Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. mars 2000 Fréttir 13 Ármann Höskuldsson skrifar: Af eldfjöllum ísland er eitt samfelldasta eld- fjallaland í heiminum. Land- ið er um 110 þúsund ferkíló- metrar að flat- armáli, af því er um 60% hægt að flokka sem virkt eldfjallasvæði. Rannsóknir á upp- byggingu landsins sýna að eldgos verða að meðaltali á um 5 ára fresti. Þetta er meðaltal fyrir síðustu 12 milljón ár. Meðaltalstölur þýða þó að lengri eða skemmri tími getur liðið á milli eldgosa en þessi 5 ár. Undanfarin ár hafa til dæmis ekki Iiðið nema um tvö ár á milli eldgosa, sfðasta eldgosið er að sjálfsögðu Heklugosið sem hófst laugardaginn 26. febrúar síðastliðinn. Rannsóknir á eldgosasögu íslands síðustu 10 þúsund ár sýna jafnframt að eldvirkni á landinu kemur fram í hrinum. I slíkum hrinum er styttra á milli gosa og á milli hrina líður lengri tími á milli. Rannsóknunt jarðvísinda- manna á hegðun og eðli eldfjaila hefur fleygt hratt fram síðustu 30 ár. Fyrir um 30 árum voru öll eldfjöll, sem ekki höfðu gosið á sögulegum tíma, flokkuð sem útkulnuð eldfjöll. Eftir gosið á Heimaey varð mönnum ljóst að ekki gekk sú flokkun upp. Ennfremur hafði þessi flokkun þá annmarka að viðmiðunin var ekki sú sama á milli landa. Virknitíminn var því lengdur í 10.000 ár. Frekari rann- sóknir hafa þó sýnt að þetta gengur ekki heldur upp þar sem sum eldfjöll gjósa með mun lengri tíma á milli. Er þar skemmst að minnast skrifa sem urðu vegna Yellowstone í Banda- ríkjunum, en það eldfjall gýs á um 500-600 þúsund ára fresti. Það er því ekki hægt að flokka Yellowstone með 10 þúsund ára reglunni. Nú í dag eru eldfjöll ekki flokkuð sem útdauð nema menn þekki til eldgosasögu þeirra og tíðni eldgosa í viðkomandi eldstöð. En þekkingu manna hefur ekki bara fleygt fram í rannsóknum á eldfjöllum heldur og á fyrirboðum eldgosa. I dag hefur Veðurstofa Islands, með Ragnar Stefánsson í fylkingarbroddi, byggt upp eitt fullkomnasta viðvör- unarkerfi jarðhræringa sem um getur í heiminum. Kerfi þetta byggir á jarðskjálftamælum, spennumælum og GPS-staðsetningartækjum. Þrátt fyrir að enn sé þetta kerfi ekki fullkomnað fyrir ísland, er það þegar farið að skila ótrúlega miklum árangri í framtíðar- spám um eldsuppkomur og jarð- skjálfta. Síðasta stórvirki þessa kerfis var spá um Heklugosið þar sem til- kynning um um eldsuppkomu barst yfirvöldum um einni klukkustund fyrir tímann og öllum almenningi um 30 mínútum fyrr. Eins og sagt var í útvarpsfréttum: „Heklugos hefst eftir um 20 mínútur“. Nú er verið að koma upp skjálfitamæli og GPS-mæli á Heimaey sem verða hluti af þessu kerfi og verða báðir komnir í gagnið á vordögum. Þrátt fyrir að við reiknum ekki með að gjósi á Heimaey í allra næstu framtíð þá munu þessir mælar vonandi verða til þess að tiyggja öryggi og vamir okkar Eyjamanna um ókomna framtíð. Höfundur er eldjjallafrœðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands. Spennandi kosningar í FÍV: Erum miklu betri en hinir -segja talsmenn Kátra karla Nú standa fyrir dyrum kosningar til nemendaráðs FIV, næstkomandi fbstudag. Mörg framboð hafa óskað eftir atkvæðum nemenda og er eitt framboðið sem kennir sig við Káta karla. Guðmundur Kr. Eyjólfsson er efstur á lista Kátra karla og að hætti ofurmennisins ávarpar hann væntanleg atkvæði sín á þýsku: „Guten tag, við piltamir í fram- boðsflokknum Kátir karlar höfum ákveðið að bjóða okkur fram til nemendaráðs FIV.