Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. apnl 2000 Fréttir 19 Handknattleikur kvenna: Sigbjörn þjálfari Tökum einn leik í einu Sigbjörn Óskarsson var að mestu búinn að ná sér niður þegar Fréttir höfðu samband við hann á þriðjudaginn, enda eitt stykki Herjólfsferð að baki. Þetta var hörkuleikur á mánudaginn? „Já, ég held að það sé óhætt að segja það. Eg á reyndar eftir að skoða hann í rólegheitum, en jú þetta var alveg hörkuleikur. Liðið sýndi náttúrulega ótrúlegan karakter eftir að hafa lent fjórum mörkum undir og tryggði sér framlengingu. Það er ekkert grín að mæta á Seltjamamesið og ætla að fara með sigur af hólmi, enda er Grótta/KR með mjög sterkt lið. Vamarleikurinn hjá okkur var í ágætu lagi, við vomm að vinna boltann, keyrðum á þær og sköpuðum okkur góð færi en nýttum þau hins vegar illa og þar bar á milli liðanna stóran hluta leiksins. Amela var t.d. mjög óheppin með sín skot, skaut tvisvar í stöng og Fanney í marki Gróttu/KR var að verja vel,“ sagði Sigbjöm. Nú hefur Mette Einarsen ekki verið áberandi í markaskomn hjá liðinu, en nú var hún markahæst. Em stelpumar einfaldlega að skipta þessu á milli sín? „Mette er stelpa sem hefur getuna. Það býr mikið í henni en það hefur kannski vantað upp á sjálfstraustið. Við höfum því reynt að telja í hana kjark fyrir leiki þannig að við reynd- um bara að peppa hana upp fyrir leikinn. Við vissum að Grótta/KR myndi leggja áherslu á að stoppa Amelu, Andreu og Ingibjörgu þannig að pláss myndi opnast fyrir Mette og hún nýtti sér það. Annars er eitt af einkennum góðra liða að þau byggjast ekki upp á einstaklingum, heldur liðsheildinni og ég tel að ÍBV haft mjög sterka liðsheild. Mér finnst hópurinn vera mjög samstilltur og engin leiðindi þrátt fyrir samkeppni um stöður. Liðið spiiar iíka upp á góð færi og einstaklingurinn er ekki að gera þetta upp á sínar eigin spýtur.“ Nú er erfíður leikur á fímmtudaginn (í kvöld), verður ekki erfitt að ná stelpunum niður og fá þær til að einbeita sér? „Þetta er nú bara það sem við höfum verið að gera í úrslitakeppninni til þessa. Við kláruðum Fram í tveimur leikjum, brotlentum héma heima á móti FH og kannski búum við að því að þekkja báðar hliðar málsins. Steipurnar vita alveg út á hvað þetta gengur og ég treysti þeim fuilkomlega í þetta. Maður fínnur það núna að það eru að byggjast upp kröfur og væntingar í bæjarfélaginu um að klára þetta á heimavelli á fimmtudaginn. En við ætlum bara að taka þennan eina leik og gera okkar allra besta. Nú er bara fyrir áhorfendur að troðfylla Höllina, við viljum sjá fleiri en síðast og þótti þó mörgum nóg um þá. En áhorfendur em okkar áttundi maður og án þeirra væmm við ekki komin þetta langt.“ sagði Sigbjöm að lokum og vildi koma þakklæti til þeirra fjölmörgu stuðningsmanna liðsins sem fylgdu þeim í útileikinn. Golf: Sigurgeir í Þorlaugargerði gerði það gott í Leirunni Sá fyrsti sem fer holu í högsi hér á landi á nýju árþúsundi Um síðustu helgi hélt Hátíðakórinn í Vestmannaeyjum upp á land og tók þátt í kristnitökuhátíð í Reykja- nesbæ. Makar kórfélaga fóru sumir hverjir með og einhverjir úr þeirra hópi tóku með sér golf- kylfurnar sínar og notuðu helgina til að spila á Hólmsvelli í Leiru. Einn þeirra var Sigurgeir Jónsson (okkar maður á Fréttum) sem gerði sér lítið fyrir á laugardag og fór holu í höggi á 8. braut. „Við vorum tveir saman félagamir, ég og Olafur hafnarstjóri og spila- mennskan var svo sem alveg í lagi. Þegar við komum að 8. brautinni sem er par 3, eitthvað um 130 metra löng, ákvað ég að slá með sjöjámi og tókst svona prýðilega til. Holan sjálf er í hvarfí þannig að við sáum ekki þegar boltinn fór í en á undan okkur vom tveir spilarar sem sáu það og veifuðu öllum öngum þannig að mann svo sem gmnaði ýmislegt. Það var ágætt að hafa vitni að þessu því ég er nú ekki alveg viss um að allir hefðu trúað okkur Ólafi, sérstaklega þegar þetta átti sér nú stað 1. apríl,“ segir hann. Hvemig tilfmning fylgdi þessu? „Osköp notaleg, nú er maður kominn í hóp með góðum mönnum á borð við Svenna Magg og Gísla Jónasar. Kunnugir segja mér að yfirleitt fari menn úr sambandi við svona og spili eins og fávitar það sem eftir er af hringnum. Það virkaði allavega ekki strax því að ég paraði tvær næstu holur en svo var framhaldið nú ekki til að hrósa sér af. Það skipti ekki öllu máli, deginum var bjargað.