Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 6. apríl 2000 frettir Svipaðogsíðast Alls voru 159 færslur í dagbók lögreglu í sl. viku eða svipað og vikuna á undan. Frá föstudegi fram til sunnudags voru 34 færslur sem einnig er nánast sami fjöldi og helgina áður. Handalögmál Svo til fastur liður er að líkamsárás sé kærð til lögreglu eftir helgi. Svo var einnig nú og átti sú árás sér stað á einu af öldurhúsum bæjarins. Þar hafði orðið ósætti milli tveggja gesta og endaði nteð handa- lögmálum. Ekki var um alvarleg meiðsli að ræða. Búðahnupl Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu og var þar um að ræða búðarhnupl. Var það afbrot talið minni háttar og ekki lögð fram kæra vegna þess. Áttakærðir Átta ökumenn voru kærðir í vikunni fyrir brot á umferðarlögum. Tveir fyrir of hraðan akstur, tveir fyrir vanrækslu á skoðun, tveir fyrir að leggja ranglega og tvö brot voru minni háttar. Fórmannlaus ytirgötu Mildi var að ekki urðu slys á fólki á mánudag. Þá rann mannlaus bif- reið af stað af bifreiðastæði við Vilberg kökuhús, yfir götuna og braut rúðu í versluninni Róma. Vinnuslys Eitt vinnuslys var tilkynnt lögreglu í vikunni. Háseti um borð í Sæfaxa VE slasaðist við vinnu sína um borð. Meiddist hann á hendi en ekki munu hafa orðið alvarlegir áverkar af. Lögregla mælir með lyfjaprófum 1 tilkynningu frá lögreglunni segir að aldrei sé góð vísa of oft kveðin. Enn og aftur óskar lögreglan eftir aðstoð bæjarbúa í baráttunni við fíkniefnin. Lögreglu vantar alltaf upplýsingar varðandi fíkniefnabrot og eru allar upplýsingar vel þegnar. Bent er á sjálfvirkan símsvara lögreglunnar í Vestmannaeyjum 481-1016 og grænt númer rfkis- lögreglustjóra 800-5005. Fullum trúnaði er heitið og nafnleynd ef þess er óskað. Þá vill lögregla benda foreldrum á, gruni þeir börn sín um að vera byrjuð að neyta ffkniefna, að hægt er að fá svokölluð „lyfjapróf' í apótekum. Þau kosta lítið, 500 - 1000 kr. Með þvagsýni er einfalt að prófa hvort börnin eru í einhverri neyslu. Þessi próf em mjögeinföld í notkun, einungis þarf þijá dropa af þvagi og kemur niðurstaðan innan fimm mínútna. Fyrirlestur um Bibl- íuna Á þriðjudaginn verður llutt fræðsluerindi um Bibltuna í sal járniðnaðarmanna, Heiðarvegi 7. Sérstaklega verður athugað hvernig innihald Biblíunnar sjálfrar bendir til þess að hún sé innblásin og traustur leiðarvísir. Allir eru velkomnir að hlýða á erindið sem mun heíjast kl. 20.00. Fyrirlesari er Roger Paterson, norskur trúboði og farandumsjónarmaður hjá Vottum Jehóva hér á landi. Fermingar helgarinnar Börn sem fermast í Landakirkju sunnudaginn 9. aprfl kl. 11.00 ásamt prestum kirkjunnar: Arna Björg Sigurbjörnsdóttir, Baldvin Þór Sigurbjörnsson, Björgvin Már Þorvaldsson, Charlotte Sigrid Martinsdóttir á Kosini, Garðar Örn Sigmarsson, Guðrún Jóna Stefánsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Magnús Berg Magnússon, Ragnar Tryggvason, Sævald Páll Hallgrímsson. fréttir BagurTónlistar- skólans Dagur Tónlistarskóla Vesmtanna- eyja verður haldinn, nk. laugardag, þann 8. apríl, í samkomusal skólans frá kl. 15.00. Eins og áður hefur verið auglýst varð að fresta þessum átiega degi vegna veikinda en nú eru allir í góðu formi. Nokkrir lengra