“ Astæðu framboðsins segir hann vera þá að Kátir karlar vilji gera skólann að skemmtilegri stað, þó að það muni reynast erfitt, því núverandi nemendaráð hafi staðið sig með miklum ágætum. „Einnig teljum við okkur vera miklu betri en hinir flokkamir og við höfum mikla reynslu af skemmtanalífinu. Þó að allir í flokknum séu kannski ekki með 100% í skólamætingu þá emm við allavega með 100% í skemmtanamætingu og er það okkar helsti styrkur. “ I fréttatilkynningu frá Flokknum er hann sagður skipaður nokkmm valin- kunnum mönnum. „Þar má fyrstan nefna formannsefni flokksins, Guð- mund Kr. Eyjólfsson en þar er mikilmenni á ferð og ábyggilega miklu betri formaður en Hafsteinn Dan að ekki sé nú talað um Hjalta. Annars hefur Guðmundur ekki mikla reynslu af formannsstörfum, þó hann sitji í stjóm Skemmtiklúbbsins Indriða. Næstur á lista er gjaldkeraefni flokksins en það er Kolbeinn Olafsson yngri (í Mozart), hann hefur þó ekki reynslu af gjalkerastörfum en það sem ber hæst á afrekaskrá Kolbeins er að hann vann stærðfræðikeppni í 10. bekk og þess má til gamans geta að formannsefnið okkar var í öðru sæti. Næst ber að nefna þá þrjá sómadrengi sem bjóða sig fram í sæti með- stjómenda og vinna alveg pottþétt, það em þeir Birkir Atlason, Sigurður Bjöm Oddgeirsson og Jóhann Magni Magnason (magnaður náungi). GUÐMUNDUR Kr. Eyjólfsson og Kolbeinn Ólafsson. Ennfremur segir í opinbemm gögnum flokksins að þess megi til gamans geta að Jóhann lék í leikriti í bamaskóla en ekki Birkir og að Sigurður Bjöm eða Bongó Bjarki eins og hann er kallaður hafi þótt efnilegur píanóleikari á sínum yngri ámm og kann enn að spila „Góða mamma“. Allir þessir karlar em mjög sigurvissir og em þegar famir að skipuleggja næsta karlakvöld og að fjarlægja borðtennisborðið. Kátir karlar vildu einnig þakka þeim sem hafa klappað á kollinn á þeim og sýnt þeim bæði andlegan og líkamlegan stuðning. Með von um drengilega kosningabaráttu og frið á jörð. Kosningastjóri Kátra karla er Helgi Möller og er hann einnig formaður saumaklúbbsins Faxa. Hann er og áhugamaður um geimvísindi og búta- saum. ÞESSA dagana er verið að bora í Nýjahraunið þar sem áætlað er að menningarhús verði reist. Er það rétt upp af kantinum ofan við FES. Flugfélag íslands: Nýtt farsölu- og upplýsingakerfi JÓN Karl Ólafsson framkvæmdastjóri og Árni Gunnarsson sölu- og markaðsstjóri. Flugfélag íslands undirbýr nú breytingar á farsölu- og upplýs- ingakerfi sínu. Nýja kerfið byggir á farmiðapöntunum í gegnum Netið og er mjög nútímalegt og notendavænt. Kerfið kemur til með að spara viðskiptavinum bæði tíma og fyrir- höfn, auk þess sem kerfið mun stuðla að bættri þjónustu og draga úr rekstrarkostnaði. Líkt og hingað til verður hægt að panta flugferðir gegnum síma en pantanir á Netinu eru hins vegar nýr valkostur fyrir viðskiptavininn. Birgðakerfismál Flugfélagsins hafa verið í endur- skoðun í um þijú ár og var ákveðið í desember sl. að fara út í þessar breytingar núna. Nú vinnur tíu manna hópur að því að koma upp kerfinu, og gera áætlanir ráð fyrir því að breytingamar taki gildi í lok mars eða byijun april á þessu ári. Ámi Gunnarsson sölu-og mark- aðsstjóri Flugfélags Islands segir að nýja kerfið þýði tvær megin- breytingar. „Annars vegar hættum við útgáfu