Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. apríl 2000 FRÉmR 13 Valmundur Valmundsson og Tryggvi Sigurðsson skrifa: Við hugsum líka öðruvísi en þeir GULLBORG VE, eins og hún upphaflega leit út. Árið 1992 kom hingað til Eyja vél- báturinn Blátindur að tilstuðlan nokkurra áhugamanna um varðveislu á gömlum vertíðarbáti. Blátindur er hannaður og smíðaður hér í Vest- mannaeyjum árið 1947 og er einn örfárra báta frá þessum tíma sem til eru í upprunalegri mynd. Margir mætir formenn voru með Blátind, m.a. Páll Jónsson frá Þingholti sem jafnframt var fyrsti eigandi hans, Emil Pálsson, Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum, Guðjón Vigfússon, Jóhann Pálsson, Asmund- ur Friðriksson frá Löndum, Jón Valgarð Guðjónsson, og bar öllum saman um hve Blátindur var gott skip í sjó að leggja og siglari góður. Á árum áður smíðuðu Vest- mannaeyingar marga báta sína sjálfir og þóttu þeir áberandi glæsilegir hvar sem þeir komu og voru Eyjunum til sóma. Það var ekki síst vegna þess, að þeir sem stóðu að komu Blátinds hingað árið 1992, vildu sýna vandað handverk bátasmiða í Eyjum og sýna þeim framkvæmdum sem tréskipa- smíðar voru á árum áður, tilhlýðilegan sóma með varðveislu Blátinds og ekki skemmdi fyrir að hann er nánast í upprunalegri mynd. Blátindur er í raun síðasti fulltrúi þeirra glæsilegu fleyja sem hér voru byggð. Má þar nefna; Helga, Helga Helgason, Jón Stef- ánsson, Jötun, Vonina II, Kára, Erling fl, Mugg, Björg Nk, Skíðblaðni, Auði og svo mætti lengi telja. Er það rétt stefna bœjaryfin’alda að stuðla að því að báti ífullum rekstri sé kippt burt úr atvinnulífi okkar? Ekki síst er spurt vegna þess að íyrir er bátur (Blátindur) sem í raun hefur miklu meira sögulegt gildi en Gull- borg. Það skal tekið fram að undir- ritaðir áfellast í engu fyrri eigendur Gullborgar fyrir að seija Bæjarsjóði og Utvegsbændafélaginu bátinn, það kemur málinu hreinlega ekki við hverjum þeir kjósa að selja. Spum- ingin er hvort kaupendumir hafi gert sér grein fyrir hvílíloim menningar- og atvinnusögulegum verðmætum er kastað á glæ ef Blátindur verður rifinn. I okkar huga er málið einfalt, Bæjarsjóður og Útvegsbændafélagið gerðu mistök með því að blása Blátind af og kaupa Gullborgu. Hefði tíu milljónum króna verið veitt í Blátind hefði hann sómt sér vel á Skansinum sem glæsilegur sýningargripur og borið skipasmíðum og sjósókn áður fyrr, fagurt vitni. Nú á dögunum tók Hafnarstjóm Reykjavíkur, Aðalbjörgu RE í sína vörslu, en hún hefur verið í Árbæjar- safni t niðumíðslu síðastliðin tólf ár, sem sagt fjómm ámm lengur en Blátindur hefur staðið á þurrn. Hafnarstjóm Reykjavíkur ætlar að gera Aðalbjörgu upp og hafa hana klára til sýningar nk. sumar á mið- bakka Reykjavíkurhafnar. Af hverju? Jú vegna þess að Aðalbjörg er reykvrsk hönnun og smíð ( byggð 1935) og er síðasti fulltrúi þeirra tréskipa, sem Reykvíkingar áttu, sem til er. Hér í stærstu verstöð landsins er sama tækifæri fyrir hendi. Við Eyja- menn ættum að sjá sóma okkar í því að gera sögunni sem best skil og ætti bæjarstjóm að hrista af sér slenið og fara í broddi fylkingar. Okkur þykir Blátindur smellpassa inn t' umhverfið á Hringskerssvæðinu, en einhvemveginn passar Gullborg þar illa með nýtískulegt álstýrishús sem á henni er. Og að verja það með því að svona sé þróun útgerðarinnar væri svipað og að byggja Landlyst úr steinsteypu með tvöföldum bflskúr. Úr því sem orðið er finnst okkur nú komið