yfir sumartímann ásamt Herjólfi. Guðni horfði einnig til hugmynda um gosminjasafn og vísaði þá til þeirrar uppbyggingar Vesturfarasafns sem átt hefði _sér stað á Hofsósi á síðustu árum. I slíku safni gætu menn átt þess kost að upplifa gosið með einhverjum hætti, auk þess sem grafa mætti upp eins og eina götu sem fór Dæmdur í fimm mánaða fangelsi -þar af fjóra skilorðsbundið Sl. föstudag var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands dómur yfir tæplega tvítugum Vestmannaeyingi vegna brota á síðasta ári. Ákæran gegn honum var í fimm liðum. I fyrsta lagi fyrir að taka bensín á bíl sinn í Grindavík fyrir 3800 kr. og aka á braut án þess að greiða fyrir það. I öðru lagi fyrir að stela 29 geisladiskum úr bíl í Vest- mannaeyjum. í þriðja lagi fyrir að rífa niður og skemma myndavélar í hraðbanka íslandsbanka í Vestmanna- eyjum. I íjórða lagi fyrir að brjótast inn í bifreiðaverkstæði í Vestmanna- eyjum, stela þar bíl og aka honum undir áhrifum áfengis og réttindalaus upp að Eldfelli. Og í fimmta lagi fýrir að hafa þá sömu nótt stolið og skemmt geisladiska í öðrum bíl auk þess að valda skemmdum á bílnum. Ákærði játaði öll þessi brot sem framin voru í ölvunarástandi. Hann hefur tvívegis áður verið dæmdur fyrir brot á almennum hegningarlögum, skilorðsbundið til þriggja mánaða. I dóminum segir að refsing sé hæfí- lega ákveðin fimm mánaða fangelsi. Þetta sé í þriðja sinn sem ákærði sé sakfelldur fyrir hegningrlagabrot, auk annarra brota. Þar sem ákærði sé ungur og hafi sýnt vilja til að snúa af afbrotabraut sinni sé rétt að skilorðs- binda fjóra mánuði með almennu skilorði til þriggja ára. Þá er hann sviptur ökuleyfi í tvö ár. Ákærði var dæmdur til greiðslu á öllum sakarkostnaði, þar með talið málsvarnarlaunum upp á 40 þúsund krónur og að auki til að greiða bætur fyrir tjón það sem hann olli, samtals að upphæð kr. 90.203. Jón Finn- bjömsson, héraðsdómari, kvað upp dóminn. rekstur Herjólfs undir hraun, ferðamönnum til glöggv- hafa verið öflugan og umræður líf- unar. legar, og skemmtilegar. Guðni var að öðru leyti ánægður með fundinn. Sagði hann fundinn ÍSÓLFUR Gylfi og Ármann fylgjast með ræðu foringjans af mikilli athygli. Fjörugt herrakvöld handboltadeildar ÍBV STEBBI Jónasar, Grétar pípari, Gaui sonur hans, Steini Vitta og Lúlli þingmaður skemmtu sér vel á herrakvöldinu sem fór vel fram og var bæði gestum og aðstandendum til sóma. Um 90 manns sóttu herrakvöld handknattleiksdeildar IBV sem haldið var í Herjólfi. Skipið hentar vel undir slík samkvæmi og var herrakvöldið bæði að- standendum og gestum til mikils sóma. Aðalgestur kvöldsins var Ellert B. Scrham, forseti ÍSÍ og Olympíunefndar Islands. Mælt- ist honum vel og gerði hann óspart grín að sjálfum sér og öðrum. Lúðvík þingmaður lét heldur ekki sitt eftir liggja í orðsnilld. Að öðru leyti voru skemmtiatriði í höndum stjórnarmanna og fólks úr bænum, og þar var ungt fólk í fararbroddi. Flautuleikararnir Frida og Jaffa fengu góðar viðtökur. Andri lék á saxann af miklum krafti. í ræðu sinni nefndi EHert kvótann, Kára Stefánsson, hana Gústu sína, sjálfan sig, Árna Johnsen og KR. Allt var þetta á léttu nótunum eins og Ellert er einum lagið. HLÁTURINN Iengir líflð, ræða Ellerts kitlaði hláturtaugarnar svo um munaði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.