Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 6. apríl 2000 • 14. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax:481 1293 Erum með betra lið Kvennalið ÍBV í hundholta hefur tekið mikluni framförum á þesssu tímabili, kannski helst um og eftir áramót og er óhætt að segja að innkoma Andreu Atladóttur í liðið eigi stóran þátt í velgengni liðsins. Andrea er margreynd handknatt- leiksskona, spilaði sinn fyrsta leik fyrir flmmtán árum með ÍBV og hefur spilað mestan hluta ferils síns með liðinu. Fréttir slógu á þráðinn og spurðu hana um átökin í kvöld. „Við verðum að passa okkur á því að koma eins undirbúnar til leiks og við höfum verið að gera í úrslitakeppninni og við megum alls ekki falla í sömu gryfju og við gerðum á móti FH í undanúr- slitum að halda að þetta komi allt af sjálfu sér vegna þess að við erum á heimavelli. Við erum með betra lið en Grótta/KR, en þær munu mæta dýrvitlausar í leikinn enda er leikurinn allt eða ekkert fyrir þær þannig að þetta verður kannski erfiðasti leikurinn af þeim sem búnir eru. Það er alveg ótrúlegt hversu hópurinn hjá IBV nær vel saman þar sem þrjú þjóðerni eru og svo ungar og gamlar kempur þannig að andstæðurnar eru fyrir hendi og það er kannski styrkur liðsins.“ sagði Andrea að lokum og vildi hvetja bæjarbúa til að mæta í Höllina í kvöld. Uppstokkun í stjórn Sparisjóðsins Arnar hættir sem formaður Varð undir í kosningu gegn Þór í Vilhjálmssyni Aflabrögð Þokkalegur afli togbáta Togbátarnir hafa verið að fiska þokkalega að undanförnu. Ekki er óalgengt að vikuafiinn hafi verið nálægt hundrað körum og þykir það ágætt. Smáey landaði á mánudag 115 körum og fór aftur út á þriðju- dagskvöld. Sama dag landaði Frár 80 körum og á þriðjudag þegar slegið var á þráðinn út í sjó voru þeir sunnan við Surt að reyna við ýsu eða þorsk. Heldur var iítið um að vera þá stundina. Björg var á svipuðum slóðum, sömuleiðis að reyna við ýsu eða þorsk og hafði verið alveg sæmilegt. Undanfarið höfðu þeir verið í kolaskarki. Aflinn að undan- fömu hjá togbátunum hefur verið blandaður. Ysanhefuroftgefiðsigtil í aprílmánuði og nú bíða menn þess að fá ýsuskot. Á stjórnarfundi í Sparisjóði Vest- mannaeyja sl. mánudag urðu nokkur þáttaskil þegar nýkjörin stjórn skipti með sér verkum. Stjórnina skipa þeir Arnar Sigur- mundsson, Gísli Geir Guðlaugsson, Ragnar Oskarsson, Skæringur Georgsson og Þór I. Vilhjálmsson. Amar Sigurmundsson hefur verið formaður stjómar Sparisjóðsins frá árinu 1992 og varaformaður nokkur ár þar á undan meðan Sigurgeir Krist- jánsson var formaður. I atkvæða- greiðslu stjórnarinnar á mánudag um formann hlaut Amar tvö atkvæði en Þór í. Vilhjálmsson þrjú. Þá var Skæringur Georgsson kjörinn vara- formaður. Ragnar Óskarsson segir að þetta hafi verið eins og hver önnur kosning. Þama hafi einfaldlega verið skipt um menn. Slíkt gerist alla jafna eldd oft en gerist þó. „Stjómin skipti með sér verkum á mánudag og þar varð þetta niður- staðan. Eg á ekki von á að þetta breyti neinu í stefnu stjómar Sparisjóðsins. Og meira hef ég ekki að segja um þetta,“ sagði Þór I. Vilhjálmsson, nýkjörinn stjómarformaður. Fréttir spurðu fráfarandi formann, Amar Sigurmundsson, hvort brott- hvarf hans sem formanns tengdist störfum hans persónulega eða hvort þetta væri pólitísk ákvörðun. Amar segir að fyrir ári hafi Ragnar Óskarsson tilkynnt á fyrsta stjómar- fundi að innan V-Iistans væm uppi áform um að kjósa mann úr þeirra röðum eftir aðalfund árið 2000. Þá yrði formaður kosinn beinni kosningu. Amar segir að sérstaklega hafi verið tekið fram að sú ákvörðun tengdist ekki sinni persónu. „Raunar var ekkert á þetta minnst núna fyrir aðalfund og Ragnar mætti ekki á aðalfundinn. Svo kom í ljós á mánudag aðþeir vildu standa við fyrri ákvörðun. Eg verð að viðurkenna að þetta kom mér nokkuð á óvart núna og mér finnst þama stigið skref aftur á bak. Lnnan stjómar Sparisjóðsins hafa ekki verið pólitískar væringar fram til þessa og þessi háttur ekki hafður á. En úr því að þeir vildu fá formanninn úr sínum röðum þá er rétt að þeir axli ábyrgðina til fulls og fái varaformann- inn líka. En ég vil taka fram að þótt ég hafi látið af formennsku þá mun ég áfram vinna af fullum heilindum innan stjómarinnar að því að Spari- sjóðurinn megi dafna, það er og verður númer eitt hjá mér þó svo að mínir hagsmunir hafi orðið að víkja. Það skiptir meginmáli að góður friður ríki um starfsemi Sparisjóðsins sem er sjálfseignarstofnun og ábyrgð stofn- ijáreigenda er mikil í þeim eihum. En umfram alit skipta framtíðarhags- munir Sparisjóðsins og byggðariags- ins þar mestu,“ segir Amar Sigur- mundsson. ORVGGI u ouum swðum TM-ÖRYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll tryggingamálin , a einfaldan og hagkvæman hátt Ulht'/Or:Uli:.:)')h) dhllþjlllll Flötum 20 - Sími 481 1535 Vj'Jgy/öi/ yg öinurö'í'jói Græðisbraut 1 - Sími 481 3235. M. Vetraráætlun Alla daga n/sun. Sunnudaga Aukaferð föstud. Frá Eyjum kl. 08.15 kl. 14.00 kl. 15.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.00 kl. 18.00 kl. 19.00 ^$>}Herjólfur Ath. tvær ferðir á föstudögum! Sími 481 2800-Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.