gullið tækifæri til að halda Gullborgu haffærri og nota hana sem skólaskip til að kenna og kynna ung- dómnum okkar sem flest handbrögð til sjós. Þar fyrir utan er Gullborg frægt aflaskip og var í eigu eins mesta aflamanns sem Island hefur alið og mætti tvinna því inn í reksturinn og gera skipið að einskonar „Binnasafni “ til heiðurs honum. Góðir hálsar, rekum nú af okkur slyðruorðið og björgum Blátindi ffá glötun. Það mætti gera með fulltingi bæjaryfirvalda og leita stuðnings sjó- mannafélaganna t bænum og fleiri félagasamtaka sem áreiðanlega taka vel í að Blátindur verði varðveittur, komandi kynslóðum til ánægju og yndisauka. I þessu skyni má minna á frumvarp Guðjóns A. Kristjánssonar og fleiri sem liggur fyrir Alþingi um Ásmundur Friðriksson skrifar: Leikmannamál og gagnrýni á ÍBV Innan skamms fer knattspymu- vertíðin í fullan gang, enda keppast liðin við undirbúning fýrir átök sumarsins. Fyrsti leikur karlaliðs IBV í Landssímadeildinni er 18. maí gegn Fylki. Leikmannahópur ÍBV hefur æft af kappi frá því í haust, reyndar tvrskiptur eins og áður, þ.e. hluti í Eyjum og hluti í Reykavík. En reynt hefur verið að ná hópnum saman um helgar, auk þess sem ein æfingaferð til Kýpur er afstaðin og önnur ferð á dagskrá fyrir páska til Portúgal. Hópurinn mun sameinast hér heima í byrjun maí þegar okkar menn hafa lokið prófum frá þeim skólum sem þeir stunda á höfuðborgarsvæðinu. Æfingahópur IBV er fjölmennur og síðastliðið haust var ljóst að ekki gátu allir vænst þess að komast í liðið og var leikmönnum tjáð að þeim sem ekki væru inn í myndinni væri fijálst að æfa með liðinu, eða þeir gætu átt von á því að verða boðið upp á að verða lánaðir til annars liðs þar sem þeir gætu náð sér í dýrmæta reynslu og kæmu til baka tilbúnir í þann mikla slag sem fylgir því að vera í toppliði á Islandi. Gott dæmi um leikmann sem fór þessa leið er Hjalti Jónsson sem var lánaður til FH sl. sumar og er komin til baka í herbúðir IBV og virkar á mig sem mjög öflugur leikmaður í dag, tilbúinn fýrir átök sumarsins. Það skal tekið fram að allir leikmenn eru með samning við ÍBV og ekki hefur komið til tals að riffa samningi við einn eða neinn. I síðustu viku var fjórum ungum leikmönnum ÍBV tjáð að ekki væri útlit fyrir að þeir kæmust í 16 manna hóp liðsins í sumar. Þeim væri að sjálfsögðu frjálst að æfa með liðinu og taka þá áhættu að fá jafnvel engan leik í sumar eða að ÍBV lánaði þá til annars félags, þar sem þeir gætu lagt inn á reynslubankann og komið tvrefldir til leiks að ári. Nokkurs misskilnings virðist gæta í bænum vegna þessa og stjóm knattspymu- deildar legið undir ámæli fyrir að flæma í burtu unga og efnilega leikmenn. Það er deginum ljósara að þessi ákvörðun var tekin með hags- muni viðkomandi leikmanna og liðsins í heild í huga og horft til framtíðar þar sem sumir leikmenn em komnir á „efri ár“ og því styttist í að liðið muni vanta öfluga arftaka. Ef stjóm knattspymudeildar og þjálfarar hefðu ekkert aðhafst í máhnu og látið leikmennina æfa með hópnum og þeir síðan uppgötvað sjálfir þegar liðið væri á sumarið að þeir ættu ekki möguleika í ÍBV liðið, væri jafnvel of seint fyrir þá á þeim tímapunkti að fara til annarra liða. Það sem hefði áunnist með því er eingöngu að þær raddir sem nú reyna að gera málið tortryggilegt hefðu ekki heyrst, en þá hefðu þessir ungu og efnilegu leikmenn glatað mikilvægu tækifæri og sætu í sömu spomm að ári, því það er ljóst að betra er