Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 6. apríl 2000 / Aðalfundur Ungmennafélagsins Oðins: Tíu ára öflugt frjálsíþróttastarf Aðalfundur Ungmennafélagsins Óðins var haldinn síðastliðinn fimmtudag að viðstöddu efnilegu frjálsíþóttafólki í Eyjum og velunn- urum félagsins sem lagt hafa af mörkum óeigingjarna vinnu í þágu Óðins þau tíu ár sem það hefur starfað. Arný Heiðarsdóttir lét af störfum sem formaður og gjaldkeri Við formannsstarfinu tók Guðjón Ólafsson, en varaformaður var kosinn Guðbjörg Guðmundsdóttir. Þórir Jónsson formaður Ungmenna- félags Islands heiðraði fundinn með nærveru sinni og sæmdi Ámýju silfurmerki Ungmennafélags fslands, en mjög fáir á íslandi hafa verið sæmdir því merki. Ámýju vom þökkuð mikil og góð störf í þágu Óðins og var henni afhentur skjöldur og bronsmerki fyrir störf sín frá Ungmennafélaginu Óðni. Einnig var Þórður með kynningu á Kultur og Ungdom (Menning og æska) sem fara mun fram dagana 21. - 28. júní í Reykjavík með þátttöku 3000 ungmenna, fjórtán ára og eldri frá öllum Norðurlöndunum, en Ung- mennafélag íslands mun bera ábyrgð á framkvæmd mótsins. Kultur og Ungdom er ungmennamót á vegum NSU (Norræn samtök um ungmenna- starf) sem em félagasamtök 15 norrænna ungmennasamtaka með samtals yfir tvær milljónir meðlima Fleiri voru og heiðraðir fyrir störf í þágu Óðins, og veitt bronsmerki félagsins, en það vom; Anna Día Erlingsdóttir íþróttakennari, Sigrún Þorláksdóttir fyrrverandi formaður, Guðný Bogadóttir fyrrverandi for- maður, Ólöf Heiða Elíasdóttir íþrótta- kennari, Erna Jóhannesdóttir íþrótta- kennari, auk þess sem Grétari Haraldssyni, starfsmanni Eurocard, sem hefur verið öflugur styrktaraðili Óðins, var veitt viðurkenning Einnig vom methafar Ungmenna- félagsins Óðins fyrir árið 1999 heiðraðir. Bar þar hæst Áma Óla Ólafsson, sem nú er í skóla- og æfingabúðum í Falun í Svíþjóð. Hann setti flest Vestmannaeyjamet á síðasta ári, alls sjö. Fékk hann og Friðriks- bikarinn nú í þriðja sinn, en bikarinn er geftnn í minningu Friðriks Jessonar frjálsíþróttakappa. Aðrir sem settu Vestmannaeyjamet Vestmannaeyjamethafar 1999. Fv. Andrea Káradóttir, Tryggvi Hjaltason sem tók við viðurkenningu fyrir hönd bróður síns Trausta Hjaltasonar, Kristjana Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir og Guðjón Ólafsson sem tók við viðurkenningum fyrir hönd systkina sinna, Karenar Ólafsdóttur og Árna Óla Ólafssonar. Guðjón Ólafsson fékk og viðurkenningu fyrir Vestmannaeyjamet sem hann setti á árinu 1999. Guðbjörg Guðmundsdóttir nýkjörinn varaformaður Ungmennafélagsins Óðins árið 1999 og fengu viðurkenningar vom: Andrea Káradóttir í flokki 8 ára og yngri fyrir 40 m hlaup (7.2 sek); Kristjana Jónsdóttir í flokki 13 til 14 ára fyrir kúluvarp (úti 7,40 m og inni 8,07 m); Hildur Jónsdóttir í flokki 13 til 14 ara fyrir kúluvarp (úti 7,47 m); Ámi Óli Ólafsson í flokki 15 til 16 ára fyrir kringlukast (46.00 m), sleggjukast (41,71 m og 44.60 m), spjótkast (800gr. 43,32 m og 600gr. 52,49 m), kúluvarp (inni 4 kg kúla 13,27 m og 13,51 m); Trausti Hjalta- son í flokki 17 til 18 ára, þrístökk með atrennu (8,33 m), langstökk án atrennu (2,78 m), kúluvarp (inni 7,2 kg kúla 8,59 m); Guðjón Ólafsson í flokki 20 til 22 ára, langstökk með atrennu (5,78 m), kringlukast 2 kg þung kringla (29,46 m), kúlukast inni 7,2 kg þung kúla (9,78 m); Karen Ólafsdóttir kúlukast inni, 4 kg þung kúla (9,54 m). Að loknum heiðrunum og ræðu- höldum vom kaffiveitingar í boði Ungmennafélagsins Óðins. Þórir Jónsson formaður UMFI og Árný fráfarandi formaður og gjaldkeri Ungmennafélagsins Óðins. Árný Heiðarsdóttir, Ólöf Heiða Elíasdóttir, Sigrún Þorláksdóttir, Guðný Bogadóttir og Erna Jóhannesdóttir. Á myndina vantar Önnu Díu Erlingsdóttur og Grétar Haraldsson, en öll þessi fengu bronsmerki Óðins, utan Árný sem fékk silfurmerki. Sigurgeir Jónsson Af mótmælendum Skrifari hefur alið nær allan sinn aldur í Vest- mannaeyjum og engar blikur slíkar á lofti að það komi til með að breytast í náinni framtíð. Eftir því sem árin hafa liðið hefur honum æ frekar skilist betur og betur hversu ótrúlega furðulegur sá þjóðflokkur er sem býr í Vestmannaeyjum. Þegar skrifari var upp á