farmiða, en það er sú breyting sem snýr beint að við- skiptavinum félagins og skiptir þá mestu máli. Hin breytingin sem fylgir þessu er að við höfum mögu- leika á að veita betri aðgang að okkur í gegnum Netið, sem þýðir að fólk getur afgreitt sig sjálft á Netinu og þarf ekki að bíða eftir því að starfsmaður hjá okkur sinni því. Viðskiptavinurinn sér því strax hvort sæti er laust eða ekki og fær stað- festingu á því um leið, þannig verður þjónusta í gegnum Netið í raun tuttugu og fjórir tímar á sólarhring. Annað í þessu sambandi, eins og við sjáum líka í bankakerfinu, er að fólk afgreiðir sig meira sjálft og einfald- ara verður fyrir fólk að nálgast þjónustu félagsins og í framtíðinni verður til dæmis hægt að senda upplýsingar sem SMS skilaboð í farsíma Öll afgreiðsla á flugvelli mun því taka skemmri tíma.“ Ámi segir að bókunarkerfið, sem nú á að skipta út, sé orðið mjög gamalt og staðnað, þó að útgáfa farseðla sé í samræmi við núgildandi alþjóðareglur. „Farmiðar eru í sjálfu sér ekkert annað en bókhaldsgögn og hafa verið nauðsynlegir til þess að flugfélög út í heimi eigi að geta rukkað fyrir sölu. Þar sem við vinnum á tiltölulega einangmðum markaði sem er bundinn að mestu við innanlandsmarkað, þó að við séum líka með flug á Færeyjar og Grænland. En 80 til 85 prósent af okkar sölu fer fram beint hjá okkur svo við sjáum okkur því fært að fara út í þessar breytingar án þess að það skapi mikla erfiðleika fýrir annað umhverfi og þá sem hafa verið að selja okkur hingað til.“ Afgreiðsla og bókanleiki Flugfé- lags Islands í gegnum Netið verður bæði fyrir ferðaskrifstofur og umboðsmenn FI um allt land, sem fá beinan aðgang að nýja kerfinu og segir Ámi að kerfið bjóði líka upp á hvers kyns pakka og tilboð. „Fyrir ferðaskrifstofur og umboðsmenn verða bókanir auðveldari auk þess sem aðgengi allra sem hafa Net- aðgang verður mjög einfaldur. Gmnnurinn að þessu kerfi er öðmvísi að því leyti að hann er byggður upp í hinu venjulega flug- félagakerfi. Þetta er byggt upp sem gagnagmnnur og þeir sem byggt hafa upp kerfið, hafa notað það til þess að halda utan um hótelgistingar og skemmtigarða, þar sem sama hugmyndafræðin er í raun í gangi. Það er verið að taka eitthvað frá fyrir viðskiptavininn, en hvers eðlis þjónustan er skiptir í raun ekki máli. Við munum nýta okkur þetta kerfi þannig að fólk mun geta bókað bílaleigubíla, hótel og aðra þjónustu sem við emm að selja." Ámi bendir á að vegna þess að þetta séu pappírslaus viðskipti, þá sé lagt mikið upp úr öryggisþættinum. „Til dæmis varðandi greiðslur á Netinu með kreditkortum em notaðir bestu öryggisstaðlar sem til em og vinnum við það í samvinnu við íslensku kortafyrirtækin. Hvað við kemur öryggi við að halda utan um bókanir höfum við notað alþjóðlega kerfið AMADEUS. Bókanir í því hafa dottið út úr kerfinu eftir tvo daga, en svo mun ekki verða raunin í þessu nýja kerfi, þannig að við getum í sjálfu sér haldið utan um bókanir sem em orðnar eldri og höfum við sett okkur að halda þeim inni í allt að ár aftur í tímann til að byrja með. Allar endurgreiðslur og breytingar og að rekja bókanir aftur í tfmann verður því mun einfaldara. Hins vegar er rétt að hafa í huga að lfka verður hægt er að bóka á Netinu og geiða svo við brottför með debet- korti, eða peningum."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.