að spila með fýrstu eða annarrar deildarliði en að komast jafnvel ekki á bekkinn hjá ÍBV í sumar. Það er ótrúlegt að Eyjamenn haldi að í stjóm knattspymudeildar sitji menn sem vilji eingöngu aðkomu- menn í liðið, og hafi hom í síðu heimamanna. Þetta er algjör firra og ekki bjóðandi þeim mönnum sem taka að sér það vandasama og mikla starf að stjóma knattspymudeild IBV. En því ber að fagna að stuðn- ingsmenn liðsins hafi skoðanir á málefnum úrvalsdeildarliðs okkar og stjóm þess, og láti þær í ljós, því við viljum að okkar fólk hafi ákveðnar skoðanir á hlutunum og láti okkur vita hvort sem þeir em okkur sam- mála eða ekki. I stjóm knattspymudeildar em ekki skaplausir menn og þar er hart deilt um hlutina, ekki síður en á meðal stuðningsmanna liðsins, en staðið saman um hlutina út á við, og það viljum við að þið kæm stuðnings- menn gerið líka. Sanngjörn og réttmæt gagnrýni á allan rétt á sér en hún má aldrei bitna á stuðningi við LIÐIÐ OKKAR. Félögin á höfuðborgarsvæðinu em með sams konar mál í gangi um þessar mundir. Þar er fjöldi fyrstu- og annarrar deildarliða sem vantar menn og fýrir leikmann þar er málið mun auðveldara, menn þurfa ekki að flytjast að heiman frá foreldmnum, eða flytja búferlum með fjölskyldu, aðeins taka aðra stoppistöð með strætó á næstu æfingu. Með íþróttakveðju. Höfundur erfonnaður Knattspymudeildar IBV. breytingar á lögum um þróunarsjóð sjávarútvegsins. Fmmvarpið gengur út á það að styrkja byggða- og sjóminjasöfn til varðveislu skipa og upphæð styrks kr. 50.000 á hverja rúmlest sem tekin er til varðveislu. I greinargerð með fmmvarpinu segir meðal annars: „Þegar farið var að styrkja útgerðarmenn til að úrelda fiskiskip olli það því að fiskiskip vom eyðilögð. Forsjálir menn hafa þó séð til þess að í nokkmm byggðarlögum em enn til skip sem em mikilvæg fyrir sögu skipasmíða og útgerðar. Oftast em þau varðveitt á byggða- og sjóminjasöfnum. Skip þurfa viðhald þótt á landi séu og ljót og ómáluð skip vekja lítinn áhuga, jafnvel þó að nafni þeirna og sjósókn sé tengd mikil og merkileg saga. Á næstu ámm munu trébátar vertíðarflotans týna tölunni og því er ekki seinna vænna en reyna að varð- veita það merkasta sem enn er óskemmt eða hæft til varðveislu. Á einstaka stöðum á landinu má enn finna byggingar, vélar, búnað og áhöld sem geyma sögu sjávarútvegsins, t.d. síldarminjar á Siglufrrði og sfldar- bræðslur á Ströndum. Úrelding eigna sem síðan em teknar til annara nota eða niðurrifs gera okkur fátækari af eigin sögu. Að því ber að hyggja.“ Vonandi geta þingmenn okkar Vestmannaeyinga veitt þessu fmm- varpi brautargengi og komið þvr' á koppinn, því þarna er þjóðþrifamál á ferðinni og getur komið okkur Eyja- mönnum vel. Að lokum, nokkrar spumingar sem urðu til við samningu þessa greinar- koms. 1. Hefur Útvegsbændafélag Vest- mannaeyja úrslitavald um hvað teljast söguminjar í Vestmannaeyjum og hvað ekki? 2. Er það stefna bæjaryfirvalda að kaupa upp skip í rekstri og stuðla að því að sjómenn missi atvinnuna? 3. Ætlar Útvegsbændafélagið að borga kostnað af viðhaldi Gullborgar á geymslustað um ókomin ár og ef ekki hver þá? 4. Hefur menningarmálanefnd bæjar- ins, eigandi Blátinds, nokkuð haft um málið að segja og hvað þá ef svo er? Vonandi getur einhver eða einhverjir frætt okkur sem hugsum öðmvísi um ofangreindar spurningar. Höfundar eru starfandi sjómenn og áhugamenn um söguminjar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.