“ Samkvæmt upplýsingum Frétta mun Sigurgeir sá fyrsti sem fer holu í höggi á Islandi á nýju árþúsundi en einn íslendingur mun þegar hafa leikið þann leik suður í Portúgal á árinu. Kúlan, sem rataði ofan í holuna, er óneitanlega nokkuð sérstök. Hún er Top Flite XL 2000, sem minnir á ártalið, og er nr. 1, sem bæði minnir á eitt högg og daginn, 1. apríl. SIGURGEIR hampar kúlunni góðu. H.H. fékk 12 Sjötta umferð hðpaleiks IBV og Frétta var síðastiiðinn laugardag og virðist ekkert lát vera á gríðarháu skori hjá hópunum og hefur slíkt ekki sést í langan tíma. Um helgina bar þar hæst að hópurinn fékk 12 rétta á einfalda röð og var þar með fleiri rétta en sumir tipparar sem tippuðu iýrir nokkuð hærri upphæð. Af öðrum hópum er það að frétta að hópurinn Mambó fékk 11 rétta og hópamir Bláa Ladan, Pömpiltar og Húskross fengu 10 rétta. Fjórir síðastnefndu hópamir em allir í sama riðli og má því segja að sá riðill sé sá sterkasti. En staðan er annars þessi eftir sex umferðir: A-riðill: Bonnie and Clyde 51, Fema United 48, Hrossagaukamir og Allra bestu vinir Ottós 43, Bæjarins bestu og D.C.200041 B-riðiil: Tveir á Toppnum og Austurbæjargengið 48, Kaffi og Campus FC. og Flug-Eldur 44, Man.City 42 C-riðill: Mandarínugott 52, FF, JóJó og H.H. 45, Vinstri bræðingur 42, E.H. 41 D-riðill: Bláa Ladan 52, Mambó 50, Pömpiltar 49, Kiaki og Húskross 43, Tippalingumar 42 GETRAUNANEFND ÍBV EYJAMENNIRNIR í handknattleikslandsliði íslands. Sebastian Alexandersson Fram, Arnar Pétursson Stjörnunni, Guðfinnur Kristmannsson ÍBV og Gunnar Berg Viktorsson Fram eru allir í eldlínunni hjá sínum liðum í úrslitakeppninni. Þeir voru í landsliðinu sem mætti Svíum í tveimur leikjum 7. og 8. mars og hér eru þeir með Magnúsi Bragasyni formanni stjórnar handknattleiksdeildar ÍBV og stjórnarmanni íHSÍ. 'hfí&fTr ÍBV sigraði ÍR A föstudagskvöld hélt meistara- flokkur karla f knattspymu áfram sigurgöngu sinni í deildarbikar- keppninni með því að leggja að velli 1. deildarlið ÍR. ingi Sigurðs- son skoraði mark leiksins í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf. Kristinn Jónsson sagði í samtali við Fréttir að ÍBV hefði verið betri aðilinn í leiknum. „Þetta var reyndar dálítið köflótt hjá okkur. Fyrri hálfleikur var okkar eign frá upphafi til enda, en í seinni hálfleik gáfum við aðeins eftir án þess þó að missa stjórn á leiknum. En nú þarf bara að hugsa um' næsta leik sem er gegn Keflavík á iaugardaginn og við búumst við hörkuleik." ÍBV hefur nú spilað þrjá leiki í deildarbikarnum og unnið þá alla, en liðið á eftir tvo erfiða leiki, gegn Keflavík og KFS. Fækkar í hópnum Heyrst hefur að búið sé að skera niður f ieikmannahópi ÍBV fyrir tímabilið. Aðspurður sagði Kristinn þjálfari að ekki væri verið að vísa neinum á dyr. „Við höfum rætt við einstaka leikmenn og gert þeint grein fyrir stöðu þeirra innan liðsins fýrir sumarið. Við höfum boðist til þess að hjálpa þessum leikmönnum úl að komast að hjá öðmm liðum og hafa einhvetjir þekkst það boð.“ Ekki viidi Kristinn nefna nein nöfn en samkvæmt heimildum Frétta er um að ræða fjóra unga eyjapeyja, þá Jóhann Svein Sveinsson, Jón Helga Gíslason, Jósúa Óskar Óskarsson og Magnús Elíasson. Jóhann Sveinn mun að öllum líkindum fara til FH og Magnús og Jón Helgi hafa verið orðaðir við Dalvík. Gott samstarf í handboltanum I úrslitaleikjum kvennaliðs IBV hafa margir lagt hönd á plóginn. Aberandi er hversu gott samstarf er á milli handknattleiksráðs kvenna og karla, þar sem þeir síðamefndu hafa starfað við ýmis störf á leikjum kvenfólksins, bæði í gæslu sem og í skemmtiatriðum. Er óhætt að segja að þetta korni dálítið spánskt fyrir sjónir þar sem í annarri af helstu keppnisíþróttum bæjarfélagsins er samstarf karla- og kvennadeildar ekki eins áberandi, ef eitthvað er. Gott framtak handknattleiks- fólksins. Framundan Fimmtudagur ó.apríl Kl. 20.15 ÍBV- Grótta/KR ÚRSLIT Laugardagur 9. apríl Kl. 16.00 Grótta/KR- ÍBV (ef til þarf) Kl. 16.00 Keflavík-ÍBV deildar- bikar knattspymuliðanna í undan- úrslitum Islandsmótsins. Þrettán réttir, í 4. sinn! HHH-gengið, (Bergur bakari, Haukur á Reykjum, Hjörleifur Jens og Hjalti Kiistjáns) var enn með 13 rétta í getraunum um helgina eða í 4. sinn. Vinningurinn var yfir 40 þúsund kr. (Á Englandi). Þar með vann gengið Deildakeppni KFS. HHH er nú í 2. sæd maraþonkeppni íslenskra getrauna (36 vikur af 45 búnar) í 1. deild. í 2. deild eru þeir í 5. sæti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.