sitt besta var hér stórt og mikið samkomuhús þar sem haldnir voru dansleikir a.m.k. einu sinni í viku. Þangað þyrptist fólk að skemmta sér, aðallega ungt fólk, en einnig mátti þar finna fólk af eldri kynslóðum enda ekkert kynslóðabil í Höllinni á þeim árum. Nú hefur Samkomuhúsið fengið annað hlutverk, miklu betra og verðugra, segja sumir en skrifari getur ómögulega að því gert að hann saknar gamla Samkomuhússins enda á hann margar minningar þaðan, rétt eins og fjöldi annarra Eyjamanna. Þó svo að í Vestmannaeyjum höfum við flest það sem til þarf til að geta lifað góðu og mann- sæmandi lífi þá vantar þó ævinlega eitthvað upp á. Svo sem stúku við íþróttavöllinn, stærra íþróttahús og; -samkomuhús- sem rúmar eitt- hvað álíka og gamla Samkomuhúsið gerði. Vísir menn hafa sagt að þessi skortur á stóru samkomuhúsi standi ýmissi þróun í Vestmanna- eyjum fyrir þrifum, t.d. sé úúlokað að standa hér að fjölmennu ráðstefnuhaldi. Best gæú skrifari trúað að nokkuð sé til í þessu. Svo fyrir tveimur vikum eða þremur birti úl. Framtakssamir menn tilkynntu að þeir hefðu hug á að reisa svona hús í Vestmannaeyjum ofan á vatnstankinum ofan við Löngulág. Þetta fannst skrifara strax frábær hugmynd. Einhvem tíma hafði honum dottið í hug að koma upp skautasvelli ofan á tankinum en þær hugmyndir komust lítið lengra en á umræðustig. En hann varð strax stórhrifinn af þessari hugmynd. Því miður voru ekki allir jafnhrifnir og nú skilst skrifara að allmargir í hópi þeirra sem búa austan við vatnstankinn hafi undirritað mót- mælaskjal gegn hinu nýja samkomuhúsi. Sumir hafa jafnvel kveðið svo sterkt að orði að þetta hús muni aldrei rísa meðan þeir búi í hverfinu og má helst af þeim orðum skilja að þeir hyggist hlekkja sig fasta við uppsláttinn svo að ekki verði unnt að steypa. Rök þeirra eru þau að hús af þessari gerð eigi ekki erindi svo nálægt íbúðabyggð, alla vega þessari íbúðabyggð. Nú ætlar skrifari ekki að rísa gegn því að fólk fái að mótmæla, finnist því á sér brotið. Aftur á móti sýnist honum að erfitt verði að byggja nýtt samkomuhús í Vestmannaeyjum ef það má hvergi vera nærri mannabyggð. Það væri þá helst austur á milli Fella eða suður á Breiða- bakka. Og þá þykist skrifari nokkuð viss um að náttúruvemdarsinnar myndu hafa uppi mótmæli gegn slíku staðarvali. Um áratugaskeið máttu íbúar í miðbænum una við nábýli Samkomuhússins og sögðu ekki orð. Ekki veit skrifari hvað yrði uppi á teningnum ef ákveðið yrði allt í einu að Samkomuhúsið gamla yrði á ný gert að skemmtistað en vafalaust myndu einhveijir mótmæla. Forsvarsmaður mótmælenda hins nýja húss segir að svona hús eigi ekki heima við hans íbúðabyggð, heldur í miðbænum. Þá rök- semdafærslu skilur skrifari ekki alveg. Hann veit ekki betur en fullt af fólki búi í miðbænum. fer meira að segja fjölgandi með nýjum íbúðum sem þar hafa risið á síðustu árum. Skrifari getur ekki skilið þessi ummæli öðruvísi en svo að íbúar í miðbænum séu taldir flokkast í lægri klassa en þeir sem búa hærra yfir sjávarmáli og það sé í lagi þó að þeir séu í námunda við sam- komuhús. Fyrir nokkrum árum mótmæltu nokkrir íbúar því harðlega þegar sett var upp bensínstöð og sjoppa við Faxastíg, töldu það stefna sálarfriði hverfisins í hættu. Síðan eru liðin þijú eða Qögur ár og enginn mótmælir lengur. Skrifari býr skammt frá miðbænum, svona í útjaðri hans. í næsta húsi við hann er vinsæl sjoppa þar sem heilmikið er að gera, ekki síst um helgar. í þau tuttugu ár sem skrifari hefur búið á þessum stað hefur hann aldrei orðið íyrir nokkru ónæði vegna þeirrar starfsemi enda er honum ekki kunnugt um að efnt hafi verið til mótmæla eða undirskriftasöfnunar vegna þess rekstrar. Allur þessi hamagangur vegna nýs samkomu- húss minnir skrifara um margt á söguna um litlu gulu hænuna, þar sem allir vildu éta brauðið en enginn koma nálægt tilbúningi þess, allir sögðu: „Ekki ég," þar til kom að því að éta það. Sú saga endaði þannig að litla gula hænan át sitt brauð sjálf enda vel að því komin. Aftur á móti sýnist skrifara sem sagan í Vestmannaeyjum gæti endað þannig að við fengjum ekkert brauð; og - ekkert samkomuhús heldur. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.