komnir nemendur skólans koma fram og Litla lúðrasveitin mun leika nokkur lög. Foreldrafélag sveitarinnar mun selja kafft og gæðameðlæti til fjáröfluntu' í ferðasjóð. Það stefnir sem sé í þessa ftnu kaffihúsa- stemmningu. Treystir foreldrafélag- ið og kennaralið skólans á góða mætingu allra velunnara skólans og sveitaiinnar. Verð fyrir fullorðna er kr. 500 á mann og kr. 250 fyrir börn. Þess má geta, að Litla lúðrasveitin stefnir á sína aðra utanlandsferð í vor, og nú til Englands. Sveitin er með tjöl- mennasta móti um þessar mundir og það er reyndar skólinn líka, þar sem aðsókn hefur aldrei verið meiri frá upphafi. Börn sem fermast í Landakirkju sunnudaginn 9. apríl kl. 14.00 ásamt prestum kirkjunnar: Andri Eyvindsson, Anna Ragnheiður ívarsdóttir, Bergvin Oddsson, Elvar Már Þrastarson, Erla Signý Sigurðardóttir, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Hersir Mar Jónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Thelma Sigurðardóttir. Á myndina vantar Egil Andrésson. Fermingartölvan í ár !! Fujitsu T-Bird 466 mhz celeron 64MB vinnsluminni 8,4 GB harður diskur 40x geisladrif 16 bita hljóðkort 56k mótald 8 MB AGP skjákort 17" Fujitsu skjár MS Word 2000 MS Works 2000 Windows 98 ...og margt fleira Öflug heimilistölva, tilvalin í skóla- verkefnin Sannkallað „bónus“ verð !!! K3 Aðeins ^kr 99.990.-stgr ^ Urslitakeppni kvenna í handknattleik IBV-GROTTA/KR 50 viðskiptavinir Sparisjóðsins sem koma í dag fá einn miða á leikinn hver á meðan birgðir endast Fyrstur kemur fyrstur fær n Sparisjóðurinn styður stelpumar til sigurs Sparisjóður Vestmannaeyja TIIDalvíkur frekarenKFS Knattspymufélagið Framherjar- Smástund helúr skrifað undir samning við Papa Assane N'Daw sem leikið hefur þrjá U-21 lands- leiki rneð Senegal sem markvörður. Félagið ætlar sér stóra hluti í sumar eins og sést hefur á úrslitum vetrarins. Félagið bauð ÍBV samstarf um leikmenn í sumar eins og undan- farin ár en enn einu sinni var það hunsað. í fréttatilkynningu frá KFS segir að leikmenn frá IBV séu á leiðinni til Dalvíkur o.s.frv. frekar en að fara til KFS. „Engu að síður óskum við þeim alls hins besta í sumar," segir í tilkynningunni. Vorsöfnun slysavarnardeildar- innar Eykyndils Slysavamatdeildin Eykyndill er að fara af stað með árlega vorsöfnun dagana 6. til 27. apríl. Eykyndill hefur verið með vorsöfnun meðal fyrirtækja í bænum í fjöldamörg ár og er hún jafnframt aðalijáröflunar- leið deildarinnar. Ágóði hefur alltaf runnið til góðra málefna til eflingar slysavama í bænum. Sem dæmi um góð og þörf málefni sem þær Eykyndilskonur hafa styrkt eru umferðarljósin á homi Heiðarvegar og Strandvegar, gjafir til Heil- brigðisstofnunarinnar í Vest- mannaeyjum, Lóðsins, slökkviliðs og lögreglu. Vonast Eykyndils- konur eftir að vei verði tekið á móti þeim eins og undanfarin ár. Fréttatilkynning. Rúðubrot Einhvem tíma í síðustu viku var brotin rúða í skúr sem stendur við íþróttavöllinn við Löngulág. Ekki er vitað hver þar var að verki og óskar lögregla eftir upplýsingum um málið. FRETTIR Útgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Heijólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraösfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.